Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LY S I N
ATVIIMIMU-
AUGLÝSINGAR
Grunnskólakennarar
Næsta skólaár er ein kennarastaða laus við
Borgarhólsskóla, Húsavík.
Um er að ræða almenna bekkjarkennslu á mið-
stigi.
Borgarhólsskóli ervel búinn, einsetinn, heild-
stæður grunnskóli í nýju skólahúsi.
Mikil áhersla er lögð á samvinnu og margs
konar þróunarvinnu í skólastarfinu.
Reynt er að útvega niðurgreitt húsnæði og
búslóðarflutningur er greiddur.
Umsóknarfresturframlengisttil 15. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veita:
Halldór Valdimarsson, skólastjóri, vs. 464 1660,
hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðar-
skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631.
Hárgreiðslustofan
Hafsteina, Austurveri
óskar eftir hárgreiðslumeistara eða -svein í
fullt starf. Þarf að geta byrjað sem fyrst.
Upplýsingar gefur Hafsteina í s. 565 2042.
Fiskvinnslufólk
Starfsfólk, vant snyrtingu og pökkun, vantar
til starfa hjá Hraðfrystihúsi Hellissands frá og
með 1. september.
Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 436 6713.
Vélstjóra vantar
á bát sem gerður er út á dragnót frá
Vestmannaeyjum.
Upplýsingar í síma 481 2793 eða 481 1566.
Gröfumaður
Vanan gröfumann vantar strax. Mikil vinna.
Upplýsingar í símum 852 2137 og 565 3140.
FUIMDIR/ MAMNFAGNAÐUR
íþróttakennarar!
Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands 1997
verður haldinn í íþróttahúsi íþróttakennara-
skóla íslands á Laugarvatni fimmtudaginn
21. ágúst nk. kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
TILKYNNINGAR
/
v.
I P U L A G R f K I S I N S
Hringvegur úr Langadal
að Armótaseli,
Norður-Múlasýslu
Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 8. ágúst til 12. sept-
ember 1997 á eftirtöldum stöðum: í Skjöld-
ólfsstaðaskóla, á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps
og í Safnahúsi Austurlands, Egilsstöðum.
Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi
ríkisins, Reykjavík.
Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
12. september 1997 til Skipulags ríkisins,
Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Leyfi til sölu
notaðra ökutækja
í apríl sl. tóku gildi lög nr. 20/1997, um breyt-
ingu á lögum nr. 69/1994, um sölu notaðra
ökutækja. í lögunum er kveðið á um að hver
sá, sem vill reka verslun eða umboðssölu með
notuð ökutæki, skuli hafa til þess sérstakt leyfi
viðskiptaráðherra. Einnig er kveðið á um að
viðskiptaráðuneytið skuli halda skrá yfir þá,
sem leyfi hafa til starfsemi samkvæmt
lögunum.
Þess er óskað að allir þeir, sem reka verslun
eða umboðssölu með notuð ökutæki, sendi
upplýsingar þar um til viðskiptaráðuneytisins,
þ.e.a.s. afrit af leyfisbréfi og gildri starfs-
ábyrgðartryggingu. Gerð verður skrá yfir alla
leyfishafa með hliðsjón af þeim upplýsingum,
sem berast ráðuneytinu. Þeir, sem ekki verða
á skrá 15. ágúst nk. en reka þrátt fyrir það
verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki,
mega eiga von á því að sölustað þeirra verði
lokað í kjölfarið.
Viðskiptaráðuneytið,
7. júlí 1997.
