Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
LAIMDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Hafinn undirbúningur að nýrri heimildarmynd um Vestfirði
Þjóðin þarf að fræðast bet-
ur um lífið á Vestfjörðum
ísafirði - Avinnuþróunarfélag Vest
fjarða hefur hafið undirbúning að
nýrri heimildarmynd um náttúru,
atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum,
í samvinnu við Námsgagnastofnun,
Mega Film og Ríkisútvarpið Sjón-
varp. Heildarkostnaður við gerð
myndarinnar er áætlaður um 3,5
milljónir króna og munu framan-
greindir aðilar kosta verkið auk
þess sem Fjórðungssamband Vest-
fírðinga mun leggja til fjármagn.
Þá hafa þingmenn Vestfjarða ritað
sameiginlegt bréf til fyrirtækja á
Vestfjörðum þar sem farið er fram
á 1.000 kr. styrk á hvern starfs-
mann til verkefnisins.
í bréfi þingmannanna segir m.a.:
„Við sem búum á Vestijörðum
höfum undanfarin ár upplifað mikl-
ar hörmungar af völdum náttúru-
hamfara og áföll hafa sett mark
sitt á íbúa svæðisins til framtíðar.
Umræða um Vestfirði hefur lengi
verið öll á neikvæðum nótum.
Menn tala um óblítt veðurfar og
hátt verðlag á Vestfjörðum auk
þess sem umræða um atvinnulíf á
Vestfjörðum hefur ekki verið sem
skyldi og verður að teljast afar
einlitt. Það er og staðreynd að íbú-
um Vestfjarða hefur fækkað mikið
undanfarin ár og þeirri þróun verð-
ur að snúa við. Síendurtekin nei-
kvæð umræða hefur áhrif á sjálfs-
vitund þess sem býr á svæðinu og
í huga hans verður tii skekkt
ímynd. Fjölmiðlar einblína á það
sem aflaga fer og telja það sjaldn-
ast skyldu sína að tíunda það sem
vel er gert.
Það skiptir alla þá sem byggja
Vestfirði miklu máli að ímynd svæð-
isins út á við og inn á við sé já-
kvæð. Sé ímynd svæðisins jákvæð
er hún til þess fallin að hvetja menn
til frekari dáða og þeir verða sátt-
ari við sjálfa sig og umhverfi sitt.
Það er einlæg trú okkar alþingis-
manna á Vestfjörðum að heimildar-
mynd um Vestfirði, sem varpi já-
kvæðu ljósi á atvinnu- og mannlíf
fjórðungsins, sé mikils virði og aldr-
ei sem nú. Það er einnig von okkar
að fyrirtæki og stofnanir á Vest-
fjörðum sjái mikilvægi jákvæðrar
kynningar á fjórðungnum og leggi
þessu málefni lið.“
Mikil þörf á kynningu
Ráðgert er að heimildarmyndin
verði sýnd í 7.-10. bekkjum grunn-
skóla, í sjónvarpi auk þess sem
gerð verður sérstök útgáfa af
myndinni sem ætluð er ferðamönn-
um. Mun síðastnefnda atriðið vega
mest í kynningunni, en ferðaþjón-
usta á Vestfjörðum er atvinnugrein
sem menn binda miklar vonir við í
framtíðinni.
„Helgi Sverrisson kvikmynda-
gerðarmaður hjá Mega Film hafði
samband við okkur þingmenn Vest-
fjarða hvern í sínu lagi og kynnti
fyrir okkur þær hugmyndir sem
uppi eru um að gera heimildarmynd
um Vestfírði. Við töldum að þetta
væri mjög gott framtak og í fram-
haldi af því óskaði Helgi eftir því
að við rituðum lítið bréf þar sem
fram kæmi vilji okkar til þess að
það yrði reynt að gera slíka mynd.
Við vorum sammála um þörfina
fyrir slíka mynd og því rituðum við
bréfið," sagði Einar Guðfinnsson,
fyrsti þingmaður Vestfjarða, í sam-
tali við blaðið.
Einar Kristinn sagði að sú mynd
sem dregin hefði verið upp af lífinu
á Vestfjörðum væri mjög óréttmæt
og gæfi alls ekki til kynna það sem
raunverulega færi þar fram.
„Við þingmenn Vestfjarða teljum
mikla þörf á kynningu sem þessari
enda þarf íslenska þjóðin að fræð-
ast betur um það líf sem lifað er á
Vestfjörðum. Ég held að myndin
snúi ekki við þeirri þróun sem verið
hefur varðandi fólksfækkun á Vest-
fjörðun en með öðru getur hún
dregið upp réttari lýsingu á því sem
er að gerast á Vestfjörðum og ég
er sjálfur ekki í nokkrum vafa um
að hin neikvæða ímynd sem Vest-
firðir hafa fengið í allsendis ómak-
legri umfjöllun oft á tíðum muni
lagast með mynd sem þessari,“
sagði Einar Kristinn.
