Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 43 IDAG Árnað heilla ^/AÁRA afmæli. Á I V/morgun, mánudag- inn 16. júní verður Una Sigríður Ásmundsdóttir, Norðurgötu 5, Siglufirði, sjötug. Hún er stödd á Reyðarfirði. GULLBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 15. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Guðríður Þorkels- dóttir og Cýrus Daneliusson, Skólabraut 3, Hellis- sandi. Þau eiga tvö börn, fimm barnabörn og tvö barna- bamabörn. Þau voru gefm saman af sr. Magnúsi Guð- mundssyni, Ólafsvík. (rrkÁRA afmæli. tl\/Þriðjudaginn 17. júní verður fimmtug Guðrún Fanney Óskarsdóttir, kennari, Hléskógum 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þráinn Sigur- björnsson, framkvæmda- syóri. í tilefni dagsins bjóða þau ættingjum, vin- um og starfsfélögum til morgunkaffis í Rauðagerði 27, sal Félags íslenskra hljómlistarmanna frá kl. 11 til 14 þann dag. H' fTÁRA afmæli. I Í/Þriðjudaginn 17. júní verður Anna Tryggva- dóttir, Hamraborg 32, Kópavogi sjötíu og fímm ára. Hún tekur á móti gest- um í Félagsmiðstöðinni Gjábakka, Kópavogi, á af- mælisdaginn frá kl. 10-12. Þar mun boðið uppá þjóð- legan morgunverð og kaffi. O/AÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 15. júní, er áttræð- ö V/ ur Halldór Þ. Ásmundsson, múrari, Hamraborg 16, Kópavogi. Hann og kona hans Sigrún P. Guðmunds- dóttir, áttu gullbrúðkaupsafmæli 31. maí sl. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. HÖGNIHREKKVÍSI * Siigðu nú á. t/ipt/na., hcLÍUnn^! " SKÁK Umsjón Margcir l’ctursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í kvennaflokki á Evrópu- meistaramótinu í Pula í Króatíu um daginn. Eliska Riclitrova (2.295), Tékk- landi, var með bvítt, en Anna- Maria Botsari— Miladinovic hafði svart og átti leik. Hvítur var að drepa biskup á e7, lék 17. Bg5xe7? 17. — Rg3+! og hvítur gafst upp. Drottningin fellur, því 18. hxg3 — hxg3+ 19. Kgl - Hhl+! 20. Kxhl - Dh6+ 21. Kgl - Dh2 er mát. Georgía sigraði mjög ör- ugglega í kvennakeppninni með 13 vinninga af 18 mögulegum. 2. Rúmenía 12 v., 3. England 12 v., 4. Rússland ll’/s v., 5. Arm- enía 11 v. o.s.frv. Minningarmót um Guð- mund Arnlaugsson Mánudaginn 16. júní kl. 18 fer fram hraðskákmót í Menntaskólanum við Hamrahlíð til minningar um Guðmund Amlaugsson, rektor skólans, sem lést í vetur. Þess er vænst að allir sterkustu skákmenn ís- lands, þ.á m. átta stór- meistarar, verði á meðal keppenda. Þátttakendur verða 16 talsins og tekur mótið á að giska tvær og hálfa til þrjár klukkustundir. Áhorfendur eru velkomnir. að njóta augnabliksins og skynja að það er hið eina sem er raunverulegt. TM Reg U.S. Pat. Otl. — all nghts reserved (c) 1997 Los Angelos Times Syndicate ÉG á við áfengisvanda að stríða... ég hef ekki efni á... STJÖRNUSPA cftir Franccs Drake TVIBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfstæður ogferð þínar eigin leiðir. Þú færð snjallar hugmyndir, en farsælla væri að þú létir aðra sjá um að koma þeim í framkvæmd. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú færð óvænta gesti í heim- sókn og þarft að breyta út af fyrirætlun þinni af þeim sök- um. Pjölskyldan ætti að gera sér glaðan dag úti í náttúr- unni. Naut (20. apríl - 20. mal) Láttu það ekki slá þig út af laginu þó einhver setji út á þig í dag. Ef þú skoðar málið muntu sjá að réttlát gagnrýni er af hinu góða. Tvíburar (21. maí - 20.júní) 5» Einhver gerir kröfur til þin í dag, sem þú þarft að sinna. Gleymdu þó ekki sjálfum þér og heilsufari þínu. