Morgunblaðið - 16.09.1997, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Skólamál í Dalasýslu
Kynningarfundur
um „Úttekt á fræðslu-
málum í Dalasýslu“
var haldinn í Búðardal
2. september sl.
Kynntar voru niður-
stöður viðamikillar út-
tektar og tillögur um
nýskipan skólamála í
Dölum sem ráðgjafa-
fyrirtæki hefur unnið
fyrir sveitarfélög sýsl-
unnar, Dalabyggð og
Saurbæjarhr. Dala-
byggð varð til árið
1994 við sameiningu 6
hreppa sýslunnar en
þeir voru: Suðurdala-,
Haukadals-, Laxár-
dals-, Hvamms-, Fellsstrandar- og
Skarðshr.
Verkefnisstjóri kynnti skýrslu
sína en skólamálum er nú svo hátt-
að, að Dalabyggð rekur grunnskóla
í Búðardal og að rekstri grunnskól-
ans á Laugum standa bæði sveitar-
félögin. Lagt er til að skólarnir
verði sameinaðir í einn skóla og
að kennsla fari fram í Búðardal.
Skólasel verði rekið í Tjarnarlundi
í Saurbæ fyrir yngstu nemendur
úr Saurbæ og af Skarðsströnd.
Fundurinn var boðaður báðum
sveitarstjórnum, skólastjórum, full-
trúum skólanefnda og foreldraráða
beggja skóla. Að lokinni kynningu
fóru fram fyrirspurnir og umræður
og síðan var samþykkt að setja á
fót 5 manna nefnd til að vinna
áfram að skipulagsmálum skóla í
Dölum.
Inngangsorð í umræðuna
um skólamál í Dölum
Fyrsti ræðumaður, að lokinni
kynningu, var formaður skóla-
nefndar Laugaskóla og prófastur í
Dölum og var ræða hans um margt
merkileg. Til að lýsa hughrifum
sínum af tillögu skýrsluhöfundar
minntist hann orða
hins rómverska stjórn-
málamanns, Cató
gamla sem endaði allar
ræður sínar með því
að segja: „Að lokum
legg ég til að Karþagó
verði lögð í eyði.“
Túlkun hans á til-
lögunni hljómaði því
svo: „Hér með skal
Laugaskóli lagður í
rúst.“ Þessi inngangs-
orð í umræðuna um
skólamál í Dölum eru
umhugsunarverð. Þau
gefa með afgerandi
hætti tóninn um hið
heilaga stríð sem nú
skal háð fyrir tilvist Lauga í Sæl-
ingsdal sem grunnskóla sýslunnar.
Ekkert annað kemur til greina.
Önnur sjónarmið landráð. Hann
vísar út í ystu myrkur hugmynd
um að tryggja skólastarf á Laugum
með öðrum hætti en með skóla
fyrir börn. Hugmynd um skóla fyr-
ir aldraða telur hann hlægilega og
ekki umræðuverða.
Og af orðum oddvita Saurbæj-
arhr. mátti hveijum manni vera
ljóst að stríðið skyldi háð hvað sem
tautaði og raulaði og á hvetju sem
gengi og hvað sem það kostaði.
Báðir þessir herramennn úr Saur-
bæjarhr. höfnuðu Búðardal alger-
lega sem hugsanlegum skólastað
fyrir sameinað skólastarf. Raunar
voru ræður þeirra ekki að hætti
herramanna en það er nú smekks-
atriði. Hvorugur vék að því af
hvaða ástæðu þeir telja Búðardal
réttminni en Lauga sem skólastað
fyrir grunnskóla Dalasýslu.
Til upprifjunar
Byggingu og rekstur heimavist-
arskóla á Laugum má rekja til
fræðslulaga frá 1946 sem lögðu
áherslu á sameiningu skólahverfa
um rekstur skóla en fram að þeim
tíma var hver hreppur sérstakt
skólahverfi og farskólarnir við lýði.
Hvammshr. einn ög sér hóf í
upphafi af myndarskap að reisa
skólahús á Laugum árið 1956 og
síðan komu önnur sveitarfélög að
því máli. Árið 1966 eru öll sveit-
arfélög sýslunnar orðin aðilar að
uppbyggingu og rekstri Lauga-
skóla.
