Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnumálanefnd
Akureyrar
Hákon
formaður
HÁKON Hákonarson, formað-
ur Félags málmiðnaðarmanna
á Akureyri og formaður Hús-
næðisstjórnar ríkisins, hefur
tekið sæti í atvinnumálanefnd
Akureyrar í stað Guðmundar
Stefánssonar, sem fluttur er
til Reykjavíkur.
Guðmundur var formaður
atvinnumálanefndar og á
fundi nefndarinnar í síðustu
viku var Hákon kjörinn for-
maður í hans stað. Hákon er
auk þess formaður bygginga-
nefndar bæjarins.
Oddur í bæjarstjórn
Guðmundur Stefánsson hef-
ur verið í forystusveit Fram-
sóknarflokksins yfirstandandi
kjörtímabil og átt sæti í bæjar-
stjórn og bæjarráði. Sæti hans
sem aðalmaður í bæjarstjóm
hefur tekið Oddur Halldórsson,
framkvæmdastjóri Biikkrásar,
en hann hefur verið varamaður
til þessa. Ásta Sigurðardóttir,
bæjarfulltrúi og formaður
skólanefndar, hefur tekið sæti
Guðmundar í bæjarráði.
Sofnaði inni
á salerni
MAÐUR hringdi af einu af öld-
urhúsum bæjarins á lögreglu-
stöðina á Akureyri á laugar-
dagsmorgun og sagði sínar
farir ekki sléttar. Hafði hann
vaknað þá skömmu áður inni
á einni af snyrtingum staðarins
hvar hann hafði einhvem tíma
um nóttina sofnað ódáinssvefni
og var hann í þeim sporum að
komast ekki út úr húsinu. Haft
var samband við eiganda húss-
ins sem leysti hinn óheppna
gest úr prísundinni.
Handteknir
með hass
TVEIR menn vom handteknir
grunaðir um neyslu fíkniefna,
annar á skemmtistað og hinn
í opinberri byggingu. Um tvö
aðskild mál er að ræða, en
báðir voru mennirnir með lít-
ilsháttar hass í fórum sínum
auk tóla og tækja til fíkniefna-
neyslu.
Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, Akureyri
Gefur út kynnmgar-
myndband um fjörðinn
FERÐAMALAMIÐSTOÐ Eyja-
fjarðar, Akureyri, hefur gefið út
kynningarmyndband um Eyjafjarð-
arsvæðið, sem unnið var af Erni
Inga Gíslasyni, myndlistarmanni.
Guðmundur Birgir Heiðarsson, for-
stöðumaður ferðamálamiðstöðvar-
innar segir að frá því að fyrirtækið
var stofnað hafi verið stöðugt unn-
ið að því að útbúa ýmiss konar
kynningarefni fyrir Eyjafjörð.
Myndbandið verður kynnt á Vest
Norden ferðakaupstefnunni sem
hefst í Nuuk á Grænlandi á morg-
un, miðvikudag, og stendur fram
á föstudag. Einnig verður mynd-
bandið til sýnis á næstunni á ferða-
skrifstofum sem ferðamálamið-
stöðin hefur samskipti við. Guð-
mundur Birgir vonast jafnframt til
að sveitarfélögin við Eyjafjörð noti
myndbandið til kynningar á hérað-
inu.
Guðmundur Birgir segir að ferða-
þjónustuaðilar á Eyjafjarðarsvæð-
inu, séu nokkuð ánægðir með
sumarið, bæði þeir sem bjóða upp á
gistingu og afþreyingu. Erlendum
ferðamönnum sem gistu tjaldsvæðið
á Akureyri og í Húsabrekku í sumar
fækkaði þó milli ára og segir Guð-
mundur Birgir það fyrst og fremst
helgast af breyttu ferðamynstri.
