Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
20 manns hafa
farist í þyrluslys-
um hér frá 1965
20 MANNS, þar af sex varnarliðs-
menn, hafa farist í þyrluslysum hér
við land frá árinu 1965. Þyrlan sem
fórst í Hvammsfirði í fyrrakvöld var
ein fimm þyrlna sem nú eru skráðar
hér á landi. Auk þriggja þyrlna
Landhelgisgæslunnar var hún og
önnur til í rekstri hjá Þyrluþjónust-
unni.
3. maí 1955 brotlenti Bell þyrla í
mælingaflugi við Straum á Vatns-
leysuströnd. Einn slasaðist.
1. maí 1965 fórst þyrla frá varnar-
liðinu, sunnan Kúagerðis upp af
Landakoti á Vatnsleysuströnd. Hún
var að koma úr flugi til Hvalfjarðar.
Fimm varnarliðsmenn voru um borð
og fórust allir.
10. júlí 1969 hrapaði þyrla frá
varnarliðinu við bæinn Hvamm undir
Eyjafjöllum. Þyrlan hafði verið send
til aðstoðar annarri varnarliðsvél.
Hermaður beið bana og flugmaður-
inn slasaðist mikið en þriðji maður-
inn í áhöfn vélarinnar slapp lítið
meiddur.
17. janúar 1975 fórst Sikorsky
þyrla, TF-LKH, við Hjarðames í
Hvalfirði á leið frá Reykjavík til
Vegamóta. Sjö fórust.
25. apríl 1977 flaug Hughes þyrla,
TF-AGN, í jörðu á Mælifellssandi
norðan Mýrdalsjökuls og eyðilagðist.
Vélin hafði verið í sjónflugi í vondu
veðri frá Reykjavík austur í Meðal-
land. Flugmaður og farþegi urðu úti.
31. júlí 1978 brotlenti Brantly
þyrla, TF-DEV, eftir að stélskrúfa
hennar brotnaði af þegar hún var í
mælingaflugi á Amarvatnsheiði.
Einn maður slasaðist.
18. desember 1979 brotlenti
Sikorsky þyrla frá varnarliðinu í
björgunarleiðangri á Mosfellsheiði.
Auk áhafnar og tveggja íslenskra
lækna vom um borð sjúklingar sem
bjargað hafði verið úr flaki flugvélar
sem fórst á heiðinni. 11 manns slös-
uðust í þessum tveimur slysum.
25. nóvember 1982 flaug Hughes
þyrla, TF-ATH, á loftnetsvír milli
húsa við sjónvarpshúsið á Láugavegi.
Þrír menn um borð sluppu lítið
meiddir.
8. nóvember 1983 fórst Sikorsky
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
RAN, í æfingarflugi frá varðskipi í
Jökulfjörðum eftir að rennihurð losn-
aði af ókunnum orsökum og lenti í
aðalþyrli vélarinnar. í áhöfn þyrlunn-
ar vom fjórir menn og fómst allir.
21. september 1992 brotlenti lítil
tveggja sæta þyrla, TF-HHO, við
Nesjavallaveg. Flugmaður og farþegi
sluppu lítið meiddir.
31. júlí 1990 brotlenti Hughes
þyrla við Hafursfell, skammt norðan
við Snæfell. Þrír menn vora um borð
og sluppu lítið meiddir.
Ótalin era 8 tilvik þar sem íslensk-
ar þyrlur hafa skemmst eða eyðilagst
án þess að slys hafi hlotist af. í árbók
flugslysanefndar kemur fram að
samkvæmt niðurstöðum rannsóknar-
skýrslna hafi orsakir slysanna, þar
sem þyrlur vora í eigu Islendinga,
verið margþættar en oftast tengdar
bilunum ýmiss konar eða veðurfari.
