Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 5

Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 B 5 Blueberry Hill I found you. Gengur til hallar í glitrandi skónum gull sitt hann örmum vefur Kliður í salnum en klökkvi í tónum klukkan sem völdin hefur. Brátt munu vísar sér tylla á tólf, þá tapast skrautið af kjólnum. Sviflétt í dansi þau svífa um gólf, hún sefur í rökkurstólnum. Hjónaband þeirra Brynhildar og Alberts var alla tíð gott, að hennar sögn. „Einu sinn var hjá mér stúlka sem var að hjálpa mér eftir að ég kom heim af spítala, þá var Albert dáinn. Ég sagði henni að ég hefði alltaf verið skotin í manninum mín- um. „Hvað segir þú, varstu skotin í manninum þínum svona gömul? Mér finnst þetta geggjun," sagði stúlkan. - „En svona var þetta.“ I ljósi þess- ara orða er ekki að furða þótt Bryn- hildur hefði ung að árum óhikað yfirgefið foreldra sína, vinkonur og ættland og fylgt manni sínum á ókunnar slóðir. „Ég var of ung til að kvíða neinu, mér fannst þetta allt mjög spennandi," segir hún þeg- ar umræðurnar taka að snúast um veru þeirra hjóna í Frakklandi þar sem Albert varð ákaflega dáður fót- boltamaður. „Við bjuggum fyrst í borg sem heitir Nancy, síðan fórum við til Ítalíu, þaðan fórum við til Parísar og svo til Nizza,“ segir Bryn- hildur. „Þetta er merkileg saga, ef fólk hugsar um þetta, þarna kom fátækur ungur maður frá Islandi sem hafði engan til að rétta sér hönd og hann gerði samninga við þessi stóru, frægu félög, sern aldrei höfðu verið gerðir áður af Islend- ingi, og raunar ekki Norður- landabúa, að því er ég best veit, og allt heppnaðist þetta vel. Það myndu ekki aðrir gera betur," segir hún. Kröfurnar sem gerðar voru til Al- berts voru miklar. Æfingar voru alltaf hálfan daginn og svo var spil- að um helgar, ef ekki var leikið á heimavelli þurfti liðið að fara langar leiðir og á meðan Albert var í slíkum ferðum var Brynhildur ein heima með barnið. „Svo fékk ég franska stelpu til að hjálpa mér. Eg ætlaði að láta hana kenna mér franska málfræði en ég var fljót að sjá að ég gæti miklu frekar kennt henni,“ segir Brynhildur. „Þá var ég að dunda mér við að læra frönsku. I Nizza sátu konurnar gjarnan í hóp- um og töluðu saman á daginn en þá fór ég í bókasafn og fékk mér bækur og settist svo langt frá þeim og fór að lesa. Ég kynntist þó auðvit- að mörgum Frökkum og á enn í dag marga vini í Frakklandi. Skemmti- legasta veisla sem við Albert héldum um dagana var þegar hann var orð- inn sendiherra í París og bauð öllum gömlu félögunum sínum alls staðar að úr Frakklandi til veislu og þeir komu allir sem ekki voru bundnir við rúmið. Það var mjög skemmileg samkoma." Albert varð fljótlega afar frægur í Frakklandi og víðar. „Hann átti marga aðdáendur og kynntist frægu fólki, t.d. Edith Piaf og fleirum. En við fórum þó minna fyrir þær sakir að Albert þurfti að hátta klukkan níu á kvöldin ef hann ætlaði að standa sig í fótboltanum. Einu sinni þurfti hann t.d. að spila á nýársdag og hann var háttaður klukkan níu á gamlárskvöld. Hann tók starf sitt alvarlega, hann vissi líka sem var að ef hann gerði það ekki kæmi fljót- lega einhver annar í hans stað. Hann gætti sín í mataræði og gerði marg- víslegar æfingar. Ég veit ekki hvað það var sem gerði Albert að svona góðum fótboltamanni, víst var hann sterkbyggður, heilsuhraustur, sam- viskusamur og stundaði starf sitt vel - en eitthvað fleira hefur komið til sem ekki er gott að skýra. Fólkið hérna heima hélt að hann tæki tösk- una sína á sunnudegi og færi út á völl og spilaði, þá var lítill skilningur á svona hlutum á íslandi.