Morgunblaðið - 16.09.1997, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
MÁLVERKATVENND eftir Hafdísi Helgadóttur.
HERBERGI Önnu Hallin standa hvert fyrir ákveðna tilfinningu.
Náttúrusýn og
tilfinningarými
Á NÝLISTASAFNINU standa yfír
til 21. september nk. sýningar
Hafdísar Helgadóttur, Olgu Berg-
mann og Önnu Hallin.
Hafdís Helgadóttir sýnir mál-
verk og myndbandsverk í Svarta
sal og Bjarta sal. Málverkin eru
unnin í myndröðum þar sem þétt-
leiki, þyngd og lagskipting og
fjarvídd á tvívíðum fleti er skoðuð
í samhengi við litahring Ittens.
Hafdís segist vera að kanna eig-
indi málverksins unnin. Línur
dregnar af fjarvídd eins punktar í
rými eru sveigðar og oft stendur
viðmiðunin fyrir utan málverkið
sjálft sem birtir áhorfandanum þá
brot af stærra kerfí. Á sýningunni
hafa myndraðirnar sem listamað-
urinn vinnur eftir verið brotnar upp
og stök verk færð í nýtt samhengi.
Myndböndin eru öll tekin upp
samtímis á fjórar upptökuvélar.
Viðfangsefnið er sjóndeildarhring-
urinn sem er klassískt náttúrumót-
íf í myndlist. „Ég vil gera áhorf-
andann meðvitaðan um að sýn
hans á umhverfið, svo sem náttúr-
una, sé mótuð af sjónmiðlum eins
og myndjist og sjónvarpi,“ segir
Hafdís. Á sýningunni eru fjögur
sjónvarpstæki og gengur mynd-
bandsupptaka af sjóndeildarhring
hafs og himins lárétt frá einu ská-
settu tæki til annars.
Tamin náttúra
Borðstofusafarí er heiti sýningar
Olgu Bergmann í Forsal. Hún seg-
ir meginhugmyndina að baki verk-
unum vera að varpa Ijósi á hið fjar-
stæðukennda í samskiptum okkar
við náttúruna og þá goggunarröð
sem ríkir frá því svokallaða æðra
til hins óæðra í dýraríkinu. „Slík
goggunarröð á reyndar eins við í
mannfélaginu,“ segir Olga. Sýn-
ingin varpar ljósi á gefnar hug-
myndir okkar um náttúruna og
þess sem við teljum eðlilegt.
„Heimilisdýr eins og kettir eru
tamin náttúra og slíkt þykir sjálf-
sagt en lömbin borðum við og
tamdar heimilisrollur þætti flestum
óeðlilegt,“ segir Olga.
Á milli svefns og vöku
Ljósmyndir og skúlptúrar Önnu
Hallin í Gryíjunni sýna rými marg-
víslegra tilfinninga. Rýmin hefur
listakonan unnið í módel sem hún
síðan ljósmyndar. Lýsingin er mik-
ilvægur þáttur í draumkenndum
ljósmyndunum.
Anna segist skoða notkun ljóss-
ins í gömulum málverkum á borð
við verk Jan van Meer og hvernig
lýsingu er beitt í gömlum kvik-
myndum til að skapa ákveðna
stemmningu. Verkin hafa hvers-
dagslegar tilvísanir en tengingarn-
ar eru órökréttar. Hún lýsir verk-
unum sem millibilsástandi milli
svefns og vöku og segir að það sé
einmitt í því ástandi sem fólk opni
fyrir fijálsar hugsanir sem rök-
hyggja hversdagsins heldur aftur
af.
TILBÚIN náttúrusýn Olgu Bergmann.
Sálarhug-
myndir nor-
rænna manna
í fornöld
PRÓFESSOR Régis Boyer við
Parísarháskóla flytur opinberan
fyrirlestur í húsakynnum Alliance
francaise, Austur-
stræti 3, fimmtu-
daginn 18. sept-
ember kl. 20.30.
Fyrirlesturinn
nefnist „La notion
d’áme chez les
anciens Scandin-
aves“ eða Sálar-
hugmyndir nor-
rænna manna í
fornöld. Fyrirlesturinn verður flutt-
ur á frönsku en túlkaður um leið á
íslensku.
Régis Boyer hefur um árabil
rannsakað og kennt norrænar bók-
menntir við Sorbonne og hefur lagt
sérstaka alúð við íslenskar bók-
menntir fornar og nýjar. Helsta
rannsóknarsvið hans hafa verið trú-
arhugmyndir norrænna manna á
miðöldum. en hann hefur einnig
lyft grettistaki í þýðingu íslenskra
miðalda- og nútímabókmennta.
