Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Höfuðpaurar frumsýna gamanleikinn Hár og Hitt í Borgarleikhúsinu Morðgáta leyst með þátttöku áhorfenda Hár og Hitt er eitt vin- sælasta leikritið sem sett hefur verið á svið í Bandaríkjunum og hef- urhvarvetna hlotiðmet- aðsókn. Ahorfendur eru virkjaðir til þátttöku í sýningunni og vitna þeir um ferðir og gjörðir persónanna. Hulda Stefánsdóttir fylgdist með fyrstu æfingu með áhorfendum og ræddi við nokkra leikaranna. ARNMUNDUR (Þórhallur Gunnarsson) lætur sér fátt um finnast þó fram komi ýmsar ásakanir í hans garð. Morgunblaðið/Jim Smart BONNI (Ellert A. Ingimundarson) setur Gullveigu (Edda Björg- vinsdóttir) inn í nýjasta slúðrið í bænum. LEIKHÓPURINN Höfuðpaurar frumsýnir í Borgarleikhúsinu í kvöld gamanleikinn Hár og Hitt eftir svissneska leikritaskáldið Paul Portner í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikritaform sem bygg- ist á gagnvirkum samskiptum leik- ara og áhorfanda hefur aldrei verið reynt áður hérlendis en er mjög vinsælt og algengt form á leiksýn- ingum vestanhafs um þessar mund- ir. Höfuðpaurar eru leikaramir Ell- ert A. Ingimundason og Þórhallur Gunnarsson. Þeir hrifust af verkinu þegar þeir sáu það í Bandaríkjunum og afréðu að kaupa sýningarréttinn á því hingað til lands. Leikhópurinn leigir sýningaraðstöðu í Borgarleik- húsinu og réð til sín leikstjórann Þórhildi Þorleifsdóttur, sem verið hefur í sumarleyfi frá störfum leik- hússtjóra Borgarleikhússins. Leikritið gerist á hárgreiðslustof- unni Hár og Hitt. Bonni hár- greiðslumeistari, leikinn af Ellerti A. Ingimundarsyni, og Hófí aðstoð- arstúlka hans, leikin af Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, hafa hendur í hári viðskiptavinanna með dágóð- um skammti af slúðri. Skömmu eftir að leikritið hefst er framið morð í íbúð á næstu hæð fyrir ofan hárgreiðslustofuna. Gmnur beinist að þeim Bonna og Hófí og viðskipta- vinum stofunnar leiknum af Þór- halli Gunnarssyni, Eddu Björgvins- dóttur, Kjartani Bjargmundssyni og Jóhanni G. Jóhannssyni. Veltur nú á athyglisgáfu áhorfenda hvort tekst að afhjúpa morðingja Karól- ínu Hjálmtýsdóttur píanóleikara. Hinir gmnuðu em yfirheyrðir undir stjórn rannsóknarlögreglunnar en samkvæmt ábendingum og fyrir- spumum áhorfenda sem grípa fram í fyrir persónum leikritsins ef þeim þykir þær ekki fara með rétt mál. Persónur leikritsins eiga nánast jafna möguleika á að reynast sekar um morð og því er allsendis óvíst hvemig leikritið endar. Frá sálfræðiprófi til metsöluleikrits Leikritið er upphaflega skrifað sem sálfræðipróf og minnisæfíng þar sem athyglisgáfa áhorfenda er reynd. Bandarísku leikaramir Bmce Jordan og Merlin Abrams sáu verkið í fyrstu uppsetningu þess í Sviss árið 1965. Þau tryggðu sér sýningarrétt á verkinu og gerðu á því nokkrar breytingar fyrir fmm- sýningu þess í Boston árið 1978. Allar götur síðan hefur leikritið verið sýnt fyrir fullu húsi átta sinn- um 1 viku og slegið aðsóknarmet víðar í Bandaríkjunum. Þórhallur Gunnarsson, leikari og Höfuðpaur, segir að áskomnin fyrir leikarana felist í frumkvæði áhorf- enda. Það em áhorfendur sem stjórna ferðinni og því hafa æfíngar á verkinu verið nokkuð flóknar. „Við höfum þurft að gera okkur í hugarlund þær spumingar sem hugsanlega eiga eftir að vakna hjá áhorfendum auk þess að æfa ólík endalok leikritsins allt eftir því hvaða persónu áhorfendur kjósa að útnefna morðingja,“ segir Þórhall- ur. „Okkur vom sett þau skilyrði fyrir uppsetningunni að hún yrði löguð að íslenskum veruleika og fyrir hveija sýningu verður farið í gegnum það sem hæst ber í þjóð- málum þann daginn og því skotið inn í samræður í leikritinu." Á fyrstu æfíngu með áhorfendum í vikunni bar á góma rigninguna sunnanlands, morðið á tískukóngn- um Versace og vesturför forseta- hjónanna ásamt fleiri dægurmálum og eins og Gróu á Leiti er einni lagið höfðu flestar staðreyndir tekið vemlegum breytingum í meðfömm persónanna. Þátttaka áhorfenda er spennandi áskorun Edda Björgvinsdóttir er ein ást- sælasta gamanleikkona þjóðarinnar og hefur hún nú skemmt lands- mönnum með leik sínum í 18 ár. „Ekki það að ég sé orðin svona gömul, ég hef bara verið svo lengi að,“ tekur Edda skýrt fram. Edda fer með hlutverk Gullveigar Lovísu Sjöbeck. Gullveig er fulltrúi íslensks aðals og vert að taka fram að það er af einskærri hógværð sem hún kýs að nota ekki ættamafn sitt Scheving Thorsteinson Möller held- ur kenna sig eingöngu við mann sinn Adolf Sjöbeck. Hlutverk sitt nú fullyrðir Edda að sé sitt erfíðasta til þessa. Það felist mikil áskomn í því að opna fyrir viðbrögð áhorf- enda. „Eg hef auðvitað margoft skemmt gestum síðla kvölds þar sem áhorfendur hafa verið ofvirkir án þess að vera boðið upp á það,“ seg- ir Edda. „Það er hins vegar tilhlökk- unarefni að upplifa hvemig áhorf- endur bregðast við þegar þeim er boðin þátttaka í leiksýningu." Hún segir forréttindi að fá að leika undir stjóm Þórhildar Þorleifsdóttur. „Hún er óvenjulegur leikstjóri og ég vona bara að stjómun Borgarleikhússins eigi ekki eftir að taka allan hennar tíma svo hæfni hennar sem leik- stjóra fái notið sín,“ segir Edda. