Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 11

Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR Styrkjum úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði í tuttugasta sinn Samtals verið úthlutað 260 milljónum króna ÚTHLUTAÐ hefui- verið styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1997 og er þetta í tuttugasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Tii úthlut- unar í ár koma allt að 5.000.000 króna og þar af rennur helmingur til Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminja- safns, en alls bárust 74 umsóknir um styrki að fjárhæð 48,5 milljón- ir króna og fengu 18 umsækjendur styrki. í þau tuttugu ár sem úthlut- að hefur verið úr sjóðnum hafa alls verið veittir styrkir að upphæð 259.640.065 kr. Samkvæmt ákvæðum skipu- lagsskrár sjóðsins rennur fjórðung- ur, 1.250.000 kr., til Friðlýsingar- sjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs, og fjórðung- ur til varðveislu fornminja, gam- alla bygginga og annarra menn- ingarverðmæta á vegum Þjóð- minjasafns. Allt að helmingi út- hlutunaríjár á hverju ári er varið til styrkja samkvæmt umsóknum og voru því allt að 2,5 milljónir króna til ráðstöfunar í þann þátt að þessu sinni. Eftirtaldir hlutu styrki sam- kvæmt umsóknum: Mummi, félag um varðveislu Hilmis, 100.000 kr. til að varðveita eikarbátinn Hilmi sem smíðaður var í Keflavík 1942, Kaupfélag Hrútfirðinga, 150.000 kr. til að endurbyggja Riis-hús á Borðeyri, Menningarfélag um Brydebúð, 150.000 kr. til endur- byggingar á verslunarhúsi J.P.T Bryde í Vík, Minjasafnið á Akur- eyri, 100.000 kr. til að gera eftir- tökur eftir filmusöfnum tveggja ljósmyndara á Akureyri, Ara Leós Björnssonar og Gísla Ólafssonar, Jón Kaldal, 100.000 kr. til að greiða kostnað við að afhenda Þjóðminjasafninu til varðveislu sýninguna Kaldal aldarminning, Minjasafn Austurlands, 150.000 kr. til viðgerða á merkum munum í eigu minjasafnsins, Ljósmynda- stofa Jóhanns Rafnssonar, 100.000 kr. til að skrásetja og varðveita ljósmyndasafn Jóhanns Rafnssonar í Stykkishólmi, Heim- ilisiðnaðarfélag íslands, 150.000 kr. til tölvuskráningar muna safnsins, Byggðasögunefnd Eski- fjarðar, 120.000 kr. til að gera ljósmyndir eftir plötum og filmum úr fórum Sveins Guðnasonar ljós- myndara, Landsbókasafn íslands 180.000 kr. til viðgerðar á um 75 innrömmuðum íslandskortum í eigu safnsins, Stofnun Árna Magnússonar, 180.000 kr. til við- gerðar og umbúnaðar um Reykja- fjarðarbók Sturlungu, Kvenna- sögusafn íslands, 170.000 kr. til endurbóta og útgáfu á verki dr. Önnu Sigurðardóttur, Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, Hið islenska bókmenntafélag, 200.000 til að gera mannanafna- skrá við Annála 1400-1800, Ein- ar E. Sæmundsen, 180.000 kr. til uppmælingar og rannsóknar á tveimur gömlum görðum að Skriðu í Hörgárdal og Múlakoti í Fljótshlíð, Fuglaverndarfélag Is- lands, 50.000 kr. til verndunar íslenska arnarins, Rannsókn- arstofnun í siðfræði, 100.000 kr. til að undirbúa og halda ráðstefnu um tengsl íslenskrar náttúru og íslenskrar menningar, Kvik- myndaverstöðin ehf., 220.000 kr. til gerðar heimildarkvikmyndar um sjósókn á áraskipum fyrir tíma tæknialdar og Dalabyggð, 100.000 