Útlitið fyrir haustið gott
„Þá er útlitið fyrir haustið mjög
gott og töluvert hefur verið bókað
hjá hótelum og gistiheimilum. Auk
þess er töluvert spurt um ferðir til
Akureyrar um áramótin og það er
greinilegt að áhugi útlendinga á
ferðum til íslands yfir vetrartímann
er að aukast. Um síðustu áramót
voru hér tveir erlendir hópar, frá
Japan og Danmörku, og í febrúar
kom annar hópur frá Japan. Við
höfum einnig verið að vinna á öðr-
um markaðssvæðum, Þýskalandi
og Frakklandi sérstaklega. Þar hafa
söluaðilar sýnt mikinn áhuga en við
höfum þó ekki enn fengið neinar
staðfestingar. En það er mjög mikil-
vægt að koma þessum verkefnum
vel af stað.“
Þá er unnið að útgáfu uppiýs-
ingarits um ráðstefnur í Eyjafirði,
þar sem verður að finna gagnlegar
upplýsingar um þá möguleika sem
í boði eru á svæðinu. „Þetta mun
vera í fyrsta skipti sem reynt er
að kynna í einu riti alla þá mögu-
leika sem eru í boði varðandi ráð-
stefnuhald í firðinum.“
Morgunblaðið/Kristján
SNORRI Ásmundsson, galleríeigandi á Akureyri, blés lofti í hval-
inn áður en honum var sleppt út á Pollinn.
Slepptu „hval“
á Pollinn
FJÖLDI fólks mætti við Torfu-
nefsbryggju á Akureyri sl. laug-
ardag eftir að fréttist að þar ætti
að sleppa hval í sjóinn. Þegar til
kom var hvalurinn aðeins upp-
blásin vindsæng.
Snorri Ásmundsson hjá Inter-
national Gallery of Snorri Ás-
mundsson, sem stóð fyrir þessari
uppákomu, sagði að margir
þeirra sem komu til að fylgjast
með hafi orðið fyrir vonbrigðum
þegar í Ijós kom að ekki var um
lifandi hval að ræða. Hann sagði
þetta hafa átt að vera skemmti-
lega uppákomu sem tengdist sýn-
ingu 20 listamanna víðs vegar úr
heiminum í galleríi sínu.
Á meðal sýnenda er Magnús
Sigurðarson, sem býr og starfar
í New York, eins og flestir lista-
mennirnir sem þátt taka í sýning-
unni. Uppákoman með „hvalinn"
var einmitt forleikur að verki sem
Magnús er með á sýningunni, að
sögn Snorra. Þessi athöfn átti
m.a. að túlka heimþrá Magnúsar
og las Eyvindur Erlendsson ljóðið
Til íslands, eftir Stefán G. Stef-
ánsson. Hvalurinn var í eigu
Magnúsar og hefur hann m.a.
notað hann við listsköpun sína.
„Nú er hvalurinn horfinn og von-
andi hefur hann fundið sína
heimahaga," sagði Snorri.
Skrifstofustarf
Akureyri
Hafnasamlag Norðurlands annast rekstur og þjónustu hafnanna
á Akureyri Svalbarðseyri, Hjalteyri og Grenivík. Óskað er eftir
að ráða fulltrúa á hafnarskrifstofu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í október.
Starfssvið
• Almenn skrifstofustörf, móttaka og símavarsla,
• Skráning og færsla bókhalds.
• Reikningagerð o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfúr
• Reynsla af skrifstofustörfum.
• Vera töluglöggur og með góða þjónustulund.
• Reynsla af hafnlægri starfsemi æskileg.
Nánari upplýsingar veitir hajnarstjóri
Guðmundur Sigurbjömsson í síma 462 6699.
Skriflegar umsóknir sendist til Guðmundar Sigurbjörnssonar,
Hafnarskrifstofu, Oddeyrarskála, Strandgötu, 600 Akureyri
fyrir 23. september nk.
HAFIMA5AMLAG
MDRÐURLAIMD5
HAFNIRNAH A AKUREYRI. BRENIVÍK. HJALTEYRI DB SVALBAROSEYRI
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Garðverks taka út línuna á nýju stöllunum.
Framkvæmdir á Akureyrarvelli
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
við Akureyrarvöll, en búið er að
fylla upp í klappir norðan við
áhorfendastúkuna, útbúa stalla
og á næstunni verður hafist handa
við að þekja þá.
