Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
~IT
ff|g>r0JwM&M^
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STJÓRNARSKIPTI
í FRAKKLANDI
JACQUES Chirac Frakklandsforseti tók mikla pólitíska
áhættu er hann ákvað að rjúfa þing og boða til kosn-
inga tæpu ári áður en kjörtímabilið rann út. Markmið
Chiracs var að tryggja öruggan þingmeirihluta til næstu
fimm ára og endurnýjað umboð fyrir þá efnahagsstefnu
sem ríkisstjórn Alains Juppés hefur fylgt. Stjórnin hefur
lagt áherslu á aðhald í ríkisfjármálum og lagt mikið kapp
á að Frakkland uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmálans
og verði í hópi þeirra ríkja, er aðild fá að Efnahags- og
myntbandalaginu, EMU, í fyrstu atrennu.
Þetta pólitíska útspil Chiracs reyndist risavaxin mistök.
Forsetinn hefur greinilega vanmetið óvinsældir ríkisstjórn-
arinnar og vilja frönsku þjóðarinnar til að fylgja óbreyttri
stefnu. Ákvörðun Juppés um að segja af sér sem forsætis-
ráðherra óháð úrslitunum breytti engu um niðurstöðuna.
Hægrimenn töpuðu um tvö hundruð þingsætum og
meirihluta sínum á þingi. Sigurvegari kosninganna er leið-
togi sósíalista, Lionel Jospin, sem verður þó að treysta á
stuðning flokka kommúnista og umhverfissinna þar sem
flokkur hans hlaut ekki hreinan meirihluta þingsæta í
kosningunum.
Frakkar standa vissulega frammi fyrir miklum vanda-
málum. Atvinnuleysi er 12,8% og mikil ólga í þjóðfélag-
inu. Loforð Jospins um að skapa 700 þúsund ný störf á
næstu árum og stytta vinnuvikuna virðast hafa fallið í
góðan jarðveg, þótt flestir sérfræðingar efist um að hægt
sé að standa við þau. Jospin virtist raunar þegar vera
farinn að draga í land með yfirlýsingar sínar er úrslitin
lágu fyrir.
Hætta er á að vandamál Frakklands muni vaxa en
ekki minnka á næstu árum. Stjórn sósíalista og kommún-
ista er ekki líkleg til að taka á þeim vandamálum er þjá
franskt efnahagslíf. Ríkisafskipti munu aukast og opinber-
um starfsmönnum fjölga. Samkeppnisstaða Frakklands
gagnvart ríkjum sem leggja áherslu á meiri sveigjanleika
á vinnumarkaði og frjálsræði í viðskiptum mun versna.
Sú hugmyndafræðilega endurnýjun er átt hefur sér stað
í t.d. breska Verkamannaflokknum hefur ekki orðið hjá
frönskum vinstrimönnum.
Úrslit kosninganna kunna jafnframt að hafa mikil áhrif
á stöðu hinnar sameiginlegU myntar er ESB-ríkin hyggj-
ast taka upp. Franskir sósíalistar vilja slaka á skilyrðum
Maastricht-sáttmálans og gera kröfu um að sem flest ríki,
þeirra á meðal Ítalía, verði með í EMU frá upphafi. Þetta
gengur þvert á hugmyndir Þjóðveija um peningalegan
samruna og kann að veikja hina sameiginlegu mynt.
Síðast en ekki síst eru úrslitin mikið áfall fyrir Chirac,
sem á fimm ár eftir af kjörtímabili sínu sem forseti. Hann
er fyrsti forseti Frakklands, sem rýfur þing og tapar kosn-
ingum. Stjórnarskrá Frakklands veitir forsetanum mikil
völd en niðurstaða kosninganna um helgina hlýtur að
draga úr möguleikum Chiracs til að nýta sér þau völd til
fulls næstu misserin.
ÍSLENZKA SÖGUÞINGIÐ
ÞJOÐ sem þekkir ekki sögu sína þekkir ekki sjálfa sig,
en sjálfsþekking er ein af mikilvægari forsendum
farsældar. Meðal annars af þeim sökum er nauðsynlegt
að rækta þekkingu þjóðarinnar á sögu sinni, tungu og
menningararfleifð. íslenzka söguþingið, sem háð var hér
á dögunum, undirstrikaði þennan veruleika vel.
Stærð þjóða, bæði að auðlegð og íbúatölu, styrkir full-
veldi þeirra, svo sem dæmin sanna. Smáþjóð, eins og ís-
lendingar, sækir á hinn bóginn frelsi og fullveldi í sögu
sína og sérkenni, tungu og arfleifð. Ekkert er okkur mikil-
vægara en að slá skjaldborg um þessar forsendur fullveld-
isins. Þekking á fortíðinni er okkur jafn mikilvæg og sú
nýja alhliða og sérhæfða þekking, sem verður þjóðum
heims lykill að velferð á nýrri öld.
