Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 25 iuJjlpnfifil Týrkir að kjörborðinu NECMETTIN Erbakan, for- sætisráðherra Tyrklands til- kynnti í fyrradag að hann myndi boða til kosninga innan tíðar. Flokkur Erbakans, Vel- ferðarflokkur Islams (Refah), hefur verið við völd í samstarfi við flokk Tansu Cillers, fyrrver- andi forsætisráðherra, í tæpt ár. Skoðanakannanir benda til að í kosningum nú myndi Refah auka við það 21 prósent fylgi sem hann hlaut í kosningunum í fyrra. Tilkynning Erbakans er sögð hafa aukið pólitíska óvissu sem ríkt hafi í Tyrklandi undanfarið ár. Skýrslu frestað FRESTAÐ hefur verið að birta skýrslu um sjóslysið er feijan Estonía fórst á Eystrasalti 28. september 1994 og með henni 852. Verður skýrslan um slysið jafnvel ekki birt fyrr en í árs- lok. Kari Lehtola, sem á sæti í nefndinni er rannsakar slysið, sagði í samtali við finnska sjón- varpið MTV3 á sunnudag að nauðsynlegt hefði verið að fresta birtingu skýrslunnar eft- ir að fulltrúi Svía í nefndinni, Olof Forssberg, sagði sig úr henni. Hann hafði áður játað að hafa logið er hann tjáði blaðamanni að hann hefði aldr- ei fengið bréf er varðaði slysið. Auk Finna og Svía eiga Eistar fulltrúa í nefndinni. Ný gerð kúariðu BRESKA heilbrigðismálaráðu- neytið tilkynnti í gær að greind hefðu verið 17 líkleg og áreiðan- leg tilfelli nýrrar gerðar Creutz- feldt-Jakob heilahrörnunarsjúk- dómsins í fólki, se_m talið er að tengist kúariðu. í tilkynningu ráðuneytisins segir, að þessi nýja gerð sjúkdómsins hafi greinst í mars í fyrra, og síðan þá hafí fundist 17 tilfelli henn- ar, og hafi smit að líkindum borist í fólkið við neyslu á nauta- kjöti sem sýkt var af kúariðu. Dregur úr fjölgun EGYPTAR tilkynntu í gær að dregið hefði úr mannfjölgun í landinu og hafi hún verið 2,1 prósent í fyrra en var 2,8 pró- sent fyrir áratug. Samkvæmt opinberu manntali, sem fram- kvæmt er á tíu ára fresti, voru Egyptar 61,45 milljónir talsins í fyrra, og er Egyptaland því 17. fjölmennasta ríki heims. Kvittaði með nafni Hitlers KONTRABASSALEIKARI við Berlínaróperuna í Þýskalandi olli miklu uppnámi í Israel á föstudag með því að kvitta fyr- ir hótelreikning með nafninu Adolf Hitier. Var kontrabassa- leikarinn, Gerd Reinke, sendur heim, og að sögn framkvæmda- stjóra Berlínaróperunnar, Al- ards von Rohrs, verður Reinke sagt upp störfum. Hann hefur nú beðist afsökunar á því að hafa skrifað nafn Hitlers á reikninginn. Framkvæmda- stjóri og tónlistarfólk Berlín- aróperunnar flutti ísraelskum áheyrendum sínum fjölmargar afsökunarbeiðnir á laugardag. Deilur í Þýskalandi um endurmat á gullforða ríkisins Seðlabankinn herðir róðurinn gegn stjóminni Bonn, Mainz. Reuter. ÞRIR fulltrúar bankaráðs þýska seðlabankans, Bundesbankans, gagnrýndu áform þýsku stjórnar- innar um endurmat á gullforða rík- isins opinberlega í gær. Seðlabank- inn og ríkisstjórnin eiga í harðri togstreitu um málið og hefur seðla- bankinn ekki áður beitt sér þetta opinskátt gegn stjórninni. Edgar Meister, sem á sæti í bankaráðinu, sagði á ráðstefnu í Mainz í gær að úrslit frönsku kosn- inganna hefðu mikil áhrif á áform Evrópusambandsins um Efnahags- og myntbandalagið (EMU). Koma myndi í ljós á næstu vikum hvort hin sameiginlega mynt, evróið, gæti orðið að stöðugum gjaldmiðli. Mikilvægt væri á þessum óvissu- tímum að Þýskaland stæði fast við peningalegan stöðugleika. Frestun rædd Seðlabankinn bar um helgina til baka frétt tímaritsins Der Spiegel á laugardag um að Hans Tietmey- er, bankastjóri þýska seðlabank- ans, teldi koma til