Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 45 sérstakt ritvinnsluforrit fyrir stærð- fræði til að skrifa nótur sínar og flókin tákn. Hann vildi kenna hreina og ómengaða stærðfræði. Þótt hann væri hagfræðingur fannst honum lítið til koma að flétta hagfræðileg fyrirbrigði eins og t.d. verðteygni inn í stærðfræðina og sagði að það væru bara spekúlasjónir sem ættu lítið skylt við raunverulega stærð- fræði. Ólafí var tíðrætt um hve heppinn hann væri að fá að starfa sem stundakennari við FG. Verður þó að segja að heppnari voru skólinn og nemendur hans. Var á honum að skilja að honum þætti starfið miklu merkilegra en allur sá frami er hann hlaut við ævistarf sitt í bankakerfínu. Voru honum þó falin hin vandasömustu störf. Hann sagði sjálfur að mesta ánægju hefði hann haft af því að greiða götu hins venjulega manns er til hans leitaði. Síður féll honum að reyna að greiða úr vanda þeirra sem voru að reyna að reka fyrirtæki en kunnu ekki fótum sínum forráð. Var það að vonum er öil hans eigin orð stóðu sem stafur á bók. Síðari hluta vetrar tók heilsu Ólafs að hraka. Afráðið var að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir í lok skólaársins. Laugardaginn 24. maí voru honum færðar þakkir við skólaslit fyrir áralangt starf í þágu skólans. Stundu síðar var hann all- ur. Sigríði og börnum þeirra Ólafs sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Helgasonar. Kristín Bjarnadóttir. Sameiginleg vegferð um langa stund bindur fólk böndum tryggðar og vináttu. Þau bönd verða ekki slit- in án djúps trega og mikils sakn- aðar. Það er huggun á harmastund að minnast orða Hallgríms Péturs- sonar í kvæðinu Um dauðans óviss- an tíma: „Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt.“ og „.. .Sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann. í herrans höndum stendur að heimta sitt af mér. Dauðinn má segjast sendur að sækja hvað skaparans er.“ Því er hins vegar ekki að leyna að okkur gengur oftast erfíðlega að sætta okkur við að því verði aftur skilað sem skaparinn lánaði. Ólafur Helgason lést sama dag og við kvöddum stóran hóp nemenda við skólaslit Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Skarð það, sem Ólafur skilur eftir sig í kennaraliði skólans, verður vandfyllt. Þessi góði vinur okkar verður samstarfsmönnum og nemendum lengi minnisstæður fyrir margra hluta sakir. Hann var fjöl- hæfur og fjölfróður menningarmað- ur. Heimsmaður og gleðimaður. Hann var aldursforsetinn í okkar hópi en ævinlega ungur í andanum og frumlegur og fijór í hugsun. Ólafur Helgason kom til starfa í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 1988. Hann hafði þá lokið löngu og góðu starfí í Útvegsbanka íslands. Það starf var mjög farsælt og líkleg- ast ekki metið nóg að verðleikum þar sem atgangurinn gegn bankan- um var kominn út fyrir öll skynsem- ismörk. Það sá þjóðin síðar þótt lítið hafí farið fyrir leiðréttingum. Ólafur var afbragðskennari. Hann var stærðfræðingur af guðs náð og átti létt með að miðla til ungs fólks. Kennslustarfið var honum jafnan hugleikið. Hann kenndi í mörg ár nokkra tíma ásamt bankastörfunum. Ég minnist fyrstu kynna okkar sem kennarar í Vogaskóla fyrir rúmum þijátíu árum þegar hann kenndi stærðfræði í tveim landsprófsbekkj- um af mikilli innlifun og brennandi áhuga. Ekki gat ég merkt að áhug- inn hefði neitt dofnað á þessum ára- fjölda sem liðinn er. í minningunni