Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 48
^18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ GESTUR HANNESSON + Gestur Hannes- son fæddist í Bollastaðakoti, Hraungerðis- hreppi, 14. febrúar 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Hansdóttir, f. 1859, «►} og Hannes Sigurðs- son, f. 1834. Hann var yngstur sjö systkina sem öll eru látin. Gestur kvænt- ist Guðrúnu Ólafs- dóttur frá Stykkishólmi, f. 23.8. 1898, d. 26.4. 1979, árið 1924. Börn Gests og Guðrúnar voru fimm og eru fjögur á lífi. Barnabörnin eru 15, tvö eru látin, barnabarnabörnin eru 27. Útför Gests fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gestur ólst upp í for- eldrahúsum til 17 ára aldurs, fór þá til Vest- mannaeyja á vertíð, síðan lá leið hans til Reykjavíkur. Þar var hann í vinnu þegar Rafstöðin v/EUiðaár var byggð, síðan fór hann í Landssmiðjuna og vann við brúar- smíði. Hann lærði pípulagnir og starfaði við þá iðn til 87 ára ald- urs. Gestur kvæntist sæmdarkonu, Guðrúnu Ólafsdóttur, frá Stykkis- hólmi. Gestur var dugnaðarforkur til + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, JÚLÍUS SÆVAR BALDVINSSON, Skagabraut 44, Garði, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudagi nn 27. maí, verður jarðsunginn frá Útskála- kirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Ingimundar Guðmundssonar, fyrrum knattspyrnumanns, Víði, Garði. Hafrún Ólöf Víglundsdóttir, Baldvin Haukur Júlíusson, Kristín Jóh. Júlíusdóttir, Anna Hulda Júlíusdóttir, Karl Júlíusson, Júlíus Júlíusson, Anna Hulda Júlíusdóttir, Baldvin Jóhannson, systkini, barnabörn og tengdafólk. Lokað Lokað verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir hádegi í dag, 3. júní, vegna jarðarfarar ÓLAFS FIELGASONAR. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. MINNINGAR vinnu, ósérhlífinn og dró ekki við sig þó vinnudagar væru langir, hann var góður heimilisfaðir og vildi veg fjölskyldunnar sem mest- an. Hann var mikill dýravinur. Það var unun að fylgjast með honum þegar hann var að hlúa að dýrum sem hann átti, hann var með kind- ur um árabil, svo ekki sé talað um vini hans, hundana. Gestur var söngelskur og spilaði á harmoníku og fleiri hljóðfæri. Hann var félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og hafði mikla ánægju og gleði af veiðiferðum og veiddi margan, fal- legan laxinn. Gestur var sterkur persónuleiki og hélt hann þeirri reisn þar til yfirlauk. En nú er hann kominn til betri heima þar sem fjöldi ástvina hefur tekið á móti honum. Elsku pabbi, að leiðarlokum þökkum við fýrir samfylgdina þar til við hittumst á ný. Kæri faðir, megir þú hvíla í friði. Ég einn á vin sem aldrei hefur brugðist ég honum einum ætíð treysta má hann gætir mín á gleði- og sorgarstundum og gleymir ei þó vesöl sé mín sál. Drottinn vakir, dýrð hans er svo mikil að dauðlegt auga fær ei við því séð en mannlegt hjarta hart er hér í heimi, hjá honum einum hvíld og ró ég hef. (G.Ó.) Hilmar, Gyða, Viðar og Erla. HREINN ERLENDSSON + Hreinn Erlends- son var fæddur í Grindavík 4. des- ember 1935. Hann varð bráðkvaddur á leið frá Dalsmynni 21. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholts- kirkju 31. maí. Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr ið sama; en orðstir deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Hávamál, 76. erindi.) Það er við hæfí að minnast Hreins með þessum orðum um orðstírinn. Ég held að ég tali fyrir munn okkar allra þegar ég segi að við eigum eftir að sakna hans. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa á bókasafninu, sama hversu smávægilegt það var. Missir þeirra sem verða í skólanum er mikill, það verður tómlegt á bóka- safninu án hans. • Við sendum fjölskyldu Hreins okkar dýpstu samúðaróskir. Hafðu þökk fyrir allt. F.h; stúdenta vor ’97, Armann Ingi Sigurðsson. OSKAR KRISTJÁNSSON + Óskar Kristjánsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1948. Hann lést á heimili sínu 17. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 26. Ég vil minnast vinar míns, Óskars Kristjánssonar, sem jarðsettur var 26. maí. Margar minningar leita á hugann, en fátt er um svör þegar maður í blóma lífsins er rifinn burt til æðri heima. Mér er minnisstætt þegar Óskar og ég lágum saman á Landspítalanum. Mér var tjáð að ég væri trúlega með æxli í hálsinum og þyrfti að takast á við mikla erfið- leika en Óskar hughreysti mig. Ég fann mannkærleika frá þessum góða og gefandi manni og leitaði oft til hans með vandamál mín. Óskar átti alltaf góð ráð og var vinur þegar á vináttuna reyndi. Honum var vel kunnugt að ég gekk ekki alltaf heill til skógar en hann tók mér eins og ég kom honum fyrir sjónir. Maður er sár þegar eitt af því fáa sem maður hefur öðlast er farið, þá velt- ir maður fyrir sér tilgangi lífsins. Þó að vissar andstæður væru á milli Óskars og mín var vináttan alltaf fyrir hendi. Megi