kr. til að minnast Leifs heppna Eiríkssonar vegna 1000 ára afmælis Vínlandsfundar með því að kanna friðlýstar rústaleifar á Eiríksstöðum í Haukadal í Dala- sýslu. I stjórn Þjóðhátíðarsjóðs eru Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður, formaður, skipuð af forsætisráð- herra, Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka íslands, Björg Einarsdóttir, rithöfundur, Björn Teitsson, skólameistari og Ásgerður Bjarnadóttir, banka- starfsmaður, sem kjörin voru af Alþingi. Ritari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðing- ur. Morgunblaðið/Halldór FULLTRÚAR á aðalfundi Landssambands aldraðra eru 103 og koma frá 45 félögum víðs vegar um landið. Aðalfundur Landssambands aldraðra Ahyggjur af kjara- og heilbrigðismálum RÚMLEGA 100 fulltrúar frá 45 félögum víðs vegar um land sátu föstudag og laugardag aðalfund Landssambands aldraðra sem fram fór í Hafnarfirði. Ólafur Jónsson fráfarandi formaður sambandsins segir að innan vébanda þess séu um 13 þúsund manns og að félög aldraðra séu starfandi í flestum þéttbýlisstöðum landsins. Á fundinum var kosinn nýr for- maður, Benedikt Davíðsson, og jafnframt voru gerðar breytingar á lögum sambandsins. Auk venjulegra aðalfundar- starfa eru til umræðu ályktanir um kjaramál og heilbrigðismál sem Ólafur Jónsson segir að séu þau sem mest brenni á félögum Lands- sambands aldraðra. Segir hann fólk kvarta einna mest yfir kjaramálunum en einnig hafi það áhyggjur af ástandi í heilbrigðismálum, biðlistum sjúkrahúsanna vegna ýmissa að- gerða og biðlista eftir vistun á hjúkrunardeildum og elliheimil- um. Blásið í lúðra LANDSMÓT skólalúðrasveita var haldið um helgina í Reykja- vík. Þátttakendur, sem komu víðs vegar að af landinu, voru um 700 auk 100 fararstjóra. Alls tróðu 27 hljómsveitir upp á landsmótinu, sem hófst form- Iega síðastliðinn föstudag með ávarpi Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa og formanns fræðsluráðs. Eftir setningarathöfnina voru haldnir tónleikar. Léku hinir ungu og upprennandi tónlistar- menn listir sínar. Lauk deginum svo með því að slegið var upp dansleik. Eftir viðburðaríka dagskrá lauk mótinu á laugardag með skrúðgöngu og risatónleikum mörg hundr uð þátttakenda. Morgunblaðið/Golli Framsóknarflokkurinn Fundir á Vestfjörðum VINNUHÓPUR þingflokks fram- sóknarmanna um stöðu byggða- mála heldur fundi á Vestijörðum í vikunni. Er ráðgert að halda slíka fundi í öllum kjördæmum. Vinnuhópinn skipa Gunnlaugur Sigmundsson, Magnús Stefánsson, Stefán Guðmundsson og Valgerður Sverrisdóttir og hefur hann starfað í framhaldi af ráðstefnu sem var haldin í janúar. Hafa þrír fundir verið haldnir, á Hvolsvelli, Blöndu- ósi og Borgarfirði. Fundir verða á ísafirði 3. júní og á Patreksfirði 4. júní. Þangað fara, auk vinnuhópsins, Halldór Ásgrímsson formaður Framsókn- arflokksins og 1-2 þingmenn. Báð- ir fundirnir hefjast kl. 20.30. Fjölmenn norræn ráðstefna Umönnun við ævilok NORRÆN ráðstefna Umönnun við ævilok verður haldin í Háskólabíói dagana 5.