lifir góður drengur sem ævinlega bar hlýjan hug til nemenda. Hann gladdist yfír vel- gengni atorkusamra nemenda en hitt var eftirtektarvert að þeir sem minna máttu sin áttu vísa velvild hans og leituðu gjaman til hans. Þeir voru ófáir aukatímarnir sem Ólafur bauð nemendum sínum án þess að nokkuð væri rætt um borg- un. í hugum okkar starfsmanna skól- ans var Ólafur einstakt ljúfmenni sem sýndi okkur öllum lipurð og mikið vinarþel. Við eigum margar góðar minningar um líflegar umræð- ur á kennarastofu, glaðværð í ferða- lögum og á ýmsum mannamótum. Hann var jafnan hrókur alls fagnað- ar þar sem kímnin særði engan en gladdi alla. Að leiðarlokum votta ég eigin- konu Ólafs, Sigríði Helgadóttur, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð og þær kveðjur flyt ég enn fremur í nafni Fjölbrauta- skólans í Garðabæ. Blessuð sé minning Ólafs Helga- sonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Á undanfömum árum hef ég oft verið spurður hvernig standi á því að vinskapur okkar Ólafs Helgason- ar skuli hafa enst svo vel án þess að nokkurntíma bæri þar skugga á, því vel má ímynda sér samstillt- ara dúó en blásarafífl og banka- stjóra. Við spumingunni er aðeins til eitt svar: Ólafur gerði mig að kommúnista úti í Kaupmannahöfn í nóvember 1949. Síðan hef ég stað- ið í óborganlegri þakkarskuld við hann. í tæplega hálfa öld sem liðin er frá þessum tímamótum hafa stórveldi risið og hmnið, en sú mannkynssaga er víðsfjarri komm- únisma okkar Ólafs. Við vomm herbergisfélagar þarna í Kaup- mannahöfn þangað til Ólafur flutti búferlum til Svavars Guðnasonar á Nörrebrogade, en síðan var ég heimagangur þar á bænum. Vinátta okkar beggja og frú Ástu konu Svavars hefur haldist alla tíð síðan, og þá heldur orðið traustari með árunum. Við vinirnir höfðum báðir komist í bland við músík í bernsku, - Ólaf- ur kominn með fíðlu í fangið en ég með trompet. í Kaupmannahöfn var Ólafur búinn að leggja fiðluna á hilluna en tekinn til við hagfræði- doðranta í staðinn, en ég hélt mitt gamla blásarastrik á Kongelig Dansk Musikkonservatorium. En það breytti engu um hitt, - við sóttum saman alla sinfóníutónleika sem kostur gafst á og héldum áfram í sama dúr þegar hingað heim var komið. Að loknum konsertum héld- um við gjarnan fundi um málið og fylgdi oft töluverður hávaði umræð- unum. Uppáhalds orðtak Olla um íslenska nútímatónlist var stutt og laggott: Þetta er ósköp „blægneb- bet“. Af því að talið hefur borist að músík er rétt að geta þess að það var Ólafur Helgason sem gaf mér nafnið Bjössi blásari og það svo rækilega að síðan eru þeir sára- fáir sem bera nokkur kennsl á Björn Ásgeir Guðjónsson, en aftur á móti þekkir fjöldi fólks Bjössa blásara. Þegar Ólafur giftist Sigríði Helgadóttur og þau tóku að hlaða niður börnum varð ég sjálfskipuð 1. barnapía þeirra hjóna. Nú er það löngu liðin tíð og litlu skinnin orðin mesta myndarfólk, og ég vil að lok- um þakka foreldrum þeirra óijúfan- lega vináttu og ógleymanlegar sam- verustundir þótt slík gæfa verði seint fullþökkuð. Björn Á. Guðjónsson. Mig langar að minnast Ólafs Helgasonar, fyrrverandi bankastjóra Útvegsbanka íslands, nokkrum orð- um. Kynni okkar hófust á árinu 1964, þegar ég hóf störf í bankanum. Ólaf- ur var þá settur skrifstofustjóri og réð hann mig í bankann. í nokkur misseri vorum við nágrannar á 1. hæð í „Pálshúsi“, hann í ábyrgða- deild og ég í sparisjóðsdeild