greina að fresta myntbandalaginu. Hans-Jurgen Köbnick, sem sæti á í bankaráði bankans, sagði í gær að hann teldi ekki líklegt í stöð- unni að EMU yrði frestað þó svo að líklega myndu ráðamenn íhuga frestun. „Eins og stendur held ég að menn breyti ekki dagsetningum en ég held þó að menn muni velta þeim kosti fyrir sér,“ sagði Köbnick. Johan Wilhelm Gaddum, aðstoð- arbankastjóri seðlabankans, sagði á sömu ráðstefnu að Bundesbank- inn hefði ekki breytt um afstöðu varðandi endurmat á gullforða Þýskalands, frá því yfirlýsing var gefin út um málið sl. miðvikudag. Hann lagði þó áherslu á að í þeirri yfirlýsingu hefði bankinn gefið færi á málamiðlun og að nú yrði þingið að ákveða afdrif málsins. Einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum, Horst Sie- bert, tók í gær undir með seðla- bankanum og sagði það skerða sjálfstæði bankans ef ákvörðun um endurmat á gullforðanum yrði tek- in gegn vilja bankans. Það gæti haft slæm áhrif á hin væntanlega sameiginlega seðlabanka ESB-ríkj- anna, sem þýski seðlabankinn er fyrirmynd að. Málamiðlun í uppsiglingu? Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, ítrekaði í gær að hann teldi enga hættu á því að sjálfstæði bankans myndi skerðast þrátt fyr- ir ákvörðun stjórnarinnar. Ríkis- stjórn Kohls er talin eiga undir högg að sækja í málinu og hefur málflutningur seðlabankans feng- ið mun betri hljómgrunn meðal almennings. Þýsku stjórnarand- stöðuflokkarnir lögðu í þinginu í gær fram vantrauststillögu á hendur Theo Waigel fjármálaráð- herra vegna gullforðamálsins. Waigel sagði í gær að stjórnin myndi ekki breyta um afstöðu í málinu en væri hugsanlega til við- ræðu um að endurmatið færi fram á árinu 1998 en ekki á yfirstand- andi ári. Á það gæti seðlabankinn hugsanlega fallist enda myndi end- urmatið þá ekki hafa áhrif á það, hvort Þýskaland stenst skilyrði Maastricht. Sérfræðingar eru flestir sam- mála um að niðurstöður frönsku kosninganna hafí aukið líkurnar á að evróið verði ekki jafn stöðugur gjaldmiðill og Þjóðverjar hafi kraf- ist til þessa. Skilyrði Maastricht- sáttmálans verði_ túlkuð sveigjan- lega og jafnvel ítölum veitt aðild að EMU frá upphafi. Ella verði hugsanlega að fresta EMU-áfor- munum alfarið. Bandaríkin Metfækk- un ofbeld- isglæpa Miami. Reuter. OFBELDISGLÆPUM fækkaði um 7% í fyrra miðað við árið áður og hefur ekki fækkað jafn mikið í að minnsta kosti 35 ár, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bandaríska alríkislögreglan FBI birti á sunnu- dag. Þetta er fimmta árið í röð sem ofbeldisglæpunum fækkar. Morðum fækkaði um 11%, sem er met, og alvarlegum líkamsárás- um um 6%. Ofbeldisglæpunum - morðum, nauðgunum, ránum og alvarlegum árásum - hefur ekki fækkað jafn mikið frá árinu 1961 þegar FBI birti fyrstu skýrslu sína um breytingar á glæpatíðninni milli ára. „Straumhvörf hafa orðið, en mik- ið verk er óunnið," sagði James Alan Fox, forseti afbrotafræðideildar Northeastern University, og kvað ljóst að baráttan gegn glæpum væri farin að bera verulegan árangur. Ofbeldisglæpum hefur einnig fækkað í Miami, sem hefur tvisvar á áratugnum verið efst á lista yfir bandarískar borgir þar sem glæpir eru algengastir. Borgin er nú í sjötta sæti á listanum, en var í því þriðja árið 1995. Fort Lauderdale er nú „glæpahöfuðborg" Flórída og í öðru sæti á landslistanum á eftir Atlanta. Afghanistan Talebanar umkringdir Pul-i-Khumri. Reuter HERSVEITIR Taleban-hreyfingar- innar í Afghanistan eru nú um- kringdar í borginni Pul-i-Khumri, í norðurhluta landsins og óvinaherir sækja