Morgunblaðið - 08.08.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 33
MINIMINGAR
+ Hallgerður Jón-
asdóttir talsíma-
vörður fæddist 27.
nóvember árið 1927
í Bandagerði við
Akureyri. Hún lést
2. ágúst 1997 á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Hall-
grímsdóttir, hús-
freyja, frá Úlfs-
staðakoti, Blöndu-
hlíð í Skagafirði, f.
9. maí 1888, d. 26.
apríl 1984, og Jónas
Sveinsson, kennari, bóndi o.fl.,
frá Litla Dal í Húnavatnssýslu,
f. 4. desember 1873, d. 29. mars
1954. Systkini Hallgerðar eru:
1) Sverrir Jónasson, sjómaður,
f. 24. maí 1922, lést af slysförum
25. september 1947, 2) Sveinn
Jónasson, bifreiðasfjóri, f. 16.
maí 1924, 3) Áslaug Jónasdóttir,
húsmóðir, f. 14. apríl 1929.
Hallgerður ólst upp í Banda-
gerði og varð gagnfræðingur
1944. Hún starfaði í mörg ár
lyá Skóverksmiðju Iðunnar og
síðan í yfir tuttugu ár sem tal-
símavörður ly'á Pósti og síma á
Akureyri.
Hinn 25. apríl 1948 giftist
Hallgerður Steingrími Guð-
mundssyni, leigubifreiðar-
stjóra og síðar skrifstofumanni
á bæjarskrifstofum Akureyrar,
f. 11. júlí 1916, d. 1. janúar
1987. Foreldrar hans voru lyón-
in Unnur Guðmundsdóttir, hús-
freyja frá Þúfnavöllum í Hörg-
árdal, f. 5. júlí 1887, d. 22 apríl
1963, og Guðmundur Bene-
diktsson, bóndi og kennari, frá
Árbakka á Árskógsströnd, f.
3. október 1885, d. 13. ágúst
1919.
Mig langar til að minnast Hall-
gerðar Jónasdóttur, ömmu og nöfnu
eiginkonu minnar, með nokkrum
orðum. Ég kynntist Öbbu ömmu,
eins og Hallgerður var nefnd í dag-
legu tali, fyrir rúmum tíu árum.
Þá hafði ég oft heyrt hana nefnda,
enda var kona mín mikið hjá henni
sem barn og héldu þær góðu sam-
bandi alla tíð. Með okkur Öbbu
tókust strax góð kynni og heimsótt-
um við hana iðulega er við fórum
til Akureyrar og einnig heimsótti
hún okkur til Reykjavíkur og til
Gautaborgar þar sem við bjuggum
um tíma. Abba var ákveðin, dugleg
og yfir henni var reisn og lagði hún
mikið upp úr því að vera vel til
fara og að hafa snyrtilegt í kringum
sig. Á köflum var lífið erfitt fyrir
Öbbu og var m.a. eiginmaður henn-
ar, Steingímur Guðmundsson,
heilsuveill lengi áður en hann lést
1987. Hún hafði gaman af ferðalög-
um og ferðaðist víða um heiminn
með Steingrími og hélt því áfram
eftir andlát hans á meðan hún hafði
heilsu til. Abba var líka mikill ætt-
fræðigrúskari og gat rakið ættir
flestra þeirra sem nefndir voru í
okkar samræðum. Eitt var henni
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Börn Hallgerðar
og Steingríms eru:
1) Inga Jóna, hús-
móðir, f. 28. desem-
ber 1946. Fyrri eig-
inmaður Ingu var
Gunnar Kristinsson
járniðnaðarmaður,
f. 9 nóvember 1940,
lést af slysförum 26.
ágúst 1973. Börn
Ingu Jónu og Gunn-
ars eru: Steingrím-
ur, rafmagnsverk-
fræðingur, f. 18.
júni 1964, maki Sig-
rún Sigurðardóttir
meinatæknir, f. 13. maí 1962.
