Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Michael Jordan leiddi lið Chicago til fimmta meistaratitiIsins á sjö árum
Reynslan
skipti
sköpum
FIMMTI meistaratitill Chicago Bulls á sjö árum íbandarísku
NBA-deildinni í körfuknattleik er f höfn eftir sigur á Utah Jazz í
sjötta leik lokaúrslitanna. Lokatölur urðu 90:86 f hörkuleik, eins
og raunin var íflestum leikjum liðanna. Með þessum titli er
Bulls komið í hóp sögufrægari liða deildarinnar. Aðeins Boston
Celtics og Los Angeles Lakers hafa unnið fleiri titla en Chicago,
sem sjálfsagt væri nú með níu titla f röð hefði Michael Jordan
ekki tekið frf f 1 'A keppnistfmabil tii að spila hafnabolta. Liðið
hefur aldrei þurft fleiri en sex leiki til að vinna titilinn.
Kynsióða-
skipti
MAURICE Green kom fyrstur í
mark í 100 m hlaupi karla á
bandaríska meistaramótinu í
frjálsíþróttum í Indianapolis á
9,90 sekúndum, tveimur hundr-
uðustu úr sek. á undan Tim
Montgomery. Mike Marsh,
ólympíumeistari í 200 m hlaupi
í Barcelona 1992, varð þriðji á
10,03 sek. og þessir þrír keppa
því í greininni fyrir Bandaríkin á
heimsmeistaramótinu í ágúst.
„Frábært"
„ÞETTA er frábær ti!finning,“
sagði Greene eftir hlaupið. Hann
var á HM í Gautaborg 1995 en
keppti ekki í fyrra vegna meiðsla.
Aðeins sex hlauparar hafa farið
vegalengdina á skemmri tíma en
Greene og tíminn er sá tíundi
besti frá upphafí.
Drummond
varð fjórði
MIKE Marsh náði þriðja HM-
sætinu eins og fram kom að
ofan. Hann varð fjórum þúsund-
ustu úr sekúndu á undan Jon
Drummond í mark, en Drumm-
ond hafði hlaupið n\jög vel í
undanriðli - á 9,92 sek. Leroy
Burrell, fyrrum heimsmethafi,
varð sjötti á 10,09 sek.
Devers hætti
GAIL Devers, ólympíumeistari í
100 m hlaupi kvenna í Barcelona
og Atlanta, hætti keppni á meist-
aramótinu eftir að hún varð önn-
ur í millriðli. Devers hætti vegna
smávægilegra meiðsla, að sögn
mótshaldara, en Ifklegra er talið
að ástæðan séu mótmæli vegna
umræðu um að heimsmeisturun-
um Michael Johnson og Dan
O’Brien, sem eru meiddir, verði
veitt leyfí til keppni á HM í
Aþenu í ágúst, þrátt fyrir að
vera ekki með á mótinu nú, en
það er úrtökumót Bandaríkja-
manna fyrir HM.
Þjálfari Devers, Bob Kersee,
hafði hótað að hans fólk hætti
keppni til að lýsa andúð sinni á
umræðu um að áðurnefndar
kempur fengu undanþágu til að
keppa á HM. „Hvers vegna ætti
ég að taka þá áhættu að mitt fólk
meiddist hér, ef undanþágur verða
veittar," sagði Kersee. Hann til-
kynnti síðar að eiginkona hans,
Jackie Joyner-Kersee yrði með í
langstökkskeppninni, sem átti að
fara fram í gær, iaugardag.
Leikur liðanna var hörkuspenn-
andi allan tímann. Utah byrjaði
vel og það var ekki fyrr en í fjórða
HHBBBBH leikhluta sem heima-
Gunnar menn náðu að jafna
Valgeirsson leikinn. Þegar það
skrifar frá loks náðist virtist
Bandaríkjunum agejns tímaspursmál
hvenær leikreynsla meistaranna
myndi segja til sín. Leikurinn var
jafn, 86:86, þegar um 90 sekúndur
voru eftir. Sama staðan var upp á
teningnum þegar Shannon Ander-
son, nýliði Utah, misnotaði þriðja
sniðskot sitt á skömmum tíma þegar
28 sekúndur voru eftir.
