Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 46

Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 46
-- 46 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MINNIIVIGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir okkar, JÓN GUÐMUNDSSON bóndi, Fjalii, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 1. júní. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, HALLDÓR SIGURÐSSON kennari og tréskurðarmaður frá Bæjum á Snæfjallaströnd, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, miðviku- daginn 28. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Einar Þór Halldórsson, Gerður G. Aradóttir, Hlynur Kr. Halldórsson, Edda Kr. Björnssdóttir, Sigrún Halldórsdóttir ísleifur Guðjónsson, Sigurður Már Halldórsson, Þórhildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÞÓRARINN GRÍMSSON, Bogahlíð 13, Reykjavik, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. maí sl. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 5. júní nk. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarsjóði njóta þess. Margrét Magnúsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir, Guðjón Þórarinsson, Rakel Birgisdóttir, Hlynur Guðjónsson, Hrefna Mjöll Þórisdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARTHÚR VILHELMSSON, Birkilundi, Grenivík, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 31. maí. Kristjana Jónasdóttir, Vilhelm Arthúrsson, Inga Ingólfsdóttir, Díana Arthúrsdóttir, Jóhannes Siggeirsson, Agnes Arthúrsdóttir, Ólafur Arason, barnabörn og barnabarnabarn. V + Ástkær eiginkona mín, INGIBJÖRG VETURLIÐADÓTTIR, Langagerði 64, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur laugardaginn 24. maí sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Róbert Bjarnason. > + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdasonur, sonur og afi, JÓN VILBERG GUÐMUNDSSON, andaðist á heimili sínu í Landskrona, Svíþjóð, laugardaginn 31. maí. Áslaug Nikulásdóttir, Börkur Davíð Jónsson, Benjamín Vilberg Jónsson, Sigrún Arnardóttir, Sigmundur Hannesson, Guðmundur Brynjólfsson og barnabörn. ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR + Ásta Guð- mundsdóttir fæddist á ísafirði 27. júní 1907. Hún lést á Landspítalan- um hinn 25. maí síð- astliðin. Foreldrar hennar voru hjónin Ingileif Stefáns- dóttir og Guðmund- ur Kristjánsson skipstjóri. Ásta var elst tólf systkina, en tvö þeirra dóu í æsku. Árið 1925 fluttist Ásta frá Isafirði til Hafnar- fjarðar. Ásta giftist Sigurbent Gísla- syni hinn 12. maí 1928. Sigur- bent var sonur hjónanna Gísla Bjarnasonar og Sigríðar Bein- teinsdóttur frá Hafnarfirði. Börn Ástu og Sigurbents eru: 1) Stefán, f. 7. ágúst 1929, d. 20. des. 1973. Stefán kvæntist Kristbjörgu Björg- ólfsdóttur, og eiga þau: eina dóttur Sigríði Björgu. 2) Gísli, f. 6. nóv. 1931. Gísli kvæntist Kristbjörgu Ás- bjarnardóttur og eiga þau þrjá syni: Gunnar, Guðbjörn, og Ásbjörn, Gísli og Kristbjörg slitu samvistir. Gísli átti eina dóttur fyrir hjónaband, Björgu Sigríði. 3) Margrét, f. 6. nóv. 1934, d. 27. maí 1935. 4) Guðrún, f. 3. feb. 1949. Guðrún er gift Jóhanni Má Jóhannssyni og eiga þau þrjú börn: Gunnar Má, Asthiidi Margréti og Heiðu Björgu. Útför Ástu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði, það er sárt og erfítt að horfa á eftir konu eins og þér, en allar góðu minningarnar sem eftir standa yija manni um hjartarætur. Þar sem ég ólst upp á Suðurgötunni hjá þér og afa kynnt- ist ég þér mjög náið, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér þegar á þurfti að halda. Dugnaðurinn í þér var ótrúlegur og oft hugsaði ég að það væri nú gott að fá bara brot af því sem þú hafðir. Alveg fram