Miklar umræður hafa vafalaust
átt sér stað í hveijum hreppi fyrir
sig um skólamálin á þessum tíma.
Svo var t.d. í Laxárdalshreppi þar
sem mikið var rætt um hvort hrepp-
urinn með þéttbýlið í Búðardal inn-
anborðs ætti að gerast aðili að
Búðardalur er miðstöð
stjórnsýslu og hvers
kyns þjónustu við inn-
anverðan Breiðafjörð.
Guðrún Konný Pálma-
dóttir telur að þar sé
öflugur grunnskóli einn
af hornsteinunum.
Laugaskóla. Þetta átti sér rætur í
því að íbúar Búðardals og nágrenn-
is vildu heimangönguskóla en ekki
senda böm sín í heimavistarskóla.
Þessi áhersla „þéttbýlinganna" var
eðlileg og réttmæt en um það voru
víst ekki allir sammála þá fremur
en nú. I þá daga voru samgöngur
með öðrum hætti en nú og nokkrum
erfiðleikum bundið fyrir börn í
dreifbýli Laxárdalshrepps að sækja
skóla í Búðardal.
Aðild Laxárdalshr. að Lauga-
skóla byggðist því í upphafi á því
að börn úr dreifbýli hreppsins sóttu
skóla að Laugum. Auk þess var
viðurkenning fræðsluyfirvalda á
heimangönguskóla í Búðardal háð
því að Laxárdalshr. gerðist þátttak-
andi í uppbyggingu og rekstri
Laugaskóla sem og varð. Jafnframt
var rekinn skóli í Búðardal en íbú-
ar þar voru milli 60 og 80 á þessum
árum.
Nú hélt þéttbýlið áfram að vaxa
í Búðardal og þá sér í lagi um og
eftir 1970 þegar hér voru miklir
uppgangstímar og margt ungt fólk
með börn á skólaaldri að setjast
hér að. Skólinn í Búðardal komst
hins vegar ekki í eigið húsnæði
fyrr en árið 1976 og bygging seinni
áfanga skólahússins lauk ekki að
fullu fyrr en 12 árum síðar.
Staða skólamála 1997
Þegar núverandi staða er skoðuð
í ljósi sögunnar er vert að velta því
upp hvort þéttbýlið í Búðardal hafi
minni rétt nú en áður til heiman-
gönguskóla í Búðardal og ef svo
er, þá hvers vegna.
Þótt Búðardalsskóli hafi verið
viðurkenndur af skólayfirvöldum
jafn lengi og Laugaskóli er eins
og hann hafí aldrei hlotið raunveru-
lega viðurkenningu annarra en íbúa
Búðardals. Þetta kom glöggt fram
í máli formanns skólanefndar
Laugaskóla og oddvita Saurbæj-
arhr. á skólafundinum 2. september
sl. þar sem Búðardalur fær algera
og fortakslausa höfnum sem skóla-
staður fyrir grunnskóla Dalasýslu.
Ýmis teikn eru á lofti um það að
skólarnir verði sameinaðir í eina
skólastofnun þótt óvissa ríki um
annað þegar þetta er skrifað.
Ef reikna á með því að „herra-
mennirnir“ á skólafundinum í Búð-
ardal hafí þar túlkað almennustu
sjónarmið íbúa dreifbýlisins, sem
ég leyfi mér stórlega að draga í
efa, þá er ljóst að Búðardalur er
ekki viðurkenndur sem skólastaður
í hugum meirihluta íbúa Dalasýslu.
Og fyrir íbúa Búðardals, nemendur
og starfsfólk Búðardalsskóla, væri
vissulega sárt að upplifa það eftir
áratuga langt og farsælt skóla-
starf.
Minna má á að fyrrum Laxár-
dalshr. stóð fyllilega við skyldur
sínar og ábyrgð gagnvart börnum
dreifbýlisins í hreppnum, með aðild
sinni að uppbyggingu og rekstri
Laugaskóla á sínum tíma meðan
samgöngur voru ljár í þúfu skóla-
sóknar þeirra í Búðardalsskóla.
