Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 7

Morgunblaðið - 24.08.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 B 7 Hreyfingarfræðin er mikilvægur þáttur af dansfræðum. Markmið hennar er að kenna dönsurum að þekkja líkama sinn svo þeir geti sjálfir komið í veg fyrir meiðsli. Aður en sú þekking um líkamann og takmarkanir hans komu fram voru þær kröfur sem gerðar voru til dansara oft á tíðum mjög óhollar líkamanum. Sem dæmi má nefna að í listdansi er krafist 180'A út- snúnings á fótum dansara. Sumir eru svo heppnir að hafa fengið slík- an útsnúning í Guðs gjöf en aðrir þurfa að vinna stíft til þess að ná honum hæfilegum. í dag eru til ýmsar æfingar sem gera má til þess að ná auknum útsnúningi en áður var algengt að nemendum var þrýst til þess að gera æfingar út- skeifari en þeir réðu við. Af þeim sökum voru meiðsli á hnjám og ökklum meðal dansara mjög algeng og gátu eyðilagt framtíð annars efnilegra dansara. Samkvæmt könnun sem gerð var í Bandaríkjunum árið 1987 kom fram að af þeim dönsurum sem neyttu vímuefna væru helstu vímuefnin áfengi og kókaín. Lík- legar ástæður eru taldar þær að þegar þreyta og streita gera vart við sig meðal dansara sem sýnir fyrir fullum sal áhorfenda í hverri viku á hann fáa aðra kosti en að halda áfram vinnu sinni. Slíkt dæmi er að finna í metsölubókinni Dancing on my Grave þar sem dansarinn Gelsey Kirkland lýsir því hvernig frami hennar með New York City Ballet og American Ball- et Theatre snerist upp í hreina martröð. Hún lifði á kókaíni og var þar að auki haldin lystarstoli. Vegna lítils skilnings og lítillar þekkingar á vandamálum hennar var hún lögð inn á geðsjúkrahús í stað þess að fá viðeigandi umönnun á meðferðarstofnun fyrir vímu- efnasjúklinga. í dag ríkir aukin meðvitund um þessa hættu og leik- hús reyna að halda vikulegu álagi í lágmarki með því að láta tvo dansa sama hlutverk sem skiptast síðan á. Þó slíkar hraksögur sé að finna í heimi atvinnudansara eiga þær alls ekki við alla dansara. Aðal- atriðið er að i dag eru þjálfarar og kennarar meðvitaðir um þau vandamál sem hafa verið algeng meðal dansara og geta þar af leið- andi sýnt þeim aukinn skilning. Fyrir vikið hefur starfsaldur dans- ara lengst auk þess sem þeir virð- ast stefna að fullkominni stjórn á hreyfingum líkamans. Það er því ekki að undra að táskór og tútú- pils haldi áfram að heilla ungar stúlkur en víst er að draumurinn fæst ekki ókeypis. oft dæmi um andlega örbirgð af þessu tagi og veltum þá kannski litla stund vöngum yfir því hvað hægt sé að gera við þá vesalinga sem þannig hugsa svo þeim líði kannski ögn betur með sjálfum sér og séu ekki til sífelldra vandræða. Ég hef ekki komist að neinni niður- stöðu í þessum efnum. Hitt er aug- ljóst að hugarfarið lagast ekki þótt tappað sé öðru hvoru af óþverran- um með einu og einu skemmdar- verki. Hugarmein af þessu tagi er líklegt til að valda þeim sem það ber mikilli ógæfu og þeim sem fyr- ir afleiðingunum verða mismiklum óþægindum. Ef ekkert er að gert situr skemmdarvargurinn uppi með sitt ömurlega hugarfar og öll þau vandræði sem það mun á endanum skapa honum. Líklega væri ráð fyrir þá sem finna sig hýsa illviðr- áðanlega og þráláta reiði og/eða öfundsýki að reyna að leita sér hjálpar hjá sálfræðingum, geð- læknum eða öðrum þeim sem lík- legir eru til að geta veitt þeim aðstoð við að vinna úr þessum sér- lega neikvæðu tilfinningum, í stað þess að leita þeim útrásar með því að skemma bíla eða gera annað af því tagi sem skemmdarfýsnin blæs þeim í bijóst. Sé ekkert gert er alveg víst að skemmdarvargur- inn mun smám sarnan með gjörðum sínum safna glóðum elds að höfði sér og fyrr eða síðar mun eldurinn taka að loga. MANIMLÍFSSTRAUMAR lYSATARLISTU/frysta kryddjurtir? Basilika með öUu nema pylsu! EITT af því sem gleður augað er litið er yfir grænmetisborð mat- vöruverslana í dag er hve mikið er oft til af ferskum íslenskum og er- lendum kryddjurtum. Úrvalið er vitanlega mismikið, en þegar best lætur má líta fagrar breiður