TF-LÍF flaug'
austur í 12 vind-
stigum og ísingu
LANDHE LGISGÆSLAN fékk til-
kynningu um slysið í Hamarsfirði þar
sem þyrla Þyrluþjónustunnar, TF-
HHD, brotlenti eftir flugtak á sunnu-
dagskvöld, klukkan 19.38. Tilkynn-
ingin kom frá lögreglunni á Fá-
skrúðsfirði, en farþegi þyrlunnar
náði sambandi þangað með því að
hringja í númer Neyðarlínunnar.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæslunnar var minni þyrlan,
TF-SIF, tilbúin til brottfarar og fór
hún í loftið klukkan 20.14. Tæpri
klukkustund síðar lenti þyrlan hins
vegar í mikilli ísingu og snörpum
vindi við Reynisdranga og var ákveð-
ið klukkan 21.07 að snúa henni aftur
til Reykjavíkur.
Um leið og ljóst var að SIF kæmist
ekki austur hafði Landhelgisgæslan
samband við varnarliðið og óskaði að-
stoðar þyrlusveitarinnar. Skömmu
síðar var hins vegar ákveðið að
aflétta flugbanni á TF-LÍF, Super
Puma-þyrlu Landhelgisgæslunnar
sem var kyiTsett eftir þyrluslysið í
Noregi í fyrri viku. Þar með var að-
stoð vamarliðsins afþökkuð.
TF-LÍF fór í loftið kl. 22.02. Ferð-
in austur sóttist seint vegna mjög
slæms flugveðurs. Vindur fór í 50-60
hnúta, eða um 12 vindstig og hélst sá
vindstyrkur alla leið. LÍF er hins
vegar búin mjög fullkomnum afísing-
arbúnaði, svo ísing kom ekki í veg
fyrir að förinni væri haldið áfram.
Þyrlan lenti á Höfn í Hornafirði til
að taka eldsneyti klukkan 23 mínútur
jdír miðnætti. Þá var staðfest að flug-
maðurinn væri látinn og var þyrlunni
snúið til Reykjavíkur, þar sem hún
lenti klukkan 2.21.
D^5JGARD
tístum apótekum landsins
Nýi BabyGard hitamælirinn
- bylting í heilsueftirliti barnsins!
Baby Gard er töivustýrður hitamælir -
nákvæmur, öruggur og einfaldur f notkun.
Barnið ber hann á sér, nött sem dag,
án þess að hann valdi því nokkrum
óþægindum í svefni eða leik.
Baby Gard mælir líkamshita bamsins
f eitt skipti eða skráir og safnar í minni
upplýsingum um hítann í allt að 10 klst.
Baby Gard er jafnfraint með innbyggðan
„vekjara" sem gerir viðvart fari líkams-
hitinn yfir fyrirfram ákveðið mark.
Baby Gard er prófaður af
Löggildingarstofunni á íslandi.
Morgunblaðið/Golli
ÞESSI mynd var í gær tekin upp eftir fjallinu í suðurhlfðum Iíamarsdals
og sýnir hversu hrikalega erfiða leið björgunarmennirnir þurftu að fara.
Slysið varð á Moldflagahjalla í um 800
metra hæð í Hamarsdal inn af Hamarsfirði
Þrándar-
jökull\
Álftafjöröur
svæði
Aðstæð-
ur til leit-
ar voru
mjög
erfíðar
„AÐSTÆÐUR við leitina voru
mjög erfiðar og fyrstu menn
voru ekki komnir á vettvang
fyrr en Qórum tímum eftir slys-
ið. Björgunarmenn þurftu að
fara upp snarbratta fjallshlíðina
til að komast að Moldflagar-
hjalla, þar sem þyrlan var,“
sagði Jónas M. Vilhelmsson, full-
trúi sýslumannsins á Eskifirði, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Lögreglan á Eskifirði stjórnaði
leit og björgunarstarfi í Hamars-
firði á sunnudagskvöld.
Jónas sagði að fjórtán heima-
menn hefðu verið fyrstir á vett-
vang. „Það tók fjóra tíma að
komast á slysstað, enda ekki
hægt að komast nema fótgang-
andi upp fjallshlíðina. Aðstæður
voru mjög erfíðar í fjallinu, kol-
dimmt og snjókoma. Það var þó
ekkert að veðri þegar slysið
varð.“
Björgunarmenn báru lík flug-
mannsins niður af fjallinu í fyrri-
nótt.
