Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 33
-4- Magnús J. Smith
' vélfræðingnr
fæddist í Reykjavík
26. september 1925.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 8.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Oskar Smith pípu-
lagningameistari í
Reykjavík og kona
hans Eggertína
Magnúsdóttir Smith.
Systur Magnúsar eru
Theodóra og Karó-
lína.
Hinn 21. júlí 1950
kvæntist Magnús Sigríði Þórð-
ardóttur Smith. Foreldrar henn-
ar voru Þórður Helgi Jóhannes-
son verksljóri í Reykjavík og
Sólveig Sigmundsdóttir. Börn
Magnúsar og Sigríðar eru: 1)
Sólveig, verkstjóri, maki Sig-
urður Rúnar Kjartansson, raf-
eindavirki. Þau eiga tvö böm,
Sigríði Erlu og Kjartan Orra.
2) Alla Dóra, leik-
skólakennari, maki
Einar Ingimarsson
arkitekt. Börn
þeirra eru Magnús,
Ingimar og Þórhild-
ur. 3) Magnús Jón,
sölumaður, maki
Olöf Inga Heiðars-
dóttir, tollfulltrúi,
þeirra böm eru
Heiðar og íris
Kristín. 4) Þóra
Björk, háskólanemi.
Eina dóttur á fyrsta
ári misstu þau 1955.
Magnús lauk vél-
stjóraprófi frá Vélskóla íslands
1949 og rafmagnsdeildarprófi
frá sama skóla 1950. Eftir það
starfaði hann sem vélstjóri hjá
Eimskipafélagi íslands allan
sinn starfsaldur.
Utför Magnúsar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 16. júní og hefst athöfn-
in klukkan 15.
MAGNUS
SMITH
Hugurinn hvarflar rúm 20 ár
aftur í tímann. Sonur minn lítill
glókollur, lyklabarn þess tíma, ný-
farinn að lesa Morgunblaðið, sér
auglýsingu um ostakynningu í
Austurveri. Hann hyggur gott til
glóðarinnar og leggur af stað upp
í búð. En eins og oftar í þá daga,
kemur hann við í Hvassaleitinu hjá
frænku sinni og Madda og gefur
gjarnan skýrslu um ferðir sínar,
meðan pabbi er í vinnunni.
En Maddi stoppar snáðann af,
ostakynning ha.......En heppilegt,
ég er einmitt með ostakynningu hér
í Hvassaleitinu í dag, má ég ekki
bjóða þér að vera með?“
Lítill snáði er drifinn í eldhúsið,
ostarnir á borðið. Síðan er smakkað
og spjallað og enn einu sinni hefur
lítill drengur eytt notalegum eftir-
miðdegi hjá Madda og Diddu
frænku.
Þessi litla saga lýsir svo vel mági
mínu Magnúsi Smith (Madda) sem
nú er látinn eftir erfið veikindi.
Maddi var fremur dulur og fá-
skiptinn. Lét sig ýmislegt daglegt
litlu varða og síst það sem var hon-
um og hans nánustu óviðkomandi.
En hann var hins vegar einstak-
lega hjálpsamur maður, fljótur að
rétta hjálparhönd og leggja lið þeim
sem á þurftu að halda. Hann hafði
mjög notalega kímnigáfu og barn-
góður var hann með afbrigðum,
eins og fram kom í þessu litla dæmi
sem rakið var hér. Þessa nutu sér-
staklega barnabömin.
Eins og við vitum eru sjómenn
mikið að heiman starfsins vegna.
En samt veittist honum svo auðvelt
að eiga vináttu barnanna sinna og
vera þeim góður pabbi.
Samband Diddu og Madda fannst
mér alla tíð einkennast af gagn-
kvæmri ást og virðingu og hún var
hans stoð og stytta í langvarandi
veikindum.
Sjálfur kynntist ég Madda þegar
hann kvæntist Diddu systur minni.
Hún varð „framkvæmdastjóri“ á
heimili þeirra, eins og títt var um
sjómannskonur. Ég varð fljótlega
eins konar aðstoðarmaður hennar
um tíma. Mitt starf fólst aðallega
í barnapössun og bílastússi. Þetta
launaði Maddi mér á ýmsan hátt,
e.t.v. ekki síst seinna meir þegar
erfiðleikar steðjuðu að mér og mín-
um.
Þessa tryggu vináttu og sam-
fylgdina viljum við nú þakka.
