Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 16

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Austur-Landeyjar Blóðsöfnun úr fyl fullum hryssum Borgarhólsskóli í stærra húsnæði Holti - Blóðtaka úr fylfullum hryssum er hafín hjá Magnúsi Finn- bogasyni á Lágafelli í Landeyjum. Þegar fréttaritara bar að garði sat Magnús á mjólkurbrúsa og hélt í hryssu í bás. Hryssan hafði komið fúslega inn í básinn og hreyfði sig ekki við að vera mýld. Síðan gekk dýralæknirinn, Lars Hansen, að hryssunni, deyfði hana og stakk hana með nál og 4 til 5 mínútum síðar hafði hryssan gefið af sér 5 lítra af blóði án þess að hafa hreyft sig. Fyrir aftan hana beið önnur hryssa sem Finnbogi Magnússon hafði beint inn í básinn. Magnús var spurður frétta um þessa nýju búgrein hrossabænda. Hann sagði að fyrir um 10 árum hefði Einar Birnir hjá G. Ólafsson hf. hafið þessa framkvæmd í sam- vinnu við hrossabændur, fullunnið PMSG-hormón úr blóðinu og selt á erlenda markaði en örðugleikar hefðu orðið með markaðssetningu og starfseminni verið hætt. Fyrir þremur árum hefði ísteka hf. hafið blóðsöfnun að nýju úr fylfullum hryssum í samvinnu við bændur, unnið úr blóðinu og tryggt mark- aðssetningu erlendis. Verðið til bænda hefur hækkað um 15-50% eftir flokkun síðan söfnunin hófst. Við bestu aðstæður gefur hryssan af sér allt að folaldsverð tii bænda. „Ég tel mig t.d. ekki hafa hærra kaup við nokkurt annað starf við búið. Útlagður kostnaður er aðeins að smíða þennan blóðbás sem kost- ar 15-20 þúsund og safna síðan hryssunum mínum saman einu sinni í viku. Síðustu tvær vikur hef ég verið með um 60 hryssur í blóðtöku og lokið því á um 8 tímum. Það er óvenjulegur hraði en þar kemur til að dýralæknirinn er mjög fær og hryssurnar eru orðnar vanar og taka þessu mjög vel án mótþróa eða stimpinga." Hve oft er tekið blóð úr hverri hryssu? „Það fer eftir hormónafram- leiðslu hryssunnar. Þær heíja hana um 40 dögum eftir fyljun og geta verið virkar eftir það í um 60 daga þannig að bestu hryssurnar geta gefið blóð allt að 7 sinnum en al- gengast er að hver hryssa gefi blóð 5 sinnum." Fær ekki á hryssuna að gefa svo oft blóð? „Þetta hefur verið rannsakað og um leið og blóð er tekið hefst aukin blóðframleiðsla í hryssunni og ef nokkuð er fínnst mér þær styrkjast og jafnvel gefa af sér betri folöld.“ Lars Hansen var spurður um þessa vinnu og sagði hann að alltaf væri erfiðast að byija hjá bændum í fyrsta skipti en strax eftir nokkr- ar blóðtökur vendust bændur þessu og hryssurnar einnig og þá færi þetta að ganga vel. Hér á Lága- felli væri þetta orðið hvað best og Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson LARS Hansen dýralæknir við blóðtöku. í rauninni skemmtilegast að standa að þessu. Slys heyrðu til undantekn- inga og fæstar hryssurnar hefðu ótta af þessu og væri í mjög góðu ástandi. Magnús var spurður um fram- hald þessa verkefnis. Sagðist hann vita að dr. Hörður Kristjánsson hjá Lyíjaverslun íslands hf./ísteka, sem sæi um söfnunina og úrvinnsl- una, væri bjartsýnn um framhaldið því markaðurinn væri tryggur og salan ykist með hveiju ári. Hann væri hins vegar áhyggjufullur vegna þess að nú vantaði fleiri hrossabændur í samvinnuna til að anna aukinni eftirspurn. Bændur mikluðu þetta fyrir sér. Víst væri að bændur með 20-30 hryssur eðá fleiri gætu ekki haft betur upp úr stóðinu en að taka þátt í þessu og eins gætu bændur með stóð sem gengi saman unnið saman. Húsavík - Borgarhólsskóli á Húsa- vík var settur 2. september sl. Nem- endur eru 430 í 20 bekkjardeildum, kennarar 40 og aðrir starfsmenn 15. Skólinn er einsteinn. Nú í haust var næstsíðasti hluti nýrrar byggingar tekin í notkun. í þeim hluta hefur Tónlistarskólinn til afnota 4 kennslustofur auk þess sem í honum eru sérkennslustofur, nýtt anddyri, aðstaða fyrir skólaliða og fleira. Tónlistarskólaaðstaða er senni- lega ein sú fyrsta sem teiknuð er og hönnuð í grunnskólahúsi og er aðstaðan öll hin glæsilegasta. Sam- starf Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla, áður Barnaskóla Húsavíkur, á sér langa og farsæla sögu. Hinn 8. nóvember nk. verður Tónlistarskólinn opinn almenningi til sýnis og starfsemi hans kynnt. Næsta haust á að ljúka uppbygg- ingu Borgarhólsskóla að mestu með því að raungreinastofur og fleiri kennslustofur verða teknar til af- nota. Búið er að hanna að nýju lóð- ina við skólann sem verður íekin í noktun á næstu árum. Ný aðkoma og bílastæði voru malbikuð og frá- gengin á liðnu sumri. Húsnæði það sem Tónlistarskólinn hafði áður hefur nú verið hannað og endur- bætt fyrir grunnskólann. Nú liggja lóðir Borgarhólsskóla, Framhaldsskólans á Húsavík og íþróttahallarinnar að mestu leyti saman og í næsta nágrenni er Safnahús Þingeyinga og skipa þess- ar menningarstofnanir veglegan sess í miðbæ Húsavíkur. Morgunblaðið/Silli BORGARHÓLSSKÓLI á Húsavík. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bar í réttinni Blönduósi - Réttir voru í A-Húnavatnssýslu um síð- ustu helgi og fengu menn gott veður til réttar- starfa. Gangnamenn hrepptu ýmis veður í göngunum en þegar á heildina er litið gekk allt vel. Kunnug- ir telja að diikar komi rýrari af fjalli nú en í fyira og gildir einu á hvaða afréttarlandi féð gekk. A myndinni má sjá vaska sveina að störfum í Undir- fellsrétt í Vatnsdal á föstudag. Daginn eftir, laugardag, varð sá einstæði atburð- ur í réttinni að ær frá bænum Hnjúki í Vatnsdal bar einu lambi. Hefur fengitími hennar því verið í apríl. í Undirfellsrétt muna menn ekki eftir því að ær hafi borið við réttarstörf. Uppskeru- hátíð Hattara á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÞAÐ voru glaðbeittir drengir úr 3., 4. og 5. flokki knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum sem héldu uppskeruhátíð sína á dögunum. Eftir skemmtilegan dag á golfvell- inum stormuðu drengirnir á næsta pizzustað og tóku vel til matar síns. Síðan hófst verðlaunaafhending. Voru veitt verðlaun fyrir bestu mætingu, mestar framfarir og einn- ig fékk Höttur ársins viðurkenn- ingu. Þá kvöddu drengimir þjálfara sinn, Ellert Magnússon, sem hvarf til annarra starfa. Hrósaði hann Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir ÞJÁLFARINN Ellert Magnússon með hóp kraftmikilla fótbolta- stráka I kringum sig að verðlaunaafhendingu lokinni. drengjunum mjög fyrir góða þeim velfarnaðar í fótboltanum í frammistöðu í sumar og óskaði framtíðinni. Smábátaeigendur funda á Vagninum Flateyri - Yfir 50 smábátaeigend- ur, sem stunda krókaveiðar á sumr- in, ijölmenntu á Vagninum á Flat- eyri, fimmtudaginn 11 september sl. Fundarmenn komu víða að frá Vestfjörðum. Það var Landssam- band smábáteigenda sem boðaði til fundarins og sat Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri þess, fundinn. Tilefni fundarins var að fjalla um nýlega tilskipun frá sjávarútvegs- ráðherra sem eigendum smábát- anna barst í hendur þann 10. sept- ember en í tilskipuninni er gert ráð fyrir skerðingu upp á 60 sóknar- daga á handfærum eingöngu. Sókn- ardagar voru 84 en eru komnir nið- ur í 20-26 daga, í mismunandi kerfum. Mikil óánægja ríkir hjá smábáta- eigendum með þessa ákvörðun. Segja smábátaeigendur að þetta sé í hróplegu ósamræmi við það sem er gerast í lífríki sjávarins; verið sé að auka aflaheimildir í þjóðfélaginu, og þorskstofninn sé á mjög góðri uppleið. Þar að auki sé smábátaveiði mjög vistvæn því að allur fiskur sem komi á færin sé lengdarmældur og það sem nær ekki tilskilinni lengd fer í sjóinn aftur lifandi, ólíkt því sem gerist í veiðum togara þar sem ómældur hluti aflans fari í súginn, miðað við hvert tonn sem tekið er. Á fundinum kom fram að menn skilja ekki rökin sem fram eru sett þar sem er verið að rífast um 3.000 tonn, sem á árum áður var talin veiði eins togara. Einnig sé ljóst að undan byggð sé að ijara á Vest- fjörðum, því um leið sé vegið að fiskverkunarfólki og afkomu sjáv- arútvegsplássa á þessum stöðum og víðar um land. Fundurinn sam- þykkti einróma ályktun sem komið verður á framfæri við ráðherra á næstu dögum. Á meðan halda trillu- sjómenn að sér höndum og bíða átekta eftir svörum ráðherra. Ályktun fundarins er svohljóð- andi: „Fundurinn skorar á stjórn- völd að taka nú þegar á þeim vanda sem steðji að sóknardagabátum þar sem þeim hafa verið skammtaðir 20-26 dagar á heilu ári. Fundurinn bendir á að slík skerðing sem er yfirvofandi hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar á sjávarútvegspláss og fiskverkunarfólk um alla lands- •byggð. Það er því krafa fundarins að Alþingi taki á vandanum strax í upphafi þings og afgreiði fyrir jól. Það er krafa allra krókakarla um fijálsar krókaveiðar.“ Morgunblaðið/Egill Egilsson FRÁ fundi smábátaeigenda sem haldinn var á Vagninum á Flateyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.