Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 59
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ANDRAÉ Crouch söng mörg laga sinna. Ricky Grundy við orgelið og Óskar Einarsson á píanó. Carol
Dennis situr lengst til hægri. Stór hópur íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara voru Crouch til aðstoðar.
PÁLL Rósinkranz og Sigríð-
ur Guðnadóttir hituðu upp
ásamt Christ Gospel Band.
dansaði, prédikaði
og sagði sögur.
Messað á
Hótel íslandi
ANDRAÉ Crouch, víðkunnur
gospelsöngvari, lagasmiður, útse-
tjari og prestur, átti leið hér um í
síðustu viku og hélt tónleika fyrir
fullu húsi á Hótel íslandi. Crouch
var að ljúka tónleikaferð sem hann
fór til Þýskalands og Norðurlanda
til að kynna nýjustu plötu sína,
Pray.
í för með Crouch voru Ricky
Grundy hljómborðsleikari og Carol
Dennis söngkona. Þeim til aðstoðar
var hljómsveit skipuð Veigari Mar-
geirssyni á trompet, Kristni Svav-
arssyni á saxofón, Páli Pálssyni á
bassa og_ Gunnlaugi Briem á
trommur. Óskar Einarsson tónlist-
arstjóri lék á píanó og stjómaði
fjölmennum kór.
Páll Rósinkranz og Christ Gosp-
el Band, ásamt Sigríði Guðnadótt-
ur, hófu hljómleikana. Því næst
söng íris Guðmundsdóttir með
hljómsveit áður en Crouch steig á
svið. Hann lýsti því yfir að Hótel
ísland væri kirkja þessa kvöld-
stund og hóf síðan að messa. Þótt
Crouch sé kominn á sextugsaldur
var hann léttur á fæti, söng og
dansaði, spilaði á píanó, sagði sög-
ur og prédikaði á milli laga. Tón-
leikarnir stóðu hátt á þriðju
klukkustund og voru gestir vel
með á nótunum.
ÍRIS Guðmundsdóttir söng nokkur lög ásamt
kór og hljómsveit.
FJÖLDI gesta á öllum aldri var á Hótel
íslandi þetta kvöld.
■
Dragtir og kjólar frá Libra |
Vorum aö taka upp buxna- og pilsdragtir, |
einnig mikið úrval af heilum og tvískiptum |
kjólum í mörgum litum. Stœrðir 36 til 48.
mmarion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Símí 565 1147
Auglýsendurathugið
breyttan skilafrest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila íyrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 » Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is
m Utygtin W tnt | - kjarni málsins!