Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Bretar hafa veitt lítið við Rockall Aflinn þar árið 1995 aðeins 0,2% heildar fiskafla Breta það ár Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson LOÐNUSKIPIÐ Bjarni Ólafsson frá Akranesi á loðnumiðunum. Þokkaleg loðnuveiði LOÐNUSKIPIN tínast nú á miðin eftir stutt frí en í gær voru 29 skip að veiðum um 60 mílur norður af Melrakkasléttu, samkvæmt upplýs- ingum Tilkynningaskyldunnar. Veiði hefur verið þokkaleg nú í upphafi mánaðar en búast má við að nokkuð dragi úr veiði þegar skip- um fjölgar. „Það hefur gengið þokkalega í þessum tveimur túrum sem við erum búnir að fara í ágúst. Hins vegar virðist ekki vera mikið af loðnu á svæðinu austur af Kolbeinsey og verður enn síður til skiptanna þegar fleiri skip bætast í hópinn," sagði Arnbjörn Gunnarsson, skipstjóri á Hábergi GK, í samtali við Morgun- blaðið, en auk íslensku skipanna voru 4 norsk loðnuskip að veiðum á miðunum í gær. Hábergið var á leið til Grindavíkur með fullfermi í gær og sagðist Arn- björn hafa fengið aflann í 6 köstum. „Við náðum einu 500 tonna kasti en vorum annars að fá þetta í smá skömmtum. Það eru alltaf nokkur skip að hitta á góð köst en yfir höf- uð eru þetta lítil köst. Loðnan er í mjög góðu standi og allt annað hrá- efni þegar hún kemur í land, miðað við það sem var fyrr á vertíðinni." Óvenju snemma á ferðinni Arnbjörn sagði loðnuna vera komna óvenju vestarlega miðað við árstíma en reyndar hafi hún hagað sé öðruvísi í allt sumar en oft áður. „Hún virðist vera á vesturleið og stefnir á Kolbeinseyjarhrygginn. Það er hefðbundin gönguleið, nema venjulega er hún nokkuð utar og seinna á ferðinni. Það kæmi mér ekki á óvart þótt loðnan færi alveg upp á grunnin norður af landinu. Það hefur gerst áður og eitt haustið var hún komin það langt upp í fjöru við Melrakkasléttuna að menn þorðu ekki að kasta á hana,“ sagði Arn- björn. Heildarveiði íslenskra loðnuskipa á sumarvertíð nemur nú alls 291.500 tonnum og er 569.465 tonna upp- hafskvóti þá ríflega hálfnaður. Sam- tals hefur verið landað um 36.800 tonnum úr erlendum loðnuskipum á vertíðinni. MIKLAR umræður hafa verið meðal sjómanna Bretlandseyja vegna stað- festingar Breta á alþjóða hafréttar- sáttmálanum. Samkvæmt honum miða þeir ekki lengur 200 mílna fisk- veiðilögsögu sína við klettaeyjuna Rockall. Fulltrúar sjómanna telja að stjórnvöld hafi hlaupið á sig, þau hafi ekki leitað álits þeirra og fyrir vikið tapist yfirráðin yfir mikilvæg- um fískimiðum, einkum mið fyrir ýmiss konar djúpsjávarfíska. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum munu fiskimiðin vestur af Skotlandi áfram verða innan 200 mílna fiskveiðilögsögu, sem miðast við eyjuna Sánkti Kildu. Þar með verður Rockall og Rockall-banki innan lögsögunnar, en auk þess munu Bretar halda 12 mílna lög- BANN við rækjuveiðum nálægt strandstað olíuskipsins Braer við Hjaltlandseyjar hefur enn verið framlengt fimm árum eftir að skip- ið strandaði. Yfirvöld hafa tjáð samtökum skozkra útvegsmanna að olíuinni- hald í rækjunni á Burra Haaf-mið- unum suðvestur af eyjunum sé enn of mikið, þó það fari minnkandi. sögu umhverfis Rockall. Bretar munu hins vegar missa lögsögu ákveðinna hafsvæða til íra og hugs- anlega lenda lítil svæði undir lög- sögu Færeyinga eða íslendinga. Þá verði einnig töluverður hluti fyrri lögsögu alþjóðlegt hafsvæði. Brezk skip munu ekki þurfa sérstök veiði- leyfi til að stunda veiðar á því svæði. Veiðar brezkra skipa hafa verið mjög takmarkaðar á svæðinu um- hverfís Rockall. Árið 1995 var afli þeirra, einkum Skota, aðeins 831 tonn á svæðinu, en það svarar til um 0,2% heildarafla Breta. Þess vegna telja brezk stjórnvöld að það muni í engu hafa áhrif á möguleika brezkra útgerða til að stunda veiðar að horfið sé frá því að miða lögsög- una við Rockall. Ennfremur hafa fundizt merki olíu- mengunar í humri og krabba, en sýni þess efnis eru enn of fá til að hægt sé að slá því föstu. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á svæðinu. Mikillar mengunar er enn vart og hafa sjómenn á Hjaltlandi farið í skaðabótamál i einhveijum tilfell- um vegna þess. Olía finnst enn í rækju við Hjaltland Langur laugardagur í miðborginni °/>><)frrí ki. 10-17 TILBOÐSDACAR 5.-9. ágúst 20-50% afsláttur af ölLum vörum LEÐURIÐJAN ehf. Laugavegur 15, sími 561 3060 -^"»1 cdtsonc'l Ódýra hornið: Kápur 4.900 Jakkar 1.999 Pils 1.499 Buxur 999 Stórútsalan er hafin Mikið úrval af faliegum kápum, jökkum, buxum og pilsum. 20-70% afsláttur Verðdæmi: Stuttfrakki á mynd úr Micro-efni kr. 9.900, áður 16.900 Síður frakki á mynd úr Micro-efni kr. 14.900 áður 22.000 Ókeypis póstkröfur. S^ápusalan ímorrabraut 56, sími 562 4362. r Fjölnota verkfæri Verð kr. 1.650. Lougavegi 29. S. 552 4320 Lancjur laugardagur 15% afsláttur af ölllum vörum langan laugardag Sendum trúlofunarhrinaami Langur laugardagur ÚTRÚLEG verðlaekkun á skom Verð frá 1900 Derhúfur 990 Buxur frá 2900 Jakkar frá 2900 Ath. mikið úrval af nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.