“ Skemmtilegast þótti Brynhildi að vera í París. „En mér þykir þó ein- hverra hluta vegna mun vænna um Nizza en Parfs. Albert fór seinna alltaf um hvítasunnuna út til Nizza á mót íþróttafélags sem hann löng- um styrkti og var í þijá daga. Eg fór jafnan með honum, svo datt mér í hug að verða eftir og vera í fríi, þetta gerði ég í mörg ár og fannst það yndislegt." Þess má geta að Albert var gerður að heiðurs- borgara Nizza þann 8. mars 1979. Alls voru þau Albert og Brynhild- ur búsett í nær níu ár erlendis, þau fluttu heim árið 1954 og voru þá búin að eignast Inga Björn. Heima fæddist þeim þriðja barnið, sonurinn Jóhann. „Mig langaði alltaf heim, ég byijaði jafnan á því þegar ég kom hingað að ganga niður í fjöru, setj- ast þar á stein og horfa á Esjuna," segir Brynhildur. Hún kvað marga hafa undrast að þau hjón skyldu leigja sér húsnæði þegar þau komu alflutt heim en ekki kaupa. „Við þurftum að nota peningana til að koma á fót fyrirtæki," segir hún. „Þess vegna leigðum við okkur íbúð í Hlíðunum. Síðar keyptum við okk- ur íbúð á Hraunteignum, sumir köll- uðu hana Alberthall. Þetta var geysi- stór hæð og ris. Þar bjuggum við í fjórtán ár, þá keyptum við hús á Laufásvegi 68. Við áttum jafnan fallegt heimili og keyptum marga fallega muni og húsgögn, ný og gömul, í dvöl okkar erlendis og ferð- um okkar til útlanda síðar. En hvernig gekk Albert að koma fyrirtækinu af stað? „Honum gekk það vel, honum varð allt að fé,“ seg- ir Brynhildur. „Enda var hann dug- legur, hann var burðarkarl, ræst- ingakerling og vann allt annað sem gera þurfti í fyrirtækinu. Sjálf tók ég ekki annan þátt í þessu starfi en F.V. TVÍBURASYSTURN- AR Brynhildur og Álfhild- ur Helena, fimm ára. vera heima og vera til friðs,“ bætir hún við og hlær. Hún kveður Albert hafa haft augun opin meðan hann dvaldi í Frakklandi og verið fljótan að átta sig á hvaða kynni við fólk kæmu að gagni. „Hann kynntist t.d. Hennessy-fólkinu og fékk þannig umboð fyrir Hennessy-koníak, þetta er ættarfyrirtæki. Við vorum boðin til Hennessy-fólksins á 200 ára af- mæli fyrirtækisins. Það var ógleymanlegt, fyrst var búið á glæsi- hóteli í París, síðan var siglt á Signu, þá var leigð flugvél og flogið niður til Cognae, þar var borðað í höll sem ég var nýlega búin að lesa sögu um. Menn voru mjög undrandi á að kona ofan af íslandi skyldi kunna skil á þessari höll. Síðar hélt Albert þessu fólki boð, hann átti auðvelt með að kynnast fólki og umgangast það, ég var meira til baka, undi mér best með mínu fólki. Ég á ekki margar vinkonur en ég valdi þær vel og við höfum fylgst að gegnum lífið.“ Hvemig skyldi þá hafa lagst í Brynhiidi þegar Albert ákvað að fara út í pólitík? „Ég var nú ekki hrifin af því,“ segir-hún. „Ég var ekki vön mikilli stjórnmálaumræðu frá mínu bernskuheimili, pabbi var jafnaðarmaður og tók þátt í stjórn- málum en ræddi þau mál ekki. Sjálf var ég „sjálfstæð manneskja" eins og ég sagði stundum og kaus það sem mér þótti rétt, ég hafði ekki fastmótaðar skoðanir í pólitík og hef ekki enn, mér fmnst þetta allt vera svipað. Allar þessar stefnur eru ágætar út af fyrir sig, mestu skiptir hvernig þær eru útfærðar. Ég átti engan þátt í þessari ákvörðun Al- berts. Það voru bara „einhveijir karl- ar úti í bæ,“ sem hvöttu hann til að bjóða sig fram í prófkjör. Hann ræddi mest lítið um þetta við mig áður, rétt eins og hann kom stundum heim og sagði. „Jæja, það koma hingað Frakkar á eftir,“ þá var hann kannski búinn að bjóða heim heilli rútu af Frökkum. Ég tók lítinn sem engan þátt í starfi hans í pólitík og við ræddum þessi málefni lítið sem ekki. Ég hef aldrei haft ánægju af stjórnmálaumræðum. Ég skil ekkert í pólitík og ég skil ekkert í fótbolta heldur, það er sem betur fer hægt að tala um fleira en þetta tvennt.