Chicago skipulagði sókn eftir leik-
hlé. í þetta sinn ákváðu Utah-menn
að umkringja Michael Jordan þegar
hann fékk knöttinn, en þjálfari liðs-
ins, Jerry Sloan, var gagnrýndur
mikið fyrir að gera það ekki í fimmta
leik liðanna þegar Jordan skoraði
sigurkörfuna úr þriggja stiga skoti.
Jordan var fljótur að átta sig þótt
tíminn sem liðið hafði til að Ijúka
sókninni væri að renna út og kom
boltanum á bakvörðinn Steve Kerr.
Kerr skaut umsvifalaust rétt handan
vítalínu og hitti þegar rúmar fimm
sekúndur voru eftir, 88:86. Utah
reyndi að setja upp í sókn eftir leik-
hlé, en Scottie Pippen stal knettinum
og í lokin átti Toni Kukoc auðvelda
troðslu, 90:86. Fimmti titill liðsins
var í höfn.
Jordan var kosinn „leikmaður
lokaúrslitanna" í fimmta sinn, enda
kom ekki annað til greina. Hann
bætti enn við frábæran orðstír sinn
í þessari úrslitakeppni. Án hans
væri Chicago gott lið, en ekki meist-
aralið. Það sást best þegar hann
hætti keppni fyrir fjórum árum.
Jordan gerði 39 stig í leiknum og
Pippen skoraði 23.
Utah Jazz getur vel við unað þrátt
fyrir tapið. Liðið gerði a.m.k. lokaúr-
slitin skemmtileg og spennandi. Lið-
ið leikur venjulega mjög yfirvegað,
en svo virtist sem pressan í lokaúr-
slitunum hefði verið of mikil þegar
á reyndi. Liðið tapaði jöfnum leikjum
á tæknilegum mistökum í vörn. Karl
Malone skoraði 21 stig fyrir Utah,
en átti ekki góða leiki í heild. John
Stockton skoraði 18 stig.
Leikreynslan mikilvæg
Leikreynsla meistaranna réð
miklu í lokin, enda hefur Chicago
orðið að vinna fimm mismunandi lið
úr Vesturdeildinni í lokaúrslitunum.
Chicago náði loks yfirburðum í sókn-
arfráköstum, tóku tíu fleiri en Utah,
og það hjálpaði mikið.
Þessi titill Chicago er sjálfsagt
sætur fyrir leikmenn liðsins. Mikil
meiðsli hijáðu liðið í vetur, svo og
þreyta, sérstaklega þá leikmenn sem
tóku þátt í Ólympíuleikunum síðasta
sumar.
Fréttamenn gerðu mikið úr því
eftir leikinn hvort þjálfari liðsins,
Phil Jackson, og þeir Dennis Rodman
og Michael Jordan myndu verða hjá
liðinu næsta vetur, en þeir allir eru
Reuter
MICHAEL Jordan sigurreifur með styttuna sem fylgir sigri í
NBA. Jordan hefur enn einu sinni sýnt hvers hann er megnug-
ur með frábærri frammistöðu ■ hverjum leiknum á fætur öðrum.
með lausa samninga. Michael Jordan
var óvenju opinskár á blaðamanna-
fundi eftir leikinn og var sá eini sem
vildi láta hafa eitthvað eftir sér um
þetta. „Ég held við eigum það inni
að fá eitt tækifæri enn til að bæta
við einum titli. Bæði leikmenn og
áhangendur hafa lagt mikið á sig
að byggja upp sigurhefð hér og það
hefur aukið á virði liðsins fyrir Jerry
Reinsdorf [eiganda Bulls]. Á meðan
við höldum áfram að vinna titla eig-
um við það inni að fá eitt tækifæri
enn. Phil Jackson á að halda áfram
sem þjálfari og Rodman á að fá
framlengingu á samningi sínum.
Mér er alveg sama um hvernig hann
hegðar sér eða hvaða háralit hann
hefur eða hvaða kjólum hann er í.
Hann berst eins og Ijón allan vetur-
inn.“
Talið er víst að Jordan og Jackson
muni fá samning eitt ár í viðbót, en
Rodman hefur sjálfsagt spilað síð-
asta leik sinn með liðinu. Þess má
geta að Rodman er fyrsti leikmaður-
inn í sögu deildarinnar sem vinnur
meistaratitilinn tvisvar í röð með
tveimur mismunandi liðum. Hann
lék áður með Detroit Pistons.
