Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÉR þarf nú eitthvað að dóa til áður en við getum farið að syngja
halelúja, englarnir mínir . . .
5352000 er talan sem
fjárfestarþurfa að muna
Stórt stökk fram á við í upplýsingagjöf á fjármálamarkaði
í nútíma fjármálaumhverfi þurfa fjárfestar
nýjar og áreiðanlegar upplýsingar fljótt og
örugglega. Upplýsingaveita Landsbréfa er
stórt stökk fram á við í upplýsingagjöf um
verðbréf og verbréfamarkað.
Aðeins eitt símanúmer gefúr
upplýsingar um: -----------------------
—• Síðasta viðskiptagengi allra félaga
á Verðbréfaþingi íslands og
á Opna tilboðsmarkaðnum.
—• Gengi verðbréfa- og
hlutabréfasjóða Landsbréfa.
—• Kaupverð Landsbréfaá húsbréfum
á ákveðnu nafnverði í tilteknum flokkum.
—• Gengi, ávöxtunarkröfu og affoO húsbréfa.
-*—• Ahugaverð tilboð.
Ennfremur er hægt að nota takkaborð símans
til að fá sent fax með nýjustu upplýsingum um gengi bréfa.
Upplýsingaveita Landsbréfa er opin
allan sólarhringinn - hringdu!
SUÐURLANDSBRAUT 24.
^ LANDSBREF HF.
Löggilt verðbréfafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
108 REYKJAVÍK. SÍMI 535 2000. BRÉFSÍMI
S 3 5 2 0 0 1 HUOgT.Ti'.l
E
Iþjóðlegur dagur til verndar ósonlaginu
Flytjum enn inn
ósoneyðandi efni
IDAG, 16. september,
er alþjóðlegur dagur til
verndar ósonlaginu.
„Þetta er í þriðja sinn sem
alþjóðlegur dagur til
verndar ósonlaginu er
haldinn en að þessu sinni
eru tíu ár frá því sam-
þykkt Montreal-bókunar-
innar við Vínarsáttmálann
var gerð,“ segir Gunnlaug
Einarsdóttir, efnafræðing-
ur hjá Hollustuvernd rík-
isins.
Fundur aðildarríkja að
Montreal bókuninni stend-
ur yfir um þessar mundir
og fyrir íslands hönd situr
þann fund Sigurbjörg
Gísladóttir, forstöðumaður
eiturefnasviðs Hollustu-
vemdar ríksins.
- Um hvað fjallar Mon-
treal bókunin?
„Hún fjallar um takmörkun á
notkun efna sem eyða ósonlag-
inu. Þetta er tímamótabókun að
því leyti að um er að ræða alþjóð-
legan samning þar sem farið er
í markvissar aðgerðir til að tak-
marka framleiðslu ósoneyðandi
efna.“
- Hverju hefur verið áorkað
frá því bókunin var gerð fyrir
tíu árum?
„Bókunin hefur verið endur-
skoðuð tvisvar, árið 1990 og
árið 1992, og hefur því tekið
töluverðum breytingum á þess-
um tíma. Hvað varðar aðgerðir
hefur t.d. framleiðslu á klórflúor-
kolefnum og um hefur verið
hætt í iðnríkjunum. Framleiðslu
halona var hætt 1994 og fram-
leiðslu klórflúorkolefna árið
1996. Þróunarrikin hafa lengri
aðlögunartíma. Takmarkanir
hafa verið settar á fleiri efni.“
- Hvernig standa íslendingar
sig í þessum efnum?
„Við höfum gengið lengra en
bókunin segir fyrir um og hætt-
um til dæmis innflutningi og
sölu á klórflúorkolefnum ári fyrr
en samþykkt var að gera. Efnin
voru notuð hérlendis við hreins-
un í efnalaugum, sem kælivökvi
í kælikerfi stór og smá, og þar
með talið ísskápa, og til þenslu
á einangrun. Auk þess var það
notað sem drifefni í úðabrúsa.“
- Var auðvelt að finna önnur
efni í staðinn?
