Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MARGARETA Winberg, atvinnumálaráðherra
og samstarfsráðherra Norðurlanda í sænsku
ríkisstjórninni, hélt ræðu við stofnun Islenzk-
sænska verzlunarráðsins í gær. Þar var um-
ræðuefni hennar norrænt samstarf á evrópsk-
um vettvangi.
— Sú spurning, sem kemur fyrst upp í hug-
ann þegar rætt er um Norðurlandasamstarfið
og ESB, er hvort það muni takast að viðhalda
norræna vegabréfasambandinu innan evrópsks
ramma, með því að öll norrænu ríkin taki þátt
í Schengen-samstarfmu, jafnvel þótt það verði
hluti af ESB. Mun Svíþjóð standa vörð um
hagsmuni Islands og Noregs í viðræðum um
innlimun Schengen í ESB?
„Það er alveg ljóst, eins og forsætisráðherra
okkar lýsti yfír þegar íslenzki forsætisráðherr-
ann heimsótti hann fyrir stuttu, að Svíþjóð
mun ekki samþykkja að norræna vegabré-
fasambandinu verði fórnað. Ef færa á Scheng-
en inn í stofnsáttmála ESB verður að gera það
með þeim hætti að vegabréfasambandið verði
áfram í fullu gildi.“
— Kemur til greina að Svíþjóð beiti neitun-
arvaldi til að hindra niðurstöðu, sem ísland og
Noregur gætu ekki sætt sig við?
„Ég held að málið muni ekki ganga svo langt,
heldur verður það leyst áður. Við höfum fengið
í hendur samningsuppkast, sem við teljum að
líti ágætlega út. En verði þess þörf, erum við
reiðubúin að gefa út sérstaka yfirlýsingu ásamt
hinum ríkjunum til að skýra hina mjög svo
eindregnu afstöðu okkar í þessu máli.“
Áhyggjurnar ekki
ástæðulausar
— Þú varst einn af helztu andstæðingum
ESB-aðildar innan Jafnaðarmannaflokksins í
kosningabaráttunni fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna 1994. Nú verður þú, sem ráðherra,
að eiga náið samstarf við Évrópusambandið.
Hvernig gengur? Er ESB-aðild jafnhættuleg
fyrir Svíþjóð og þið andstæðingarnir hélduð
fram á sínum tíma?
„Ég sætti mig við niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar. Það var mjótt á mununum en
maður verður að sætta sig við það, sem jafn-
vel naumur meirihluti ákveður. Þó get ég sagt
að þær áhyggjur, sem við hófsamari andstæð-
ingar ESB-aðildar létum í Ijósi, hafa ekki reynzt
ástæðulausar. Og loforðin, sem áköfustu fylgis-
mennirnir gáfu, hafa heldur ekki verið efnd.
Þess vegna er sænska þjóðin nú full efasemda
um Evrópusambandið."
—• Telur þú að efnahagsástandið hafi batnað
eða versnað vegna ESB-aðildarinnar?
„Það er í raun ógerlegt að segja. Við geng-
um í ESB og við réðumst í umfangsmikla end-
urskipulagningu ríkisútgjalda, sem við hefðum
neyðzt til að framkvæma hvort sem var. Skuld-
ir ríkissjóðs fóru hraðvaxandi og fjárlagahallinn
var mikill, sem leiddi til vaxtahækkana og að
við lifðum um efni fram. Þessu gátum við ekki
haldið áfram, burtséð frá því hvort við erum
í ESB eða ekki. Það er þess vegna erfítt að
hafa skoðun á því, sem þú spyrð um, og verð-
ur aldrei hægt að sanna neitt í því efni vegna
þess að við vitum ekki hvernig það hefði orðið
ef við hefðum staðið utan ESB.“
Eignm að segja nei við EMU
— Eins og þú bentir á er andstaðan við
aðild að ESB nú mjög mikil í Svíþjóð, jafnvel
sú mesta í nokkru ríki sambandsins. Telur þú
koma til greina að Svíþjóð segi sig úr ESB?
„Það er nánast útilokað að mínu mati. Ef
einhveijir stóralvarlegir atburðir kæmu til,
væri það hugsanlegt. Aftur á móti skiptir hið
neikvæða almenningsálit máli fyrir áframhald-
andi samrunaþróun, t.d. þátttöku Svíþjóðar í
Efnahags- og myntbandalaginu, EMU.“
— Hver er þín afstaða til EMU? Finnst þér
að ríkisstjórnin eigi að segja „mjúkt nei“ eða
bara þvert nei við þátttöku í myntbandalaginu?