“ Brynhildur kveðst hafa tekið nærri sér fjölmiðlaumfjöllun og umtal um Albert þegar sú umfjöllun var rætin - annars ekki. „En vissulega var það breyting þegar farið var að fjalla um störf Alberts í stjórnmálum, það kvað oft við annan tón en ég var vön frá umfjöllun um störf hans sem fótboltamanns." Albert bauð sig fram til forseta árið 1980, er slík kosningabrátta ekki erfið? „Nei, mér fannst hún skemmtileg," segir Brynhildur. „Ég fékk þá að sjá mikið af landinu og hitti margt fólk. Ég var ekki sár þótt Albert ynni ekki kosningarnar, mér fannst þetta skemmtileg lífs- reynsla." Albert var um árabil franskur konsúll og til hans leituðu mjög margir Frakkar sem hingað komu. „Við höfðum mikinn eril af ferða- fólki, einkum á sumrin. Einu sinni var Albert t.d. ekki heima þegar hingað komu franskir handbolta- menn. Ég var sett í að vera túlkur fyrir þá. Öðru sinni fór Albert til Brasilíu, þá hittist svo á að hingað kom franska landsliðið í fótbolta. Hann sagði við mig áður en hann fór: „Svo tekur þú á móti franska landsliðinu, heldur ræðu og gefur mönnunum kampavín, ég gerði þetta og allt gekk þetta,“ segir Brynhild- ur. En var Albert eins mikill fyrirgre- iðslupólitíkus og af var látið? „Það eiga allir stjórnmálamenn að sinna fyrirgreiðslu," svarar Brynhildur. „Albert greiddi fyrir fólki alltaf þeg- ar hann gat, alveg sama í hvaða stjómmálaflokki fólk var. Einu sinni hjúkraði mér kona sem kvaðst hafa talað við manninn minn þegar hún var á götunni, „Ég fór til Alberts og bar mig upp við hann og hann var búinn að útvega mér íbúð áður en ég var komin fram að dyrum,“ sagði þessi kona. Albert átti auðvelt með að tala við fólk en í okkar við- skiptum fór ég með sigur af hólmi þegar mér þótti nauðsyn bera til, þá talaði ég þar til hann gafst upp. Ég gætti þess þó yfirleitt að hafa ekki hátt um ráðsmennsku mína í fjölskyldurnálunum, ég hafði það lágt um slíkt að hann tók ekki eftir því - ég réð því sem ég vildi ráða.“ En hvernig skyldi Hafskipsmálið hafa horft við Brynhildi? „Mér fannst Albert verða fyrir illkvittnislegu og mjög ómaklegu aðkasti í því máli sem átti ekki við nein rök að styðj- ast. Hann bar sig vel og þó að hann tæki þetta nærri sér lét hann lítt á því bera. í þessu sambandi má ekki gleyma þeim stuðningi þúsunda manna um allt land sem Albert og raunar fjölskyldunni allri var sýnd- ur. Sá stuðningur verður seint full- þakkaður. Albert var mjög sterkur andlega og þurfti yfírleitt ekki að ræða við mig um viðskiptamál. Ég tók mig þó stundum til og orti brag ef einhver var mjög vondur við hann. Ég man eftir að einu sinni þegar Guðmundur jaki var heima, þá sagði ég við Albert: „Alli, má ég ekki veija þig svolítið? - Jú, honum var alveg sama um það. Þá orti ég nokkrar vísur sem ég fékk birtar í Morgun- blaðinu og þær hittu í mark.