Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 29 LISTIR Ognar- þynnka KYIKMYNPIR Bíóborgin VISNAÐU („THINNER “) ★ V4 Leikstjóri Tom Holland. Handrits- höfundur Tom Holland, Michael McDowell, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Richard Bachman (Stephen King). Kvikmyndatöku- stjóri Kees Van Oostrum. Tónlist Daniel Licht. Aðalleikendur Robert John Burke, Joe Mantegna, Lucinda Jenney, Kari Salin, Michael Constantine, John Horton, Sam Freed. 92 mín. Bandarisk. Spelling Films Int. 1996. ÞEGAR hryllingssagnasmiðjan Stephen King hikstar og hug- myndaflæðið sjatnar um sinn hvíl- ir skáldið sig gjarnan við skriftir undir dulnefninu Richard Bac- hman. Afraksturinn verður alla- jafna ekki jafn metnaðarfullur og þau verk sem hann skrifar undir eigin nafni. Þessi annarsflokks varningur er engu að síður eftir- sótt hráefni í afþreyingarmyndir í Hollywood. Visnaðu er af slíkum toga, Þokkalegur flugstöðvarlest- ur, einhæfur og tæpast efni í meira en stutta sjónvarpsmynd. Aron Spelling, þessi jöfur afþrey- ingarefnis fyrir skjáinn, er á öðru máli, á tjaldið skyldi hún fara. Útkoman er ekki burðug. Sem fyrr segir er sagan fábrot- in. Billy Halleck (Robert John Burke), sílspikaður lögmaður, verður fyrir því óláni að aka yfir og bana aldraðri sígaunakonu og verða eftirköstin hroðaleg. Sí- gaunabaróninn Lempke (Michael Constantine), hinn háaldraði faðir hennar, leggur bölvun á alla þá sem komu nærri slysinu, silakepp- urinn Halieck skal visna. Til að byija með grunar Halleck ekkert misjafnt, er allshugar feginn hversu vel honum gengur í megr- uninni - án þess að þurfa að leggja nokkuð á sig. Fjarri því. Honum hættir hinsvegar að lítast á blik- una þegar hann er farinn að geta talið í sér rifbeinin og aðalvitnið og dómarinn í málamyndarréttar- höldunum sem haldin voru yfir honum, eru farin á vofeiflegan hátt. Þá sér hann engin ráð önnur en að leita veraldlegra ráða hjá mafíósanum, vini sínum . . . Lítil saga sem átti aldrei að verða annað en léttvæg afþreying fer engum hamförum í flutningn- um á tjaldið. Er skárri afþreying á pappírnum. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Tom Holland gerði örfáar forvitnilegar hryll- ingsmyndir við upphaf ferils síns, síðan ekki söguna meir. Síðast sáum við aum fangbrögð hans á Stöð 2 við The Langolliers, dágóða hrollvekju eftir King, hún koðnaði niður í ekki neitt á skjánum. Svip- að uppi á teningnum hér. Sagan fær enga andlitslyftingu í þessum félagsskap, efnismeðferðin á hinn bóginn ósköp fátækleg í alla staði. Holland tekst aldrei að skapa minnstu spennu og persónurnar eru ámóta skelþunnar og flest annað. Leikarinn í aðalhlutverkinu hefur getið sér nokkurn orðstír í jaðarmyndum Hals Hartleys, hér er hann vægast sagt litlaus. Við lestur sögunnar sá maður fyrir sér ábúðarmikinn og dulúðugan sí- gaunahöfðingja með haturseld brennandi í augum. Tadzu Lempke í höndunum á Michael Constantine minnir hinsvegar á meira á aflóga, írskættaðan eilífðarhippa. Hrein- ræktað myndbandafóður. MEST SELDIJEPPINN í MAÍ 1997: ___________ 1) SUZUKl VITARA (42) 2) MITSUBISHI PAJERO (38) 3) TOYOTA LAND CRUISER (29) 4) LANDROVER/RANGE ROVER (21 5) NISSAN TERRANO 11 (15) 6) SSANGYONG MUSSO (14) Vitara Diesel er með forþjöppu og millikæli: Snar í viðbragði, einstaklega hljóðlátur, lipur í akstri, með miklum staðalbúnaði og öllum þægindum eðaljeppans. Hann er ekta jeppi, upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með háu og lágu drifi, stöðugri fjöðrun og góðu veggripi. Dieselvélin er ein sú kraftmesta á markaðnum og hefur mikið tog (brekkurnar verða leikur einnj. Samt eyðir hún einstaklega litlu - þú getur t.d. komist. fram og til baka á milli Akureyrar og Reykjavíkur á innan við einum tankil SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. *SUZUKI VTTARA DIESEL: 2.180.000 KR. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garöabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. V- 1 i ,ki -YFL • . \ OG C.rCi! Og nú líka á frábœru verði*: SVITARA DIESEL SUZUKI VITARA: MEST SELDI JEPPI Á ÍSLANDI 19961 D VjJlRftll tílfa ~ kjarni málsins! Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.