Framtíðin
Búðardalur er héraðskjarni fyrir
byggðir við innanverðan Breiða-
fjörð. Miðstöð stjórnsýslu og hvers
kyns þjónustu með nýlegum og
vönduðum mannvirkjum. Búðar-
dalur og sú fjölþætta þjónustustarf-
semi sem hér er rekin gegnir lykil-
hlutverki í því að draga að nýtt
fólk og nýtt blóð í sýsluna. Að hér
sé öflugt þéttbýli með alla þá
grunnþjónustu sem fólk í dag á
rétt á og gerir kröfu til, skiptir
sköpum varðandi framtíð Dala-
sýslu. Öflugur grunnskóli er þar
einn af hornsteinum.
Búseta fólks ræðst ekki ein-
göngu af atvinnumöguleikum. Hún
ræðst einnig að miklu leyti af skól-
um og þjónustustigi. í sókn að efl-
ingu byggðar í Dölum verður ekki
vígbúist frá neinum einstökum stað
öðrum en Búðardal. Ég tel að því
fyrr sem þessi hugsun fær almenn-
an og víðtækan hljómgrunn, því
betur og markvissar tekst að efla
byggðina í heild sinni.
Hvað framtíðin ber í skauti sér
er annars ekki gott að segja fyrir
um. Hitt er víst að krafan um
áframhaldandi skólastarf í Búð-
ardal þar sem nú búa um 300
manns, er og verður áfram við
lýði og því fær ekkert haggað.
Breytingu þar á verður ekki
þröngvað í gegn, á hveiju sem
gengur í henni veröld.
Að lokum skal tekið fram að
skoðanir sem hér eru settar fram
eru greinarhöfundar. Tillögur um
nýtt skólaskipulag hafa ekki hlotið
umfjöllun hreppsnefndar Dala-
byggðar.
Höfundur er varaoddviti ogfor-
maður hreppsráðs Dalabyggðar.
Guðrún Konný
Pálmadóttir
MUNIÐ SÉRPANTANIR
ÁHÚSGÚGNUM
TÍMALEGA FYRIR
JÓLIN
Mörkinni 3, sími 588 0640
E-mail: casa@islandia.is
Full laun í fæðingarorlofi eða ekki?
í NÝJASTA tölu-
blaði Vinnunnar, mál-
gagns ASÍ, er vakin
athygli á máli sem hef-
ur ekki farið hátt að
öðru leyti í fjölmiðlum,
en það er fullgilding
tilskipunar Evrópu-
sambandsins um
vinnuvernd barnshaf-
andi kvenna og kvenna
sem nýverið hafa fætt.
Efni hennar felur í sér
stórkostlegar réttar-
bætur fyrir starfsmenn
sem fara í fæðingaror-
lof, því skv. 11. gr.
hennar eiga þeir rétt á
a.m.k. þriggja mánaða
veikindalaunum í fæðingarorlofi.
Það eru því margir sem hafa beðið
spenntir eftir Iögleiðingu tilskipun-
arinnar hér á landi, en því miður
virðast stjómvöld ætla að fara á
skjön við ákvæði hennar og það
átti að gerast hægt og hljótt, án
þess að eftir yrði tekið.
Veikindalaun fyrstu
14 vikurnar
111. gr. tilskipunarinnar er kveð-
ið á um að bætur til handa foreldr-
um í fæðingarorlofi skuli (í minnst
14 vikur, sbr. 9. gr.) tryggja að
minnsta kosti jafnmiklar tekjur og
hlutaðeigandi starfsmaður fengi í
veikindafríi, hugsanlega bundið við
eitthvert hámark sem kveðið er á
um í innlendri löggjöf. Samkvæmt
núgildandi lögum býr þorri launa-
fólks við það að fá greiðslur frá
Tryggingastofnun ríkisins í fæðing-
arorlofí, sem nema að hámarki um
það bil 60 þúsund krónum á mán-
uði, en undantekningar eru þó frá
þessu í sumum kjarasamningum.
Hins vegar kveða lög á almennum
vinnumarkaði á um að
svokölluð staðgengils-
regla gildi í tiltekinn
tíma, (að jafnaði fyrsta
mánuðinn) þegar þetta
sama launafólk fer í
veikindaleyfi. Stað-
gengilsreglan felur í
sér að starfsmaðurinn
fær greidd þau laun
sem hann hefði haft,
ef forföll hefði ekki
borið að höndum, þ.e.
grunnlaun ásamt yfir-
vinnukaupi og ýmsum
álagsgreiðslum, s.s.
námskeiðsálag, flokk-
stjóraálag, viðgerðar-
og þungaálag o.s.frv.