„Það var ekki vandamál. Á
hinn bóginn þurfti stundum að
fjárfesta í nýjum tækjabúnaði
og það kann að hafa reynst dýrt
í einhveijum tilfellum.“
- Eru ósoneyðandi efni þá
ekki lengur notuð í úðabrúsa og
kæliskápa?
„Nei. Að vísu fínnst klórflúor-
kolefni í ísskápum sem ________
komnir eru til ára sinna.
Menn voru hrifnir af
efninu um og eftir miðja
öld m.a. vegna stöðug-
leika og lítilla eitrunar-
áhrifa.“
Gunnlaug segir að einu óson-
eyðandi efnin sem íslendingar
flytja inn núna séu vetnisklórflú-
orkolefni. „Þau hafa sömu upp-
byggingu og klórflúorkolefni en
innihalda líka vetnisatóm. Efna-
fræðilega er um að ræða mjög
lík efni sem eru með svipuð notk-
unarsvið. Vetnisklórflúorkolefnin
brotna fyrr niður og ósoneyðing-
armáttur þeirra er miklu minni
en hjá klórflúorkolefnum.“ Hún
bætir við að samkvæmt alþjóð-
legum samningum verði notkun
þess að mestu hætt árið 2015.
Gunnlaug Einarsdóttir
►Gunnlaug Einarsdóttir
fæddist 16. mars árið 1960.
Hún lauk BS;prófi í efnafræði
frá Háskóla íslands árið 1983
og doktorsprófi í efnafræði
frá University of Minnesota
árið 1988. Gunnlaug vann á
Iðntæknistofnun frá árunum
1989-90. Hún hóf störf á Holl-
ustuvernd ríkisins árið 1990,
fyrst á rannsóknarstofu og frá
árinu 1993 á mengunarvarna-
sviði.
Gunnlaug er gift Helga Jó-
hannessyni verkfræðingi og
eiga þau tvö börn.
— Mun það koma sér illa fyr-
ir íslendinga að hætta notkun
þessara efna?
„Frystiskipaflotinn okkar not-
ar vetnisklórflúorkolefni sem
kælivökva. Við sjáum ekki fyrir
okkur hvaða leið verður farin til
að skipta þeim út. Ammoníak
er einn möguleiki en þá þarf að
kaupa alveg nýjan tækjabúnað
í skipin. Auk þess er hægt að
nota vetnisflúorkolefni. Þau eyða
ekki ósonlaginu en stuðla að
auknum gróðurhúsaáhrifum og
það er eitt af þeim umhverfis-
vandamálum sem verið er að
leysa á alþjóðavettvangi.“
- Hvað liggur fyrir á þessum
fundi aðildarríkjanna?
„Það er aðallega verið að taka
á ákvörðunum varðandi efni sem
heitir metýlbrómíð og einnig
vetnisklórflúorkolefnin. Fyrr-
nefnt efni hefur aldrei verið not-
að hér á landi en er notað erlend-
is m.a. við sótthreinsun á jarð-
vegi og svælingar á skipum og
byggingum. Vetnisklórflúorkol-
efni eru fyrrgreind efni sem ís-
lenskir frystitogarar nota sem
___________ kælivökva.“
- Er ekki að
koma út bæklingur á
íslensku um ósonlag-
ið?
„Jú, á vegum nor-
rænu ráðherranefnd-
Hann verður með
norræn viðhorf og er
á öllum Norðurlanda-
og ensku að auki.
Frystiskipa-
fiotinn þarf að
skipta um
kælivökva
arinnar.
áherslu á
gefinn út
málunum
Þetta er ekki ósvipaður bækling-
ur og gefinn var út árið 1994,
Ósonlagið og gróðurhúsaáhrifin.
Sá bæklingur kom út á vegum
umhverfisráðuneytisins og Holl-
ustuverndar.“
Gunnlaug segir að ekki hafi
verið tekin ákvörðun um hvemig
bæklingnum verður dreift en
þeir sem hafa áhuga geta snúið
sér til Hollustuverndar.