Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 25
Nordsee-Zeitung/Torsten Melchers
FRÁ samkvæmi hjá íslensku sendiherrahjónunum í Bonn í til-
efni af útkomu bókarinnar Býr íslendingur hér? Franz Gísla-
son, Wolfgang Schiffer og höfundurinn, Garðar Sverrisson
Islensk bókmennta-
Dagskrá um dr. Sigurð Nordal
SAMHENGI og samtíð var yfirskrift
dagskrár um dr. Sigurð Nordal og
verk hans sem haldin var í Þjóðar-
bókhlöðunni síðastliðinn sunnudag.
Var dagskráin vel sótt, að sögn Ein-
ars Sigurðssonar landsbókavarðar,
en um 130 manns munu hafa lagt
leið sína í Þjóðarbókhlöðuna.
Við þetta tækifæri afhentu synir
Sigurðar Nordals, Jón og Jóhannes,
handritadeild Landsbókasafnsins til
varðveislu meginþorra þeirra hand-
rita úr eigu Sigurðar sem enn voru
í þeirra höndum. Er hér um að ræða
eiginhandarrit Sigurðar af ýmsum
útgáfum ritverka hans, svo og hand-
rit, efnisdrög, minnisgreinar og
ýmislegt annað óprentað efni, ýmis
eiginhandarrit annarra höfunda, svo
sem Jóhanns Sigutjónssonar, Þór-
bergs Þórðarsonar og Theódórs Frið-
rikssonar, bréf til Sigurðar frá ýms-
um aðilum og allmikið af úrklippum
og hliðstæðum gögnum.
Á sunnudag flutti Gauti Sigþórs-
Morgnnblaðið/Kristinn
MEÐAL gesta á dagskránni voru dr. Páll Skúlason rektor, Björn
Bjarnason menntamálaráðherra, kona hans Rut Ingólfsdóttir
og Jóhanncs Nordal.
son, nemi í menningarfræðum við
háskólann í Minnesota í Bandaríkj-
unum, einnig erindið „Andmæli ósk-
ast: Af vettvangi Sigurðar Nordals"
pg dr. Páll Skúlason, rektor Háskóla
íslands, opnaði sýninguna Áfanga
um verk Sigurðar Nordals. Mun hún
standa út september.
sókn í Þýskalandi
FYRIR nokkru kom út í Þýskalandi
bókin Wohnt hier ein Islander? (Býr
íslendingur hér?), minningar Leifs
Miillers sem Garðar Sverrisson
skráði. Þeir Franz Gíslason og
Wolfgang Schiffer þýddu bókina,
en útgefandi er Edition die Horen
í samvinnu við Wirtschafts Verlag.
Útgáfustjóri forlagsins og ritstjóri
tímaritsins Die Horen er Johann
P. Tammen, en í ritinu hefur oft
birst íslenskt efni.
í tilefni af útgáfunni hélt Ingi-
mundur Sigfússon, sendiherra í
Bonn, nýlega boð til að minnast
þessa áfanga. í samtali blaðamanns
við Ingimund kom fram að mikil
íslensk bókmenntasókn væri nú í
Þýskalandi. Áhugi á íslenskum bók-
menntum væri mikill og vaxandi
og sama mætti reyndar segja um
áhuga á norrænum bókmenntum
yfirleitt.
Ingimundur sagðist halda að um
kyrrstöðu væri að ræða í þýskum
bókmenntum. Þess vegna þýddu
Þjóðveijar mikið af verkum eftir
erlenda höfunda. Hann sagði að
íslenskir rithöfundar væru oft á
ferð í Þýskalandi og nefndi þá sér-
staklega Einar Kárason sem væri
þeirra kunnastur, Einar Má Guð-
mundsson og Steinunni Sigurðar-
dóttur, en Tímaþjófur hennar er
nýkominn út í Þýskalandi. Meðal
annarra höfunda væru Guðrún
Helgadóttir og Iðunn Steinsdóttir.
