Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 31 LISTIR Launspakar athugasemdir KARL AKÓRINN Heimir hyggur á tónleikaferð um Austurland. Karlakórinn Heimir á ferð um Austurland TÓNTIST Norræna húsiö KAMMERTÓNLEIKAR Spileftir Karólínu Eiríksdóttur; Qu- atemio eftir Snorra Sigfús Birgisson (frumfi.). Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur. Norræna húsinu, laugardaginn 31. mai kl. 12.30. FLAUTULEIKARAHJÓNIN Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau hafa verið iðin við að grafa upp og kynna flautudúó frá ýmsum tímum, auk þess sem þau hafa pantað og frumflutt þónokkur islenzk verk fyrir þessa fremur óalgenga áhöfn. Eitt slíkt var frum- flutt á fjölsóttum hádegistónleikum Norræna hússins á laugardaginn var, og reyndar hæg heimatökin, því tónskáldið er bróðir Guðrúnar. Karólína Eiríksdóttir samdi Spil fyrir Guðrúnu og Martial 1993 og var verkið frumflutt í París árið eftir. Verkið var í þrem þáttum og hófst á dúnmjúku altflautusólói Guðrúnar, er virtist ætla að hug- leiða ýmis tilbrigði við frumið so la mí. Síðan bættist flauta Martials við, og þegar á leið, fór maður að velta fyrir sér, hvort hugsanlega fælist aukamerkingin „klukkuspil" eða „spiladós" bak við sakleysisleg- an titil verksins, því heildarsvipur- inn var léttur og leikandi. Yfír- bragðið var á köflum barnslega ævintýralegt, stundum kómískt svo minnti á Jenna mús, en þess milli bar það svip af Zen-kenndri nátt- úruíhugun íslenzkrar vetrarkyrrð- ar, er hefði átt vel við nokkur lands- lagsatriði í „Cold Fever“ kvikmynd Friðriks. Skemmtilegt og óvenju díverterandi lotuskipt verk, og, eins og við var að búast, framreitt með áreynslulegum þokka af þeim hjón- um. Seinna verkið var sem áður sagði frumflutt við þetta tækifæri, til- einkað Guðrúnu og Martial og nefndist Quaternio, er skv. latn- eskri orðabók höfundar merkir 16 blaðsína samsaumað hefti í bók. Að því er virtist átti þetta þrönga bókbandsfagorð að vísa til skipt- ingar verksins í fjóra (að vísu mis- vel aðgreinda) þætti, og kannski líka til frekari fernrar niðurskipt- ingar hvers þáttar fyrir sig. Verkið hafði nokkuð þyngra yfirbragð en Spil Karólínu, enda bæði lengra og þéttar ofíð. Raddfærslan bar víða svip af „ströngum" kontrapunkti fyrri tíma og vakti stundum hugboð um að ísórytmísk vinnubrögð Ars Nova tónskálda eins og Machauts og Ockeghems ættu sér enn nok- kurrar viðreisnar von eftir fimm alda þyrnirósardvala, og jafnvel keðjugerðartækni hinna miklu kanonmeistara endurreisnar líka, í bland við ýmsar stílgerðir vorra tíma eins og mínímalisma og punktamúsík. Snorri Sigfús á til að laumast í spaks manns spjarir undir sakleys- islegu yfirborði, og gæti alveg eins verið eftir honum að byggja form verksins á kaflaskiptingu fyrir- myndarræðu aftan úr klassískri gullöld Grikkja og Rómveija, því verkið bar einkennilegan svip af ígrundaðri mælsku í markvissri, vel skipulagðri framsetningu eftir for- skrift Quintilianusar, þó að ytri búnaður væri allur úr nútíma; e.k. tifandi retorísk tímasprengja í bak- höfði hlustandans sem sennilega á eftir að kveikja dýpri skilning eftir aðra eða fjórðu heyrn. Flytjendur blésu þessar laun- spöku athugasemdir Snorra af frá- bærri lipurð og nákvæmi. Sá er allvel settur, er semja vill krefjandi flautudúó hér á suðvesturhorninu, meðan þau Martial eru til taks. Ríkarður Ö. Pálsson KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði verður á tónleika- ferðalagp um Austurland dagana 5.