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Enn og aftur þarftu að sýna aðgæslu í fjármálum. Passaðu þig líka á að misnota ekki aðstöðu þína gagnvart mönn- um og málefnum. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Einhver segir eitthvað sem setur þig úr jafnvægi. Láttu það ekki trufla það sem þú hafðir fyrirfram ákveðið, en sýndu aðgæslu í fjármálum. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Þú getur ekki reitt þig á aðra en sjálfan þig, ef upp kemur óvænt atvik í dag, sem setur allt úr skorðum. Farðu snemma í rúmið og hvíldu þig vel. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki smámunasemi setja allt úr skorðum. Þú þarft að læra það að taka hlutunum eins og þeir eru og sætta þig við það sem þú getur ekki breytt. Sporðdreki (23. okt. -21. nóvember) ®Kj0 Eitthvað kemur þér á óvart i félagslífinu. Láttu það ekki trufla þig þó einhver gefi þér hýrt auga. Sýndu barni um- hyggju, sem er með mótþróa. HUGVEKJA Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Sýndu aðgæslu i framkomu við nákominn ættingja sem á erfitt með skap sitt. Láttu það sem hann segir sem vind um eyru þjóta. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Hvfldu huga þinn og hættu að velta þér upp úr vandamál- um. Manneskja sem er sí- malandi, reynir á taugarnar. Vertu á verði gegn fagurgala. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) tfh Þeir vatnsberar sem hafa hugsað sér að fara í ferðalög ættu að fara að drífa sig í því hvað úr hveiju. Góður tími framundan. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tSí Sýndu sveigjanleika ef áætlun þín breytist eitthvað. Það kem- ur eitthvað nýtt og skemmti- legt í staðinn. Einhver stendur ekki við orð sín gagnvart þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „Því að afnáð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú “ Hér hefur hinn trúaði fundið full- komna hvíld. í DAG er þriðji sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðspjall dags- ins eftir fyrstu textaröð eru dæmi- sögur Jesú um týnda sauðinn og týndu drökmuna (Lúkas. 15:1-10). Aðrirtextar dagsins eru mjög af sama toga spunnir. Guðspjall dagsins eftir annarri textaröð er þannig dæmisagan um týnda soninn (Lúkas 15:11-32). Síðari ritningarlestur dagsins eftir annarri textaröð er frásögn Postulasögunnar af aft- urhvarfí Páls postula (Post. 9:1-18). Síðari ritningarlesturinn eftir þriðju textaröð er að finna í Efesusbréfinu (2:4-10), en það- an er hún tekin málsgreinin, sem höfð er að yfírskrift þessarar hug- leiðingar. Markúsar guðspjall hefst með orðunum „Upphaf fagnaðarerind- isins um Jesúm Krist“. Þetta orð, fagnaðarerindi eða „gleðilegur boðskapur", ágrísku „evangelí- on“, skírskotartil kjarna alls þess, sem Heilög ritning og kirkjan hafa við oss að segja. Það á alveg sérstaklega við um vora kirkju- deild, sem einmitt nefnir sig „evangelisk-lútherska" eða hina lúthersku kirkju fagnaðarerindis- ins. Það er óumræðilegt þakkar- efni, að kirkjufaðir vor, Marteinn Lúther, skyldi verða svo snortinn af fagnaðarerindinu, hjartarótum kristins dóms, sem raun bar vitni. Þar með er ekkert misjafnt sagt um aðrar kirkjudeildir, einungis þakkað fyrir þá gjöf, sem vér höfðum þegið. Fagnaðarerindið um Jesúm Krist felur það í sér, að vér erum hólpin af náð fyrir trúna eina saman. Eilíf afdrif vor eru á eng- an hátt undir því komin, hvernig oss vegnar við að snúa góðum hlutum áleiðis í þessum heimi. Kristinn maður er eins og týndur sauður, sem Jesús hefur fundið. Syndarar erum vér frá fæðingu. Einu gildu viðbrögð vor andspæn- is Guði eru iðrun, miskunnarbæn og trú. Yfir þeim viðbröðgum vorum verður meiri fögnuður á himni en yfir fjölda syndlausra manna - ef til væru, sem ekki er - er ekki hafa iðrunar þörf. Frásögnin um týnda soninn segir sömu sögu. Lokaorð föður- ins í sögunni eru lykill að leyndar- dómi: „En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn." II Ókunnum áhorfanda kynni að þykja sú lausn, sem fagnaðarer- indið boðar, vera ódýr og auðfeng- in. Ekkert er þó fjær lagi: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Svo mælir Jesús við Nikódemus (Jóh,3:16). Jesús Kristur, sonur Guðs, lét lífið á krossi oss til sálu- hjálpar. Með blóði sínu hefur hann keypt oss laus úr fjötrum syndar, sektar og dauða. Þar var látið í té dýrasta gjald sem hugsazt get- ur og nokkurs staðar greinir frá. Guð hefur sjálfur í Kristi komið á sáttargjörð milli sín og mann- anna. Þessi er sú gjöf, sem vér þiggjum í trúnni. Svo dýrkeyptur var hann sá heilagi hlutur, sem vérnefnum „náð“. Séra Hallgrímur Pétursson hef- ur öðrum íslendingum betur gert grein fyrir því einstæða ferli, sem hér er á dagskrá. Fertugasti og þriðji Passíusálmur er að mínu mati máttugasta framsetning fagnaðarerindisins, sem nokkurn tíma hefur litið dagsins ljós á ís- landi og reyndar nokkurs staðar þar sem ég þekki til. Þar segir m.a. á þessa leið: Jesús eymd vora alla sá ofan kom til vor jörðu á, hæðum himna upprunninn af undir lögmálið sig hann gaf. Viljuglega í vom stað gekk, var sú framkvæmdin Guði þekk, fóðumum hlýðni fyrir oss galt fullkomnaði svo lögmál allt. Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. III Nærlokum sama sálms ávarp- ar skáldið frelsara sinn og segir: Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt hugsi jafnan um dæmið þitt og haldist hér í heimi nú við hreina samvizku og rétta trú. Það er hið síðast greinda erind- ið, sem m.a. veldur því, að ég tek jafn stórt upp í mig varðandi þennan sálm og að framan segir. Hér hefur hinn trúaði fundið full- komna hvíld. Einskis er af honum krafizt annars en þess, að hann „hugsi jafnan um dæmið“ frelsar- ans. Sú íhugun felur í sér „rétta trú“, ogafréttri trú sprettur hrein samvizka. Hvaðþá um „helgunina“ hlýtur sá að spyrja, sem nýlega íhugaði heilagan anda og áhrif hans á hvítasunnu? Spurningin er meira en réttmæt. En svarið við henni er eitthvað á þá lund, að „helgur" verði enginn af góðum verkum, heldur einungis fyrir þá náð, sem fólgin er í því að hugsa jafnan um dæmi hins krossfesta og upp- risna Jesú Krists. Heimir Steinsson, Þingvöllum. Til ungmenna á aldrinum 14-18 ára sem vilja upplifa eitthvað nýtt! Komið í eitt ár í Roskilde Efterskole í Danmörku Upplifið heiminn, lærið tungumál og eignist nýja félaga frá mörgum löndum. 8. til 11. bekkur, dönsk lokapróf, nútíma kennsluaðferðir. Mikið um að vera, íþróttir, tónlist, listir, útivera, ferðalög. Nemendur og kennarar búa í skólanum. Byrjað 4. ágúst. Hringið eða skrifið og fáið sendan bækling. Roskilde Efterskole, Ths Bredsdorffs Allé 25, DK-4000 Roskilde, sími 00 45 46 32 17 57, fax 00 45 42 37 00 57.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.