“ Albert lést árið 1994. „Hann var búinn að ganga í gegnum miklar þjáningar áður en hann dó, hann fékk krabbamein í augað en á end- anum var það hjartað sem gaf sig. Hann talaði ekki um veikindi sín, kvartaði ekki og gekk alltaf jafn beinn og reistur. Hann hafði karl- mannlegt viðhorf til lífsins. Ég þurfti endilega að vera á spítala þegar kallið kom og hann dó. Það gerðist skyndilega og hann var sofnaður þegar ég náði til hans. Það skiptir hins vegar litlu máli þótt ég kæmist ekki til hans meðan hann enn var vakandi, lífið heldur áfram annars staðar og ég fer bráðum til hans. Ég trúi því að vera okkar hér sé aðeins liður í þroska mannssálarinn- ar. Ég er ekki spíritisti en ég hef farið á miðilsfundi og óneitanleg þótti mér skrítið þegar mér var boð- ið að líta ofan í serstakan kassa lengst uppi í skáp. I þessum kassa voru hárfléttur móður minnar geymdar, ekki gat miðillinn vitað það. Foreldrar mínir dóu báðir í slysi árið 1966 og ég saknaði þeirra sárt. Brynhildur gengur ekki heil til skógar. „Albert sagði stundum við mig í gamni að kannski yrði ég rík ekkja, sé ég talin rík er víst að ég get lítt notið þess, ég fékk Parkin- sonveiki fyrir nær 17 árum og hún hefur gengið nærri mér síðustu ár. Lengi vel lét hún mig að mestu í friði. Það byijaði með því að ég fór að draga annan fótinn en tók varla eftir því sjálf, svo fór ég að lokum til læknis og hann kvað upp þann dóm að ég væri með Parkinson- veiki. Því miður hafði hann rétt fyr- ir sér. Eftir að Albert dó hefur mér versnað mikið og hef orðið að fara af heimili mínu og setjast að í Setja- hlíð, þar er einstaklega gott starfs- fólk sem hlúir vel að mér. Vegna veikinda minna varð ég að selja húsið mitt við Laufásveg og tók það nærri mér. Þegar við Albert vorum ung og ástfangin gengum við stund- um eftir litlum stíg sem kallaður var Liljugata. Við þann stíg var fallegur garður sem tilheyrði húsi við Laufás- veg sem nú er þýska sendiráðið, mér þótti þetta hús og garðurinn í kringum það mjög fallegt og sagði stundum við Alla í gríni að svona vildi ég búa. Þegar að því kom að við seldum á Hraunteignum og skipt- um um húsnæði keypti Albert húsið Laufásveg 68, það var annað hús frá húsinu sem ég hafði sagt að ég vildi gjarnan búa í. „Ég komst ekki nær,“ sagði Albert við mig þegar gengið hafði verið frá kaupunum. Albert reyndi jafnan að gera það fyrir mig sem hann gat og ég get sagt með sanni að það kom aldrei gustur að mér í sambúðinni við hann. Ég hef átt góða ævi. Ef ég ætti að gefa ungu fólki ráð um hvernig það getur best lifað lífinu þá myndi ég ráðleggja því að fara stillt af stað, vera vinnusamt og fara vel með sitt fé, eignast góða vini og leggja mikla rækt við börnin sín, þá fær það end- urgoldið í einhverri mynd. Ég átti góða daga í foreldrahúsum, kannski hefur mér aldrei liðið betur en þar, áhyggjuleysið var slíkt, en líf mitt sem giftrar konu var ekki síðra því lífi sem _mig dreymdi um sem ung stúlka. Ég sakna Aiberts mikið og get varla beðið eftir að hitta hann aftur. Ég sagði oft við hann að hann fengi aldrei frið fyrir mér, ég ætlaði að verða konan hans í næsta lífi líka, og það loforð ætla ég að efna ef nokkur tök eru á.“ Samtal þetta sem hér birtist á sér gamansaman aðdraganda. Þær reglur gilda í Morgunblað- inu að birta ekki afmælisgrein- ar um fólk yngra en sjötíu ára. Fyrir slysni birtist eigi að síður ein grein um 60 ára konu sem var fermingarsystir Brynhild- ar Jóhannsdóttur. Þetta henti Brynhildur á lofti og sendi Styrmi Gunnarssyni ritstjóra eftirfarandi stökur: Þrotlaust hef égþráðinn spunnið ei þótti vinnan góð. Gagn hef wyndar aldrei unnið okkar merku þjóð. Þótt árafjöldinn illa henti má alltaf treysta á þig. Mig langar svo að líta á prenti. lof um sjálfa mig. Ég hylli Moggans hugarsmíðar til hlítarþær ég skil. ég heiti að verða sjötug síðar - sjáðu bara til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.