Menning og tækniundur samtímans eru afrakstur sam-
ansafnaðrar þekkingar kynslóðanna. Máski má lesa þá
niðurstöðu helzta úr gagnmerkum erindum og umræðum
Islenzka söguþingsins, að samtíminn verður að eiga djúp-
ar rætur í fortíðinni til að hanna betri og bjartari framtíð.
KOSNINGARNAR
LIONEL Jospin fagnar sigri í hópi stuði
Úrslitin í
fyrir Ch
Sigur sósíalista í frönsku kosningunum á
sunnudag eflir kenningar um vinstrisveiflu
í Evrópu. Þórunn Þórsdóttir segir að
Lionel Jospin sé ætlað að draga úr atvinnu-
leysi ogtryggja félagslegt öryggi. í sam-
vinnu við Jacques Chirac, forsetann sem
tapaði kosningunum.
LIONEL Jospin, leiðtogi
franskra vinstrimanna,
vann sigur í þingkosning-
um í Frakklandi á sunnu-
dag og fékk í gær umboð forsetans
til að mynda ríkisstjórn. Það verðui'
þriðja sambúð stjórnar og forseta
af andstæðum vængjum stjórnmála
á ellefu árum. Fyrsti fundur nýrrar
stjórnar gæti orðið þegar í vikulokin,
en lögum samkvæmt hefur Jospin
frest fram til 12. júní til að velja
ráðherra sína. Næsta víst er að
kommúnistar verða í stjórninni, auk
græningja, því Sósíalistaflokkur
Jospins hefur ekki hreinan meiri-
hluta einn og sér.
Sigurinn er eigi að síður afger-
andi, mikið áfall fyrir fráfarandi
stjórnarflokka og sérstaklega forset-
ann Jaeques Chirac. Ákvörðun hans
um að leysa upp þing og boða kosn-
ingar snerist harkalega gegn honum.
Nú sér hann fram á samstarf við
Jospin, andstæðing sinn í forseta-
kosningum 1995, í eitt ár að minnsta
kosti og fimm ár ef ósk vinstri-
manna, um tíma til að breyta, verður
uppfyllt. Foringjar hægriflokkanna
segja að eftir nokkrar vikur verði
annað mynstur þeirra megin, skoða
þurfi flokkaskiptingu og áherslur frá
grunni. Túlkunin er yfirleitt sú að
hægrimenn hafi ekki náð að sann-
færa kjósendur um einingu sína og
þannig getu til að endurlífga stefnu
Chiracs.
Bandalag vinstriflokka hlýtur 319
þingsæti og hægriflokkarnir 258.
Ófgaflokkurinn til hægri, Þjóðarfylk-
ingin, nær einum manni inn. Sósíal-
istar eru langflestir í nýja meirihlut-
anum, 245 talsins, kommúnistar eru
37, græningjar 8 og smáflokkar fá
29 þingmenn. Fráfarandi stjórnar-
flokkar hljóta samtals 258 sæti.
Flokkur nýgaullista (RPR), flokkur
forsetans þar af 140 og samstarfs-
flokkurinn Lýðræðisbandalagið
(UDF) 109. Minni hægriflokkar sem
styðja þetta bandalag fá 8 þing-
menn. Áður hafði stjórnin 464 þing-
menn, sósíalistar á þingi voru 63 og
kommúnistar 24 talsins.
Sveiflan er því mikil frá síðustu
þingkosningum 1993 og almennt
sagt að þannig sé eðli Frakka: þjóð-
ar sem lét hausa fjúka í byltingum
fyrri alda og notar á okkar tímum
óspart vopn lýðræðisins: verkföll og
mótmæli og, eins og núna, kosning-
ar. Frakkar hafna því fljótt sem ekki
gengur, þeir hafa í fjögur ár fylgst
með atvinnuleysi aukast áfram og
mátt þola niðurskurð til að vega upp
halla vinstri áranna og ieggja grunn
að myntbandalagi.
Þolinmæði var á þrotum og bolti
Chiracs hentur á lofti. Nema hjá
þeim sem ekki kusu, 28% lands-
manna, fólkinu sem trúir varlega eða
ekki á stjórnmálamenn og segir að
ekkert breytist hvort sem er. Þessa
vonleysis um framfarir gætir mest
hjá ungu fólki, það segist gjarna
vilja lifa lífinu í friði fyrir stjórnmála-
mönnum.