Góður maður hefur nú fengið
hvíld. Elsku Didda og börn, Guð
styrki ykkur.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Þórðarson.
Elsku afi, það er sárt að vita að
þú ert farinn frá okkur, en við vitum
að þér líður vel og Guð gætir þín.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Við biðjum góðan Guð að vaka
yfir ömmu Diddu og gefa henni
styrk.
Heiðar og íris Kristín.
Á morgun kveðjum við afa okk-
ar. Þegar við fæddumst var afi
hættur að sigla en mamma hefur
sagt okkur frá því þegar hún var
lítil og hann kom heim af sjónum
með ýmislegt gott, aldrei aðeins
nokkur stykki, heldur heilan kassa
af súkkulaði - sem afi kallaði súkk-
laði, því afi var „nammigrís“. Afi
okkar var líka mikill pítsukarl og
við nutum góðs af því, til dæmis
þegar hann átti afmæli. Hann kom
líka með eitt fyrsta sjónvarpið, sem
var í hverfinu okkar, Hvassaleitinu,
að ógleymdu öllu Barbiedótinu
handa mömmu.
Við bræðurnir og síðan litla syst-
ir okkar vorum oft í pössun hjá
Madda afa og Ömmu Diddu og þau
buðu okkur stundum á Laugarvatn
í sumarhús Vélstjórafélags íslands
eða Keðjunnar. Við hjóluðum líka
oft til þeirra eða litum inn þegar
við fengum eitthvað nýtt til að sýna
afa og ömmu. Það var gott að búa
nálægt þeim. Nú er afi farinn, eftir
erfið veikindi. Guð geymi ömmu
Diddu, mömmu okkar, Sólveigu,
Þóru og Magnús frænda.
Magnús, Ingimar
og Þórhildur.
Þegar drengur góður fellur frá,
verður manni orða vant. Ekki kom
mér í hug í vor er við Magnús hitt-
umst í sundlaugunum í Laugardal,
að hann ætti svo stutt eftir með
okkur í þessu lífi. Að vísu vissi ég
að heilsa hans var ekki góð, en það
hafði verið svo lengi þannig, að
mér virtist hún jafnvel betri nú en
oft áður og hafði orð á því við hann.
Með þeirri hógværð, sem honum
var svo eðlileg, sagði hann mér að
heilsufar hans væri misjafnt, stund-
um betra. Skömmu eftir að þau
hjónin komu heim úr vel heppnaðri
utanlandsferð, er þau fóru með fé-
lögum okkar, veiktist hann alvar-
lega sem lauk með fráfalli okkar
góða vinar og félaga.
Ég kynntist Magnúsi Smith fyrst
er ég var stundakennari við Iðnskól-
ann í Reykjavík og Vélskóla íslands
á árunum 1942-50. Þar komu eig-
inleikar Magnúsar strax í ljós: Hið
þýða viðmót og hógværð samfara
góðu gengi og hæfni í starfi. í öllum
störfum hans síðar á skipum Eim-
skipafélags íslands hafa þessir eig-
inleikar hans komið glöggt í ljós,
enda farsæll í öllum störfum sínum.
Magnús gekk í Oddfellowregluna
í stúku nr. 11 Þorgeir árið 1965.
Vegna starfa hans urðu fundarsókn
og störf í stúkunni stopul eins og
annarra, sem á sjó eru og í fjar-
lægð starfa.
Þegar hann hætti störfum, sótti
hann fundi með okkur félögunum,
en heilsu hans var þá þannig farið,
að hann átti erfitt með að sitja á
fundum þótt hann gerði það cft.
Þau hjónin glöddust jafnan með
stúkubræðrum og eiginkonum þeg-
ar þau gátu. Þá, sem ávallt, naut
Magnús sinnar traustu eiginkonu
Sigríðar Erlu Þórðardóttur. Hennar
trausts hafa fleiri notið því hún
hefur verið formaður Kvenfél. Keðj-
an (Fél. eiginkvenna vélstj.) í fjölda
ára.
Faðir Magnúsar, Óskar Smith,
var einnig góður félagi í Oddfellow-
reglunni. Hann var meðal annars
einn af stofnendum stúkunnar.
Við stúkubræður Magnúsar
minnumst með söknuði góðs
drengs, sem prúður var í öllu sinu
framferði og sýndi mikið þolgæði
við langvarandi heilsubrest.
