Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir vistmenn á Grund halda upp á 100 og 102 ára afmæli sitt Morgunblaðið/Ámi Sæberg VILBORG Hafberg (t.v.) og Sigríður Jónsdóttir héldu upp á afmæli sitt í gær. Fjölskylda Vilborgar bauð upp á kaffiveitingar. „Hundrað ár eru hár aldur“ „Æ, HUNDRAÐ ár eru hár ald- ur,“ sagði Vilborg Hafberg, vist- maður á Elliheimilinu Grund, þegar dóttir hennar færði hana í upphlutinn í tilefni af 100 ára af- mæli hennar í gær. Vilborg vildi hins vegar lítið ræða um tilstandið í kringum af- mælið. Dætur hennar Ágústa og Ingibjörg segja að hún hafi meira yndi af því að rifja upp gamla tíð. Vilborg er fædd í Víf- ilsmýri í Onundarfirði og eign- aðist fjögur börn. Eitt barnanna er látið. Óll systkini Vilborgar eru látin en ein systir hennar náði háum aldri. Faðir Vilborg- ar varð 97 ára. Vilborg var ekki eina afmælis- barnið á Grund því að Sigríður Jónsdóttir frá Efri-Mörk í Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu hélt upp á 102 ára afmæli sitt sama dag. Eins og Vilborgu fannst Sigríði hreint með ólfkindum að hún hefði náð jafn háum aldri þegar henni var sagt frá afmælinu. Sigríður eignaðist einn son en giftist aldrei. Hún var ráðskona á Grímsstöðum á Mýrum í 40 ár. Sigríður tekur engin lyf og er klædd á hveijum degi. Hins veg- ar er hún farin að sjá og heyra illa. Beina þurfti umferð af Vesturlandsvegi um Grafarvogshverfí Mikíl óánægja vegna tafa VEGNA malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar í gær þurfti að beina allri umferð sem kom austur Vesturlandsveg inn á Víkurveg, Gagnveg, Fjallkonuveg og Gullin- brú í Grafarvogshverfi. Af þessu hlaust mikið umferðaröngþveiti í Grafarvogi og þurftu lögreglumenn að stjóma umferð á hringtorginu á Gullinbrú lengi dags í gær. Hlé var gert á framkvæmdum kl. 17.45 og umferð hleypt á Vesturlandsveg í báðar áttir á meðan en kl. 18.30 var aftur hafist handa og umferð beint sömu leið og áður. Gert var ráð fyr- ir að framkvæmdum lyki seint í gærkvöldi. Ekkert merkt inni í hverfinu Samkvæmt upplýsingum lög- reglu voru íbúar í Grafarvogi og aðrir vegfarendur mjög óánægðir með óþægindin sem af þessu hlut- ust. Sem dæmi má nefna að sumir vissu ekki hvert skyldi halda þegar komið var inn á Víkurveg vegna skorts á merkingum og aðrir þurftu að taka á sig krók vegna þess að ekki var leyfður akstur um hringtorgið nema að hluta í einu. Morgunblaðið/Kristinn KRISTINN Hjálmarsson var einn þeirra lögreglumanna sem stjórnuðu umferð á hringtorgi við Gullinbrú í Grafarvogi í gær. Um tíma stóðu þeir þrfr á torginu en meira og minna allur mannskapur umferðar- deildar lögreglunnar í Reykjavík vann við umferðarstjórn og eftirlit vegna framkvæmdanna á Vesturlandsvegi í gær. Þannig var þeim sem komu norður Gullinbrú og ætluðu út í Hamra- hverfi eða norður Strandveg beint inn á Fjallkonuveg og þurftu ýmist að snúa við og fara aftur í biðröð við hringtorgið eða taka á sig lang- an krók til að komast leiðar sinnar. Skammur aðdragandi Ragnar Árnason, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, sagði að lögreglunni hefði ekki verið tilkynnt um fram- kvæmdirnar fyrr en um kl. 18 í fyrrakvöld og þess vegna hefði ver- ið skammur tími til að gera