-7. júní. Fyrstu tónleikarnir verða í Félagsheimilinu Miklag- erði, Vopnafirði, fimmtudaginn 5. júní kl. 21. Föstudaginn 6. júní verða tónleikar í Félagsheimilinu Valhöll, Eskifirði, og hefjast þeir kl. 21. Tvennir tónleikar verða laugardaginn 7. júní. Hinir fyrri verða á Stöðvarfirði í kirkjunni og hefjast kl. 15 en síðari tónleik- arnir verða i Egilsstaðakirkju og hefjastkl. 21. Söngmenn í Kariakórnum Heimi eru um 70. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og undirleik- ari Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöng og tvísöng syngja Einar Halldórsson og Alftagerðisbræðurnir Gísli, Pét- ur og Sigfús Péturssynir. Laugardaginn 21. júní mun kórinn syngja með Sinfóníu- hljómsveit Islands á Jónsmessu- vöku á Hofsósi og 12. ágúst fer kórinn í tónleikaferð til Græn- lands þar sem hann mun halda nokkratónleika. Óperukórinn TÓNLIST íslenska ópcran SÖNGTÓNLEIKAR Kór íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes flutti islensk og er- lend söngverk. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Alda Ingibergsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Píanóleikari John Beswick. Sunnudagurinn 1. júni, 1997. KÓR íslensku óperunnar heldur til Italíu á næstu dögun og mun syngja veraldleg og trúarleg lög. Til ferðarinnar eru valin íslensk og erlend viðfangsefni og var nokkur hluti efnisskrárinnar fluttur á tón- leikum í íslensku óperunni sl. sunnudag. Það er eðlilegt, að á efn- isskránni séu verk sem kórinn hefur flutt á liðnum árum og hóf hann tónleikana með glæsilegum flutn- ingi á 0 Fortuna úr Burana-ljóðun- um eftir Carl Orff. Kórinn hefur fýrir löngu aflað sér viðurkenningar fyrir glæsilegan söng og í tveimur lögum eftir Gunnar Reyni Sveins- son, Haldiðún Gróa og Hún var það allt og í öðrum tveimur lögum eftir Jón Nordal, Smávinir fagrir og Vorkvæði um ísland, var það ræki- lega staðfest að Kór íslensku óper- unnar heldur sínu merki hátt á lofti. Eftir undirritaðan voru flutt þrjú lög er öll voru frábærlega vel sungin. Sjö atriði úr óperunni Porgy and Bess, eftir Gershwin og auk kórsins sungu Ólög Kolbrún Harðardóttir, Alda Ingibergsdóttir og Erikur Hreinn Finnbogason einsöng. Ólög söng ásamt kvennakórnum hið fræga lag Summertime og gerði það með glæsibrag. Eríkur Hreinn söng með kórnum A woman is a Sometime Thing og saman sungu Hreinn og Alda, Where is brother Robins. Alda söng svo The Promise Land og kórinn einn söng Oh, I can’t sit down og I aint’got no shame og Alda og Hreinn, ásamt kórnum luku þessari Gershwin syrpu með Oh Lord, I’m on my way. Syrpan var vel flutt og það meira að segja brá fyrir svolitlum „swing“ hér og þar. Alda, sem ný- lega lauk framhaldsnámi erlendis, söng mjög vel og sömuleiðis Eiríkur Hreinn. Bæði sungu einnig með í kómum og áttu einnig þátt í góðu framlagi hans. Richard Wagner er mjög kröfu- harður við söngvara, eins og heyra mátti í tveimur kórum eftir hann, Wach auf úr Meistarasöngvurun- um og kór riddara og aðals úr Tannháuser. Söngur kórsins var allur hinn glæsilegasti. Eftir Verdi söng kórinn Steðjakórinn úr II Tro- vatore, Sigurmarsinn úr Aidu og með karlakórnum ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur La vergine degli angeli úr La Forza del dest- ino. Steðjakórinn var glæsilega fluttur en það vantaði svolítið upp á öryggi karlaraddanna í miðhluta Sigurmarsins, en þar ræður nokkru, að margskipt raddskipan tónverksins gerir kröfur til fjöl- mennis í karlaröddunum. Síðasti hluti tónleikanna var samsöngur Ólafar Kolbrúnar og kórsins í Frið á jörðu eftir Árna Thorsteinsson, Ave Maríu, eftir Kaldalóns, Panis angelicus, eftir Franck og síðast Páskakórnum úr Cavalleria Rusticana, eftir Mascagni. Flutningurinn var af þeim gæðastaðli sem íslenska óp- eran er orðin fræg fyrir. Sem auka- lög söng kórinn Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi og Sefur sól hjá ægi eftir Sigfús Einarsson, bæði lögin voru mjög vel flutt og sérstaklega Sefur sól en í túlkun lítilla og viðkvæmra laga, tekst Garðari Cotes oft að laða fram hjá kórnum sérlega fallegar stemmn- ingar. Undirleikari með kórnum var John Beswick og lék hann af öryggi og fagmennsku. Við getum verið stolt af óperu- kórnum okkar og óskum kór, eins- söngvurum, píanóleikara og stjórn- anda góðrar ferðar til hinnar sól- ríku Ítalíu og farsællar heimkomu. Jón Ásgeirsson Tímarit • Timarit Máls og menningar, annað hefti 1997, er komið út. Meðal efnis má nefna Nóbelsávarp pólsku skáldkonunnar Szymborsku, grein Jóns Yngva Jóhannssonar um muninn á íslensku og bandarísku útgáfunni á skáldsögunin Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann OlafSson, bréf frá írska leikskáldinu Samúel Beckett þar sem hann tjáir sig um hinn fræga Godot, hugleiðingu franska skáld- sagnahöfundarins Philippe Sollers um Beckett og bókmenntaleg ferðalög franska rithöfundarins Sallenave til Pétursborgar fýrr og nú. Einnig ritar Guðbergur Bergsson hugleiðingu sem hann nefnir Maðurinn í náttúrunni. Ljóð birta þau Vilborg Dagbjarts- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Andri Snær Magnason, Arthúr Björgvin Bollason, Anna Lára Steindal, Jón Egill Bergþórsson, Elísabet Arnar- dóttir, Sveinn Snorri Sveinsson og Öm Úlfar Sævarsson. Þijár smásögur birtast í TMM að þessu sinni, eftir Rúnar Helga Vign- isson, finnska höfundinn Tapio Ko- ivukari, og Huldar Breiðfjörð. Rit- stjóri TMM er Friðrik Rafnsson. Persónur og leikendur MYNPOST Nýlistasaf n- ið/Svarti salur, Vatnsstíg 3 b INNSETNING, BLÖNDUÐ TÆKNI PÉTUR ÖRN FRIÐRIKSSON Opið alia daga nema mánudaga kl. 14-18 til 8. júni. Aðgangur ókeypis. FYRSTA sýning f Svarta sal, í rými þar sem áður var listaverka- geymsla Nýlistasafnsins, er inn- setning 14. samtengdra tölva. Pétur Örn byggir verk sitt á leikriti Sha- kespeares Ofviðrinu/The Tempest frá 1611. Hann birtir leiktextan á úreltum tölvuskjám í 4. stundir sem er fullur flutningstími verksins. Uppistaða verksins er samsetning og samspil einstakra hlutverka í tilteknu tölvukerfi. Atburðarás leik- ritsins er sett í vélrænan búning og flytur hver tölva eitt til fjögur hlutverk. Þegar hlutverkaskipti em heyrast stutt hljóðmerki frá þeirri tölvu sem tekur við og áhorfandinn getur auðveldlega fylgst með gangi mála. Efnisþráður leikritsins felst í mörgum samsvarandi atriðum og með notkun tölva sést glögglega hvernig verkið grundvallast á end- urtekningu. í Ofviðrinu er dregin fram skuggamynd valdatafls og er sögu- sviðið eyðieyja, þar sem atburðir leikritsins gerast á einni dagstund. Tíðarandinn