Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Helga- son fæddist á Isafirði 2. desember 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Karítas Ólafsdóttir, f. 21. nóvember 1894, d. 27. desem- ber 1951, og Helgi Guðmundsson, bankastjóri Útvegs- bankans, f. 29. sept- ember 1890, d. 21. mars 1972. Systkini Ólafs voru þrjú: Þóra, sem lést á síðastliðnu ári, Kristín og Guðmundur. Árið 1953 kvæntist Ólafur Sig- ríði Helgadóttur, f. 18. nóvem- ber 1925. Börn þeirra eru: Guð- laug, f. 1954, eiginmaður Geir Rögnvaldsson, Karítas, f. 1955, eiginmaður Ari Ólafsson, Helgi, f. 1956, eiginkona Val- gerður K. Jónsdóttir, Anna Vig- dís, f. 1959, eiginmaður Bene- v dikt Lund, og Ami, f. 1961, d. 1962. Barnabörnin eru sjö: Sig- ríður Geirsdóttir, f. 22. septem- ber 1982, Rögnvaldur Árni Geirsson, f. 27. desember 1986, Helga Geirsdóttir, f. 7. janúar 1990, Margrét Aradóttir, f. 28. júní 1987, Ólafur Arason, f. 13. Þeir menn eru til sem nálgast hvern þann vanda sem lífið býður upp á, þannig að þeir verða ósjálf- rátt hluti af lausninni en ekki hluti vandans. Þetta er ekki síður dýr- Vmætur eiginleiki þeim sem standa slíkum mönnum næst, en þeim sjálf- um. Þessu fylgir afdráttarlaus hæfni til þess að vera þátttakendur í lífi annarra. Innifalið er virðing fyrir vilja og lífsviðhorfum annarra. Slíkur maður var Ólafur Helga- son tendafaðir okkar og fyrir það erum við þakklátir. Sjálfsagt kvíða flestir fyrstu heimsókn til tilvonandi tengdafor- eldra. Slíkur ótti var með öllu til- hæfulaus á heimili þeirra Siggu og Olla, eins og hann var kallaður. Þvert á móti mátti helst skilja að þar væru einmitt komnir þeir tengdasynir sem þau helst hefðu óskað sér. Innbyrðis erum við þó Vharla ólíkir menn, þannig að það segir meir um þau en okkur. Ríkjandi viðhorf barna þeirra til foreldra sinna er ást og virðing. Að þau hlutu skemmtilegt uppeldi er augljóst. Sögur tengdar Olla frá uppvaxtarárum þeirra höfum við heyrt frá fyrstu kynnum okkar af fjölskyldunni. Við sáum þær endur- taka sig í verki hjá okkar eigin börnum, barnabörnum þeirra Olla og Siggu. Áhuginn á börnunum og alúðin við að sinna þeim var að- dáunarverð. Olli var barnagæla af guðs náð. Olli var miðdepill fjölskyldunnar. Ekki á þann hátt sem dregur til sín .alla athygli, heldur sá sem alltaf ’ er nálægur ef eitthvað bjátar á og fyrstur til að samgieðjast ef vel gengur. Hann fékk uppeldi af gamla skól- anum. Þar voru lífsgildi sem því miður eru í alltof miklum mæli að hverfa. Heiðarleiki og virðing fyrir starfinu sátu í fyrirrúmi. Annað einkenni, sem nútímamaðurinn á erfitt með að átta sig á, er virðing- in fyrir forminu. ÖIl verk voru unn- in af alúð. Hvort sem undirbúin var útilega, bankastjórnarfundur eða jólin. Ihaldssemin í formi gat tekið * á sig ýmsar myndir. Á jólunum átti hver staður á heimilinu sitt skraut og mátti þar hvergi frá víkja. Sérhverri hefð var fylgt út í æsar. En viti menn, formið eignaðist sitt eigið innihald og víst er að bragð- dauf verða jólin án Ólafs. Hin hlið- in á sömu blaðsíðu var aðlögun- arhæfnin, okkur jafn óskiljanleg. Hvorugir botnuðu í hinum og er kallað kynslóðabil og urðum við febrúar 1989, Sig- ríður Arna Bene- diktsdóttir, f. 1. september 1995, og Ólöf Benedikts- dóttir, f. 28. maí 1997. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá stærð- fræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1944. Hann stund- aði nám í hagfræði við Hafnarháskóla á árunum 1946- 1951, þar af eitt ár, 1948-1949, við nám í sömu fræðum í Prag. Haustið 1952 hóf Ólafur störf við Útvegsbanka Islands, lengi sem starfsmaður ábyrgðadeild- ar en var skipaður útibússtjóri í Útvegsbankanum i Vest- mannaeyjum árið 1968 og gegndi því starfi fram í ársbyrj- un 1975. Var eftirlitsmaður við útibú bankans 1975-1980 og síðan aðstoðarbankastjóri til -1984. Bankastjóri við aðalbank- ann var hann árin 1984-1987. Frá haustinu 1988 og þar til hann lést var hann stærðfræði- kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. betri vinir fyrir bragðið. Dæmi skal tekið: Þegar tölvur komu fram var Ólafur á móti þeim - gamla lagið var betra. Þegar ekki varð undan þeim vikist, sneri hann blaðinu við og fór svo að lokum að ófáir leituðu til hans ef ganga þurfti frá stærð- fræðitexta til prentunar. Þetta fannst honum eðlilegt og skiljan- legt. Ólafi hlotnuðust margar vegtyll- ur á lífsleiðinni og átti hann þær allar skilið. Einn titill var honum þó svo mikils virði að hann gat ekki leynt stolti sínu, enda borinn fram af einlægri aðdáun: Afi Olli. Eftir stendur minningin um óvenju hæfileikaríkan mann, sem nýtti getu sína fyrst og fremst í þágu annarra. Jafnvel erfiðum stundum lífsins tókst honum að breyta í persónulegan sigur og sneri sér að næstu verkefnum. Ólafur Helgason var þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Að lokum skulu hér tilfærð þau kvæði Jóhannesar úr Kötlum sem best lýsa þeim lífsgildum sem Olli kenndi afkomendum sínum. Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Inn í bijóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann hvað sem hver segir. Kæri Olli, hafðu heila þökk. Geir, Ari og Benedikt, tengdasynir. Núna þegar stuttu en erfiðu stríði afa míns, Olafs Helgasonar, er lok- ið koma upp margar minningar um hann enda var hann einstakur mað- ur að öllu leyti. Aldrei hef ég kynnst manni sem hefur átt eins auðvelt með að um- gangast fólk, enda voru allir jafnir í hans huga. Og það er sjaldgæft að hitta mann sem öllum líkar jafn vel við. Húmorinn var alltaf til staðar og fáir sem kunnu jafn margar sögur og gátu sagt þær af jafn miklum tilþrifum og afi. Magga-sögurnar voru þar frægastar enda naut afi þess að segja þær og aðrir nutu þess að hlusta á þær. Eg veit ekki hvað gerði það að verkum að þess- ar sögur urðu svona vinsælar en enginn fékk nokkru sinni leiða á þeim, þótt fólk hafi verið búið að læra þær allar utan að fyrir löngu. Allt fram á seinustu stundu grín- aðist afi og þrátt fyrir erfið veik- indi sem tóku sinn toll, hélt hann fallega brosinu sínu og notaði ós- part. Afi var mikill listunnandi og naut þess að hlusta á tónlist. Hann samdi lítið verk á píanó: Márískur dansur, sem hann spilaði af mikilli tilfinn- ingu og húmor. Elsku afi. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna og við mun- um öll sakna þín. En minningin um þig mun aldrei gleymast og við munum halda áfram að hlæja að sögunum þínum. Við sem eftir lifum þökkum fyrir það að hafa fengið að kynnast þér og upplifa allar þessar góðu stundir með þér. Þín, Sigríður. Okkar langar til að skrifa dálítið um afa okkar. Þegar við fórum í ferðalög var hann alltaf með prímus og eldaði gúllas. Afi svaf þegar hann horfði á sjónvarp. Hann vakn- aði þegar hann var búinn að hella kaffinu yfir sig. Hann var góður og fyndinn og ljúfur og lék sér við okkur krakkana. Það var best að vera með afa þegar hann sagði Magga-sögur og var að passa okkur á kvöldin. Já, hann var góður afi. Við vonum að þér líði vel í himna- ríki. Við söknum þín. Ólafur, Margrét, Helga og Rögnvaldur, barnabörn. Ég set á blað nokkur orð um Ólaf Helgason og ekki veit ég fyrr en hann eins og gægist yfir öxlina á mér og mótmælir eindregið öllu sem ég vildi sagt hafa. Ætlar þú að gera mig að einhverskonar heimsljósi! Nei, góði besti, hættu þessari bölvuðu vitleysu! Tónninn er ögn hranalegur en þó miklu heldur glettinn og í trausti þess held ég áfram að leita að nokkrum orðum til að lýsa góðum dreng. Það er mikill siður á seinni miss- erum að menn geri þá nauðhyggju að dyggð, að hver og einn hljóti að elta sem duglegast ríkjandi við- horf ef hann vill komast hjá því að dragast aftur úr tímanum. Ekkert var tjarlægara Ólafi vini okkar en slíkur eltingarleikur. Hann hlýddi ekki ofríki hugmynda og viðhorfa, sem kannski voru orðin vinsæl en honum fundust ranglát og heimsku- leg. Hann gerði sitt til að grafa undan þeim með meinlegum og um leið glettnum athugasemdum, ekki síst ef þau fóru saman við tilgerð, rembing og græðgi. Hann kunni líka mörg önnur ráð til að stugga burt smádjöflum tilverunnar, það gerði hann með sínum hógværa heiðarleika, með hlýlegri velvild, með lifandi áhuga á þeim vel unnu verkum, á þeim menningarverð- mætum sem fara í sjó og sökkva ekki, fara í eld og brenna ekki. Ólafur Helgason var einn þeirra öðlinga sem gera okkur heiminn að betri dvalarstað með góðu skop- skyni, menningarvilja, vináttu og trygglyndi. Við Lena þökkum hon- um kærlega samfylgdina og send- um Sigríði og börnum þeirra hjóna einlægar samúðarkveðjur. Verði honum moldin létt sem fið- ur. Árni Bergmann. Kveðja frá bæjarsljórn Vestmannaeyja Á miklum umbrota- og örlaga- tímum í sögu byggðar skiptir miklu máli hvemig þeir forystumenn sem ferðinni ráða halda á málum. Við slíkar aðstæður þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir sem geta skipt öllu fyrir framtíð viðkomandi byggðarlags. Við minnumst í dag manns sem með starfi sínu hafði mikil og farsæl á'irif á þróun at- vinnulífs og byggðar í Vestmanna- eyjum. Ólafur Helgason fluttist til Vest- mannaeyja í árslok 1967 og tók við starfi bankastjóra Útvegsbanka Is- lands í Eyjum. Þegar Ólafur tók við starfinu voru miklir erfiðleikar í atvinnulífi landsmanna meðal ann- ars af völdum hruns síldarstofnsins. Efnahagslífið var í mikilli lægð og tekjusamdráttur kom jafnt niður á fólki og fyrirtækjum. Atvinnulíf í Eyjum fór ekki varhluta af þessu ástandi. Það þurfti bjartsýni og trú á viðgang byggðar og atvinnulífs í Eyjum og kjark til þess að takast á við þau vandamál er samdrættin- um fylgdu. Allt frá upphafi starfs- ferils Ölafs í bankanum í Eyjum tókst mjög góð samvinna milii bæj- aryfirvalda og bankans um úrlausn- ir á aðkallandi viðfangsefnum hjá bæjarfélaginu. Á þessum árum var ráðist í gríðarlegar framkvæmdir við lagningu vatnsveitu frá landi