Nóg pláss á hjallanum
Rúmlega fimmtíu björgunar-
sveitarmenn héldu á vettvang og
fengu leiðsögn staðkunnugra
heimamanna til að finna þyrl-
una. Jónas sagði að þrátt fyrir
mikinn bratta í fjallinu væri ekki
hægt að rekja slysið til þess að
þyrlan hefði ekki haft nóg pláss
til að athafna sig.
„Þar sem þyrlan fórst í fjallinu
er stór hjalli, Moldflagarhjalli,
og þar er nóg pláss til að athafna
sig, enda hafa þyrlur oft flogið
þangað," sagði Jónas.
Lögreglan á Eskifirði vann í
gær við að afla gagna og fá
heildarmynd af því sem gerðist
og sagði Jónas ekki hægt að
skýra nánar frá málinu fyrr en
sú mynd færi að skýrast.
Dómur í máli fyrrverandi sveitarstjóra
Dæmdur fyrir brot
í opinberu starfi
FYRRVERANDI sveitarstjóri
Reykhólahrepps, Bjarni P. Magn-
ússon, hefur verið dæmdur fyrir
umboðssvik í opinberu starfi, fjár-
drátt og brot á lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda. Refs-
ingin, átta mánaða fangelsi, er
skilorðsbundin og fellur niður að
þremur árum liðnum, haldi hann
almennt skilorð. Bjarni var sýkn-
aður af hluta ákæruatriða.
Málið var höfðað með ákæru
ríkissaksóknara í maí sl. I dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur er
Bjami sakfelldur fyrir umboðssvik
í opinberu starfi með því að veð-
setja fasteign Reykhólahrepps,
Tilraunastöðina á Reykhólum, án
samþykkis hreppsnefndarinnar.
Veðið var sett til tryggingar
tveggja milljóna kr. láns sem
Breiðfirðingur hf., félag undir
stjóm og í eigu Bjama og fleiri,
tók hjá Byggðastofnun.
Þá viðurkenndi Bjarni að hafa
dregið sér tæpar 5,8 milljónir af
fjármunum hreppsins með því að
taka til eigin nota andvirði tveggja
lána Byggingarsjóðs verkamanna
til sveitarsjóðs. Hann gaf út veð-
skuldabréf í nafni hreppsins og
vom fjárhæðir bréfanna tryggðar
með 1. veðrétti í fasteign Reyk-
hólahrepps. Af þessum peningum
lagði hann rúmlega 1,4 milljónir
inn á tékkareikning hreppsins og
bókfærði á viðskiptareikning sinn
hjá hreppnum sem framlag sitt til
lækkunar viðskiptaskuldar, 4
milljónir greiddi hann til ríkissjóðs
inn á skuld við Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, sem Breiðfirðing-
ur hf. hafði yfirtekið við kaup á
Álftalandi, hluta úr fasteigninni
Tilraunastöðinni á Reykhólum. 350
þúsund hagnýtti hann sér á annan
hátt, en af þeirri fjárhæð lagði
hann 250 þúsund inn á eigin tékka-
reikning.
Hélt eftir iðgjöldum
Þá var sveitarstjóranum fyrr-
verandi gefið að sök að hafa dregið
sér lífeyrissjóðsiðgjöld af launum
sínum og eiginkonu sinnar, sam-
tals rúma eina milljón. Héraðs-
dómur féllst ekki á að hægt væri
að sakfella hann fyrir fjárdrátt að
öðra leyti en sem næmi iðgjaldi
launagreiðandans, eða um 600 þús-
und kr. Þá var hann sakfelldur fyr-
ir að hafa ekki haldið eftir af laun-
um sínum staðgreiðslu opinberra
gjalda, samtals rúmar 600 þúsund
kr. og að hafa hvorki staðið inn-
heimtumanni ríkissjóðs lögboðin
skil á þeim gjöldum né skilagrein-
um um þau. í niðurstöðu héraðs-
dóms kemur fram, að ákærði hafi
að öllu leyti reynst samvinnufús
við meðferð málsins og gert sér far
um að bæta fyrir brot sín. Þá sé
þess sérstaklega að gæta að ekki
hafi verið sýnt fram á að hann hafi
beinlínis ætlað sér að hagnast á
kostnað Reykhólahrepps.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn.
>
I
i
'
i
í
i