í vísindum, heimspeki og stjórnmálum á þeim tíma sem leikritið er skrifað fléttist inn í at- burðarásina. Leiksviðið er því tákn um raunsanna veröld þess tíma, þar sem tekist er á um völd og siðgæði. Innihald leikritsins sem er al- vöruþrungið og ljóðrænt, er sett fram á huglægan hátt í innsetningu Péturs. Svartir veggir sýningarrým- isins mynda látlausa umgjörð og undirstrika þann óáþreifanleika sem einkennir leikuppfærsluna í tölvutæku formi. Hulda Ágústsdóttir Slangan og sauðahjörðin KVIKMYNDIR Stjörnubíó, Sambíóin Álfabakka „ANACONDA" ★ ★ ★ Leikstjóri: Louis Llosa. Handrit: John Mandel og Mark Haskell Smith. Kvikmyndataka: Bill Butler. Jennifer Lopez, Jon Voight, Erik Stoltz, Ice Cube, Jonathan Hyde og Owen Wilson. Columbia Pictures. 1997. FRUMSKÓGARTRYLLIRINN gengur í endurnýjun lífdaga með Anaconda, spennumynd um 13 metra langa mannætu- og kyrki- slöngu, anacondu, í djúpi Amazon- svæðisins sem ræðst á heldur ólán- legan hóp kvikmyndagerðarmanna og mylur mélinu smærra, ef svo má segja. Hinn mistæki spennu- myndastjóri Louis Llosa stýrir stykkinu og tekst að búa til mjög ánægjulega ævintýramynd með öllum hallærislegu frumskógarkl- isjunum, frábærlega leikstýrðri slöngu og morðóðum Jon Voight, sem sjálfur er talsvert eins og anaconda í framan og í háttum. Þetta er mynd sem Peter Bench- ley hefði getað átt eitthvað í þegar hann stóð í blóma en þegar hasar- blaðinu er flétt kemur einnig í ljós að sagan er fengin að láni frá for- föður allra frumskógartrylla, King Kong. Lítill hópur manna ferðast upp Amazon-fljótið í leit að týnd- um ættbálki, sem dýrkar trölla- slöngur ef marka má skurðgoðin. Hópurinn samanstendur af þessari hefðbundnu amerísku sauðahjörð sem einatt er leidd til slátrunar í viðlíka spennumyndum. Svo enn er ekkert farið að gerast sem kallar á athygli áhorfandans. Þessi mynd gæti heitið Ding Dong hans vegna. Það breytist mjög til hins betra þegar tvær slöngur koma fram á sjónarsviðið. Jon Voight leikur aðra þeirra, portúgalskan stranda- glóp á ánni, sem vinalegu Amerík- anarnir hefðu aldrei átt að taka um borð. Hann er á höttunum eft- ir anacondu og virðist lifa eftir lögmálum hennar með sitt slöngu- hár og eilífa slönguglott. Voight tyggur svo í sig hlutverkið að maður hlær stundum að því hvað hann er skemmtilega yfirdrifinn og einhvern veginn passar hann þannig nákvæmlega í þetta hasar- blaðaumhverfl. Enginn veit betur af því en hann sjálfur. Voight vant- ar bara stromphattinn og þá yrði hann eins og Akab skipstjóri á hrossasterum. Hin slangan skemmtir ekki síð- ur. Tæknibrellumeistararnir hafa gert hana þannig úr garði að spenn- an sem hún vekur er raunveruleg og ekta og hún sjálf er eins ekta og ef David Attenboröugh væri að gera um hana náttúrulífsmynd. Árásir hennar eru snöggar og ban- vænar í góðri kvikmyndatöku Bills Butlers. Anacondan umvefur fórn- arlambið og kreistir og kyrkir og biýtur hvert bein áður en hún gleypir það í heilu lagi. Hún er hroðalegur óvinur og illur og það er enginn leikur að sleppa frá henni og hún gerir þessa mynd að hinni prýðilegustu sumarafþreyingu. Anaconda býður sumsé upp á blöndu af gamalkunnum klisjum og nýjustu tækni og vísindum í skrímslagerð og hún gengur ágæt- lega upp sem slík og stundum jafn- vel framúrskarandi vel. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.