TIL. SÖLU
Lagersala
Laugardaginn 9. ágúst, frá kl. 13.00 til 16.00
síðdegis, verður lagersala í Vatnagörðum 26,
Reykjavík. Selt verður maðal annars: Garðljós
á kostnaðarverði, verkfærakassar á góðu verði,
nokkrir vinnupallarfyrir heimili og fjölnota
stigar, takmarkað magn. Servíettur, plasthnífa-
pör og kringlóttir borðdúkar, tilvalið í sumarbú-
staðinn, sumarferðalögin og í garðinn. Nokkrir
kíkjar á góðu verði. Sportveiðifæri, flugulínur,
gervibeita, gott úrval. Vöðlur, sjóstangir, regn-
kápur, veiðijakkar og veiðigaílar. Hjólaskautar
fyrir 3—7 ára. Úrval leikfanga, pússluspil og
margt fleira. Spennandi vörur. Einnig Ijósritun-
arvél sem þarfnast lagfæringar, ritvél, hring-
stigi og þjófavarnakerfi.
Verið velkomin og gerið góð kaup.
Stokkseyri - Heiðarbrún 18
Höfum í sölu snoturt einbýlishús á rólegum
stað. Húsið er klætt að utan. Góður bílskúr.
Gróin og góð lóð. Skemmtileg staðsetning.
Nánari upplýsingar á Fasteignasölu
Lögmanna Sudurlandi, sími 482 2988.
Verd 7.900.000.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1,
Selfossi, þriðjudaginn 12. ágúst 1997 kl. 10:00 á eftirfarandi
eignum:
Dynskógar 12, Hveragerði, þingl. eig. Svandís Birkisdóttir, gerðarbeið-
andi Ingibjörg Ingólfsdóttir.
Dynskógar 32, Hveragerði, þingl. eig. Páll Björgvin Kristjánsson,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands Hveragerði, Eftirlaunasjóður
atvinnuflugmanna og Hveragerðisbær.
Eyrargata 13, Eyrarbakka, þingl. eig. Sigurður Þór Emilsson og Hafrún
Ósk Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslu-
maðurinn á Selfossi.
Hrísholt 20, Selfossi, þingl. eig. Guðmundur Steindórsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldskil sf., Ingvar Helgason hf., Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins, Selfosskaupstaður og Trygging hf.
Lóð úr landi Glóru 0201, Hraungerðishrepþi, þingl. eig. Ólafur Stefán
Þórarinsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Stofnlána-
deild landbúnaðarins.
Merkigarður, Stokkseyri, þingl. eig. Helgi Valur Einarsson, gerðarbeið-
endur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, S.G. Einingahús hf og sýslu-
maðurinn á Selfossi.
Seftjörn 18, Selfossi, þingl. eig. Védis Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Sel-
fosskaupstaður.
Sunnuvegur 14, n.h„ Selfossi, þingl. eig. Karl Ómar Ársælsson, gerð-
arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Póstur og simi, innheimta, Sel-
fosskaupstaður og Skipasmíðastöðin Dröfn hf„ Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
7. ágúst 1997.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fjarðarstræti 2,0201, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðarbæj-
ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 12.
ágúst 1997 kl. 13:00.
Hjallavegur 1, 0101, Flateyri, þingl. eig. Ólafur Rafnsson, hdl. v/db.
Þrastar Daníelssonar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, hús-
bréfadeild, þriðjudaginn 12. ágúst 1997 kl. 14:00.
Hjallavegur 1, 0201, Flateyri, þingl. eig. Guðmundur J. Baldursson
og Katrin Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins,
þriðjudaginn 12. ágúst 1997 kl. 14:30.
Vallargata 7, Flateyri, þingl. eig. Flateyrarhreppur, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 12. ágúst 1997 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á ísafirði,
1. ágúst 1997.
ÝMISLEGT
SKDGRÆKTARFELAG
REÝKIAVlKUR
Skógræktarfélag Reykjavíkur hvetur Reyk-
víkinga tii að fjölmenna í Heiðmörk og önnur
skóglendi borgarinnar, skógardaginn 9. ágúst.
Hjartagangan
Á morgun, 9. ágúst, er göngudagur f jöl-
skyldunnar. Göngum öll saman okkurtil
ánægju og heilsubótar.
