Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 56
m
<Q>
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Flugleiðir ganga frá rammaáætlun um kaup á 12 þotum og fjölgun áfangastaða
Ákveða kaup á íjómm nýjum
þotum fyrir 14-15 milljarða
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að
kaupa fjórar nýjar þotur af Boeing
verksmiðjunum bandarísku á næstu
fimm árum sem kosta munu milli 14
og 15 milljarða króna. Jafnframt
hefur verið gengið frá rammasamn-
ingi um kauprétt á allt að átta þot-
um til viðbótar og hefur fyrirtækið
'þannig markað stefnu um þotukaup
til ársins 2006.
Nýju þoturnar verða af gerðunum
757-200 og nýrri gerð, 757-300, sem
tekur fleiri farþega og kemur á
markað árið 1999. Þá verður leigð
ein 737-þota í haust sem sinna á sér-
staklega fraktflutningum en henni
má breyta á skömmum tíma til far-
þegaflugs. Tveimur nýjum áfanga-
stöðum verður bætt í leiðakerfið
næsta vor, Helsinki í Finnlandi og
Minneapolis í Bandaríkjunum, og
Keflavík verður áfram aðalskipti-
stöðin fyrir áfangastaði fyrirtæíds-
ins austan hafs og vestan.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, tjáði Morgunblaðinu að
lagðar hefðu verið fram áætlanir
fyrir næstu þrjú ár og vinnurammi
fyrir næstu 10 ár þar sem gert væri
meðal annars ráð fyrir 9% árlegri
aukningu í flutningum og stefnt að
því að ná 5,5% rekstrarhagnaði.
Undanfarin ár hefur hagnaður verið
um 2% að viðbættum söluhagnaði
flugvéla.
Allt að 50 milljarða fjárfesting
Kaupverð þeirra fjögurra 757-
þotna, sem þegar hefur verið afráðið
að kaupa, er 14-15 milljarðar króna.
"Má út frá því gera ráð fyrir að heild-
arfjárfestingin vegna kaupa á þot-
unum 12 verði nærri 50 milljarðar
króna. Þegar hefur verið samið við
tvo erlenda banka um lán vegna
fyrstu tveggja vélanna. Lánsupp-
hæðin er um 6,9 milljarðar króna og
er lánið veitt til 12 ára. Segir for-
stjórinn að náðst hafi samningar um
hagstæð kjör þar sem bankarnir
hafi tiltrú á rekstraráætlunum Flug-
leiða og vali þeirra á flugvélategund.
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs, segir að ástæð-
an fyrir vali á Helsinki og Minnea-
polis sem nýjum áfangastöðum sé sú
að þaðan séu góðir möguleikar á
flutningum yfir Norður-Atlantshafið
þar sem fá flugfélög fljúgi frá hvor-
um stað. Um frekari fjölgun áfanga-
staða segir hann að í Evrópu komi
borgir eins og Edinborg og Brussel
til greina og í Bandaríkjunum til
dæmis Philadelphia.
Fleiri farþegar og meiri frakt
Leifur Magnússon, framkvæmda-
stjóri þróunarsviðs, segir að góð
reynsla Flugleiða af notkun 757-
þotna ráði því að þær verði meiri-
hluti flugflotans. Segir hann þær
henta sérstaklega vel til Amer-
íkuflugsins en 737-þoturnar henti
vel á ákveðnum Evrópuleiðum. Um
nýju gerðina, 757-300, segir Leifur
að hún sé sjö metrum lengri og taki
228 farþega, um 40 fleiri en 200-
gerðin og hafi meira fraktrými. Með
henni sé hentugt að mæta aukinni
flutningaþörf á ákveðnum leiðum.
Flugleiðir eru fyrsta áætlunarfélag-
ið sem ákveður kaup á þessari nýju
gerð.
■ Inn í næstu öld/10-13
NÝJA 757-300- þotan verður tekin í notkun hjá Flugleiðum árið 2001. Hún er 7 metrum lengri en 200-gerðin
og rekstrarkostnaður á hvert sæti er um 9% lægri.
Morgunblaðið/Sverrir
Frumherjar
í fluginu
TVEIR frumherjar í fluginu,
Bergur G. Gíslason Iijá Flugfélagi
íslands og Kristinn Olsen hjá
Loftleiðum voru viðstaddir opnun
sögusýningar Flugleiða í Perlunni í
gær. Þeir áttu báðir sæti í stjórnum
félaga sinna í áraraðir og í sljórn
Flugleiða eftir stofnun félagsins.
Þeir eru hér í hópi flugfreyja sem
eru í búningum frá ýmsum tímum í
sögu félaganna, Bergur til vinstri
og Kristinn til hægri. í tilefni 60 ára
afmælisins er kynnt 60 ára saga
flugs félaganna en sýningin verður
opin milli klukkan 14 og 17 til 17.
júní.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Framkvæmdalok
í Austurstræti
Fjármálaráðherra segir fjárlagaund-
irbúning ganga samkvæmt áætlun
Fjárlögum skil-
að með afgangi
Kransæða-
sjúkdómar
án einkenna
algengir
RANNSÓKNIR hérlendis sýna að
briðjungur allra sem fá hjartadrep fá
það sem kallað er þögult hjartadrep
en það er hjartaáfall án einkenna. Af
niðurstöðum þessara rannsókna má
ráða að læknar þurfi að fylgjast mun
betur með sjúklingum með háþrýst-
ing, þar sem háþrýstingur er ein að-
alvísbendingin um kransæðasjúk-
dóm án einkenna.
Niðurstaða íslenskrar rannsóknar
á tíðni þöguls hjartadreps, sem unn-
in var af Emil L. Sigurðssyni, heimil-
islækni, var kynnt í Bandaríkjunum
fyrir 2 árum og vakti hún mikla at-
hygli. Á norrænu þingi heimilis-
Jækna, se'm nú stendur yfir, kynnti
Emil framhaldsrannsókn.
Emil segir það nýja í niðurstöðu
rannsóknanna nú vera það að fleiri
einstaklingar séu greindir með þögul
form kransæðasjúkdóma. Hjartaá-
fall án einkenna greinist hjá sjúk-
lingum við læknisskoðun síðar en
engu að síður eru þögul hjartadrep
jafn hættuleg og þau tilfelli þar sem
sjúklingur hefur sáran verk og leita
þarf læknisaðstoðar.
FRAMKVÆMDUM við gagngerar
endurbætur á Austurstræti milli
Pósthússtrætis og Lælgartorgs er
nú að mestu lokið og að sögn Sig-
urðar I. Skarphéðinssonar gatna-
málastjóra næst það markmið að
Ijúka gatnagerðarframkvæmdunum
fyrir þjóðhátíðardaginn eins og að
var stefnt. Iiann sagði að allar
framkvæmdirnar hefðu gengið vel
og ákaflega fáar kvartanir hefðu
borist vegna truflunar af völdum
þeirra. Lokið er við allt sem lýtur
að gatnagerðinni sjálfri en uppsetn-
ing listaverka og drykkjarfonts
mun hins vegar dragast eitthvað.
RÍKISSTJÓRNIN hefur fjaUað
um útgjaldaramma fyrir einstök
ráðuneyti vegna undirbúnings við
gerð fjárlaga næsta árs og vinna
ráðuneytin þessa dagana að út-
gjaldatillögum sínum innan þeirra
ramma sem ríkisstjómin hefur
samþykkt. Má gera ráð fyrir að
þeirri vinnu ljúki í næsta mánuði
og að endanleg ákvörðun verði tek-
in um upphæðir fjárlagafrum-
varpsins í ágúst eins og venja er,
að sögn Friðriks Sophussonar,
íj ármálaráðherra.
Nauðsynlegt að greiða skuldir
og koma í veg fyrir þenslu
Friðrik segir íjárlagaundirbún-
inginn ganga samkvæmt áætlun. „I
upphaflegri áætlun ríkisstjórnar-
innar var gert ráð fyrir nokkrum
afgangi á næsta ári en það verður
ekki hægt að segja endanlega til
um hver afgangurinn verður fyrr
en í ágústmánuði. Það er hins veg-
ar skýlaus skylda ríkisstjórnarinn-
ar að skila fjárlagafrumvarpi með
afgangi fyrir árið 1998 til þess að
hægt sé að greiða niður skuldir rík-
issjóðs. Slíkt er mikilvægt til að
hamla gegn þenslu í efnahagslíf-
inu,“ segir Friðrik. Vildi ráðherr-
ann ekki nefna neinar tölur í því
sambandi á þessu stigi.
Tekjur munu aukast í ár um-
fram það sem áætlað var
„Það er ekkert sem bendir til
annars en markmiðið um hallalaus
fjárlög standist í ár eins og gert er
ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þó
er augljóst að tekjur munu vaxa
nokkuð frá því sem gert var ráð
fyrir vegna veltubreytinga og
launahækkana umfram forsendur
fjárlaga en útgjöldin munu að sama
skapi hækka vegna launahækkana
ríkisstarfsmanna,“ segir Friðrik
aðspurður um stöðu ríkissjóðs um
þessar mundir.