„Sætara með hverju árinu“
„Það er sætara með hveiju árinu
sem líður að vinna þennan titil. Ég
er að vísu dauðþreyttur núna, en ég
á allt sumarið til að slappa af,“ sagði
Michael Jordan, alsæll eftir að sigur
var í höfn. „Ég hafði fullt traust á
að Kerr myndi skora í lokin. Við
töluðum um það í leikhléinu hvað
gæti gerst og sem betur fer gekk
það upp,“ sagði Jordan og bætti við:
„[Scottie] Pippen á alveg eins skilið
að vera leikmaður úrslitakeppninnar
og ég. Hann lék frábærlega og er
mér sem bróðir. Ég ætla samt að
taka styttuna, en ég ætla að láta
hann hafa bílinn [sem fylgir nafnbót-
inni].“
Pippen sagði lið Utah það erfið-
asta sem Chicago hefur mætt í loka-
úrslitum deildarinnar. „Þeir spila
mjög agað og nýta vel tímann sem
skotklukkan veitir þeim. Ég held að
ef við getum stillt upp óbreyttu liði
næsta vetur munum við verða enn
betri en á þessu keppnistímabili."
Stórkostlegt
„Jordan sagði mér að vera tilbú-
inn ef hann yrði umkringdur í lok-
in. Ég varð að hitta; ég hef loks
náð að gera það sama og John
Paxon gerði [1993 gegn Phoenix]
og það er stórkostleg tilfinning,"
sagði Steve Kerr, sem tryggði sigur
Chicago í lokin.
Dennis Rodman sagðist feginn
að keppnistímabilið væri búið.
„Undanfarnar vikur hafa verið mér
erfiðar persónulega. Utah er geysi-
sterkt lið og við máttum hafa okkur
alla við. Ég vona að ég eigi aftur-
kvæmt hingað næsta keppnistíma-
bil,“_sagði þessi litríki leikmaður.
„Ég er náttúrlega vonsvikinn
núna, en það kemur nýr dagur á
morgun. Leikmenn Chicago sýndi í
leikjunum gegn okkur af hveiju
þeir eru meistarar. Við gáfum allt
sem við gátum, en Pippen var hreint
frábær í vörninni hjá þeim í öllum
leikjunum," sagði Karl Malone.
Hann gerði 21 stig í leiknum, Jeff
Hornacek 18 og Bryon Russel 17.
Greg Ostertag tók átta fráköst fyr-
ir Utan og Malone sjö en Jordan
og Rodman 11 hvor fyrir Chicago.
John Stockton átti fimm stoð-
sendingar og Howard Eisley þijár
en Jordan (4) og Rodman (3) voru
efstir á blaði hjá meisturunum.
Mm
FOLX
■ RONALDO skoraði tvívegis
þegar Brasilía sigraði Costa Rica
5:0 í fyrsta leik sínum í C-riðli
Ameríkukeppninnar í knattspyrnu
í Bólivíu á föstudagskvöld. Rom-
ario og Djalminha gerðu eitt mark
hvor og eitt var sjálfsmark.
■ LUIZ Hernandez gerði tvö
mörk fyrir Mexíkó sem sigraði
Kólumbíu 2:1, einnig í C-riðli
keppninnar. Hamilton Ricard
gerði eina mark Kólumbíu.
■ FÆST löndin í Suður-Ameríku-
keppninni stilla upp sterkustu liðum
sínum að þessu sinni vegna þess
að keppni í undanriðlum heims-
meistarakeppninnar í álfunni er í
fullum gangi á sama tíma.
■ BRASILIA er með sitt sterkasta
lið, enda er liðið heimsmeistari og
þar með öruggt með sæti á HM í
Frakklandi næsta sumar og tekur
ekki þátt í undankeppninni. Costa
Rica er líka með sterkasta lið sitt.
■ MARTIN Hidalgo gerði eina
markið er Perú sigraði Úrúgvæ
1:0 í B-riðli keppninnar.
■ HEIMAMENN sigruðu
Venezuela 1:0 í fyrsta leik sínum
á fimmtudag. Milton Coimbra
skoraði fyrir Bólivíu.
■ COLIN Montgomerie, sem
hafði forystu eftir fyrsta dag opna
bandaríska meistaramótsins í golfi,
með 65 högg, lék á 76 annan dag-
inn - sex yfir pari - og var þar
með kominn fjórum höggum á eftir
Tom Lehman, sem var fyrstur.