til Eyja og var lagt dreifikerfi í nær öll hús í bænum. Atvinnulífið fór að rétta úr kútnum um 1970 og íbúum bæjarfélagsins fjölgaði á ný. En þá kom stóra áfallið. Eldgosið í Heimaey sem hófst 23. janúar 1973 kippti í einu vetfangi burt grundvellinum fyrir byggð og at- vinnustarfsemi í Eyjum. Nær allir íbúarnir fóru til lands á fyrsta sólar- hringnum og öll atvinnustarfsemi lagðist af. Ólafur Helgason tók þá stefnu í upphafi eldgossins að miða allar ákvarðanir við að atvinnulíf yrði byggt upp á ný i Eyjum að eldgosinu loknu. Þurfti hann þá oft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að halda saman vélum ogtækjabún- aði fyrirtækja í Eyjum sem flutt voru upp_ á land á fyrstu vikum gossins. Á þessum tíma var mikil þensla í þjóðfélaginu og rekstur gekk vel í sjávarútvegi. Það þurfti því sterk bein og mikinn kjark til þess að gera allt til þess að fyrir- tækin hæfu starfsemi á ný í Eyjum eftir gosið. En þetta tókst. Upp- byggingin hófst strax að gosi loknu sumarið 1973 og fólk og fyrirtæki hófu að flytjast á ný til Eyja þegar líða tók á árið. Með stuðningi innan- lands og utan var unnið mikið upp- byggingarstarf á stuttum tíma. En sumt var ekki hægt að bæta. Ólaf- ur var bankastjóri í Eyjum til ársins 1975 en þá fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og hóf störf í Útvegsbankanum í Reykja- vík. Samstarf bæjaryfirvalda við Ólaf hélt áfram á nýjum starfsvettvangi og áttum við þar góðan liðsmann sem þekkti vel til atvinnu- og mann- lífs í Eyjum. Að leiðarlokum sendum við fjölskyldu Ólafs Helgasonar innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að varðveita minningu hans. Það var ekki laust við, að Eyja- menn bæru ugg í bijósti á haust- dögum 1967, við bankastjóraskipti hjá Útvegsbankanum, þegar spurð- ist, að á leiðinni væri kerfiskarl frá höfuðstöðvunum. Við á landsbyggðinni, umfram aðra, sem lengst af höfum átt allt undir sól og regni, erum svo mjög háð skilningi og víðsýni þeirra, sem á hverjum tíma stjórna fjármála- stofnunum. Þar liggur oft fjöreggið og því mikilsvert, að á toppinn veljist hæfi- leikaríkir drengskaparmenn. Ólafur Helgason hafði ekki starf- að lengi með okkur er við fundum, að hér var réttur maður á réttum stað. Framkoma hans við alla, háa sem lága, einkenndist af hæversku og tillitssemi, sem hvers manns vanda vildi leysa, er á valdi hans var. í náttúruhamförunum 1973 hlaut Ólafur sína eldskírn, en hann bar ábyrgð á rekstri aðalfjármálastofn- unar í stærstu verstöð landsins, þegar allt athafnalíf Eyjanna varð rjúkandi rúst á örskotsstund. Óteljandi voru vandamálin, sem hlóðust að Ólafi. Og óvíst er með öllu, hvort öðrum hefði tekist betur að finna lausn á. Vestmannaeyingar minnast með þakklæti, hve Ólafur lét sér annt um okkar hag á þessum einstæðu reynslutímum. Hann var ekki öfundsverður, er hann oft þurfti að standa andspæn- is stjórnvöldum, þar á meðal okkur OLAFUR HELGASON í stjórn Viðlagasjóðs þar sem starfa átti eftir reglum löggjafans, og því ekki ávallt spurning um sanngirni, heldur bókstafinn._ Mjög er mér minnisstætt, hve Ólafur lagði sig oft fram til að bjarga málunum, það munaði alls staðar um liðsinni hans. Þegar hann kom út í Eyjar, með- an verst gegndi og alger óvissa um hve geigvænleg eyðilegging