Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 17
VIÐSKIPTI
Hætt við breytingar á lögum
um fjölmiðla
Stækkun Murdochs
og Packers afstýrt
íAstralíu
Canberra. Reuter.
STJÓRN Ástralíu hefur hætt við
fyrirætlanir um að breyta lögum
um fjölmiðla og þar með afstýrt
áformum fjölmiðlabarónanna
Kerrys Packers og Ruperts
Murdochs um að auka umsvif sín.
Packer, sem er ríkasti maður
Ástralíu, og Murdoch, sem er
fæddur í Ástralíu, höfðu lagt fast
að John Howard forsætisráðherra
að breyta reglum um eignnaraðild
útlendinga og rétt til að eiga í fleiri
en einum fjölmiðli.
Formaður þingnefndar, sem
fjallar um breytingar á fjölmiðla-
lögunum, Gary Hardgrave, sagði
að ríkisstjórnin hefði ákveðið að
fresta breytingunum til þess að
geta einbeitt sér að málum, sem
væru meira aðkallandi.
Beinustu afleiðingarnar verða
þær að komið verður í veg fyrir
gömul áform Packers um að taka
við stjórn John Fairfax Holdings
Ltd, sem á á þijú virt blöð -- Sydn-
ey Morning Herald, Melbourne
Age og viðskiptablaðið Australian
Financial Review.
Fyrirtæki Packers, Publishing &
Broadcasting Ltd, á 15% í Fairfax
og Packer hefur opinberlega látið
í ljós áhuga á samruna fyrirtækj-
anna.
Áfall fyrir Murdoch
Ákvörðun hægri stjórnar How-
ards um að fresta breytingunum
fram yfir næstu kosningar — sem
fara munu fram seint á næsta ári
í fyrsta lagi — eru einnig áfall fyr-
ir vonir fjölmiðlajöfursins
Murdochs um að auka hlut sinn í
næststærsta sjónvarpsfyrirtækinu,
Seven Network Ltd.
Verkalýðsfélög og félagasamtök
hafa barizt gegn breytingum á
reglunum, þar sem örfáir aðilar séu
alls ráðandi í ástralska fjölmiðla-
geiranum.
Murdoch er bandarískur ríkis-
borgari og er ástralskur fjölmiðla-
armur hans, News Ltd, formlega
talinn erlent fyrirtæki. Sjö af hveij-
um tíu blöðuni; sem seld eru í
helztu borgum Ástralíu, eru í eigu
Murdochs. Packer ræður yfir vin-
sælasta sjónvarpsneti Ástraliu,
Nine Network.
: Stafrænt sjónvarp í
Þýzkalandi í október
Búist við 200 þús-
und nýjum við-
> skiptavinum
I Berlín. Reuter.
ÞÝZKI símarisinn Deutsche Tele-
kom AG hyggst standa við áætlan-
ir um að taka upp stafrænt áskrift-
arsjónvarp í næsta mánuði þótt
samningur fyrirtækisins við Bert-
elsmann og bæverska auðmanninn
Leo Kirch hafi verið gagnrýndur.
Áskriftarsjónvarpsfyrirtækin
Premiere og DFl, sem ætla að
| sameinast á næsta ári, hafa dregið
I til sín áskrifendur með því að sýna
sýnishorn úr kvikmyndum eins og
Independence Day, Twister ■ og
Apollo 13.
Talsmenn Kirch Group kváðust
búast við að fá 200.000 nýja við-
skiptavini þegar stafrænar send-
ingar DFl hæfust á kaplarásum í
næsta mánuði.
6-7 milljónir á 10 árum
Yfirmaður DFl, Gottfried
Zmeck, segir að fyrirtækið muni
eignast 6-7 milljónir áskrifenda á
næstu 10 árum.
Telekom, Bertelsmann og Kirch
hafa gert með sér bandalag um
tæknisamvinnu til að hleypa af
stað stafrænu sjónvarpi og náð
samkomulagi um sameiginlegt af-
ruglarakerfi.
Kirch hefur samþykkt að leggja
niður DFl stafræna áskriftarsjón-
varpið og sameina dagskrá sína
Premiere, áskriftarsjónvarpi því
sem er í eigu Kirch og CLT/Ufa,
sjónvarpsfyrirtækis undir forystu
Bertelsmanns.
Miðlurum í Wall Street komið á óvart
; Discovery fær Tra-
vel Channel á 20
milljónir dollara
New York. Rcuter.
| BUD PAXSON, hinn kunni fjöl-
miðlaverktaki, hefur komið sér-
fræðingum í Wall Street á óvart
| með því að selja Discovery Com-
munications umráð yfír Travel
Channel á 20 milljónir dollara —
tæpum þremur mánuðum eftir að
hann keypti rásina á 75 milljónir
dollara.
Discovery er undir stjóm dag-
skrárgerðarfyrirtækisins Liberty
Media, sem er í eignartengslum við
| kaplarisann Tele-Communications,
og samþykkti að kaupa 70% í Tra-
vel Channel. Fyrirtækið á nú þegar
" Discovery Channel, Leaming
Channel og Animal Planet. Kerfíð
er metið á 28,5 milljónir dollara.
Þessi óvæntu viðskipti eru mikið
áfall fyrir Paxson, sem taldi sig
hafa gert góð kaup þegar hann
keypti netkerfíð í júní. I staðinn
hefur Paxson Communications Inc.
tapað 51,5 milljónum dollara á söl-
unni.
Hlutabréf í Paxson lækkuðu um
37 sent í 11,62 dollara, en bréf í
Liberty Media lækkuðu um 6 sent
í 26,75 dollara.
Salan sýnir hve erfítt er fyrir
fýrirtæki eins og Paxson, sem átti
ekkert annað kaplakerfí, að halda
velli í grein, þar sem kaplarisar
ráða lögum og lofum.