Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 55
i
]
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 55
BREF TIL BLAÐSINS
Hallgrí mskirkj a fær loks
verðugan ramma
Frá Bryndísi Kristjánsdóttur:
EKKI alls fyrir löngu vakti Vík-
veiji Morgunblaðsins athygli á því
hversu vel hefði tekist til með end-
urgerð gatnamótanna á Njarðar-
götu og Eiríksgötu en nefndi um
leið að nú vantaði bara að haldið
yrði áfram svo nöturlegt umhverfi
Hallgrímskirkju, sem trassað hefði
verið alltof lengi að ganga frá,_ fengi
á sig nýja og fallega mynd. í raun
má segja að það hafi verið til hábor-
innar skammar að láta þetta stóra
útivistarsvæði í hjarta borgarinnar
vera ófrágengið allan þennan tíma.
Það er mikið ánægjuefni að geta
upplýst Víkvetja, og aðra, að í sum-
ar verður hafist handa við að lag-
færa og prýða Skólavörðuholtið.
í raun átti að fara í það verkefni
á síðasta ári en hér er um að ræða
samstarfsverkefni Reykjavíkur-
borgar, Hallgrímskirkju og ríkis-
sjóðs og samstarfsaðilar borgarinn-
ar voru ekki rejðubúnir til að hefja
verkið í fyrra. í stað þess að fresta
framkvæmdum algjörlega ákvað
borgin að hefja vinnuna við endur-
gerð Skólavörðuholtsins á svæðum
sem voru í hennar verkahring að
greiða fyrir, þ.e. gatna- og gang-
stéttarkerfinu umhverfis holtið. Og
eins og Víkvetji hafa fjölmargir
borgarbúar lýst ánægju sinni með
það sem komið er af þessari rniklu
framkvæmd. Umhverfismálaráð
Reykjavíkur og gatnamálastjóri
hafa á Qarhagsáætlunum sínum
fyrir árið í ár gert ráð fyrir ákveðn-
um fjármunum til að halda áfram
með framkvæmdir við Skólavörðu-
holt. Þessar framkvæmdir munu
nú væntanlega hefjast áður en langt
um líður, því loks nýverið náðist
samkomulag allra aðila þar um.
Höfundar hins nýja skipulags
Skólavörðuholts eru Ragnhildur
Skarphéðinsdóttir, landslagsarki-
tekt, og Ögmundur Skarphéðins-
son, arkitekt, og á meðfylgjandi
mynd þeirra má sjá hvernig Skóla-
vörðuholtið mun líta út að fram-
kvæmdum loknum. Þegar fram-
kvæmdir hefjast verður upplýsinga-
skilti sett upp með teikningum og
skýringum á skipulaginu svo hver
sem áhuga hefur getur kynnt sér
það nánar.
Skipulagið gengur út á að sam-
þætta sem best þá fjölmörgu mikil-
vægu starfsemi sem þarna fer fram
en draga um leið fram einkenni og
sögu Skólavörðuholtsins. Að fram-
kvæmdum loknum fær Hallgríms-
Rey kj aví kurflug-
völlur; ekki hvort
heldur hvenær
Frá Pétri Einarssyni:
MESTUR hluti flugslysa gerist við
aðflug eða brottflug frá flugvelli.
Mig minnir að það séu um 35%
slysa.
Því miður verða flugslys. Þess
vegna er Reykjavíkurflugvöllur
hættulegur. Undir fjölfarnasta að-
flugfleti flugvallarins, frá Akranesi
til suðurs er Reykjavíkurhöfn með
fjölda skipa og fyrirtækja og stund-
um Tívolí og skemmtiferðaskip.
Þar er einnig samgönguráðuneytið,
margir veitingastaðir, Austur-
stræti með fjölda verslana, Austur-
völlur þar sem fjöldi fólks er oft
samankominn, til dæmis á þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní og við móttöku
jólatrés, Alþingishúsið, ráðhús
Reykjavíkur, Tjörnin þar sem for-
eldrar eru að gefa fuglum með
börnum sínum, Hljómskálagarður-
inn sem stundum er þéttskipaður
fólki og þar eru kirkjur, listasafn
og margt fleira. Vegna þessa og
hins að Reykjavíkurflugvöllur ligg-
ur í mesta þéttbýli landsins, er
hann stórhættulegur. Ég hugsa
ekki þá hugsun til enda að flugvél
farist í aðflugi til suðurs. Ekki eru
þó mörg ár síðan að flugvél í innan-
landsflugi hafði nær lent á flugt-
urninum í Reykjavík í fyrrgreindu
aðflugi í blindaþoku. Flugvöllurinn
var upphaflega bráðabirgða stríðs-
flugvöllur. Hann hefur nú þjónað
flugi í um 50 ár eða mikið lengur
en honum var upphaflega ætlað.
