Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 52
JtewU&L
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞAÐ sem eftir stendur af skipsskrokknum í fjöruborðinu og ekki verð-
ur hreyft frekar við af mannahöndum mun brimið sjá um að
sverfa og sandurinn gleypa.
Niðurrifí Víkartinds lokið og
hreinsun á strandstað á lokastigi
Skipið breyttist
í brotajárnshaug
UPPI á fjörukambinum liggur draslið í stórum haugum og bíður þess
að verða fjarlægt þegar haustar og jörð frýs.
LOKIÐ er við að hluta sundur
skrokk Víkartinds að svo miklu
Ieyti sem mögulegt er og koma
hlutunum upp á fjörukambinn.
Þar er verið að taka þá sundur í
smærri búta, sem síðan verða
fluttir burt sem brotajárn þegar
jörð frýs í haust en sem stendur
er erfitt um vik fyrir þunga bíla
að aka um sandinn.
Ekki verður hreyft frekar við
því sem eftir er af skipsskrokkn-
um í fjöruborðinu en briminu og
sandinum látið eftir að granda því
smátt og smátt.
Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra fór í vettvangs-
skoðun á strandstað Víkartinds í
ffáfsfjöru í gær ásamt embættis-
mönnum og skoðaði það sem þar
var eftir af flakinu. Nú eru liðlega
fimm mánuðir frá strandi Víkart-
inds.
Birgir Þórðarson, heilbrigðis-
fulltrúi Suðurlands, kvaðst mjög
ánægður með framgang hreinsun-
arstarfsins. „Þetta hefur gengið
mjög vel miðað við allar aðstæð-
ur. Hér hefur verið unnið hratt og
vel, enda fagmenn að verki. Eng-
in slys hafa orðið á mönnum og
það tókst vel að koma í veg fyrir
mengun af völdum olíu og spilli-
efna,“ sagði Birgir.
Unnið er að skýrslu um málið,
sem verður væntanlega iögð fyrir
Alþingi í haust. „Ég held raunar
ekki að það sé þörf á miklum
lagabreytingum, en það þarf að
skoða betur stjórnsýsluþáttinn,
þ.e. hver ber ábyrgð á hverju,"
sagði umhverfísráðherra.
Viðskipti
með notaða
bila í
rannsókn
EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra
ríkisins hefur hafíð umfangsmikla
rannsókn á viðskiptum með notað-
ar, innfluttar bifreiðar. Rannsóknin
beinist að milliliðum í slíkum við-
skiptum en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins leikur grunur á að
rekstrartekjur af þessum viðskipt-
um séu vantaldar.
Embættið kannar sérstaklega
endanlegt söluverð bifreiðanna og
kostnaðarverð þeirra. Er talað um
að þær upphæðir sem vantaldar eru
geti hlaupið á tugum milljóna
króna. Skúli Eggert Þórðarson,
skattrannsóknarstjóri ríkisins, stað-
festir að rannsóknin sé í gangi og
nái til viðskipta með notaða bíla á
síðasta ári.
„Ég get staðfest það að þessi at-
vinnugrein hefur verið til rannsókn-
ar hjá embættinu. Rannsóknin bein-
ist að aðilum sem hafa haft það að
atvinnu að flytja inn notaða bíla til
endursölu eða í umboðssýslu,“ segir
Skúli Eggert.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er rökstuddur grunur um
að notaðir bílar séu í mörgum tilfell-
um seldir á hærra verði en söluaðil-
ar kosta sjálfii- til. Grunsemdir eru
um að af mismun á kostnaðarverði
og söluverði séu ekki greidd lögboð-
in opinber gjöld.
Rannsóknin beinist ekki að kaup-
endum innfluttra, notaðra bíla á Is-
landi heldur þeim sem hafa haft at-
vinnu af innflutningnum. Er þar um
að ræða á annan tug aðila. Á síðasta
ári voru fluttir inn 1.670 notaðir bíl-
ar og 877 bílar fyrstu sex mánuði
þessa árs. Talið er að vantaldar
rekstrartekjur vegna þessara bíla
nemi tugum milljóna króna.
Fékk 280 E-
pillur í pósti
PÓSTSENDING með 280 E-pillum
barst nýverið íbúa í Hafnarfirði og
tilkynnti viðkomandi lögreglunni
þegar um sendinguna sem hann
kvaðst ekki hafa átt von á. Sendingin,
sem var bók, barst frá óþekktum að-
ila í Bretlandi. Málið er nú í rann-
sókn hjá rannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík.