Morgunblaðið/Arnaldur
KNUTUR Bruun við nýju laug-ina þar sem gestir Frosts og funa geta fengið sér sundsprett.
Nýtt gistiheimili í Hveragerði
Frost og funi á bökkumVarmár
NÝTT gistiheimili hefur starfsemi sína í Hverahvammi
á bökkum Varmár ofan við Hveragerði á næstu dög-
um. Það hefur fengið nafnið Frost og funi og eru hús-
ráðendur þar Knútur Bruun og sambýliskona hans,
Anna Sigríður Jóhannsdóttir. íslensk nútímamyndlist
prýðir veggi gistiheimilisins en þar eru sex tveggja
manna herbergi, öil með sérbaði, sjónvarpi ogmöguleik-
um á tölvutengingu, auk þess sem ein lítil íbúð er á
jarðhæð.
Fjögur herbergjanna eru með svölum sem snúa út
að Varmá og hafa gestir aðgang að tólf metra einka-
sundlaug, heitum potti á árbakkanum og gufubaði á
jarðhæð með útisturtu. Þá er einnig gróðurskáli á sund-
laugarbakkanum. Á veggjum má sjá verk eftir mynd-
listarmennina Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason,
Karl Kvaran, Óskar Magnússon, Arnar Herbertsson
og Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, auk þess sem starf-
andi listamönnum verður gefinn kostur á að hengja
upp verk sín á gangi gistiheimilisins. Fyrstur ríður á
vaðið Magnús Kjartansson með litla sýningu.
Vistvænn morgunverður
á sérhönnuðu stelli
Gisting fyrir tvo kostar 6.500 kr. og morgunverður
750 kr. og er hann framreiddur á sérstöku stelli sem
Margrét Jónsdóttir leirlistakona á Akureyri hefur hann-
að sérstaklega fyrir gistiheimilið. Að sögn Knúts er
HERBERGIN eru tveggja manna, stór og
björt og veggina prýðir íslensk myndlist.
ætlunin að bjóða upp á lífrænar og vistvænar afurðir
úr næsta nágrenni eftir því sem við verður komið.
Aðspurður um markhóp kveðst Knútur aðallega
höfða til erlendra ferðamanna á aðalferðamannatíman-
um en yfir vetrartímann líti hann ekki síður til íslend-
inga sem vilja skjótast frá amstri hversdagsins og njóta
hvíldar í fögru umhverfi. „Ég er eiginlega að afhenda
fólki þennan lúxus sem ég ætlaði upphaflega að byggja
yfir sjálfan mig en mér þykir svo notalegur að mér
finnst að fleiri verði að fá að njóta þess,“ segir Knútur.
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Karl
KOLBEINN Þór Bragason, nýráðinn framkvæmdastjóri
Norðvesturbandalagsins.
Norðvesturbandalagið
Nýr framkvæmda-
stjóri ráðinn
Morgunblaðið. Hvammstanga.
NORÐVESTURBANDALAGIÐ hf„
félag um rekstur sláturhúsa og
skylda starfsemi, sem var stofnað
1. júlí sl„ hefur ráðið Kolbein Þór
Bragason framkvæmdastjóra fé-
lagsins. Lögheimili félagsins er á
Hvammstanga.
Stofnendur Norðvesturbandalags-
ins eru kaupfélögin á Hvamms-
tanga, Hólmavík og Borðeyri, ásamt
Afurðastöðinni í Búðardal. Aðrir
hluthafar eru búnaðarsamböndin í
Vestur-Húnavatnssýslu, Stranda-
sýslu, Dalasýslu og Vestfjörðum,
Byggðastofnun, Dalur hf„ Kjötum-
boðið hf„ Olíufélagið hf„ Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn, Samvinnusjóður
íslands, Skinnaiðnaður hf. og Vá-
tryggingafélag íslands. Hlutafé fé-
lagsins er 270,5 milljónir króna.
Stefnt er að fjölgun hluthafa, m.a.
að fá bændur og aðra viðskiptaaðila
félagsins til þátttöku. Stærsti hlut-
hafinn er Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga sem á 49% hlutafjár. Gert
er ráð fyrir því að félagið sæki um
skráningu á Verðbréfaþingi íslands.