Ekki held ég ofmælt að hann sé
ónýtur, en það er ósvinna að ætla
að endurgera liann, vegna öryggis
meirihluta þjóðarinnar, vegna háv-
aðamengunar, vegna umhverfis-
mengunar og vegna kostnaðar.
íslendingar hafa engan veginn
efni á að reka og viðhalda tveim
fullkomnum stórum flugvöllum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og enga
þörf á því að mínu mati. Nú er svo
komið að vegir hérlendis eru það
góðir að áætlunarflug til flugvalla
sem eru skemur frá Reykjavík en
sem nemur þriggja til fjögurra
klukkustunda akstri, hefur lagst
af t.d. til allra flugvalla á Snæfells-
[nnm.
DRÁTTAR-
BEISLI
Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar
gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig
fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu-
mönnum okkar í sfma 588 2550.
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN
í fararbroddi
SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550
kirkja loks verðugan ramma, Skóla-
vörðuholtið verður aðlaðandi áning-
arstaður fyrir gesti og gangandi í
miðbænum, öll aðkoma verður betri
og öryggi vegfarenda, sérstaklega
barna og aldraðara, er mun betur
tryggt. Einnig hafa þessar endur-
bætur orðið til þess að bæta aðkom-
una að listasafni Einars Jónssonar
og skapa því aukið rými.
Þegar Skólavörðuholtið hefur
verið fært í sinn nýja og vandaða
búning mun í miðri borginni hafa
skapast falleg og eftirsótt vin sem
án efa á eftir að verða lyftistöng
fyrir alla nærliggjandi starfsemi og
allt nánasta umhverfi.
BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
formaður umhverfismálaráðs
Reykjavíkur.
maginn
vandamál?
SHitií i» íy Tmturiimxv jíHrtiöfTi
uniTur «jiHt:im:iiin
y natjíi’ iamíufiíí iKammtH :»:
suit:: n uö'uir ;i«:it :r'r.nr»ui:;i.
ilUitítl . '/Huuin inatjjHiíHiviTtaum,
MÍÍTltt! :aiTt:i. u:i:í:*«ni:ui
og bæði niðurgangi og harðlífi.
Silicol hentar ölium!
Silicol hjálpar
Vinsælasta heilsuefnið i Þýskalandi, Sviþjóð
og Bretlandi!
Silicol er hrein náttúruafurð án hliðarverkana.
Það hefur því lítil áhrif á tíma-
eða fluglengd innanlands þó flogið
sé til Keflavíkur vegna þess að
stystu áætlunarferðir hafa lagst
af. Öll skynsemi og fyrirhyggja
mælir með því að innanlandsflugið
verði fært til Keflavíkurflugvallar
fyrir aldamót, því þar er fullkominn
flugvöllur sem uppfyllir öll alþjóð-
leg öryggisskilyrði, en það getur
Reykjavíkurflugvöllur aldrei nema
rifinn sé fjöldi bygginga.
Engin ástæða er til þess að
gleyma því að Keflavíkurflugvöll
fékk þjóðin ókeypis og rekstrar-
kostnaður okkar vegna hans er lít-
ill.
PÉTUR EINARSSON,
fyrrv. flugmálastjóri.
Sumarfrl á hlandi
Sunnudaginn lö.júní nk. verðursérblaðið Ferðalög helgað
sumarfríum á íslandi. Veitt verður innsýn í hvað hægt
er að gera í fríinu, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa,
ævintýrafólk eða fjölskyldur. Litið verður á ýmsa ferða-
og gistimöguleika ogathyglisverðiráningarstaðirskoðaðir.
Meðal efnis: • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir
Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir • Fugla- og
hvalaskoðun • O.fl.
Þá verður undirbúningurinn fyrir fríið skoðaður, hvort sem eru
gönguskórnir, fatnaðurinn eða bíllinn. Sumarbústaðaeigendur verða sóttir heim og
rætt verður við ýmsa þaulreynda ferðalanga, umhirða umhverfisins skoðuð og
girnilegar grilluppskriftir birtar.
Sumarfrí d íslandi - með í ferðalagið!
í blaðinu verður stórt íslandskort með gagn-
legum upplýsingum fyrir ferðamenn á faralds-
fæti. Þarereinnig aðfinna krossgáturogannað
efni fyrir börn og fullorðna, til gagns og gamans
í fríinu.
Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. júní.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110.
- kjarni málsins!