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk Hófíar hárgreiðsludömu, viður- kennir að hafa verið talsvert óstyrk á fyrsta rennsli með áhorfendur í salnum en viðbrögð áhorfenda þá bendi til að þeir séu viljugir til að taka þátt í sýningunni. „Æfinga- ferlið hefur verið talsvert frábragð- ið því sem ég hef átt að venjast. Það er erfítt að æfa sýningu sem byggist á áhorfendum sem ekki era til staðar," segir Guðlaug. Áhorf- andinn gerir kröfu til þess að leikar- inn svari fyrir sína persónu á full- nægjandi hátt og Guðlaug segir álagið á leikarann af þeim sökum mikið en áskomnin sé jafnframt spennandi. „Það er aldrei að vita hvert áhorfendur fara með rnann," segir Guðlaug. Sýningar á óhefðbundnum tímum Leikritið er sýnt á baksviði Borg- arleikhússins sem rúmar 240 áhorf- endur. Þar verður opinn bar fyrir sýninguna og í stuttu hléi, þar sem áhorfendum gefst ráðrúm til að velta vöngum yfír morðgátunni og bera hugmyndir sínar undir rann- sóknarlögreglumanninn Hans Ma- ack. Hægt er að sitja við borð ná- lægt leiksviðinu en einnig er boðið upp á venjuleg áhorfendasæti. Sýn- ingin ætti því að henta stærri hóp- um jafnt sem einstaklingum og Þórhallur segir að ef allt gangi að óskum þá sé stefnt að því að sýna verkið á miðnætursýningum og á síðdegissýningum líkt og tíðkast erlendis en þá fer fólk gjarnan út að borða að sýningu lokinni. Leikur- unum er ekkert að vanbúnaði og þeir bíða þess spenntir að áhorfend- ur streymi í salinn. Djass í Stykkishólmskirkju Stykkishólmi. Morgunblaðið. DJASSTÓNLEIKAR verða í Stykkishólmskirkju í dag, sunnu- dag, kl. 21. Þar leikur Tríó Tómas- ar R. Einarssonar ásamt söngkon- unni Kristjönu Stefánsdóttur. Þetta em jafnframt næstsíðustu tónleikar sumartónleikaraðarinnar þetta árið í Stykkishólmi. Á efnisskránni em ný og eldri lög kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Flest þeirra em samin með kontrabassann í huga og þótt söngkona sé með í för verður söngur hennar að mestu án orða. Þar gefur að heyra blús, ballöður, suður-ameríska rytma og swing. Auk Tómasar og Kristjönu mun Hilmar Jensson leika á gítar og Einar Valur Scheving á trommur. Tómas hefur verið virkur í ís- lensku djasslífi í einn og hálfan áratug, bæði sem lagasmiður og kontrabassaleikari. Hann hefur spilað með ótalmörgum íslenskum og erlendum djassleikumm og leikið víða um Evrópu, ýmist með eigin hljómsveit eða Jasskvartett Reykjavíkur. Plötur hans em: Þessi ófétis jass (1985), Hinsegin blús (ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Gunnlaugi Briem, 1987), Nýr tónn (1989), íslandsför (1991), Landsýn (1994) og Koss (ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, 1995). Hilmar hefur um árabil verið í hópi bestu djassgítarleikara lands- ins og starfað jöfnum höndum með bandarískum og íslenskum djass- leikumm. Hann hefur vakið at- hygli fyrir framlega tónhugsun og sérstæðan gítarleik. Árið 1995 gaf hann út geislaplötuna Dofinn. Einar Valur hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið einhver eftir- sóttasti djasstrommuleikari lands- ins í mörg ár. Hann hefur verið meðlimur í Jasskvartett Reykja- víkur frá upphafi og ferðast með honum víða um Evrópu auk þess að hljóðrita með honum geislaplöt- una Hot House - RJQ live at Ronnie Scott’s, sem út kom 1994. Kristjana Stefánsdóttir er einn- ig ung að ámm, en hefur þrátt fyrir það náð að koma víða við í tónlistinni og er í hópi efnilegustu söngvara landsins; hún hefur sungið með danshljómsveitum og starfað með tónlistarfólki í djassi og klassík. Hún lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1996 en stundaði einnig nám í djass- deild Tónlistarskóla FÍH. Um þess- ar mundir er hún í framhaldsnámi í djassdeild Tónlistarháskólans í Hilversum í Hollandi. Eins og sjá má getur djass- áhugafólk átt von á góðu sunnu- dagskvöldi í Stykkishólmi með Tómasi R. og félögum. Aðgangs- eyrir er kr. 500, frítt fyrir börn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason DJASSÁHUGAFÓLK á von á góðri skemmtun með Tómasi R. Einarssyni og félögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.