Nýtt innihald og aðferð í
Evrópu
Jospin sagði á kosninganóttina að
stjórn Alains Juppés hefði beitt
rangri aðferð og nú þyrfti að byggja
upp, skref af skrefi. Með nýrri stefnu
og nýjum hætti. Tími væri kominn
til að stjórnmálamenn hlustuðu á
landsmenn, nokkuð sem Juppé var
gagnrýndur fyrir að gera ekki. Hann
er aftur sökudólgur hægri manna,
eftir nokkurra daga samúð þegar
hann fórnaði sér í lokatilraun til að
bjarga hægrimeirihlutanum. Þing-
forsetinn Philippe Séguin tók þá við
taumunum og verður leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar á þingi. Hann var
fyrstur til að hringja í Jospin sunnu-
dagskvöldið eftir kosningarnar og
óska honum til hamingju. Næsta
símtal kom, að sögn Jospins, frá
Tony Blair við Downingstræti, sem
sagði skoðanabróður sínum hinum
megin Ermarsunds að hann væri
„delighted", hæstánægður, með úr-
slitin.
í Þýskalandi fagnar Oscar La-
fontaine, leiðtogi jafnaðarmanna, og
vonar að vinstrisveiflan endist fram
yfir þýsku kosningarnar á næsta
ári. En kanslarinn Helmut Kohl er
efalítið áhyggjufullur yfir framtíð
Evrópumyntarinnar. Hann getur
ekki lengur treyst því að skilyrðum
Maastricht verði stranglega fylgt,
skilyrðum sem hann hugðist stand-
ast þótt endurmeta þyrfti gullforð-
ann, eins og hann krefst þessa dag-
ana í óþökk seðlabankans. Athygli
vekur að sama dag og til þessara
kasta kom í Bonn í síðustu viku,
sagði Alain Juppé, nýhorfinn úr far-
arbroddi, að ákvörðun um þátttöku-
lönd EMU yrði pólitísk og ætti ekki
að snúast um brot úr prósentu hvað
skilyrði varðaði. Philippe Séguin
sagði á sínum tíma nei við Maas-
tricht og talaði síðustu daga um
mannlega Evrópu, sem stæði vörð
um félagsleg réttindi þegna sinna.
Málflutningur hans var merkilega
nærri Jospin, sem ætlar vissulega í
myntbandalag, en setur skilyrði um
pólitískt samkomulag hvað varðar
atvinnumál ekki síst, og samstarf
ríkisstjórna til að vega á móti pen-
ingastjóm Evrópubankans. Jospin
vill líka hafa Ítalíu og Spán með frá
byijun og neitar þar með hörðum
skilyrðum um aðild. Hugsanlegt er
talið að Jacques Delors verði utanrík-
isráðherra Jospins, „ofur-ráðherra“
eins og fjölmiðlar kalla hann. Hann
var forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins í Maastricht-
viðræðunum, sósíalisti og einarður
Evrópusinni, eins og Francois heitinn
Mitterand fyrrverandi forseti.
Mitterand lenti tvisvar á forsetatíð
sinni í stuttri, tveggja ára, sambúð
við hægri menn: 1986 með Chirac í
sæti forsætisráðherra og 1993 þegar
Edouard Balladur fékk forsætisráðu-
neytið. I þetta seinna skipti gaf
Chirac þá yfirlýsingu að Mitterand
ætti að fara frá, stórsigur hægri-
manna væri vantraust á stefnu for-
setans. Minnt er á þetta nú, en
Chirac situr sem fastast.
Spurning er hvort hann leyfir
Jospin að stjórna í fimm ár, út kjör-
tímabilið, hvort þeir geta talað „einni
sterkri röddu fyrir Frakkland" eins
og forsetinn sagði nauðsynlegt á
dögunum, þegar hann reyndi að fá
landsmenn til að kjósa bandalag
gömlu stjórnarflokkanna. Líkast til
fær Jospin að vera í friði fram á
næsta sumar, Chirac getur ekki boð-
að aftur til kosninga fyrr en að ári,
en hann getur krafist þjóðarat-
kvæðagreiðslu, til dæmis um skilyrði
myntbandalagsins, ef friður næst
ekki um stefnu Frakklands.
Jospin hefur sagt að hann sjái
ekki fram á vandræði í samstarfi við
forsetann, stjórnin hljóti að fá að
nýta umboð þjóðarinnar, svo lengi
sem hún virði valdsvið forsetans. Þar
er lykilorðið utanríkismál, svo Evr-
ópa er enn og aftur í brennidepli.