„Ég vil segja nei. Nei dugir þangað til mað-
ur skiptir um skoðun. Enginn getur útilokað
neitt um alla framtíð, en mér finnst ekki að
menn eigi að segja ne-ei eða tja, að EMU-
aðild komi ekki til greina nákvæmlega núna,
Eigum að gera
ESB líkara Norð-
urlöndunum
Margareta Winberg, atvinnumálaráðherra og samstarfs-
ráðherra Norðurlanda í sænsku stjóminni, var andstæð-
ingur ESB-aðildar Svíþjóðar. Hún segir í samtali við
—^-----------------------------
Olaf Þ. Stephensen að nú séu Svíar komnir inn í ESB
til að vera og þá beri þeim að reyna að gera samband-
ið líkara Norðurlöndunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
MARGARETA Winberg-: Sænska þjóðin er full efasemda um Evrópusambandið.
en kannski seinna. Sú af-
staða er ekki trúverðug,
þannig að ég er hlynnt því
að við segjum nei.“
— Hver eru rökin fyrir
nei-inu?
„Þau eru mörg. Ég tek
fram að þetta er mín per-
sónulega skoðun. Jafnaðar-
mannaflokkurinn hefur ekki gefið upp ákvörð-
un sína, en gerir það sennilega á morgun [í
dag].
Annars vegar á EMU hreint engan hljóm-
grunn hjá almenningi. Málið er einfaldlega
ekkert rætt, en þegar maður spyr fólk virðist
mér sem það sé andstaðan
við ESB, sem kemur fram
í því að það vill ekki halda
áfram á braut, sem því fell-
ur ekki.
Hins vegar eru efnisleg
rök, sem margir sænskir
hagfræðingar og stjórnend-
ur stórfyrirtækja hafa tekið
undir; að Evrópusambandið sé ekki hagkvæmt
gjaldmiðilssvæði. Aðildarríkin eru alltof ólík til
að geta myndað slíkt svæði. Ef einhvers konar
efnahagslegt áfall ríður yfir, myndu sum svæði
verða verr úti en önnur. Slíku þarf að vera
hægt að mæta með miklum sveigjanleika í
verðlagi og launum, með stórauknum hreyfan-
leika innan svæðisins eða með mikilli fjárhags-
aðstoð frá Brussel við verst settu svæðin.
Síðastnefnda kostinn tel ég útilokaðan, því
að hann hefði í för með sér að leggja yrði mun
meiri fjármuni í sameiginlegan sjóð og fá aðild-
arríki eru tilbúin til þess.
Ef við lítum á verð- og launasveigjanleika,
þá er þessi sveigjanleiki ekki fyrir hendi í Sví-
þjóð og við viljum ekki hafa hann. Hann hefði
í för með sér að ef Svíþjóð yrði fyrir efnahags-
legu áfalli, yrðum við að lækka launin mikið.
Ef við lítum síðan á hreyfanleika vinnuafls
innan svæðisins, er hann ekki heldur fyrir
hendi. Menn nota Bandaríkin oft sem dæmi,
en þar hefur tekið 100 ár að koma á sam-
runa, sem þýðir meðal annars að menn tala
sama tungumál. Eigi stórir hópar að geta flutt
sig til innan ESB þurfa þeir að geta skilið
hver annan. Það er ekki einfalt fyrir Svía að
flytja til Spánar, því að þeir skilja ekki málið.
Núna er það einkum efsta lagið í þjóðfélaginu,
sem er hreyfanlegt. Andstæðurnar eiga eftir
að aukast, því að hinir, sem ekki hafa tungu-
málakunnáttu og eru ekki hreyfanlegir með
sama hætti, verða að sætta sig við mikla launa-
lækkun í efnahagslegri niðursveiflu. Þetta mun
leiða til aukins launamunar innan ESB. Við
höfum barizt á móti slíku í landsmálum og
vonum að sjálfsögðu að slík staða komi ekki
upp í öllu ESB.“
Meðvitaðri um það samnorræna
— Hvert á að vera markmiðið með sam-
starfí Norðurlanda í Evrópumálum? Eiga nor-
rænu aðildarríkin í ESB að gæta hagsmuna
íslands og Noregs, sem standa fyrir utan, eða
að láta sér nægja að veita þeim upplýsingar
og hafa samráð?
„Norrænt samstarf hefur styrkzt undanfar-
ið. Í fyrsta lagi vegna þess, sem þú nefnir, að
ísland og Noregur sækjast eftir að tengjast
Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi nánari bönd-
um með það fyrir augum að koma að málum
á vettvangi ESB, sem snerta þessi ríki. Bæði
vilja þau fá upplýsingar og einnig bein áhrif.
Við hittumst fyrir mikilvæga fundi í ESB og
stundum kunnum við að vera á öndverðum
meiði, en ef það er hægt á annað borð högum
við málflutningi okkar þannig að það kemur
íslandi og Noregi að gagni. Við samstarfsráð-
herrar Norðurlanda höfum ráðlagt fagráðherr-
unum í ríkisstjórnum okkar að halda fundi
fyrir ráðherraráðsfundi í ESB með íslandi og
Noregi.
í öðru lagi hef ég tekið eftir því að ESB-
aðildin hefur gert okkur meðvitaðri um það,
sem við á Norðurlöndunum eigum sameigin-
legt. Við eigum að stórum hluta sameiginlega
menningu, samfélagsgerðin er svipuð og nor-
ræna módelið í efnahags- og atvinnumálum
eigum við einnig sameiginlegt. Þetta viljum
við styrkja innan ESB. Við tökum líka eftir
því að hin ríkin vilja gjarnan eignast hlut í
ávinningi Norðurlandanna. Það er mikill áhugi
á okkar leiðum til að taka á samfélagsmálum."
