Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 43 FÓLK í FRÉTTUM Þrír Rótarýfélagar sæmdir Paul Harris-orðunni ► NÝVERIÐ voru þrír félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga sæmdir Paul Harris-orðunni. Orðan er veitt fyrir vel unnin störf á þágu Rótarý, annars vegar á landsvísu og hins veg- ar fyrir störf innan Rótarý- klúbbanna. Þeir Matthías Pét- ursson og Pálmi Eyjóifsson á Hvolsvelli fengu orðuna fyrir vel unnin störf í þágu Rótarý- klúbbs Rangæinga en Ólafur Ólafsson, einnig frá Hvolsvelli, fékk orðuna fyrir vel unnin störf í þágu Rótarýhreyfingar- innar á íslandi. Þessir heiðurs- menn eru allir stofnfélagar klúbbsins en Rótarýklúbbur Rangæinga var stofnaður árið 1966. Það var Páll Björnsson forseti klúbbsins sem sæmdi þáorðunni. Morgnnblaðið/Steinunn PÁLL Björnsson forseti Rótarýklúbbs Rangæinga sæmdi Matthías Pétursson, Pálma Eyjólfsson og Ólaf Ólafsson Paul Harris-orðunni. JASON Priestley og Christine Elise á meðan allt lék i Iyndi. Einhleyp- ur áný BEVERLY Hills hjartaknúsarinn Jason Priestley er orðinn einhleypur aftur eftir nokkurra ára samband við leikkonuna Christine Elise. Ástæða skilnaðarins ku vera kvennafar kappans en þau Elise voru saman í fimm ár. Margur kven- kynsaðdáandi Priestleys eygir nú von um að ná athygli leikarans en Luke Perry, annar leikari þáttanna, giftist aðdáanda sem sendi honum brjóstahaldarann sinn. Hver veit því nema Priestley rými fljótlega til fyr- ir nýjum félaga í Malibu-hýsi sínu. Á batavegi LINDA McCartney, eiginkona Bítils- ins Paul McCartney, er óðum að jafna sig eftir 18 mánaða baráttu við brjóstakrabbamein. Myndin er tekin af eiginmanninum, Sir Paul, og er aðeins önnur myndin sem tekin hefur verið af Lindu síðan hún greindist með krabbamein í desember árið 1995. Á henni sést að tónlistar- og viðskiptakonan Linda McCartney er hraustleg og hamingjusöm þrátt fyr- ir mikinn mótbyr undanfarið. Fregnir herma að hin 55 ára gamla Linda sé aftur að verða hún sjálf og muni fljótlega tilkynna stækkun matvælafyrirtækis síns, MacVege Ltd. „Vegna velgengninn- ar í Bretlandi get ég nú lagst í að framkvæma langtíma markmið mitt að búa til alls konar máltíðir án kjöts fyrir fólk um allan heim,“ segir Linda og lítur bjartsýn til framtíðar- innar. Maus^x Talulla x. The Prodigv \ Rhvthm Dust Subterranean \ Primal Scream Botnlecfja/Quarashi Dj. Rampage+Mr. Bix Stjörnukisi, Koirassa o. fi. Við minnum á Stórtónleika af þessu tilefni í kvöld þar sem fram koma Quarashi ♦ Botnleðja * Maus • Subterranean • Kolrassa Stjörnukisi Vinyll • Bang Gang • Rhythm Dust +Possi spilar uppi allt kvöldið og Finlandia skvisumar væta kverkar gesta BLOSSI/810551 FRUMSÝND 14. ÁGÚST DISKURINN RR KOMINN I VERSLANIR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.