Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 1 9
LEIÐIN Á TINDINN
Hillary-þrepið
FJALLGÖNGUMENNIRNIR eru að koma að Hillary-þrepi, sem er 12 metra hár ísveggur. Hann er miserfiður
yfírferðar frá ári til árs, en að þessu sinni gekk nokkuð vel að komast upp hann.
Svangir menn í London
FYRSTA verk Einars K. Stefánssonar eft-
ir að hann kom til London var að fara á
hamborgarastað og raða í sig tveimur
tvöföldum hamborgurum. Hann var þá
nýkominn úr flugi þar sem hann borðaði
tvisvar sinnum margréttaða máltíð. Einar
sagði að hann hefði óslökkvaudi þörf fyr-
ir að borða eftir að hann kom af tindin-
um.
Fjallgangan reyndi mikið á líkamlegt
þrek þremenninganna. Þeir léttust mikið,
enda var matarlystin ekki mikil þrátt fyr-
ir mikla líkamlega áreynslu. Daginn sem
þeir gengu á tindinn, en sú ferð tók 19
klukkutíma, borðuðu þeir sama og ekk-
ert, en reyndu að drekka einhvern vökva.
Hörður Magnússon sagði glottandi að
sér hefði brugðið mikið þegar Einar rak-
aði sig og í yós kom hvað hann var orðinn
rýr. Einar hefur hins vegar verið dugleg-
ur að borða síðan hann kom niður af fjall-
inu. Það fyrsta sem hann bað um þegar
hann kom niður var ís. Félagar hans
sögðu að hann væri búinn að éta 30-40 ísa
frá því hann kom niður af Everest. Einar
mótmælti því ekki og sagði að þörfin fyrir
að borða væri svo mikil að það væri nán-
ast ekki hægt að mæta henni. Það væri
greinilegt að Ifkaminn væri að vinna upp
orkutapið. Hann viðurkenndi líka að hann
hefði verið orðinn leiður á nepölskum
mat og löngunin í hamborgara og rjómaís
hafi verið orðin mikil.
EINAR Stefánsson er hér að
koma inn í tjaldið í fjórðu
búðum og snýr baki í tindinn.
Hugo mexíkananum, sem var í
okkar leiðangri og fór upp á eftir
okkur. Hann örmagnaðist á leið-
inni upp og sherpinn, sem var hon-
um til aðstoðar, gat ekki komið
honum niður. Hann bjó um hann
þar sem hann lá og fyrir eitthvert
kraftaverk komst hann lifandi nið-
ur aftur. Við þær aðstæður sem
eru þama í fjallinu getur enginn
bjargað þér nema þú sjálfur. Fé-
lagamir geta reynt að hvetja þig
og gefið þér súrefni, en það bjarg-
ar þér enginn nema þú sjálfur,“
sagði Einar.
Mismunandi mat á aðstæðum
Chris Watts og Chris Brown,
sem voru með íslendingunum uppi
í Suðurskarði, ákváðu að fara ekki
með á tindinn. Þeim varð ekki
svefnsamt um nóttina þegar vind-
hviðumar buldu á tjaldinu. Hörður
Magnússon, aðstoðarmaður ís-
lendinganna, sagði að Chris Watts,
sem er reyndur Himalayafari, hafi
lýst veðrinu um nóttina sem því
versta sem hann hafi upplifað.
Chris Brown hafi verið við það að
missa tökin á aðstæðunum, en
hann lenti í miklum erfiðleikum
með að komast niður í Suðurskarð
um kvöldið eftir misheppnaða tfi-
raun við tindinn. Þeirra mat var að
aðstæður væru þannig að það væri
ekki fært á tindinn.
„Allt mat á aðstæðum byggir á
þeini reynslu sem menn búa yfir.
Á íslandi eru erfið veður og við
metum þetta öðruvísi," sagði Ein-
ar og Hallgrímur bætti við að starf
þeirra fyrir hjálparsveitirnar
skipti hér miklu máli. Þegar menn
væru kallaðir út í björgun væru
menn að fara út í veður sem þeir
gerðu ekki við eðlilegar aðstæður.
Þeir tóku fram að Babu hefði verið
sammála þeim um að það væri
fært á tindinn þrátt fyrir vont veð-
ur.
Mannskaðar á Everest
Á þessu ári og síðasta ári hafa
margir menn farist á Everest.
Þremenningamir voru spurðir
hvaða hug þeir bæru til fjallsins
eftir þessa ferð með tillit tfi mann-
tjónsins. Bjöm sagði að mannskaði
væri hluti af baráttu manna við
Everest og þeir hafi gert sér grein
fyrir því áður en þeir lögðu af stað
að þeir kynnu að upplifa það að
menn fæmst. Ein af ástæðunum
væri sú að talsvert væri um að
óreyndir menn væm á ferð í fjall-
inu en eins væri greinilegt að fjall-
göngumenn sem lögðu á tindinn
norðanmegin hefðu metið aðstæð-
ur rangt, en fimm fórust þar við
klifur sama daginn.
„Þessar fréttir hvöttu okkur enn
frekar til að sýna varúð og áttu
sinn þátt í því hvað við biðum lengi
eftir betra veðri til að komast upp.
Tölfræðin sýnir okkur að af hverj-
um 10 sem komast upp deyja 2-3.
Þetta er auðvitað hlutfall sem er
engan veginn viðunandi,“ sagði
Einar.