— Telur þú þá að norræn sjónarmið hafi
fengið hljómgrunn á ríkjaráðstefnu ESB?
„Já, en það gengur hægt. Það er við marga
að semja. Ég veit ekki hvaða áhrif kosningasig-
ur sósíalista í Frakklandi hefur á ríkjaráðstefn-
una en hann ætti að stuðla að því að styrkja
norræn sjónarmið í vissum málum. Við teljum
mikilvægt að koma sérstökum atvinnumálak-
afla inn í stofnsáttmála ESB, en jafnframt að
taka á jafnréttismálum og opinni stjórnsýslu.
Þetta eru allt mál, sem liggja norrænu ríkjun-
um á hjarta.“
— Og ef þetta tekst — er þá orðið til Evrópu-
samband, sem þér fellur betur í geð?
„Nú þegar við erum komin inn í ESB ber
okkur auðvitað að gera okkar ýtrasta til að
gera sambandið eins líkt Norðurlöndunum og
hægt er, af því að við erum ánægð með nor-
ræna módelið og viljum að aðrir fái að taka þátt
í því. En við vitum líka að við mætum harðri
andstöðu, því að það eru ekki allir, sem vilja
verða eins og við. Við fáum ekki allt okkar fram,
en við viijum þó ná fram eins mörgum baráttu-
málum og við getum á evrópskum vettvangi."
Lausn fundin í laxa-
deilu ESB og Norðmanna
Brussel. Morgunbladið
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins (ESB) samþykkti á
fundi sínum á sunnudagskvöld sam-
komulag það náðst hafði milli Norð-
manna og Sir Leons Brittans, sem
fer með utanríkisviðskipti í fram-
kvæmdastjórninni, fyrr um daginn
um innflutningstakmarkanir á norsk-
an lax, í stað refsitolla.
Með þessu samkomulagi er lokið
enn einni umferðinni í deilu milli
Norðmanna og ESB um meint undir-
boð á mörkuðum ESB, en ásakanir
þess efnis í garð Norðmanna hafa
ítrekað sprottið upp á undanförnum
árum. í þessu tilfelli voru það skosk-
ar laxeldisstöðvar sem ásökuðu
Norðmenn í september sl. um undir-
boð og komst framkvæmdastjórnin
að þeirri niðurstöðu í febrúar sl. að
þær ættu við rök að styðjast.
Samkomulagið nú er lítillega
breytt frá samkomulagi því sem
samningamenn ESB og Norðmenn
náðu fyrir helgi, en það mætti mik-
illi andstöðu innan framkvæmda-
stjórnarinnar. Það felur m.a. í sér
lágmarksverð á norskan lax á mörk-
uðum ESB, auknar útfiutningsálögur
af hálfu Norðmanna og sjálfvirkan
refsitoll sem lagður verður á norskan
lax, bijóti Norðmenn í bága við lág-
marksverð ESB.
Samkomulag þetta kemur í stað
14% refsitolls sem Sir Leon Brittan
hafði áður lagt til að yrði lagður á
norskan lax. Aðeins fjögur aðildar-
ríki studdu þá tillögu en mikill meiri-
hluti aðildarríkjanna óskaði eftir þvi
að framkvæmdastjómin næði póli-
tísku samkomulagi við Norðmenn.
í samtali við norska dagblaðið Aft-
enposten í fyrrakvöld sagðist Sir Leon
Brittan vera mjög ánægður með þessa
niðurstöðu. „Samkomulagið tryggir
hærra verð á norskum laxi en refsi-
tollar hefðu gert. Þar að auki gildir
þetta samkomulag til fimm ára, en
bráðabirgðarefsitollar hefðu aðeins
gilt í sex mánuði," sagði Sir Leon.
Þak á útflutningsaukningu
Sem fyrr segir felur samkomulag-
ið í sér lágmarksverð á norskan lax,
sem verður 3,25 ECU eða sem sam-
svarar u.þ.b. 263 íslenskum krónum.
Verðið er reiknað sem þriggja mán-
aða meðaltal, en verð í einstökum
viðskiptum má þó ekki fara niður
fyrir 85% af lágmarksverðinu. Verði
verð á norskum laxi Iægra mun við-
komandi útflytjendum sjálfkrafa
verða gert að greiða refsitolla til að
vega upp á móti verðlækkunum.
Ennfremur hafa Norðmenn skuld-
bundið sig til að takmarka útflutning
sinn við 10% aukningu á ári fram
til 2002. Þetta er talsvert minni
aukning en verið hefur til þessa, en
útflutningur á norskum laxi hefur
að jafnaði aukist um 15-20% á ári
hveiju og laxamarkaður ESB er tal-
inn hafa vaxið árlega um 18%.
Jafnframt munu Norðmenn hækka
útflutningsálögur á lax úr 0,75% í
3% og aukist útflutningur þeirra
umfram fyrmefnd mörk, munu þessar
álögur verða hækkaðar í 6%.