bankans. Ólafur var mjög eftirminnilegur samstarfsmaður, snöggur að af- greiða málin og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Mér er minnisstætt þegar ég eitt sinn leitaði til Ólafs. Ég hafði þá fest kaup á íbúð og vantaði aukavinnu til að diýgja tekj- umar. Ég sagði honum þetta og það stóð ekki á liðsinni hans. Tveim dögum seinna var ég kominn í bygg- ingavinnu austur í Búrfellsvirkjun. Ólafur fór síðar til Vestmanna- eyja, þar var hann útibússtjóri bankans í mörg ár. Hann var fljót- ur að vinna sér trausts og vinsælda Vestmannaeyinga, þeir kunnu vel að meta það þegar bankastjórinn mætti í frystihúsið til vinnu, þegar landburður var af físki og verkafólk vantaði í aðgerð. Starfsfólkið í úti- búinu kunni ekki síður að meta þennan alþýðlega útibússtjóra sem kom fram við starfsfólk sitt eins og jafningi. Vafalaust hefur ekkert fengið eins mikið á Ólaf í starfí eins og þegar gos hófst á Heimaey. Útibúinu í Eyjum var lokað og starf- semin flutt í setustofu starfsfólks á 5. hæð við Lækjartorg. Gífurlegt álag var á Ólafi á þessum árum og ekki síður þegar enduruppbygging- in hófst. Eitt er víst að Ólafur kom ekki alltaf heim í kvöldmat á réttum tíma eða tók samningsbundið sum- arfrí á þessum árum. Síðar tók Ólafur við starfí banka- stjóra Útvegsbanka íslands í Reykjavík. Eins og ég nefndi áður var Ólafur mjög vinsæll meðal starfsmanna bankans, enda leituðu þeir til hans óspart, ef einhver vandamál þurfti að leysa og ekki tengdust þau öll bankamálum. í hádeginu var stundum gripið í spil eða tekin stutt skák og var Ólafur þá yfirleitt með, enda sterkur skák- maður og keppti oft fyrir hönd bankans. Ólafur var góður starfsfé- lagi og við minnumst hans sem dugmikils starfsmanns sem áorkaði miklu fyrir þann banka sem hann valdi sér sem vinnustað lengst af ævinnar. Ég votta eftirlifandi konu hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Guðmundur Eiriksson, starfs- mannastjóri íslandsbanka. • Fleirí minningargreinar um Ólaf Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. yCXXIXIIIIIJ^ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H u Simi 562 0200 u rxiixxiiiixxi í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÍMEY JÓNATANSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést sunnudaginn 1. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Jónatan Aðalsteinsson, Ásthildur Aðalsteinsdóttir. t SÆUNN JÓNSDÓTTIR frá Vesturhlíð, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, til heimilis f Asparfelli 2, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni miðvikudagsins 28. maí, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.30. Eyþór Gfslason, Marfa Eyþórsdóttir, Bima Eyþórsdóttir, Gfsli Eyþórsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kári Eyþórsson, Jón Eyþórsson, tengdaböm, barnabörn og barnabamaböm. + Okkar ástkæri JÓNMUNDUR EINARSSON stýrimaður, Engjaseli 84, Reykjavfk, varð bráðkvaddur laugardaginn 31. maí. Hrafnhildur Eiríksdóttir, Harpa Dfs, Einar Sævar, Anna Karen, Valdfs Pálsdóttir og systkini hins tátna. Innbrots-, Öryggis- og feruniktrfl ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstiilingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt f uppsetningu. m- Einar Farestvett&Co.hf. Borgartúni 28 • Sfmar 582 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: LJósgJaflnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.