berg- myntu, basilikum, rósmaríns, stein- selju, dills og myntu svo fátt eitt sé nefnt. Auðvitað er hægt að rækta sínar eigin kryddjurtir, égtala nú ekki um ef fólk á lítið gróðurhús, en kryddjurtir eru í eðli sínu ekki innijurtir, svo að þess þarf að gæta vel að þær fái mikla birtu og ioft séu þær ræktaðar innandyra. eir eru nú e.t.v. í meirihluta sem ekki hafa aðstæður til að rækta kryddjurtir eða rækta þær ekki af öðrum ástæðum og eins er náttúrlega mismikið til hverju sinni af ferskum krydd- jurtum á mark- aðnum. Góð þum- alputtaregla er því að nota helming þess magns sem gefið er upp af ferskum krydd- jurtum sé þurrkað krydd notað. Astæðan fyrir þessu er sú að rétt þurrkuð krydd eru yfirleitt bragð- sterkari en ferska kryddjurtin, því þá er allur vökvi úr þeim gufaður upp og jurtin er öll þéttari í sér. Magnið sem notað er fer vitanlega eftir gæðum kryddsins, en heil þurrkuð kryddlauf eða mulin eru mun bragðmeiri og bragðekta en fínmalað krydd, sem einnig inni- heldur oft hluta af stilkum krydd- jurtanna. Ferskar kryddjurtir geymast ekki lengi í kæli, en einfalt og handhægt er að frysta þær þurfi að geyma þær í lengri tíma en fáa daga fyrir notkun. Mjög sniðugt í því sam- bandi er að þvo ferka kryddstöngla, fjarlægja stilkana, fínsaxa krydd- jurtina og setja síðan í klakabox (hellið fyrst örlitlu vatni í hvert hólf). Síðan frystir maður heila klabbið og getur síðan tekið einn og einn kubb eftir þörfum og skellt út í súpuna, pottréttinn, sósuna eða hvað sem er. Semsagt mjög hand- hæg og snyrtileg frystiaðferð. Mað- ur þarf yfirleitt minna af frosnum kryddjurtum en ferskum því við frystingu verða kryddjurtir oft ögn beiskar á bragðið. Þessi frystiaðferð hentar við frystingu flestra krydd- jurta, en mér finnst basilika verða hálfómöguleg við þessa „kaldrana- legu“ meðferð, enda ekki vön mikl- um kulda, upprunnin á Indlandi þar sem litið var á hana sem heilaga jurt og á hún það svo sannarlega skilið. Grasafræðilegt nafn basiliku, basilicum, á sér konunglega skír- skotun í gömlu handriti þar sem höfundur segir angap basliku hæfa híbýlum konungs. A hinn bóginn segja sumir að nafnið sé komið frá basilisk, goðsagnaveru af högg- ormakyni sem gat drepið með augnaráðinu einu saman, og vegna þessa var basilika lengi tengd eitri og eiturnöðrum. Svona er máttur goðsagna ótrúlegur og oft þver- sagnakenndur því á sama tíma var það talið ráð gegn eiturstungum og bitum að bera á þau basiliku. Basilika hefur nú unnið hug og hjörtu flestra, enda erfitt að fá ekki vatn í munnin af lyktinni einni. Basilika fer vel við ýmsa rétti, en með tómötum eða réttum sem í eru tómatar er hún meiriháttar. Hún passar líka mjög vel með t.d. egg- aldini, zucchini, kúrbít og spínati. Rosalega gott er að setja hana út í bæði ertu- og linsubaunasúpu í lok suðutíma (eða þegar um 20 mín. eru eftir af suðutíma) og óvenjulegt samlokuálegg er rjómaostur og fersk basilika. Frísklegt salat er grænt salat, agúrka og basilika. Pasta og basilika eiga einkar vel saman og mjög gott er að borða hana í samfloti við kjúkling, kálfa- kjöt, lifur, nýru, fisk og skelfisk. Basilika er líka undirstöðuhráefnið í hinni gómsætu ítölsku pestó-sósu sem á vaxandi vinsældum að fagna, enda er hún jafnvel besta pastasósa sem fundin hefur verið upp, enn sem komið er a.m.k. Gott er líka að nota pestó til að bragðbæta súpur eins og t.d. minestrone og sem stað- gengil fyrir smjörklípu í bakaðri kartöflu. Pestósósan passar með ótrúlega mörgu og þetta eru bara nokkur dæmi um notagildi hennar. En hér fylgir uppskrift að þessari ljúffengu ijölnota pastasósu. Pestó 1 stórt basilikubúnt 1 stór hvítlauksgeiri 40 g furuhnetur 40 g nýrifinn parmesanostur 3-4 dl ólífuolía Takið basilikublöðin af stönglun- um og myljið í mortéli ásamt hvít- lauknum, ögn af salti og furuhnet- unum. Athugið að magnið skal vera um 60 g af muldum blöðum eftir að búið er að taka _ stöngla frá. Bætið ostinum út í. Úr þessu skal hrært þykkt mauk og þá fyrst bæta ólífuolíunni út í í smábunum. Hrær- ið vel í á meðan og