ráð- stafanir. Lögeglunni hefði verið tjáð að ekki hefði verið hægt að gera þetta á öðrum degi, m.a. vegna þess að til verksins var not- uð vél frá Svíþjóð sem er hér í skamman tíma Ragnar sagði að margir hefðu hringt til lögreglunnar í gær og kvartað undan ástandinu en ekki hefði verið hægt að leysa þetta á annan hátt en þann að beina umferð um íbúðahverfið í Grafarvogi. Hann segii’ að í gær hafi sannast enn einu sinni að akstursleiðir til og frá Graf- arvogi séu allt of fáar. „Við höfum áður bent á að það megi aldrei verða nein röskun á leið í Grafar- vog, hvorki um Gullinbrú né Víkur- veg, þá skapast mjög slæmt ástand. Þetta verk hefði átt að vinna að nóttu tíl. Þá hefði það ekki valdið neinni truflun, þar sem það er fjarri íbúðabyggð, og þannig hefði orðið lágmarksröskun á umferð." Ragnar sagði að umferðin hefði gengið svo til óhappalaust þrátt fyrir teppuna. Aðeins eitt óhapp hefði orðið sem rekja mætti til hennar. Kærumál Hollustuverndar Ekki hægt að sanna ásetning Kona á reið- hjóli fyrir bíl KONA á reiðhjóli varð fyrir bíl á gatnamótum Rauðarárstígs og Miklubrautar síðdegis á miðvikudag. Konan skarst á höfði og grunur lék á að hún hefði viðbeinsbrotnað eða axl- arbrotnað. Hún var flutt á slysa- deild. Um svipað leyti varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hring- brautar og Njarðargötu. Ökumaður annars bílsins kvartaði undan eymsl- um í hálsi og fór hann sjálfur á slysa- deild. Flyfja þurfti ökumann, sem féll af bifhjóli í fyrrakvöld, með sjúkrabíl á slysadeild. Hann var talinn vera með minniháttar meiðsl. Þriggja bíla árekstur varð á Hringbraut í fyrrakvöld. Einn öku- manna var fluttur á slysadeild með eymsl f hnjám, baki og á höfði. Skemmdir urðu á lakki þriggja bifreiða þegar málningarleysiefni gusaðist á þær þar sem verið var að vinna við hús við Hallveigarstíg. í FLESTUM þeirra mála sem Holl- ustuvemd hefur vísað til ríkissak- sóknara hefur ekki verið hægt að sanna ásetning, samkvæmt upplýs- ingum frá Birni Helgasyni saksókn- ara. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa flest mál sem Hollustuvemd hefur sent ríkissak- sóknara verið felld niður hjá embætt- inu. Nú hafa hins vegar borist frekari upplýsingar frá embættinu. „Astæða þess að málin voru felld niður hjá embættinu var sú að í flestum tilfellum var talið að um slys eða klaufaskap hefði verið að ræða en ekki ásetning.“ Björn sagði þó að eitt málið, hið svokallaða tbt-mál, hefði fyrnst hjá embættinu. „Það er tveggja ára fyrningarfrestur á þessum málum og tafðist þetta mál á ýmsum stig- um. Hið meinta ólögmæta atferli fór fram í október 1993, það var gert að opinberu máli 1994 og það kom svo til okkar 22. janúar 1995 frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þegar það var svo tekið til afgreiðslu hér einu og hálfu ári síðar var það fymt,“ sagði Björn Helgason. Að sögn Björns eru að auki nokk- ur vafaatriði varðandi bann á notkun tbt-málningar. „I reglugerð nr. 33 frá 1990 eru skip lengri en 25 metr- ar undanþegin frá banninu. Það má því nota málninguna á stór skip en ekki litla báta. Þetta sýnir að lögin era langt frá því að vera skýr í þessu efni.“ Kirkjurústir kannaðar KANNAÐAR verða á næstunni fornleifar á tveimur stöðum á land- inu, annars vegar í Hálsasveit á veg- um bandarískra aðila og hins vegar á bænum Neðra-Ási í Hjaltadal á veg- um Þjóðminjasafnsins. Þór Magnús- son þjóðminjavörður segir að í fram- haldinu verði metið hvort ástæða sé til frekari rannsókna. Þjóðminjavörður segir að talið sé að á Neðra-Ási í Hjaltadal hafi Þor- valdur spak Böðvarsson reist kirkju 16 vetrum fyrir kristnitöku. Ekki væra til heimildir um kirkjuna og myndi Sigurður Bergsteinsson kanna á næstunni hvort hugsanlegt væri að finna kirkjurústir. í Hálsasveit verða könnuð forn býli á hálsi nokkru ofan við Reykholt og verða m.a. kannaðir járnvinnslustað- ir. Munu bandarískir fomleifafræð- ingar annast það en Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur mun fylgjast með verkinu fyrir hönd þjóð- minjavarðar. Þrumur og eldingar í Árnes- og Rangár- vallasýslu Skemmdir á spennum ollu raf- magnsleysi Gaulverjabæ. Morgunblaöiö. MIKIÐ þramuveður var að- faranótt fimmtudags 7. ágúst og varð þess vel vart víða um sveitir Suðurlands. Spennar Rafmagnsveitna ríkisins skemmdust og fór rafmagn um tíma af víða í Árnes- og Rangárvallasýslu. Laust fyrir klukkan eitt eft- ir miðnætti byi’jaði þramugnýr og ljósagangur mikill. Var greinilegt að loftið var hlaðið rafmagni því smell- ir heyrðust úr rafmagnstengl- um í öflugustu þrumum. Raf- magnslaust varð í öllum Fló- anum í rúmlega eina og hálfa klukkustund. Tveir spennar eyðilögðust á bæjunum Tóft- um í Stokkseyrarhreppi og Kolsholti í Villingaholtshreppi og var þar straumlaust til kl. 8 í gærmorgun meðan unnið var að viðgerð. Áttu starfs- menn RARIK því annríka nótt en línur slógu út víðar í héraðinu, m.a. í Biskupstung- um, eingöngu vegna þramu- veðurs því vindur var ekki mjög mikill. f einu tilviki byrjuðu hljóm- flutningstæki að hljóma með látum um miðja nótt, heimil- isfólki til mikillar undrunar. Var þá straumur á geislaspil- ara og virðist sem ein skruggan hafi sett hann af stað og æðri máttarvöld vilj- að tónlist. Ki’istján Jónsson forstjóri RARIK sagði tjón ekki mikið og viðgerðum hefði öllum lok- ið snemma í gærmorgun. Ljósmyndari Playboy staddur hér á landi Ljósmynd- ar 15-20 íslenskar stúlkur LJÓSMYNDARI bandaríska tímaritsins Playboy er stadd- ur hér á landi og hefur mynd- að 15-20 íslenskar stúlkur. Ljósmyndarinn heitir Arny og segir Kolbrún Aðalsteins- dóttir, milligöngumaður tíma- ritsins hér á landi, að hann sé með færastu tísku- og nektar- ljósmynduram í heiminum. Arny hefur tekið ljósmynd- ir fyrir Playboy í yfir 20 ár. Kolbrún segir að birst hafi grein fyrir nokkru í Men’s Jo- urnal um að fallegustu kon- umar væri að finna á íslandi. í framhaldi af því hefði Trist- ar kvikmyndafyrirtækið ákveðið að taka upp kvikmynd á íslandi. „Núna er Playboy komið hingað vegna þess að talið er að fallegustu konur í heimi séu á íslandi," sagði Kolbrún. Greinin um íslensku stúlk- urnar verður væntanlega birt í febrúarhefti blaðsins að sögn Kolbrúnar og birtast þá myndir af þeim öllum. Stúlk- uraar era ekki vanar fyrir- sætur heldur er markmið tímaritsins fremur að gera al- menna grein sem fjallar um kvenlega íslenska fegurð. b & I | I c c 1 i i i s I c « A I I í f4 i í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.