------» ♦ ♦----
Jólatónlist og
krýningarverk
VETRARSTARF Söngsveitarinnar
Fílharmóníu er að hefjast en tvö
verkefni bíða sveitarinnar á þessum
vetri. Hið fyrra er aðventutónleikar
í Langholtskirkju 7. og 9. desember
næstkomandi, þar sem einsöngvari
verður Jón Rúnar Arason tenór-
söngvari. Á efnisskrá verða innlend
og erlend verk tengd jólum.
Síðara verkefni vetrarins er flutn-
ingur tveggja kórverka með ein-
söngvurum og hljómsveit næsta vor.
Flutt verða Krýningarmessa Moz-
arts frá 1779 og fjórir krýning-
arsálmar eftir Handel sem hann
samdi í tilefni krýningar Georgs
konungs II en hann tók við völdum
á Englandi og írlandi 1727.
Stjórnandi Söngsveitarinnar Fíl-
harmóníu er Bernharður Wilkinson.
Régis Boyer
BÆKUR_____________
II c i m s p c k i
SOCIAL FREEDOM,
THE RESPONSIBILITY VIEW
Kristján Kristjánsson. Cambridge Uníversity
Press - 1996,221 bls.
ÞAÐ sætir tíðindum þegar íslenskir fræði-
menn fá bækur sínar birtar hjá virtustu
háskólaforlögum heims. í bókinni Social
Freedom (Félagslegt frelsi), sem gefin er út
hjá Cambridge University Press, setur Krist-
ján Kristjánsson fram skilgreiningu á frelsi,
ber hana saman við skyldar kenningar um
frelsi og bregst við margvíslegri gagnrýni á
skilgreiningu sína. Kristján er hér á kunnug-
Iegum slóðum en hann skrifaði doktorsrit-
gerð sína um frelsi og ábyrgð og hefur birt
fjölda greina um það efni bæði í bandarískum
og evrópskum heimspekitímaritum.
Meginspurning Kristjáns lýtur ekki að því
hvort frelsi sé mögulegt í heimi orsaka held-
ur að athafnafrelsi einstaklingsins gagnvart
öðrum í samfélaginu. Líkt og hið fræga rit
John Stuart Mills Frelsið fjallar bók Krist-
jáns því um pólitískt eða félagslegt frelsi og
líkt og Mill setur Kristján meginhugmynd
sína fram skýrt og skorinort strax í upp-
hafi. En samkvæmt kenningu hans, sem
hann kallar ábyrgðarkenningu um frelsi (re-
sponsibility view), skerðir aðili B frelsi A til
að gera x þá og því aðeins að B beri siðlega
ábyrgð á þeim hindrunum sem vama A að
framkvæma x. Bókin er ein samfelld útlistun
á og vörn fyrir þessari hugmynd. I fyrsta
kafla útskýrir Kristján aðferð sína, merking-
argreiningu siðferðishugtaka, stuttlega. Tel-
ur hann að slík greining verði að virða hvers-
daglega orðanotkun eftir því sem frekast
er kostur og láta okkur í té nothæfar skil-
greiningar sem ekki eru afstæðar. Ljóst er
að ýmsir samtímaheimspekingar og aðrir
munu eiga erfitt með að kyngja þessum
skilyrðum en Kristján ver þau
af leikni og sjöundi kafla bókar-
innar geymir athyglisverðan
samanburð Kristjáns á eigin
aðferð og þeirri sem bandaríski
réttarheim-spekingurinn John
Rawls boðar og kennd er við
gagnvirkt jafnvægi.
Aðrir kaflar í bókinni fjalla
síðan um einstaka fleti á skil-
greiningu Kristjáns. í öðrum
kafla er rætt um hvers eðlis
þvinganir þurfi að vera til að
teljast til frelsisskerðingar. Er
hér að finna sérlega gott yfírlit
yfir umræðu um neikvæðar skil-
greiningar á frelsi eins og þær
hafa þróast frá þvf Isaiah Berlin
skrifaði tímamótagrein sína um
tvenns konar frelsi, neikvætt og jákvætt.
Neikvætt frelsi er oft skilgreint sem frelsi
undan ytri kvöðum (að vera laus undan) en
jákvætt frelsi er þá frelsi til einhvers (að
geta gert eitthvað). Kenning Kristjáns er af
meiði neikvæðra skilgreininga, þótt hann
bendi á að hin hefðbundna túlkun á þessum
greinarmun sé of einföld og oft villandi.