Bókmenntaár í Þýskalandi
Bergdís Ellertsdóttir sendiráðs-
ritari í Bonn sagði að árið í ár
væri mikið bókmenntaár í Þýska-
landi. Hún nefndi verkefnið Far-
fuglana sem Norræna ráðherra-
nefndin styrkti. Hún sagði að næst
væri á döfinni bókmenntahátíð í
Slésvík-Holstein með rithöfundum
sem fengið hefðu Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs síðastliðin
tólf ár. Þangað væri Einar Már
Guðmundsson væntanlegur.
Matthías Johannessen kemur til
Bonn í lok október og mun að öllum
líkindum lesa upp í Háskólanum í
Bonn og líka í Túbingen. Ljóðabók
Matthíasar, Sálmar á atómöld í
þýðingu Wilhelms Friese, er að
koma út í Þýskalandi á vegum for-
lagsins Seltmann & Hein.
í Berlín munu norrænir höfundar
kynna verk sín, íslenskir þeirra á
meðal, og tengist sú dagskrá Far-
fuglunum fyrrnefndu. Bergdís tók
undir það með Ingimundi Sigfús-
syni að áhugi færi vaxandi á ís-
lenskum bókmenntum í Þýskalandi.
Hún sagði að Þjóðverjar væru opn-
ir fyrir öllu norrænu.
Frábær fyrirtæki
1. Vélsmiðja til sölu sem er 30 ára gömul, alltaf sömu eigendur.
Eingöngu unnið eftir útboðum. Góð aðstaða og öll tæki sem til
þarf. Þekkt verksmiðja, miklir möguleikar.
2. Litil kökugerð (ekki bakarí) til sölu sem selur til 70 söluaðila
nokkrar valdar tegundir. Mikið af vélum og tækjum fylgja með.
Kannt þú köku að baka. Góð velta, Gott fyrirtæki fyrir tvær duglegar.
3. Lítið þjónustufyrirtæki í öryggisgeiranum. Tilvalið fyrir vakta-
vinnumenn, t.d. lögregluþjóna eða aðra, með öðru. Góð
hugmynd sem gefur mikla möguleika fyrir duglegt fólk.
4. Lítil fasteignasala með mörg hundruð fasteignir á skrá. Frábær
aðbúnaður, tæki og hugbúnaður. Laus strax. Húsnæðið einnig
til sölu.
5. Tréverkstæði í eigin húsnæði. Hefur verið í sérsmíði og innrétt-
ingum. Tækjalisti og pallbíll. Góð aðstaða.
6. Ein þekktasta ritfangaverslun borgarinnar til sölu. Mikill annatími
framundan. Selur einnig leikföng og aðrar vörur.
Frábær staðsetning.
7. Stór og mikil gjafa- og blómaverslun til sölu á frábærum stað.
Mikil og vaxandi viðskipti. Góð aðstaða og mikið um stöðuga
viðskiptavini.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAIM
SUDURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Astarsaga í
Grænagarði
Flateyri. Morgunblaðið.
MÖGULEIKHÚSIÐ hélt nýlega
sýningu á verkinu “Ástarsaga úr
fjöllunum" en verkið fjallar um
ástir trölla í fjöllunum. Sýnt var
í leikskólanum Grænagarði, og
var haldin sameiginleg sýning
fyrir börnin á Grænagarði og
fyrir börnin úr 1-6 bekk Grunn-
skóla Önundarfjarðar, ásamt
kennurum, fóstrum og foreldr-
um. Verkið vakti mikla kátínu
og eftir á fengu börnin að heilsa
uppá sögupersónurnar úr verk-
inu. Sumir vildu knúsa en aðrir
drógu í hlé í skauti móður.
^anttskal^®^ ^
71 /r . fí- r tííessm^ a uverju homi
"iHeiratjor
rW)öTW í rósrauöyjjj bj-anna
ry,t4ölaulíaoijf.
'ftiast í heimsreisu
Hafið samband við söluskrifstofur
Flugleiða, umboðsmenn, ferðaskrifstofumar
eða simsöludeild Hugleiða í síma SO SO100
(svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 ■ 16.)
Vcfur Flugleiða á intemetinu: www.icelandair.is
Netfang fyrir almcnnar upplýsingar: info@icclandair.is
'Innifalið: flug, gisting og morgunverður og flugvallarskattar.
Giidirfrá 1. októbcr.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi