Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________FRÉTTIR____________________________
Bjarni Tryggvason á braut um jörðu eftir velheppnað geimskot Discovery
Þáði boð
um að koma
til Islands
„ JÁ, ÞETTA var mjög tilkomumikið
og afar áhrifarík reynsla. Auðvitað
hefur maður áður séð myndir af
upphafi geimferðar en þessi reynsla
sýnir manni greinilega að allt er
þetta miklu áhrifaríkara og tilkomu-
meira. Ekki síst vegna þess að í
sömu hendingu og maður sér geim-
ferjuna takast á loft skella á manni
bylgjur hávaða og loftþrýstings
þannig að allt fólk og maður sjálfur
titrar og skelfur, svo og byggingar
allt í kring, þó við séum í nokkurra
kílómetra fjarlægð. Og maður fær
sterka tilfinningu íyrir þeirri gífur-
legu orku sem hefur eldflaugamar
og geimferjuna á loft,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands,
er hann var spurður í gær hvemig
tilfinning það hefði verið fyrir hann
að fylgjast með því er geimferjunni
Discovery var skotið á loft á Cana-
veralhöfða í gær.
Islenski geimfarinn Bjami
Tryggvason er i sex manna áhöfn
ferjunnar en íslensku forsetahjónin
fylgdust með geimskotinu í boði
Bjarna.
„Óneitanlega bærðust með manni
hugsanir sem tengdust íslandi og
sögu okkar þjóðar þegar Bjarni
Tryggvason var á þessu augnabliki
að feta í fótspor íslenskra landkönn-
uða á fyrri tíð; samhengið í sögu
okkar á örskotsstundu, allt frá
Ingólfi Amarsyni og Leifi Eiríks-
syni til Bjama Tryggvasonar. Það
er sterkur þráður en mér fannst
hann skemmtilega spunninn af
þeirri blessunarlegu tilviljun að
geimferjan, sem bar Bjama á loft,
bar heitið Discovery, sem á ensku
er það orð sem tengt er ferðum
landkönnuðanna og víkinganna á
fyrri tíð.
Einnig fannst mér það ánægju-
legt, að í gærkvöldi sá ég það skjald-
armerki sem Bjami hefur sjálfur, en
hver geimfari hefur sitt eigið skjald-
armerki auk skjaldarmerkis ferðar-
innar. Merki Bjama er á þann veg
að aðalefni þess er glæsilegur vík-
ingaknörr. Því hefur hann sjálfur
séð ferð sína í samhengi við víkinga-
ferðimar á fyrri tíð, bæði fund Is-
lands og fund Ameríku. Hann setur
víkingaskipið undir þöndum seglum
í forgmnn á sitt skjaldarmerki sem
nú er orðið ævarandi hluti af geim-
ferðasögunni."
UPPHAF 11 daga leiðangurs
bandarísku geimfeijunnar
Discovery í gær. Myndin var tek-
in sekúndu eftir að ferjan hóf sig
á loft á skopalli 39A í Kennedy-
geimferðamiðstöðinni á Cana-
veralhöfða í Flórída klukkan
14:41 að íslenskum tíma í gær.
-Hafðir þú tal af Bjarna eftir
komuna til Canaveralhöfða?
„Já, ég ræddi við hann í síma í
gærkvöldi og það var mjög ánægju-
legt samtal. Þar kom fram hve
mikla rækt hann leggur við sinn ís-
lenska uppruna og þá arfleifð sem
hann fékk frá íslandi. Ég bauð hon-
um að koma í heimsókn til íslands
sem hann þáði og þá ætlar hann að
færa íslensku þjóðinni að gjöf ís-
lenskan fána sem hann ber núna úti
í geimnum."
-Afréðuð þið hvenær yrði af
þeirri heimsókn?
„Nei, og það fer nú sjálfsagt eftir
NASA
BJARNI Tryggvason (nær) og Stephen K. Robinson reyrðir niður í sæti sín í Discovery á skotpallinum á
Canaveralhöfða og æfa niðurtalningu fyrir geimskot.
Nefnd
eftir skipi
Cooks
Reuter
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti þiggur sérstakan skjöld, sem til-
einkaður er geimferð Bjarna Tryggvasonar, úr hendi Roy Bridges,
forstöðumanns Kennedy-geimferðamiðstöðvarinnar á
Canaveralhöfða í gær.
önnum hans og dagskrá í kjölfar
þessarar ferðar hvenær af henni
verður. Ég ræddi síðan við for-
stöðumenn kanadísku geimferða-
stofnunarinnar hér í dag og þeir
hafa mikinn áhuga á því að hann
komi til íslands og finnst mikið til
um hvað Islendingar sýna þessu
ferðalagi Bjarna mikinn áhuga.
Við Bjami ræddum líka um fjöl-
skyldu hans og uppruna og það er
greinilegt að hinar íslensku rætur
eru mjög traustar í fjölskyldunni.
Hann sagðist hafa áhuga á að krakk-
amir hans kæmu með honum til ís-
lands. Ég hitti þá í gærkvöldi og svo
aftur í dag að loknu geimskotinu til
að óska þeim til hamingju með hvað
þetta tókst vel. Þá ítrekuðu krakk-
amir mjög skemmtilega áhuga sinn
á að koma með föður sínum til ís-
lands. Héðan fóm krakkamir í gær
til stjómstöðvarinnar í Texas þar
sem þeir ætluðu að senda föður sín-
um bréf upp í ferjuna og fá að tala
við hann í gegnum sjónvarpssam-
bandið við ferjuna."
Að lokum sagði Ólafur Ragnar,
að viss ótti hefði verið í flestum sem
viðstaddir vom geimskotið. „Því
eftir hið mikla slys [er geimferjan
Challenger sprakk í flugtaki] er
enginn ömggur fyrr en þetta er allt
saman afstaðið.“
Geimfeijur NASA eru nefndar
eftir skipum landkönnuða sem
brutu blað í sögu landafunda. I
því sambandi var hin alþjóðlega
ski'rskotun geimferðaáætlunar-
innar höfð í huga. Discovery,
þriðja feijan sem smiðuð var, er
nefnd eftir öðru tveggja skipa,
sem breski könnuðurinn James
Cook notaði í leiðangrum sínum
um Suður-Kyrrahaf á áttunda
áratug 18. aldar. Fann hann þá
Hawai-eyjar. Nýjasta feija
NASA, Endeavour, sú fimmta í
röðinni, fékk nafn af hinu skipi
Cooks í Kyrrahafsleiðangrinum.
Cook notaði Discovery jafn-
framt til að kanna suðurstrendur
Alaska og Norðvestur-Kanada.
Vegna mikilvægi rannsóknanna
tryggði Benjamín Franklín Cook
öryggi skipsins og siglingafrelsi í
frelsisstríðinu.
Önnur fræg skip sem borið
hafa Discovery-nafnið eru skip
sem rannsakaði Hudsonflóa í
Kanada og leitaði þess 1610 og
1611 sem menn þá vonuðu að
væri norðvesturleiðin frá Atlants-
hafí til Kyrrahafs. Sama nafni hét
og skip konunglega breska land-
fræðifélagsins sem sent var í leið-
angur til Norðurpólsins 1875.
Ríkisendurskoðun segir 19 milljarða innlausn spariskírteina hafi mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs
Innlausn ákveðin
í fjárlög'um
RÍKISENDURSKOÐUN telur
mikilvægt að tekin verði afstaða
til sérstakrar endurfjármögnunar
verðbréfa ríkisins við fjárlagagerð
hverju sinni. Á síðasta ári inn-
leysti fjármálaráðuneytið spari-
skírteini fyrir 10,1 milljarð og
ráðuneytið áformar að innleysa
spariskírteini fyrir 9 milljarða á
þessu ári.
Ástæðan fyrir því að fjármála-
ráðuneytið er að innleysa áður út
gefin spariskírteini er sú að ríkis-
sjóður á kost á hagstæðari vaxta-
kjörum í dag en þegar skírteinin
voru gefin út. Spariskírteinin sem
voru innleyst í maí í fyrra báru
8-9% vexti, en undanfarin miss-
eri hafa vextir á spariskírteinum
verið vel innan við 6%. Áætlað er
að innlausn spariskírteina á síð-
asta ári spari ríkissjóði um tvo
milljarða í vaxtagjöldum fram til
ársins 2000.
Ríkisendurskoðun segir í
skýrslu sinni um framkvæmd fjár-
laga á fyrstu sex mánuðum þess
árs að endurfjármögnun verð-
bréfa ríkisins hafi umtalsverð
áhrif á greiðsluafkomu ríkissjóðs á
hverjum tíma. Stofnunin bendir á
að fjármálaráðuneytið hafi gefið
út yfirlýsingu um að íyrir liggi
áætlanir um endurskipulagningu á
verðbréfaeign ríkissjóðs sem nái
til ársins 1998. Því sé eðlilegt að
tekið verði tillit til þessa við gerð
fjárlaga fyrir næsta ár.
Samkvæmt 1. gr. lánsfjárlaga
fyrir árið 1997 er íjármálaráð-
herra heimilt að taka 12,5 millj-
arða að láni árið 1997. Samkvæmt
skýrslu Ríkisendurskoðunar hafði
ríkissjóður tekið að láni 25,3 millj-
arða í lok júní eða 12,8 milljörðum
meira en lánsfjárlög kveða á um
fyrir allt árið. Um 6,1 milljarður af
þessari upphæð er í reynd skuld-
breyting vegna innlausnar spari-
skírteina. Að teknu tilliti til þessa
voru lántökur á fyrstu sex mánuð-
unum 6,7 milljörðum króna um-
fram það sem lánsfjárlög gerðu
ráð fyrir.
Aukning í tekjum og útgjöldum
í skýrslunni er í meginatriðum
komist að sömu niðurstöðu um
rekstur ríkissjóðs á fyrri helmingi
ársins og í skýrslu fjármálaráðu-
neytisins, sem kynnt var í síðasta
mánuði. Bæði tekjur og útgjöld
ríkissjóðs reyndust heldur meiri
en áætlanir gerðu ráð fyrir og
halli á ríkissjóði nam 2,8 milljörð-
um króna á fyrri hluta ársins.
Hins vegar gerir Ríkisendurskoð-
un ráð fyrir að tekjuaukning ríkis-
sjóðs á öllu árinu verði 4,5 millj-
arðar umfram fjárlög en fjármála-
ráðuneytið reiknar með 3 millj-
arða tekjuauka. Ríkisendurskoðun
gerir ráð fyrir að útgjöld ríkis-
sjóðs aukist um 7 milljarða frá
áætlun fjárlaga, þar af 4,5 millj-
arða vegna aukins vaxtakostnaðar
í tengslum við innlausn spariskír-
teina, sem er um einum milljarði
meira en fjármálaráðuneytið áætl-
ar.
Að mati Ríkisendurskoðunar
batnaði afkoma ríkissjóðs um 1,7
milljarða á milli áranna 1996 og
1997 á föstu verðlagi. Þessi bati
hefur alfarið verið nýttur til að
greiða niður vexti af lánum. Tekist
hafi að lækka vaxtagjöld ríkissjóðs
um 700 milljónir milli árshelm-
inga.
I fjárlögum var gert ráð fyrir að
ársverkum fjölgaði um 100 á
þessu ári. Samkvæmt skýrslu Rík-
isendurskoðunar fjölgaði ársverk-
um um 94 á fyrri helmingi ársins.