Kolbeinn Þór hefur um skeið
starfað sem framkvæmdastjóri Hag-
félagsins á Hvammstanga. Hann
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla ísland árið 1996 og
hefur m.a. unnið á skrifstofu Ríkis-
spítalanna og hjá Landsbanka ís-
lands.
Stjómarformaður Norðvestur-
bandalagsins, Gunnar V. Sigurðsson,
kaupfélagsstjóri á Hvammstanga,
segir að stefnt sé að slátrun í þremur
húsum félagsins á komandi sláturtíð,
þ.e. á Hólmavík, í Búðardal og á
Hvammstanga, en sláturhúsið þar er
með útflutningsleyfi á ESB-markaði.
Slátrun verður hins vegar lögð af á
Borðeyri. Áætluð ársvelta félagsins
er 600 milljónir króna.
Sheaffer pennafyrir-
tækið selt Frökkum
París. Reuter.
BIC-fyrirtækið í Frakklandi, sem er
þekktast fyrir kúlupenna, hefur
keypt bandaríska pennaframleiðand-
ann Sheaffer.
Sheaffer selur penna fyrir rúm-
lega 50 milljónir dollara á ári og er
síðasta fyrirtækið af nokkrum, sem
BIC hefur keypt til að styrkja stöðu
sína. í fyrrahaust keypti BIC þýzka
fyrirtækið A. Hauser, sem framleið-
ir tússpenna.
BIC framleiðir einnig kveikjara
og einnota rakvélablöð og keypti
þýzkt eignarhaldsfélag framleiðanda
Tipp-Ex-strokleðurs í janúar. BIC á
einnig Wite-out vörumerkið í Norð-
ur-Ameríku.
Dótturfyrirtækið BIC Corp. í
Bandaríkjunum mun kaupa Sheaffer
um miðjan september fyrir ótiltekna
upphæð að fengnu samþykki banda-
rískra eftirlitsyfírvalda.
Starfrækt frá 1913
Sheaffer í Fort Madison, Iowa,
hefur starfað síðan 1913 þegar
Walter Sheaffer stofnaði það, fimm
árum eftir að hann fann upp fyrsta
margnota lindarpennann. Starfs-
menn Sheaffers eru 550, þar af 450
í Norður-Ameríku.
BIC selur einnig Conte- og Ballo-
graf-penna og sala fyrirtækisins
1996 nam 6,4 milljörðum franka.
Volvo selur UBS 11,3%
hlutsinn íRenault
Stokkhólmi. Reuter.
VOLVO hefur selt UBS Securities
11,3% hlut sinn í frönsku Renault
bifreiðaverksmiðjunum fyrir 5,9
milljónir sænskra króna.
„Salan er í samræmi við þá stefnu,
sem stjórn fyrirtækisins mótaði
1994,“ sagði Leif Johansson aðal-
framkvæmdastjóri. „Tíminn er val-
inn vegna þess að við viljum hagn-
ast á þv! að hlutabréf í Renault hafa
hækkað í verði í ár.“
Hlutur Volvo I Renault var með
því síðasta sem eimdi eftir af sam-
starfí bílaverksmiðjanna, sem lauk
1995 þegar hluthafar Volvo höfnuðu
fyrirhuguðum samruna.
Ákvörðun Volvo um að selja bréf-
in kom Renault ekki á óvart og
hyggst Renault selja 3% hlut sinn í
Volvo þegar henta þykir.
USB mun koma 22,7 milljónum
Renault hlutabréfa í sölu á 171 franka
á bréf. Hlutabréf I Renault, sem hafa
hækkað um 40% á síðustu tveimur
mánuðum, seldust við lokun í París á
172,40, sem var 0,30% lækkun.
Hlutabréf í Volvo hækkuðu um
1,30 í 213,30 I Stokkhólmi.
Pharmacia & Upjohn næst
SALA Renault-bréfanna er liður í
þeirri stefnu Volvo að losa sig við
eignir óviðkomandi kjarna starfsem-
innar.
„Lengi hefur verið búizt við þess-
um viðskiptum og næsta skref er
að Volvo selur Pharmacia & Upjohn
hlutabréf sín,“ sagði sérfræðingur
Swedbank Markets.
Volvo á 19,8 milljónir hlutabréfa,
eða 4% hlut, í Pharmacia & Upjohn
Inc„ sænsk-bandarísku lyfjafyrir-
tæki, sem skýrði frá því á dögunum
að hagnaður þess hefði rýrnað um
34% á öðrum ársfjórðungi.
Fyrr á þessu ári seldi Volvo hlut
sinn I Pripps-Ringnæs fyrir 3,1 millj-
arð sænskra króna og 4,7% hlut sinn
í SAS fyrir 221 milljarð sænskra
króna.