Þriðji kafli fjallar um hvaða vægi hindranir
þurfa að hafa til að teljast til frelsisskerð-
inga. Fjórði kaflinn fjallar um siðferðilega
ábyrgð og sá fimmti um innri hindranir og
jákvæðar skilgreiningar á frelsi. Kristján
reynir í senn að veija kenningu sína, og
aðrar svipaðar, gegn gagnrýni þeirra sem
aðhyllast jákvæðar skilgreiningar á frelsi,
um leið og hann beinir margvís-
legri gagnrýni að slíkum kenn-
ingum. I sjötta kafla bókarinnar
eru athyglisverðar pælingar um
tengsl frelsis og valds. Bókinni
lýkur síðan á stuttri samantekt.
Umræða Kristjáns er mjög
skýr og hnitmiðuð og hann eyð-
ir miklum tíma og orku í ná-
kvæmar skilgreiningar lykilhug-
taka í kenningu sinni og ekki
síður í að sýna nákvæmlega
hvar brestirnir eru í öðrum kenn-
ingum um frelsið. Bókin ætti því
að nýtast sérlega vel sem
kennslubók á efri stigum há-
skólanáms. Hún fellur innan
þess sviðs sem oft er nefnt rök-
greiningarheimspeki, bæði hvað
varðar efnistök og aðferð. Orðræða Kristjáns
er borin uppi af röklegri greiningu á merk-
ingu hugtaka, hugsuðum tilraunum, dæmi-
sögum og gagndæmum. Slík heimspeki reyn-
ir mjög á hæfni manna til að ímynda sér
og lýsa ólíkustu aðstæðum. Þegar slík heim-
speki mistekst verður hún líkust ímyndunar-
sýki en þegar hún heppnast nær hún fram
kjarna mikilvægra siðferðishugtaka. Þeir
sem stunda slíka heimspeki verða að hafa
vakandi auga fyrir því hvenær bryddað er
upp á gervivandamáium, hvenær merkingar-
greining verður orðhengilsháttur og rök-
greiningin rökremba. Þótt hér sé ekki rúm
til að fara ofan í saumana á kenningu Krist-
jáns er ljóst að honum tekst mjög vel upp
við beitingu á hinum vandmeðfömu tækjum
rökgreiningarheimspekinnar. Dæmin sem
hann tekur eru skýr og einföld (sjaldnast
þvinguð) og hann er sífellt meðvitaður um
það hvar frelsisumræðan sé orðin orðavaðall
um ekki neitt (s.36) eða villuráf (red herr-
ing, s.45). Bókin er engu að síður mjög erf-
ið og víða seig undir tönn og hún er hvergi
nærri eins aðgengileg og skemmtileg og
Frelsi Mills. Helgast það ekki síst af því að
fjöldi kenninga um felsið er svo mikill og
þær svo flóknar að erfitt er að skýra nýjar
kenningar og setja þær í samhengi. Þolin-
mæði Kristjáns og natni við rökleg „smá-
atriði“ er aðdáunarverð og ljóst er að hér
fer fræðimaður sem hefur fullt vald á er-
lendri umræðu um félagslegt frelsi.
Ekki spillir að víða í bókinni er minnst á
íslensk dæmi, málshætti og sögur. Gagnrýni
Kristjáns á greiningu Alistar Maclntyres á
hetjum er sérlega athyglisverð (Kristján
dregur í efa þá algengu klisju að hetjan sé öll
í athöfnum sínum) en gagnrýni hans á Ric-
hard Wagner missir hins vegar marks. Þeg-
ar Wagner leggur áherslu á andlegt frelsi
ofar öllu er hann ekki að lýsa raunum sár-
þjáðs manns eða skilgreina frelsi að hætti
heimspekinga; hann er að orða frelsishugsjón
og upplifun skapandi listamanns. Gagnrýni
Kristjáns á Stóumenn byggist á nokkuð ein-
faldaðri og klisjukenndri mynd af frelsishug-
mynd þeirra. Eins og íslenskir lesendur
Kristjáns vita hefur hann gaman að því að
sýna klærnar en stundum skortir á að hann
setji sig í spor þeirra sem hann gagnrýnir.
Hafa ýmsir fengið_ að kenna á því ef þeir
lágu vel við höggi. I Social Freedom er gagn-
rýnin þó yfirleitt milduð og fræðileg, kurteis
að hætti Cambrigdemanna. Óhætt er að
mæla með þessari bók fyrir þá sem hafa
gaman af vandaðri heimspekilegri umræðu.
Bókin býður upp á (rökgreiningar)-heimspeki
í hæsta gæðaflokki.
Róbert H. Haraldsson
Að skilja og skil-
greina frelsið
Kristján
Kristjánsson