Aðalsteinn Sigurgeirsson for-
stöðumaður sagði að svæðið hefði
ekki verið boðlegt eins og það var
og klappirnar verið hættulegar
áhorfendum. „Ástæðan fyrir því
að við förum út í þessar fram-
kvæmdir er fyrst og fremst sú
að svæðið var beinlínis ljótt og
af því stafaði slysahætta," sagði
Aðalsteinn.
Eftir að búið verður að gera
stallana, sem væntanlega rúma
allt að 2.000 manns, verður reist
blaðamannastúka þar og aðstaða
fyrir blaðamenn verður þar með
bætt til mikilla muna á vellinum.
Þá liggur einnig fyrir að ljúka
við girðinguna umhverfis völlinn,
en enn á eftir að klára það verk-
efni. Kostnaður við þær fram-
kvæmdir sem nú er unnið að er
tæplega tvær milljónir króna.
Verktakar eru Garðverk og G.
Hjálmarsson.
Rafveita
Akureyrar
Skógrækt
við Glerá
VEITUSTJÓRN Akureyrar
hefur samþykkt að Rafveita
Akureyrar muni árlega á
næstu 5 árum leggja 250 þús-
und krónur til Yrkjusjóðs en
peningunum á að veija til
skógræktar við Glerá.
Þessi samþykkt er gerð í
tilefni af 75 ára afmæli Raf-
veitu Akureyrar sem verður
30._ september næstkomandi.
Á sama fundi veitustjórnar,
sem var sá 200. í röðinni, var
einnig samþykkt, af því tilefni
sem og 20 ára afmæli Hita-
veitu Akureyrar í nóvember
næstkomandi, að veita einni
milljón króna til frekari skóg-
ræktar á Vöglum, Laugalandi
og að Reykjum.
Rúmar 5
milljónir í
fjárhagsað-
stoð
YFIRLIT yfir veitta fjárhags-
aðstoð á vegum Akureyrar-
bæjar í sumar hefur verið lagt
fram í félagsmálaráði. Alls
bárust rífiega 200 umsóknir
um styrki og lán og nam upp-
hæðin sem veitt var rúmlega
5,4 milljónum króna.
Flestar umsóknir bárust í
júní, alls 93. Veittir voru styrk-
ir að upphæð rúmlega 2 millj-
ónir og lán upp á um 680
þúsund krónur. I júlí voru af-
greiddar 65 umsóknir og var
samþykkt að veita 53 styrki
að upphæð tæplega 1,6 millj-
ónir króna. Samtals bárust 45
umsóknir í ágústmánuði og
voru veittir 34 styrkir að upp-
hæð tæplega ein milljón króna.
í júlí og ágúst voru alls veitt
5 lán að upphæð rúmlega 130
þúsund krónur.
Alls voru því veittir styrkir
til 150 umsækjenda í sumar
að upphæð um 4,6 milljónir
króna og 29 lán að upphæð
ríflega 800 þúsund krónur.
Óká 102 km
hraða Þing-
vallastræti
ÖKUMAÐUR var sviptur öku-
leyfi síðastliðið laugardags-
kvöld en hann ók á 102 kíló-
metra hraða eftir Þingvalla-
stræti á móts við Dalsbraut
þar sem hámarkshraði er 50
kílómetrar.
Alls voru 32 kærðir í liðinni'
viku fyrir of hraðan akstur,
þá voru 6 kærðir fyrir meinta
ölvun við akstur, skráningar-
númer voru tekin af 15 bifreið-
um vegna vanrækslu við að
færa bifreiðar sínar til skoðun-
ar og 5 voru staðnir að því
að virða ekki stöðvunarskyldu.
Stálu ljósum
PILTAR voru staðnir að því
að stela ljósum af bifreið við
athafnasvæði Skautafélags
Akureyrar en lögreglu hafði
verið tilkynnt um ferðir þeirra.
Þeir voru stöðvaðir í bifreið
skömmu síðar og fundust ljós-
in í bílnum.
Maður var handtekinn í
Sjallanum þar sem hann hafði
sparkað upp hurð á karlasal-
erni. Var hann ölvaður og gisti
fangageymslur Iögreglu.