-7. júní. Nordisk Fören- ing - Omsorg vid livets slut stend- ur fyrir ráðstefnunni en undirbún- ingsnefndin er eingöngu skipuð Is- lendingum. Þátttakendur eru tæp- lega 700 hundruð, þar af um 600 frá hinum norrænu löndunum. Fyrirlesarar eru fjölmargir, flest- ir frá Norðurlöndunum, en einnig frá Kanada og Bretlandi. Islenskir fyrirlesarar eru um tuttugu og vinna þeir allir á einn eða annan hátt að umönnun og meðhöndlun dauðvona sjúklinga hér á landi. Helstu viðfangsefni ráðstefnunn- ar eru dauðinn, sorgin og líknin. Fjallað verður um þessa þætti út frá menningarlegu, heimspekilegu, félagslegu, trúarlegu, sálfræðilegu og læknisfræðilegu sjónarhorni. Einnig verður rætt um það hvernig þessi mál snerta sjúklinga, aðstand- endur og starfsfólk. Markmið félagsins er að vinna að bættri meðferð og umönnun al- varlega veikra barna eða dauðvona einstaklinga, svo og aðstandenda þeirra. Jafnframt beitir félagið sér fyrir að efla rannsóknir á þessu sviði, auka þekkingu heilbrigðis- stétta á málefninu og stuðla að aukinni umræðu í samfélaginu. Þessi ráðstefna er sú fimmta sem félagið stendur fyrir en sú fyrsta var haldin í Bergen í júní 1988, sú næsta í Stokkhólmi 1990, þá í Ábo 1993 og síðast í Kaup- mannahöfn 1995. Með ráðstefn- unni á Islandi er lokið einni hring- ferð um Norðurlönd og því langt að bíða þar til önnur slík verður haldin hér á landi. Doktor í sameindalíffræði •BJÖRN Lárus Örvar varði doktorsritgerð sína í plöntusam- eindalíffræði við háskólann í Bresku-Kól- umbíu, Kanada, 24. maí sl. Heiti ritgerðarinnar er „The effects of wounding re- sponse and cyto- solic ascorbate peroxidase le- vels on ozone susceptibility in ozone-sensitive tobacco cultivar“. Leiðbeinandi Björns var prófess- or Brian E. Elli og andmælendur prófessor Douglas P. Ormrod við háskólann í Viktoríu og Mahesh K. Upadhyaya og Anthony D.M. Glass, prófessorar við háskólann í Bresku Kólumbíu. í ritgerðinni er í fyrsta lagi fjall- að um það streituálag sem óson loftmengun veldur í plöntum og með aðstoð erfðatækni er sýnt fram á hvernig plöntufruman notar andoxunarensýmið ascorbate preo- íðasa til að verjast slíku álagi. I öðru lagi eru rök færð fyrir því að sömu efnaferli kveikja á þessu varnarkerfi og plöntufruman notar til að veijast ásókn skordýra. Nið- urstöður þessara rannsókna hafa verið kynntar á ráðstefnum og í viðurkenndum alþjóðlegum tíma- ritum. Björn er fæddur 30. ágúst 1959 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Kópavogi 1979. Að loknu B.Sc. námi í líffræði við Háskóla Islands 1984 kenndi Björn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja til ársins 1991. Á meðan á doktors- námi stóð hlaut Björn „University Graduate Fellowship" styrk frá Háskólanum í Bresku-Kólumbíu 1993-1996, styrk úr Minningar- sjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar árið 1992 og D.G. Laird and G. Moe Scholarship for Bioteehnology 1993. Foreldrar hans eru Björn K. Örvar, úrsmið- ur og Hanna Marta Vigfúsdóttir, skrifstofumaður. Sambýliskona Björns er Unnur Þorsteinsdóttir sem einnig er að ljúka doktors- prófi við háskólann í Bresku-Kól- umbíu og eiga þau einn son, Þor- stein. Björn starfar nú á rannsókna- stofu dr. Brian Ellis við Háskólann í Bresku-Kólumbíu við áframhald- andi rannsóknir á efnaferlum sem ræsa streituálagsvöi'n í plöntu- fmmum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.