að þeim úr norðri og suðri, samkvæmt staðfestum fréttum Talebana.» Mjög sviptingasamt hefur verið í Afghanistan frá því Talebanar héldu inn í norðurhéruðin fyrir tveimur vikum. Innrás í borgina Mazar-i-Sharif kom í kjölfar þess að stríðsherrann Abdul Malik gekk til liðs við þá. Nokkrum dögum síð- ar snerist hann gegn þeim. í síðustu viku hertóku þeir Pul-i- Khumri, er Basir Salangi, herfor- ingi í liði stríðsherrans, Ahmad Shah Masood, kom til liðs við þá, en hann hefur nú snúist gegn þeim. „Fótboltalög44 samþykkt Malaga. Morgunblaðid. NEÐRI deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp rík- isstjórnarinnar er varðar rétt til beinna sjónvarpsútsendinga frá knattspyrnuleikjum á Spáni. Hart hefur verið deilt um frumvarp þetta, sem er hápólitískt og snertir m.a. samkeppnisstöðu einkarek- inna sjónvarpsstöðva gagnvart spænska ríkissjónvarpinu og laga- legt gildi gerðra samninga. Frumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt með stuðningi Vinstra- bandalagsins (Izquierda Unida) og er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem stjórn José Maria Aznar forsætisráðherra Spánar, fær ný lög samþykkt með aðstoð stjórnar- andstöðunnar. Þjóðernissinnar í Katalóníu, sem veija minnihluta- stjórn Aznars falli, hafa þegar lýst yfir óánægju sinni. Þessi atkvæða- greiðsla kann því að auka enn á spennuna sem einkennt hefur sam- skipti Þjóðarflokks (PP) Aznars og Ásakanir um stjórnarskrárbrot og hápólitískt samsæri þjóðernissinna í Katalóníu að und- anförnu. Ríkisstjórnin lagði frumvarpið fram m.a. á þeim forsendum að það væri óvefengjanlegur réttur allra Spánverja að fá notið knatt- spyrnuleikja í beinni útendingu óháð efnahag þeirra. Mjög hefur færst í vöxt á Spáni að knatt- spyrnuleikir séu sýndir í lokuðu áskriftarsjónvarpi einkarekinna stöðva. Samkvæmt nýju lögunum verður nú sýndur einn leikur í ótruflaðri útsendingu á hveijum sunnudegi. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, lagðist gegn lög- unum nýju á þeim forsendum að þau ógiltu þá samninga sem einka- stöðvar hefðu þegar gert við spænsk knattspyrnufélög um bein- ar útsendingar frá knattspyrnu- völlum Spánar. Samsæri og stjórnarskrárbrot? Sósíalistar telja og að helsti til- gangur laganna sé sá að koma höggi á Antenna 3-sjónvarpsstöð- ina, sem er í eigu PRISA-fjölmiðla- samsteypunnar, sem löngum hefur verið tengd flokknum. Telja þeir að afturvirkni laganna bijóti gegn stjórnarskrá Spánar og hafa nokkrir sérfræðingar tekið undir þau rök. Lögin verða nú tekin til meðferð- ar í öldungadeild þingsins en ljóst virðist að þessi deila, sem er hápóli- tísk þótt efnislega snúist hún að- eins um rétt manna til að njóta þjóðaríþróttarinnar, hefur hvergi nærri verið til lykta leidd. Hörð átök í Seoul SUÐUR-kóreskur lögreglumað- ur lést á sjúkrahúsi í Seoul í gær eftir að hafa særst í hörðum átökum við herskáa námsmenn sem hafa efnt til mótmæla í fjóra daga og krafist afsagnar Kims Young-sams forseta. Sjónarvott- ar sögðu að þúsundir náms- manna hefðu brotist framhjá röð lögreglumanna umhverfis eina af byggingum Ilanyang-háskóla. Námsmenninnirnir hefðu beitt eidsprengjum í átökunum og rot- að nokkra lögreglumenn með járnrörum. Námsmennirnir reyndu að komast inn í bygginguna til að vera við athöfn vinstrisinnaðrar námsmannahreyfingar, Han- chongryon, sem hefur verið bönnuð. Ríkissaksóknari Suður- Kóreu fyrirskipaði lögreglunni að handtaka „glæpamennina", sem bæru ábyrgð á drápinu, og leiðtoga Hanchongryon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.