Dætur Steingríms og Sigrúnar
eru Sif, f. 29. apríl 1987, og
Saga, f. 4. september 1991;
Hallgerður, þroskaþjálfi og
hársnyrtir, f. 15. mars 1968,
maki Þorsteinn Gunnarsson,
læknir, f. 7. maí 1967. Synir
Hallgerðar og Þorsteins eru
Gunnar, f. 21. febrúar 1993 og
Steingrímur, f. 2. febrúar 1995.
Seinni maður Ingu Jónu er
Steingrímur Einarsson, sjó-
maður, f. 25. aprí 1941. Sonur
Ingu Jónu og Steingríms er
Gunnar Einar, guðfræðinemi,
f. 18. desember 1974, maki Erla
Valdís Jónsdóttir, sjúkraþjálf-
aranemi, f. 27. júlí 1974. 2)
Þorgeir, bifreiðasmiður, f. 15.
desember 1948, maki Dómhild-
ur Karlsdóttir, húsmóðir, f. 7.
júlí 1949. Synir Þorgeirs og
Dómhildar eru: Sigurbjörn,
stýrimaður, f. 16. febrúar 1971,
unnusta hans er Rósa Jónsdótt-
ir, nuddari, f. 20 júlí 1973.
Steingímur, sjúkraþjálfari, f.
2. janúar 1973.
Útför Hallgerðar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
þó sérlega hugleikið og það var
velferð bamabama sinna og fjöl-
skyldna þeirra og hefur hún í gegn-
um tíðina veitt okkur ómetanlegan
stuðning á ýmsan hátt.
Síðustu árin voru Öbbu mjög
erfið vegna veikinda sem að lokum
gerðu líf hennar óbærilegt. Ég hitti
Öbbu síðast fyrir tæpum tveimur
vikum og þá læddist að mér sá
gmnur að þetta yrði í síðasta sinn
er við hittumst í þessu jarðlífi. Það
var því með söknuði en nokkrum
létti sem við hjónin brugðumst við
andláti Öbbu þann 2. ágúst sl.
Éftir lifir minningin um góða konu
sem ávallt mun skipa fastan sess
í hugum okkar. Blessuð sé minning
hennar.
Þorsteinn Gunnarsson.
Nú ertu dáin, elsku amma mín.
Þín verður alltaf minnst sem dug-
legrar og einstaklega góðrar
konu. Þú hefur átt við mikil veik-
indi að stríða en nú ertu frjáls,
amma mín. Þín er svo sannarlega
sárt saknað, en í gegnum sorgart-
árin er ljós og þar ert þú nú. Ég
er fullviss um að nú líður þér vel
í faðmi frelsarans sem hefur tekið
þig í ástarfaðm sinn. Innst inni
ríkti fögnuður í hjarta mínu þegar
mamma hringdi í mig og sagði
mér að þú værir dáin, þá vissi ég
að þjáningar þínar voru á enda
og baráttunni lokið, þú værir
frjáls.
Allir sem þekktu þig vita hve
góða og duglega konu þú hafðir
að geyma. Þú hefur markað djúp
spor í hjörtum okkar allra, spor
sem verða aldrei fyllt. Þú varst
alltaf svo dugleg að hvetja mann
áfram, hvort sem það var í vinnu
eða námi. Og þú samgladdist
manni alltaf svo innilega þegar vel
gekk og þegar á móti blés hvattir
þú mann sem aldrei fyrr, orðið
uppgjöf var ekki til hjá þér.
Elsku amma mín, ég minnist
þeirra mörgu góðu stunda sem við
áttum saman þegar mamma og
pabbi voru úti á sjó og þú hugsað-
ir um mig á meðan. Þau voru ófá
skiptin sem við hlógum eins og
vitleysingar, eða röbbuðum saman
um heima og geima. Sérstaklega
er mér eitt atvik minnisstætt, þeg-
ar kötturinn kom með músina inn
til okkar og uppi varð fótur og fit.