á síðasta dag varst þú að vinna í húsinu þínu, og ekki eru nema nokkrir dagar síð- an þú varst svo stolt að sýna mér hvað gluggarnir væru fínir, þú varst nefnilega nýbúin að mála þá, alla daga varst þú úti í garði að vinna, mála að utan jafnt sem innan, tveim- ur dögum áður en þú lést varst þú að hræra steypu og gera við vegginn hjá húsinu þínu. Handavinnan þín var einstök og allur frágangur full- kominn. Þegar ég og maðurinn minn, Gunnar, vorum að byggja húsið okkar tók hún amma okkur öll inn á sitt heimili og taldi það ekki eftir sér. Hún amma fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðmálum og oft setti hún mann alveg á gat og gerði athugasemd við mig fyrir það að fylgjast ekki nógu vel með. Hún amma hugsaði alveg einstak- lega vel um alla í fjölskyldunni og þegar ég kom til hennar var hún eyðilögð ef hún gat ekki sent eitt- hvað með mér heim, eins og klein- ur, skonsur eða annað sem hún hafði lagað. Þegar hún amma mín hringdi í mig heyrði ég strax að eitthvað var að og þegar ég kvaddi hana á spítalanum kvöldið áður en hún dó grunaði mig ekki að þessi kveðja okkar væri sú síðasta. í huga mér varstu alveg einstök amraa og eng- inn kemur í þinn stað. Ég veit að góður guð hjálpar okkur öllum í okkar sorg og söknuði. Þá mánaskin sindrar um sund og um voga sendi ég kveðju með blænum til þín sem kveiktir í huga mér helgastan loga í hjartanu að eilífu minningin skín. Frá því að við létt í lund leiddustum á gleðifund því að yndi aðeins hlær þaðr sem ástin fegurst grær. En örlögin ráða oft ævinni, vinur og óskirnar missa sinn fegursta glans ég hugsa til þín þegar hafaldan stynur og hafmeyjar stíga við knörrinn þinn dans. (Sigurunn Konráðsd.) Sigríður Björg Stefáns- dóttir og fjölskylda. Ég vil minnast með nokkrum fátækum orðum tengdamóður minnar, Ástu Guðmundsdóttur. Lítt upplitsdjarfur kom ég inn á heimili hennar og eiginmanns hennar Sig- urbents Gunnars Gíslasonar um mitt ár 1966 með dóttur þeirra Guðrúnu Ágústu og urðu kynni okkar mjög góð og er ég gæfumað- ur að hafa fengið að kynnast þeim hjónum báðum en Benni dó '1972 fyrir aldur fram og missti Ásta mikið er hann dó. Mikill styrkur og persónuleiki hennar átti eftir að koma vel í ljós því um tveim árum seinna dó eldri sonur hennar Stefán sem var henni mikill styrkur í fyrri raunum og hafði Stefán ásamt fjöl- skyldu sinni búið í mörg ár á efri hæðinni á Suðurgötu 33, Hafnar- firði og var mikill samgangur á milli efri og neðri hæðanna og var dóttir Stefáns og Kristbjargar, Sig- ríður Björg, mikið hjá ömmu sinni og voru þær Guðrún sem systur. Ekki er ein báran stök því nokkru seinna kom enn eitt áfallið er veik- indi urðu í fjölskyldunni. 1981 veiktist Ásta af krabba og gekkst undir mikinn uppskurð en áfram hélt Ásta og sýndi okkur hinum að hægt er að sigrast á ótrúlegum erfiðleikum. Alltaf var hún vinn- andi, hélt húsinu við, bæði múraði og málaði, sá um garðinn og var til dæmis að múra upp í holur á vegg daginn fyrir andlát sitt. Hún var okkur leiðarljós bæði í hagsýni og fyrirhyggju og umhyggja hennar fyrir náunganum var einstök. Hún fylgdist með öllu, bæði stjórnmálum og viðburðum, og t.d. skrifaðist hún á við nunnurnar úr Karmel klaustr- inu eftir að þær fluttu til Hollands og sagði þeim fréttir úr Firðinum. Ég má til að nefna eitt atriði þó ég gæti haldi lengi áfram. Þegar við Guðrún vorum á heimleið frá Japan á bv Ólafí Bekk 1973 sendi hún okkur miklar fréttir að heiman, úrklippur úr blöðum sem við feng- um um borð er við biðum eftir að komast inn í Panamaskurð. Fyrir þetta og allt annað vil ég þakka. Guð blessi þig. Þinn tengdasonur, Jóhann Már Jóhannsson. FALLEGIROG LISTRÆNIR LEGSTEINAR ÁJsíensÁIiönnun 