Við biðjum eiginkonu hans, börn-
um og öðrum vandamönnum styrks
og blessunar Guðs í söknuði þeirra.
F.h. st. nr. 11 Þorgeirs,
Friðgeir Grímsson.
Við fráfall Magnúsar Smith rifj-
ast upp okkar fyrstu kynni fyrir
um hálfri öld. í september 1947
vorum við Magnús í hópi 39 nem-
enda sem innrituðumst til þriggja
ára náms í Vélskóla íslands. Áður
höfðum við allir lokið fjögurra ára
iðnnámi i vélsmiðjum en að hafa
lokið slíku námi með sveinsprófi
voru inntökuskilyrði fyrir því að
hefja nám í Vélskólanum á þeim
árum. Eftir að Magnús hafði lokið
námi í Barnaskóla Austurbæjar hóf
hann störf hjá föður sínum, Paul
Óskari Smith, pípulagningameist-
ara. Árið 1942 gerðist Magnús
nemandi í rennismíði hjá Vélsmiðj-
unni Hamri hf., samhliða námi við
Iðnskólann í Reykjavík.
Magnús lauk síðan námi sínu í
Hamri og við Iðnskólann 1947. Á
þeim tíma sem Magnús stundaði
nám í Sjómannaskólanum, á árun-
um 1947-1950, voru miklir upp-
gangstímar í sögu skólans. Skólar
sjómannastéttarinnar voru þá nær
fullsetnir, stýrimanna, vélstjóra,
og lofskeytamanna. Auk þess var
þá til húsa í Sjómannaskólanum
Ingimarsskólinn, sem á þeim árum
var vel virtur Gagnfræðaskóli í
Reykjavík. Veðurstofa íslands
hafði einnig sína starfsaðstöðu í
skólahúsinu, auk þess sem fjöldi
nemenda utan af landi bjó í heima-
vist skólans í efstu hæð skólahúss-
ins.
Það var einmitt á þeim árum sem
Magnús átti því mikla láni að fagna
að kynnast sinni góðu konu og lífs-
förunaut, Sigríði Erlu Þórðardóttur
Smith, en Sigríður var á sama tíma
nemandi við Ingimarsskólann.
Að námi í Vélskólanum loknu
hóf Magnús sitt ævistarf sem vél-
stjóri á skipum Eimskipafélags Is-
lands. Magnús var á þeim vett-
vangi afar vel virtur starfsmaður
hjá góðum vinnuveitanda. Við
starfslok var Magnús yfirvélstjóri
á skipum Eimskipafélagsins.
Magnús naut þess starfsframa hjá
Eimskip að lengra varð ekki kom-
ist, sem vélstjóri hjá félaginu.
Um leið og við skólafélagar
Magnúsar flytjum honum alúðar-
þakkir fyrir góð kynni og vináttu
í hálfa öld flytjum við eiginkonu
hans, Sigríði Smith, börnum og
öðrum vandamönnum samúðar-
kveðjur.
Eyþór Þórðarson.
+
Fallegi sonur okkar og bróðir,
SIGURÐUR SÖLVASON,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför litla drengsins okkar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks þarnadeildar FSA.
Sölvi Ingólfsson,
Guðrún Jónsdóttir,
Rakel Sölvadóttir.
t
Ástkær móðir okkar,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Njálsgötu 10a,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, miðviku-
daginn 11. júní.
Edda Guðjónsdóttir,
Steinarr Guðjónsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
KATRÍNAR JÚLÍUSDÓTTUR
frá Húsavík.
Júlíus Stefánsson, Pétur Stefánsson,
Katrín Júlíusdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir,
Lúðvík Júlíusson,
Stefán Júlíusson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
FINNUR BENEDIKTSSON,
Ljósheimum 6,
Reykjavrk,
sem lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Ólöf Jóhannsdóttir.
Þórhildur Hinriksdóttir, Þórður Sigurjónsson,
Sigurjón Þórðarson, Ólöf Dís Þórðardóttir,
Finnur Dór Þórðarson, Harpa Rún Þórðardóttir,
Guðrún Benediktsdóttir.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Efstaleiti 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 18. júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Karl Eiríksson
og fjölskylda.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
SVANHILDUR TESSNOW,
Maríubakka 24,
Reykjavík
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 16. júní kl. 13.30.
Sölvi Jónasson,
Haukur Sölvason
og fjölskylda.