Gengið verður frá Þrastarlundi kl. 14.00.
Félag hjartasjúklinga á Suðurlandi.
KENNSLA
Sameiningarnámskeið
í hársnyrtiiðn
Ákveðið hefur verið að lokadagur umsóknar-
frests vegna sameiningarnámskeiða verði
31. ágúst 1997.
Þeir, sem ekki verða búnir að fara á námskeið
fyrir þann tíma en eru búnir að senda inn um-
sókn, verður boðið að fara á námskeið vetur-
inn '97—'98.
Sameiningarnefnd
í hársnyrtiiðn
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Þingveilir
— þjóðgarður
Dagskrá helgarinnar.
Á Þingvöllum verður boðið upp
á fjölbreytta dagskrá um helgina,
þar sem saman fer fræðsla,
skemmtun og holl útivera. Þjóð-
garðurinn á Þingvöllum er grið-
arstaður, þar sem fólk á öllum
aldri á að geta dvalið og notið
umhverfisins í ró og næði. Því
skal ríkja næturró á tjaldstæðum
eftir miðnætti og drukkið fólk er
spillir friði getur vænst þess að
verða vikið af svæðinu.
Föstudagur 8. ágúst.
Kl. 20.30 Kvöldrölt.
Lagt upp frá kirkju, gengið að
Flosagjá (Peningagjá) og um
Spöngina. Tekur um 1 klst.
Laugardagur 9. ágúst.
Kl. 13.00 Gjár og sprungur.
Gengið verður um gjár og
sprungur að Öxarárfossi og til
baka um Fögrubrekku. Fjallað
verður um jarðfræði Þingvalla-
svæðisins og aðkomuleiðir til
þingstaðarins forna. Gott er að
vera vel skóaður, en ferðin hefst
við þjónustumiðstöð og tekur
um 2'/2-3 klst.
Kl. 15.00 Litað og leikið
í Hvannagjá.
Barnastund fyrir alla krakka í
Hvannagjá, þar sem farið verður
í leiki og litað með vatnslitum.
Barnastundin tekur 1 — 1V4 klst.
og hefst við þjónustumiðstöð.
Sunnudagur 10. ágúst.
Kl. 13.00 Lambhagi.
Róleg og auðveld náttúruskoð-
unarferð um Lambhaga, þar sem
hugað verður að dýralífi og
gróðurfari við Þingvallavatn.
Lagt verður upp frá bílastæði við
Lambhaga og tekur gangan 3—4
klst. Hafið gjarnan með ykkur
nesti.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta.
Séra Heimir Steinsson annast
guðsþjónustuna — organisti
Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Kl. 15.30 Gestamóttaka
á Skáldareit.
Staðarhaldari tekur á móti gest-
um þjóðgarðsins og ræðir um
náttúru og sögu Þingvalla. Mót-
takan hefst á Skáldareit að baki
Þingvallakirkju og stendur yfir í
30—40 mínútur.
Allar frekari upplýsingar
veita landverðir I þjónustu-
miðstöð þjóðgarðsins, sfmi
482 2660.
FÉLAGSLÍF
FERDAFÉIAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 4. ágúst
kl. 08.00 Álftavatn — Fjalla-
baksleið syðri. Ekið um Lang-
víuhraun að Álftavatni og til baka
niður í Fljótshlíð. Geysifögur
fjailaleið. Verð 3.000 kr. Brottför
frá BSÍ, austanmegin, og Mörk-
inni 6.
Sunnudagur 5. ágúst kl.
08.00 Þórsmörk. kl. 10.30
Reykjavegur 7. áfangi (Djúpa-
vatn-Méltunnuklif), kl. 13.00
Seltún-Sveifluháls (sprungu-
dalur).
Munið helgarferðirnar í Þórs-
mörk og á Fimmvörðuháls.
Ferðir f Þórsmörk á mánudag
og miðvikudag.