15% AFSLATTUR Á GRANÍTSTEINUM AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 Elsku amma. Þegar ég kom til þín aðeins fimm dögum áður en þú lést átti ég allt eins von á því að þú myndir lifa í hið minnsta 10 ár til viðbótar. Við ætluðum að halda upp á 90 ára afmæli þitt hinn 27. júní næstkomandi og hlökkuðum við öll til þess dags. Því er svo erf- itt að sjá á eftir þér þegar þú fórst svo skyndilega frá okkur. Lífsorkan og dugnaðurinn var alltaf svo mik- ill að það væri lofsvert ef maður gæti sagt að maður hefði helming- inn af þínum dugnaði. Síðasta dag- inn sem við vorum saman hjálpaði ég þér við að mála garðvegginn og borðaði dýrindis ömmubollumáltíð. Með hennar kærleiksstuðningi borðaði ég lámark á við þijá og var mettur næstu daga. Þegar ég kvaddi þig sagðirðu mér að þú ætl- aðir að vinna við steypuskemmdir á veggnum fljótlega og þegar þú varst látin varstu búin að steypa upp í skemmdirnar og ætlaðir að fara að sauma. Ég mun minnast þín fyrst og fremst fyrir dugnað þinn og þann kærleika sem þú veitt- ir okkur öllum. Þakka þér fyrir all- ar samverustundir okkar og Guð geymi sálu þína. Þinn dóttursonur, Gunnar Már Jóhannsson. Kæra amma! Þú sem við héldum að yrði til staðar hjá okkur alla tíð. Dauðinn er ótrúlegur. Hann tekur án þess að spyija. Einn daginn erfu hjá okkur sterk, þann næsta farin. Einhvern veginn, líklega vegna eig- ingirni minnar, bjóst ég við að hafa þig næstu tíu árin því síðast þegar ég sá þig fannst mér nóg að lífs- krafti eftir og var mér því mjög brugðið þegar þú fóst svona skyndi- Iega. Dauðinn er alltaf sáraukafull- ur og erfitt er að sleppa einhveijum sem manni þykir vænt um. Dugnað- urinn svo mikill og athafnasemin svo mikil hjá þér að ég mætti vera þakklát ef ég hefði á við helming af kraftinum þínum. Ég vil t.d. nefna að fyrir aðeins tveimur árum lagðir þú það á þig að sauma þjóð- búning á mig og notaðir þú meira að segja millurnar af þínum þjóð- búningi til að setja á minn. Fyrir þenna gullfallega búning og margt annað vil ég þakka þér. Það er hreinlega ekki hægt að lýsa þér, þessari einstöku persónu, í nokkrum orðum. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér, allan kærleik- ann, umhyggjuna og þolinmæðina sem þú hefur sýnt mér. Ég mun hafa þig að leiðarljósi fyrir allt sem ég tek mér fyrir hendur því ég veit þú gafst aldrei upp. Guð geymi þig. Með þakklæti frá mér, dótturdóttur þinni. Ásthildur M. Jóhannsdóttir. Elsku Ásta amma. Nú sefur þú á góðum og fallegum stað og ég veit að þér líður vel. En það er svo margs að minnst um það þegar við vorum saman eins og á jólunum. Jólin með þér voru yndisleg og hafð- ir þú hannað hina ýmsu hluti til að gefa okkur. Amma var mikil hann- yrðakona og gerði nánast hvað sem var. Alltaf var hún með eitthvert góðgæti á borðinu þegar við komum í heimsókn, kleinurnar voru í uppá- haldi hjá mér og líklega fleirum, og þurfti ég ekki að borða meira þann daginn eftir veisluna hjá ömmu. Það var virkilega gaman að því hvað hún var mikill grínisti og komu oft skemmtileg skot inn í samræður þegar maður átti síst von á. Ég lærði ótal margt hjá henni t.d. að hekla dúk og var hún alltaf til í að hjálpa og kenna. En ég sé mjög mikið eftir því að hafa ekki farið og lært meira því við áttum svo góðar stundir saman. Amma var mjög sérstakur persónuleiki, glaðlynd, hugulsöm, var með allt í röð og reglu og mjög sjálfstæð. Mig langar svo innilega að hafa þig alltaf hjá mér því þú varst svo traust og sterk. Þó veit ég að þú munt ætíð vera hjá okkur í öllu sem við gerum. Takk fyrir allt elsku amma, Guð veri með þér og sofðu vært. Þitt ömmubarn, Heiða Björg Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.