góður Guð varð- veita hans nánustu á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu þína og vertu sæll að sinni, vonin um endur- fund síðar er huggun. Þinn vinur, Jónas Bjarki. Ég minnist Hreins Erlendssonar þar sem hann _sat við hringborð- ið í Árnagarði, vörpu- legur hvítskeggur með glettin augu. Hreinn skar sig úr fjöldanum. Hann var víkingur sem aðhylltist Ásatrú ogtók í nefið. Ósjálfrátt þótti manni sem hann væri gestur frá þjóðveldisöld og hefði nánara sam- band við fortíðina en aðrir. Þetta var hlutverk sem Hreinn naut þess að leika en um leið var hann einn úr hópnum, ungur maður í þekkingarleit, opinn fyrir öllum nýjungum en hafði þó sjálfur frum- legar hugmyndir um margt. Öfgar og kreddur voru þó fjarri honum og hann sýndi skoðunum annarra virð- ingu. Á sextugsaldri tók Hreinn Er- lendsson sig upp og lærði sagnfræði I Háskólanum. Það má kallast afrek hjá manni um sextugt að ljúka meistaraprófi á styttri tíma en geng- ur og gerist en það gerði Hreinn og var nýhafinn að starfa sem sagn- fræðingur þegar hann varð bráð- kvaddur. Er það skaði fyrir sagn- fræðina því að Hreinn hafði burði til að gera fræðigrein sinni verulegt gagn. Ég minnist Hreins einnig fyrir sérstaka velvild í garð okkar bræðr- anna. Ég man enn hve ánægður ég var þegar hann hringdi sérstaklega í mig til að þakka mér fyrir viðleitni til að endurmeta þátt Hákonar Há- konarsonar Noregskonungs i ís- landssögunni. Skipti okkar í tengsl- um við Sögufélag Árnesinga og hið ágæta tímarit þess, Árnesing, voru einnig með miklum ágætum. Þá fann ég að orð Hreins voru dýr. Allt stóð sem hann sagði. Það er skaði að ekki skuli verða framhald á samveru okkar hér en það er þó bót í máli að ekki þarf auðugt ímyndunarafl til að sjá Hrein fyrir sér, etandi og drekkandi innan um kempur í Valhöll. Um leið og ég er þakklátur fyrir kynni af heið- ursmanni er ekki laust við að manni þyki aðeins hafa dofnað yfir litadýrð mannlifsins._ Ármann Jakobsson. I AT V I NNUAUGLÝSINGAR Saltfiskmatsmaður óskast Upplýsingar í síma 456 2553. A KÓPAVOGSBÆR Staða yfirmanns öldrunardeildar í Kópavogi er laus til umsóknar. Starfssvið: Viðkomandi hefur umsjón og eftir- lit með félagslegri heimaþjónustu, vistunar- málum aldraðra, rekstri sambýla fyrir aldraða, félagsstarfi aldraðra og annarri þeirri þjónustu sem öldruðum stendurtil boða, s.s. ráðgjöf ýmis konar. Kröfur: Farið erfram á háskólagráðu, þekk- ingu og reynslu á sviði rekstrar- og skipulags- fræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn ^nn í félagslega þjónustu, áætlanagerð og hafi starfsreynslu sem getur nýst í þessu starfi. Reynsla í starfsmannahaldi er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitirfélagsmálastjóri og yfirmaður öldrunardeildar í síma 554 5700 á símatímum. Umsóknareyðublöð liggja í ^fgreiðslu Félagsmálastofnunar Kópavogs og iwekulu umsóknir hafa borist fyrir 15. júní nk. Starfsmannastjóri. Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna við embættið eru lausartil umsóknar. Umsækjendurskulu hafa lokið námi við Lögregluskóla ríkisins. Umsóknum sé skilað fyrir 20. júní nk. til starfs- mannastjóra, GuðmundarM. Guðmundssonar, lögreglustöðinni, Hverfisgötu 115, sem gefur nánari upplýsingar. Reykjavík, 2. júní 1997. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Kennarar Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir kennurum til starfa frá og með næsta skólaári. Kennslugreinar: Sérkennsla, danska og íþróttir pilta. Grunnskólinn í Stykkishólmi er einsetinn skóli með 240 nemendur. Við skólann er einnig tveggja ára framhaldsdeNd á vegum Fjöl- brautaskóla Vesturlands. í Stykkishólmi er blómlegt íþróttastarf, bæði á vegum skólans og Umf. Snæfells. íþróttakennarar eiga því kost á þjálfarastörfum hjá ungmennafélaginu til viðbótar kennslu við grunnskólann. Umsóknir berist skólastjóra fyrir 15. júní. Nánari upplýsingargefa Gunnar Svanlaugs- son, skólastjóri, í síma 438 1377 og 438 1376 (heima) og Ríkharður Hrafnkelsson, formaður skólanefndar, í síma 438 1225 og 438 1449 (heima). Tónlistarskóli Dalvíkur Skólann vantar kennara til að annast kennslu á málm- og tréblásturshljóðfæri auk lúðrasveit- arstjórnunar. Einnig vantar forskólakennara. Allar upplýsingar veitir Hlín Torfadóttir í síma 466 1493 og 466 1863. Kvikmyndaleikur ísfilm leitar eftir ungum leikurum, 18—25 ára, til þátttöku í kvikmyndinni Dansinn sem tekin verður upp í haust. Um er að ræða stærri og smærri hlutverk. Urnsóknir, ásamt nýlegri Ijósmynd, sendisttil ísfilm, Vesturgötu 10,101 Reykjavík, fyrir 9 júní nk. Aðstoð á tannlæknastofu Óska eftir að ráða aðstoðarmanneskju á tann- læknastofu í Garðabæ. Þarf að geta hafið störf strax. Vinsamlega látið fylgja með umsókn upplýsingar um fyrri störf. Umsóknum skal skila á afgreiðslu Mbl., merktar: „T - 1151", fyrir kl. 17.00 6. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.