jarð- eldanna yrði, sagðist hann vera kominn heim til að hvíla sig. Hraustlega mælt. í einni slíkri ferð urðum við sam- ferða að Hólnum, þar sem hann gisti nokkrum sinnum. Er við kom- um inn í Útvegsbankann vildi Ólaf- ur kanna aðstæður, ætluðum við niður í kjallarann. Nokkur hressileg orð féllu af vörum hans er við urð- um frá að hverfa í miðjum tröppun- um, þar sem gasið var þá í algleym- ingi og lífshættulegt að koma of nálægt. Þetta riljaðist upp þegar Ólafur var á ferðinni hér fyrir fjórum árum, er við minntumst þess að 20 ár voru liðin frá jarðeldunum 1973. Að leiðarlokum er Ólafi þökkuð vaskleg framganga hans og fram- lag til heilla Eyjabyggðar í blíðu og stríðu. Guð blessi minningu Ólafs Helga- sonar og veiti ástvinum hans öllum huggun og styrk um ókomin ár. Jóhann Friðfinnsson. Um miðjan sjöunda áratuginn var Vogaskóli í Reykjavík stærsti skóli landsins með um 1.600 nem- endur. Þá, eins og lengi síðan, var skortur á kennurum til að fræða allan þennan hóp. Haustið 1965 hófu nokkrir nýir kennarar störf við skólann. Meðal þeirra voru hjón- in Sigríður Helgadóttir og Ólafur Helgason. Þau vöktu athygli fyrir hve glæsileg, vel menntuð og greind þau voru. Þau höfðu dvalið lengi erlendis og lesið fræði sín, Ólafur hagfræði og stærðfræði en Sigríður slavnesk mál. Ólafur starfaði í Útvegsbanka íslands en kenndi stærðfræði til landsprófs snemma á morgnana og á laugardögum. Þetta var hið mesta vandaverk sem fáum var treystandi til en Ólafur reyndist þá, og lengi síðan, frábær kennari. Þegar hann gerðist útibússtjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum var einnig leitað til hans með vandaverkið mikla að kenna stærðfræði til landsprófs. Munu margir minnast þess hve vel honum fór það úr hendi. Þar fór saman fullt vald á efninu og mikill húmanismi sem gerði að verkum að nemendur hans skildu hve vel hann vildi þeim og tóku því vel til- sögn hans. Eftir samvistir okkar í Vogaskóla skildi leiðir okkar um árabil en við hittumst bæði í Vestmannaeyjum og í Stykkishólmi. Ætíð var jafn- gaman að hitta þau hjón, svo skemmtileg og andrík sem þau voru í samtölum og gjörsamlega laus við yfirlæti. Árið 1987 lágu leiðir aftur sam- an. Þá háttaði svo til að Ólafur var hættur bankastörfum en í Fjöl- brautaskólann í Garðabæ vantaði stærðfræðikennara. Fór svo að Ól- afur réðst til starfa við skólann í ársbyijun 1988 og starfaði þar til æviloka. Nemendur áttuðu sig fljótt á hvílíkur öðlingur var þangað kom- inn. Ég ætla að prófa þennan gamla, sagði ung stúlka sem lengi hafði villst á refilstigum algebrunn- ar. Svo fór að leiðsögn Ólafs dugði henni til að rata rétta leið og ljúka náminu við skólann og þeir urðu miklu fleiri nemendurnir sem hann leiddi þannig til betri vegar. í hópi kennara var Ólafur skemmtinn á kennarastofu og hrók- ur alls fagnaðar á gleðistundum. Hann var fróður og víðlesinn, hafði alist upp á Spáni og lært fiðluleik auk annars og var vel heima í bók- menntum og listum. í frístundum sínum las hann stærðfræði. Hann las bækur um tvinnfallagreiningu á eigin spýtur og glímdi við að bæta inn í sannanirnar þar sem honum þótti höfundurinn hafa fellt of mörg skref úr útlistununum. Um þetta tók hann saman hefti og lærði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.