Þú hljópst og læstir þig inni í her-
bergi og ég stökk upp á stól.
Seinna hlógum við oft að þessum
atburði.
Takk fyrir allan stuðninginn,
elsku amma mín, sem þú hefur
veitt mér og Erlu, konunni minni.
Ég gleymi ekki brosinu þínu þann
13. júlí í fyrra þegar við brúðhjón-
in örkuðum upp á Hlíð þar sem
þú dvaldir og þú óskaðir okkur til
hamingju með daginn.
Elsku amma, ég minnist þín
fyrst og fremst með þakklæti, gleði
og fögnuði. Megi góður Guð geyma
sálu þína og styrkja okkur öll í
sorg okkar, þú býrð í hjörtum okk-
ar allra.
Þinn
Gunnar Einar Steingrímsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN HALLDÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Blöndubakka 8,
Reykjavík,
áður Hringbraut 90,
lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins
5. ágúst síðastliðinn.
Skúli Óskarsson, Birna Ólafsdóttir,
Sigmar H. Óskarsson, Elísabet G. Snorradóttír,
Sigrún Ragna Skúladóttir,
Ragnhildur Skúladóttir,
Anna Marfa Skúladóttir,
Óiafur Skúlason,
Óskar Dan Skúlason,
Edda Björg Sigmarsdóttir,
Snorri Rafn Sigmarsson
og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar,
FINNUR H. GUÐMUNDSSON
frá Ástúni,
ingjaldssandi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. ágúst síöastliðinn.
Hildur, Gunnar og Eirfkur Finnsbörn.
HALLGERÐ UR
JÓNASDÓTTIR
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
MAGNÚS GUNNAR JÖRUNDSSON,
Jökulgrunni 6
áður til heimilis
( Efstasundi 4,
Reykjavfk,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
3. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristján H. Magnússon, Elsa Stefánsdóttir,
Anna G. Magnúsdóttir,
Aðaiheiður K. Magnúsdóttir,
Ingimundur R. Magnússon, Helga M. Jónsdóttir,
Gunnar Þór Magnússon, Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐJÓN HUGBERG BJÖRNSSON
garðyrkjumaður,
Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðuriands, Selfossi,
1. ágúst síðastliðinn.
Jarðsett verður frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 9. ágúst kl. 13.30.
Marfa Konráðsdóttir,
Björn Guðjónsson,
Ingibjörg S. Guðjónsdóttir,
Sigurður Guðjónsson,
Margrét Guðjónsdóttir,
Guðný J. Kjartansdóttir,
Ásta Gunnlaugsdóttir,
Óskar Elfasson,
Ólöf Geirmundsdóttir,
Ómar Halldórsson,
Ólafur H. Kornelíusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, systir, amma og langamma,
SIGNÝ GÍSLADÓTTIR
frá Þórisdal í Lóni,
Vfkurbraut 26,
Höfn,
Hornafirði,
sem lést á Skjólgarði fimmtudaginn 31. júlí sl.,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugar-
daginn 9. ágúst kl. 14.00.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurlaug Gísladóttir,
Guðmundur Knútsson,
Signý Knútsdóttir, Hannes Ingi Jónsson,
Kristfn Knútsdóttir, Guðmundur Atlason
og barnabarnabörn.
t
STEINGRÍMUR FRIÐRIKSSON,
Freyjugötu 32,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laug-
ardaginn 9. ágúst og hefst athöfnin kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Friðriksdóttir,
Ólafur Grétar Guðmundsson.
Eiginmaður minn, t JÓHANN JÓNASSON
frá Hrísey,
er látinn. Emelía Stefánsdóttir.
t
Faðir minn,
ÞORKELLJÓNSSON
frá Hólmavík,
lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn
6. ágúst síðastliðinn.
Guðbjörg Þorkelsdóttir.