Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutafélag í eigu Gísla V. Einarssonar og flölskyldu með 725 milljóna kr. tilboð í Áburðarverksmiðjuna „ Væntum þess að okk- ar tílboði verði tekið“ Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli í heistu atvinnugreinum í apríl 1996 og 1997 ^^ZjApríl 1996 lApríl 1997 Fiskiðnaður Iðnaður Byggingarstarfsemi Verslun og veitingast Samgöngur Sjúkrah.rekstur ',55[ ðnnur þjónustustarfs SAMTALS Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæði og landsbyggðinni í aprfl 1997 Landsbyggðin Höfuðborgarsvæðið Fiskiðnaöur Iðnaður ■20%+w r 1 +: Byggingarstarfsemi n+5 B+w Verslun og veitingastarfsemi Samgöngur cfai+35 Sjúkrahúsarekstur ■io m -4011 ðnnur þjónustustarfsemi ■ion SAMTALS +55 II +700 +60 1 Heimild: Þjóðhagsstofmm 1+330 Könnun á atvinnuástandi í apríl Mesta eftirspum eftir vinnuafli í 6 ár GÍSLI V. Einarsson, stjórnarfor- maður Gufuness ehf., sem átti hæsta tilboðið í hlutabréf ríkisins í Áburðarverksmiðjunni hf. segist vænta þess sterklega að tilboði fé- lagsins í verksmiðjuna verði tekið. Eins og fram hefur komið hljóðaði tilboð Gufuness upp á 725 milljónir króna og miðast það við stað- greiðslu. Fjármögnun hefur verið tryggð vegna kaupanna og tilboðið uppfyllir öll skilyrði sem sett voru í útboðslýsingu. „Við ætlum okkur að reka verksmiðjuna áfram ef þess er nokkur kostur,“ sagði Gísli, en vildi að öðru leyti ekki greina frá áformum fyrirtæksins. Gufunes er í eigu Sundagarða hf. sem er eignarhaldsfélag Gísla og fjölskyldu hans, en félagið er m.a. einn stærsti hluthafi Tækni- vals hf. Sömu aðilar eru jafnframt eigendur Mata hf. sem er umsvifa- mikið fyrirtæki í innflutningi á ávöxtum og grænmeti. Vilja skjóta fleiri stoðum undir reksturinn Annað og mun lægra tilboð barst' sem kunnugt er frá KEA, Kaupfé- lagi Þingeyinga, Kaupfélagi Skag- firðinga, Kaupfélagi Árnesinga, Sláturfélagi Suðurlands, Bænda- TEKIÐ var tilboðum fyrir 3 millj- arða króna í ríkisvíxla til 75 daga, en það er endurútgáfa á síðasta þriggja mánaða ríkisvíxlaflokki með gjalddaga 20. ágúst 1997, í útboði sem fram fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Þar af tók Seðla- banki Íslands 700 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða en samtökum íslands, Vatnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur og Eignarhaldsfélaginu Álþýðu- bankanum. Tilboðið hljóðaði upp á 617 milljónir eða gengið 0,617. í frétt frá þessum aðilum kemur fram m.a. að það hafi þótt sýnt síðustu misseri eða síðan áburðarinnflutn- ingur var gefinn fijáls að rekstrar- grundvöllui' Áburðarverksmiðjunn- ar væri brostinn og ekki biði annað en að leggja hana niður. Nokkur áburðarinnflutningur hafi orðið á þessu ári eða um 10% af heildar- sölu áburðar og hafi það umtals- verð áhrif á rekstur verksmiðjunn- ar. Með breiðri samstöðu fyrr- nefndra aðila sé stefnt að því að styrkja rekstrargrundvöll verk- smiðjunnar og gera rekstur hennar samkeppnishæfan. í greinargerð vegna tilboðsins kemur fram að áhugi þessara aðila beinist meðal annars að því að leita fleiri leiða til að skjóta fleiri stoðum undir núverandi rekstur og kanna einnig til þrautar þær leiðir sem athugaðar hafa verið á undanförn- um árum, eins og t.d. framleiðsla á vetnisperoxíði og hátækni- keramiki. í öðru lagi hafa þessir aðilar hug alls bárust sjö gild tilboð í ríkis- víxla að fjárhæð 3,4 milljarðar króna. Meðalávöxtun útboðsins er 6,96% og er það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi Islands í dag. Næsta útboð ríkis- verðbréfa er útboð á ríkisbréfum miðvikudaginn 11. júní. á því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að markaðssetja sér- stöðu íslensks áburðar eriendis og er þar m.a. horft til þess að fram- leiðslan telst vera mjög umhverfis- væn. í þriðja lagi er rætt _um að skapa skilyrði til þess að Áburðarverk- smiðjan verði í framtíðinni gerð að almenningshlutafélagi og skráð á inarkaði Veltan áætluð um 1,1 milljarður Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru umræddar tilboðs- fjárhæðir ekki langt frá því mati sem liggur fyrir um verðmæti Ábui'ðarverksmiðjunnar. Raunar þótti um tíma með öllu óvíst hvort einhver tilboð bærust í hlutabréfin vegna þeirrar óvissu sem er í rekstri verksmiðjunnar, m.a. vegna inn- flutnings. Fyrir liggur að stórir er- lendir áburðarframleiðendur á borð við Norsk Hydro hafa sýnt áhuga á íslenska markaðnum. Velta Áburðarverksmiðjunnar á árinu 1996 nam alls 1.063 milljón- um króna og jókst um 8,1% frá árinu á undan. Tap ársins nam alls tæpum 23 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam 1.793 milljónum og eiginfjárhlutfall 88,4%. Á árinu 1996 störfuðu að meðaltali 98 manns hjá fyrirtækinu. í rekstraráætlun verksmiðjunnar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 1.080 milljóna króna veltu og að tap eftir skatta nemi um 37 milljónum. Forsendur hafa hins vegar breyst nokkuð til hins verra frá því áætlunin var gerð vegna verðlækkunar og aukins innflutn- ings þannig að allt útlit er nú fyrir að tapið verði enn meira. Niðurstöður útboðsins verða kynntar í síðasta lagi á föstudag, 6. júní nk. og gert er ráð fyrir að greiðsla og afhending fari fram hinn 20. júní. ATVINNUREKENDUR töldu æski- legt að fjölga starfsfólki um 310 manns á landinu öllu í apríl, sem er um 0,3% af áætluðu vinnuafli og hefur eftirspurn eftir vinnuafli ekki verið svo mikil síðan árið 1991, sam- kvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í apríl 1997. I frétt frá Þjóðhagsstofnun kemur fram að Qölgunin er öll á höfuðborg- arsvæðinu, en þar töldu atvinnurek- endur æskilegt að fjölga starfsfólki um 330 manns. í apríl í fyrra vildu atvinnurekendur á höfuðborgar- svæðinu fækka um 200 manns, en fjölga um 200 manns á landsbyggð- inni. Aftur á móti töldu atvinnurek- endur á landsbyggðinni æskilegt að fækka starfsfólki um 20 manns. Eftirspurn eftir vinnuafli á höfuð- borgarsvæðinu er mest í iðnaði og þjónustu en vilji til fækkunar kemur helst fram í sjúkrahúsrekstri. Á landsbyggðinni var eftirspurn eftir starfsfólki mest í iðnaði, sérstaklega málmiðnaði en starfsfólki í verslun og veitingastarfsemi fækkar. Atvinnuleysi í apríl var 4,7% sam- anborið við 5,0% í sama mánuði í fyrra. Þjóðhagsstofnun kannar atvinnu- ástandi þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Markmiðið með könn- uninni er að fá yfirlit um atvinnu- horfur frá sjónarhóli fyrirtækja. Fjöldi fyrirtækja í könnuninni er um 300 úr öllum atvinnugreinum nema landbúnaði. Umsvif þessara fyrir- tækja eru um 34% af þeirri atvinnu- starfsemi sem könnunin nær til en hún spannar um 75% af allri atvinnu- starfsemi í landinu. Ríkisvíxlar seldir fyrir 3 milljarða IiLUTABRÉFASJÓÐURINN AUÐLIND HF. AÐALFUNDUR Verður haldinn ú fyrstu hœð ú Grund Hótel íReykjuvíkþunn W.júní 1997, kl. 16:30. i) \ s k r \ 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings 3. Ákvörðun um ráðstöfun liagnaðar 4. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins 5. Kosning stjórnar félagsins 6. Kosning endurskoðenda félagsins 7. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 8. Tillaga um heimild lil stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins 9. Erindi um íslenskan hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Heykjuvík 2. júní 1997 Stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðliudar hf. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 308 Rcykjavík Sfmi 515 1500 • Fax 515 1509 Verðbréfaþing aðili að Samtökum evrópskra kauphalla >» Ahrif Evró-gjaldmiðilsins helsta viðfangsefni ársfundar samtakanna VERÐBRÉFIAÞINGI íslands var veitt aðild að Samtökum evrópskra kauphalla (ESE) á ársfundi samtak- anna í Amsterdam sl. fimmtudag. Aðild er veitt einni kauphöll í hverju aðildarríkja Evrópusambandsins og ETA og er Verðbréfaþing 18. aðilinn að samtökunum, segir í frétt. Samtökin vinna að margs konar samræmingu og gæta hagsmuna kauphalla með ýmsum hætti, eink- um í samskiptum við stjórn ESB í Brussel. Heista viðfangsefni árs- fundarins að þessu sinni var gildis- taka evró-gjaldmiðilsins í ársbyrjun 1999 og breytt verðskráning og uppgjör viðskipta í kauphöllum í kjölfarið. Samtökin hafa gert ítar- lega skýrslu um skipan þessara mála sem gerð var opinber að fund- inum loknum. Ennfremur var ijallað um: Samskipti við kauphallir í mið- og austur-Evrópui'íkjum sem hafa nýlega tekið upp markaðshagkerfi. Þróun nýrra markaða fyrir hlutabréf smárra og meðalstórra fyrirtækja. Breytingar á eignarhaldi kauphalla. Aðlögun kauphalla að nýjustu til- skipunum ESB um fjármálaþjón- ustu. Samstarf kauphalla Meðal verkefna á næstu misser- um má nefna breytingar á skipan mála á verðbréfamörkuðum ríkja sem ekki taka upp Evró-myntina og áhrif nýrrar tækni á samkeppn- isstöðu kauphalla. Fulltrúar Verðbréfaþings á árs- fundinum voru Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri og Sigrún Helga- dóttir forstöðumaður aðildar og skráningar. Hún tók jafnframt sæti í fastanefnd samtakanna. Á fundinum var birt fréttatil- kynning kauphallanna í Amster- dam, Brussel og Lúxemborg um víðtækt samstarf um þróun, sam- tengingu og rekstur viðskiptakerfa og sameiginlega aðild ljármálafyr- irtækja að kauphöllunum þremur. Samstarf af þessum toga er mjög í umræðu meðal kauphalla, m.a. hafa norrænar kauphallir stigið ýmis skref í þessa átt að undan- förnu. Handbók um pappírslaus viðskipti ICEPRO, nefnd um pappírs- laus viðskipti, hefur gefið út handbók um notkun EDI-stað- alsins í verslun og vörudreif- ingu. EDI-staðallinn er alþjóð- legur staðall um pappírslaus viðskipti. Tilgangurinn með útgáfunni er að styrkja enn frekar vöxt og viðgang pappírslausra við- skipta hérlendis en í handbók- inni er tekið á ýmsu er kann að valda misskilningi í slíkum viðskiptum milli fyrirtækja. Bókin skiptist í fjóra kafla, þ.e. kafla um pappírslausan reikning, sinn hvor kaflinn ei' um rafræna pöntun og svar við slíkri pöntun en fjórði kaflinn fjallar um pappírslaus- an verð- og vörulista. Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri ICEPRO nefndarinnar, segir að mikil þörf hafi verið fyrir slíka hand- bók um nokkurt skeið enda séu í henni ítarlegar leiðbeiningar um pappírslaus viðskipti. „Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem færa sér pappírs- laus viðskipti í nyt. Því er nauð- synlegt að sameiginlegur skiln- ingur sé ríkjandi milli allra þeirra aðila, sem stunda þau.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.