Hraðsendingarþjónusta hafði fyrir
verslunarmannahelgina reynt að
koma pakkanum til viðtakanda en
þar sem hann var að heiman skildi
sendill eftir tilkynningu um að hann
‘ gæti vitjað pakkans á pósthúsinu
sem eigandinn gerði og kom þá í ljós
hvers kyns var. I E-pillunni eru fíkni-
efni skyld amfetamíni sem haft geta
meðal annars skaðleg áhrif á ákveðn-
ar taugafrumur. Ómar Smári Ár-
mannsson lögreglumaður segir að
sleppi sendingar sem þessar gegnum
tollaeftirlit, sem dæmi séu um á síð-
r-* ustu árum, skuli viðtakendur þegar í
stað hafa samband við lögreglu.
Skrifað undir samninga vegna álvers Norðuráls á Grundartanga
Hagnaður Landsvirkjunar
1100 milljónir á 20 árum
Morgunblaðið/Arnaldur
KENNETH Peterson, stjórnarformaður og forstjóri Columbia
Ventures Corporation, aðaleiganda Norðuráls, og Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra takast í hendur eftir undírritun samninga í gær.
GENGIÐ var frá samningum
vegna álvers á Grundartanga milli
íslenskra stjórnvalda og Lands-
virkjunar og Norðuráls og Col-
umbia Ventures Corporation í
Reykjavík i gær. Allir nauðsynlegir
samningar, sem íslenskir aðilar
koma að vegna álversins, hafa því
verið undirritaðir. Hagnaður
Landsvirkjunar vegna samningsins
er áætlaður 1100 milljónir á næstu
20 árum, á núvirði.
Endanlegir samningar um fjár-
mögnun álversins milli Columbia
og hollenska bankans ING og
franska bankans Banque Paris
verða undirritaðir á föstudag í
London og er undirritunin nánast
formsatriði, þar sem öllum ágrein-
ingsefnum samningsaðilanna hefur
verið eytt, að sögn David Coles,
fulltrúa Banque Parisbas.
Kenneth Peterson, forstjóri Col-
umbia og stjórnarformaður Norð-
uráls, og Finnur Ingólfsson, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, undir-
rituðu fjárfestingarsamning vegna
álversins á Grundartanga í húsa-
kynnum Landsvirkjunar í gær og
þá voru einnig undirritaðir samn-
ingar um hafnarframkvæmdir á
Grundartanga, athafnasvæði ál-
versins og raforkusölu frá Lands-
virkjun, auk þess sem Landsvirkj-
un og Reykjavíkurborg undirrituðu
samning um sölu á rafmagni frá
jarðvarmaveitu á Nesjavölium.
Heildarkostnaður við byggingu
álversins er um 180 milljónir doll-
ara eða rúmlega 13 milljarðar ís-
lenskra króna. í lok þessa mánaðar
eru væntanleg 11 skip til landsins
með margvíslegan búnað í verk-
smiðjuna.
6,8 miHjarðar í efnahagslífið
Að lokinni undirritun samninga í
gær sagði Finnur Ingólfsson iðnað-
arráðherra samninginn sérstaklega
merkilegan því hann væri fyrsti
fjárfestingarsamningur frá 1977
milli stjórnvalda og erlends aðila
því aðrir samningar hafí verið gerð-
ir við aðila sem fyrir hafi staðið að
rekstri járnblendiverksmiðju á
Grundartanga og álvers í Straums-
vík um stækkun þeirra fyrirtækja.
Ráðherra sagði að þegar samn-
ingurinn, þar sem gert er ráð fyrir
álveri sem geti framleitt 60 þúsund
tonn af áli en unnt verði að stækka í
allt að 180 þúsund tonna fram-
leiðslugetu, komi í gagnið muni
hann skila 6,8 milljörðum króna inn
í efnahagslíf Islendinga í auknar út-
flutningstekjur á ári.
Kenneth Peterson, forstjóri og
stjórnarformaður Columbia, eig-
anda Norðuráls, sagði við Morgun-
blaðið að ekki léki vafi á að ráðgert
væri að stækka álverið í framtíð-
inni, „en það verður ákveðið í sam-
ráði við Landsvirkjun og veltur
einnig á ástandinu á álmörkuðun-
um. Það verður ákveðið á næstu ár-
um. Núna einbeitum við okkur að
því að koma þessum áfanga á
skrið,“ sagði Peterson.
■ Samningagerð/26-27