blandið öllu vel saman. Ef búið er til meira magn af sósunni í einu má geyma hana í krukku(m) og hella ögn af ólífuol- íu efst áður en lokið er sett á. Þess má geta að hið ekta Genóvapestó, en þaðan er sósan komin, inniheldur hinn Sardiníuættaða Sardóærost, sem fluttur er í gríðarlegu magni til Genóva í pestógerðarskyni. Því miður höfum við ekki aðgang að Sardó á íslandi, en sem betur fer að Parmesanostinum ljúffenga, sem ekki er síðri í pestósósuna, hún verður einungis mildari fyrir vikið. Stundum eru þessir tveir ostar not- aðir til helminga í sósuna. Þetta er kannski tilvalin hugmynd að auka- búgrein fyrir íslenska bændur - þá mætti e.t.v. breyta Sardó í Barðó eða Kjósó! eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur TÆIiNI///vab tekur niburrif kjamorkuvera langan tíma? Niðumfkjamorkuvera HIN hefðbundna raforkufram- leiðsla kjarnorkuvera fer fram með kjarnaklofnun. í dæmigerðu meðal- stóru kjarnorkuveri eru hafðir nokkrir tugir tonna af plútoni eða úrani inni í kjarnakljúfunum. Úr þeim hverfur eða umbreytist í orku um það bil kíló á ári. Afköst vers- ins eru þá ekki ósvipuð eða heidur meiri en frá Þjórsár-Tungnaár- virkjununum fjórum, og er þá hin nýja Sultartangavirkjun með. Kjarnorkuverin hafa tekið kúfinn af gróðurhúsaáhrifunum. Að Tsjérnóbylslysinu frátöldu hefur reksturinn gengið stóráfallalaust þótt ekki hafi reksturinn verið laus við óhöpp í Bandaríkjunum eða Englandi. Tsjérnóbylslysið varð til að koma geysilegu óorði á orku- framleiðslu með kjarnorku. Án þessa óhapps hefðu mörg ver verið reist sem risu aldrei, og mörg ekki verið rifin sem hafist er handa við að rífa. Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp hvað varðar rekstrar- öryggi veranna. Tilfinningar hafa ráðið afstöðu manna til friðsam- legrar kjarnorku en skynsemin miður. Sannast sagna er rekstur þeirra afar misöruggur, en rekstra- röryggi þeirra öruggustu er mikið, einkum þeirra sem rekin eru í Vest- ur-Evrópu. En annað rekur menn til niðurrifs en umhverfissjónarmið- in ein. Verin ganga óhjákvæmilega úr sér. Lítum nánar á ástæðuna: Nift- eindin er lykileindin meðal þeirra einda sem kjarnann byggja upp. Hún smýgur áreynslulaust um efnin, vegna þess að hún er ekki rafhlaðin. Hún sprengir kjarnana en hún gerir fleira en það sem er þarflegt. Hún rekst á kjarna efn- isins sem hún fer um og umbreytir þeim í aðra kjarna, oft geislavirka. Hún slær frumeindir efnis úr föst- um sætum sínum og breytir styrk- leika þess. Þannig er málmur sem hefur verið í návígi við kjarnaofn orðinn að frauð hvað styrkinn varð- ar eftir nokkra áratugi. Hann er auk þess gjarnan svo geislavirkur að menn geta ekki unnið nærri honum, jafnvel ekki í hlífðarbún- ingi. Meðalhelmingunartími geisla- virkninnar í málmhlutunum er um fimm ár, og virknin hefur fallið um þúsundfalt eftir fimmtíu ár. Þá fyrst, þ.e. hálfri öld eftir að verið er stöðvað, er gerlegt að rífa innviði kljúfanna. Þannig er hinn virki tími kjarn- orkuvers þrjátíu ár, en fimmtíu ár til viðbótar stendur meginhluti þess, þ.e. byggingin utan um kljúfana ásamt kljúfunum sjálfum og bíður þess að öldur þess ofurafls lægi sem urðu til að vei'ið varð til. Þegar eftir stöðvun má eftir Egil Egilsson taka eldsneytis- stengur úr með sömu aðferð og ef skipt er um þær í rekstri. Um ári seinna má fjar- lægja hjálparút- búnað, svo sem dæluij kælivökva o.h. Árin fimmtíu bíður kljúfurinn sjálfur, uns hann er skorinn í brota- málm. Af þessum orsökum eru það aðeins fá ver sem hafa verið rifin til fullnustu og ekki ljóst enn hvaða tækni er hag- kvæmast að beita. Nokkuð liggur á, því í heiminum bíð- ur nú um tugur vera þess að niður- rif hefjist, og ekki færri en tvö hundr- uð og fjörutíu af fjögur hundruð þrjátíu og þremur verum heimsins sem eru til nú þarf að loka' á næstu þrettán árum. Af þessu er ljóst að NIÐURRIFIÐ kallar á sérhæfð niðurrifsfyrir- niðurrif veranna tæki með sérhæfðum mannskap. verður heil iðnað- argrein ekki síður en bygging þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.