Að loknu því tímabili sem staðgeng-
ilsreglan gildir tekur svo við tíma-
bil þar sem starfsmaðurinn á rétt
á dagvinnukaupi í fjarveru sinni
vegna veikinda.
Skýlaus réttarbót en
kostnaðarsöm!
Ef tekið er tímabil þriggja fyrstu
mánaða í veikindum er því oft um
að ræða að starfsmaður hafí einn
mánuð á fullum launum en næstu
tvo á dagvinnukaupi. Regla sem
kveður á um að starfsmaður eigi
rétt á sömu greiðslum í fæðingaror-
lofí þýðir því í langlestum tilvikum
gerbyltingu fyrir stöðu þeirra
starfsmanna sem fara í fæðingaror-
lof. Þetta er öllum ljóst sem kynna
sér tilskipunina og þetta var fulltrú-
um atvinnurekanda og stjórnvalda
ljóst strax þegar þeim var kunnugt
um efni hennar, þ.e. á árinu 1992.
Þess vegna hefur verið dregið í
lengstu lög að fullgilda efni hennar
og á fundi samráðsnefndar félags-
málaráðuneytisins og samtaka aðila
vinnumarkaðarins í september 1993
Það er óþolandi að búa
við það, segir Bryndís
Hlöðversdóttir, að ís-
lenzk stjórnvöld líti á
það sem sitt helzta hlut-
verk að koma sér undan
því að standa við alþjóð-
legar skuldbindingar.
lýsti fulltrúi atvinnurekanda því
sérstaklega yfir að framkvæmd til-
skipunarinnar fæli í sér verulegan
tilkostnað þar sem hún gjörbylti
gildandi reglum um barnshafandi
konur á vinnumarkaði og um
greiðslur í fæðingarorlofí. Jafn-
framt var eftir því óskað við utan-
ríkisráðuneytið að leitað verði eftir
sem lengstum aðlögunartíma fyrir
Island til að hrinda ákvæðum til-
skipunar þessarar í framkvæmd.
Það hefur greinilega verið orðið við
þessum tilmælum, því gert var ráð
fyrir að aðildarríkin fullgiltu tilskip-
un þessa tveimur árum eftir gildis-
töku hennar, þ.e. í september 1994.
Hroðvirknisleg vinnu-
brögð stjórnvalda
Nú gerist það þremur árum eftir
að tilskipunin átti í raun að taka
gildi að í kyrrþey er gefin út reglu-
gerð, sem átti að fela í sér lögleið-
ingu hennar. Málið var kynnt í
stuttu máli fyrir samráðsnefnd fé-
lagsmálaráðuneytisins, en afgreitt
þaðan með hraði eftir svo til enga
umræðu. En ekki nóg með seina-
ganginn og hroðvirknislega af-
greiðslu málsins, heldur hefur heil-
brigðisráðuneytinu tekist að túlka
ákvæðið um greiðslur í fæðingaror-
lofi svo að þegar talað er um greiðsl-
ur í veikindum sé í raun verið að
vísa í ákvæði almannatrygginga-
laga um sjúkradagpeninga! Túlkun
þessi er rökstudd með vísan í yfir-
lýsingu sem fylgir tilskipuninni en
það er fráleitt að telja slíka yfirlýs-
ingu geta þrengt svo efni tilskipun-
arinnar sjálfrar að hún nái ekki
fram tilgangi sínum. Það er of langt
mál að fara ofan í efnisatriði um-
ræddrar yfirlýsingar hér, en henni
virðist fyrst og fremst vera ætlað
það hlutverk að fyrirbyggja mis-
túlkun í þá veru að þungun skuli
að öðru leyti jafnað við sjúkdóm.
Hver er réttur launa-
fólks í málinu?
Þessi tilskipun felur í sér ýmsar
aðrar réttarbætur fyrir þungaðar
konur og foreldri í fæðingarorlofí,
sem vert er að kynna sér og vísa
ég þar til umfjöllunar Vinnunnar
og tilskipunarinnar sjálfrar. Þáttur
stjómvalda í samvinnu við atvinnu-
rekendur er hins vegar með ólíkind-
um í þessu máli. Ekki aðeins hafa
stjórnvöld vanrækt þá skyldu sína
að kynna lögleiðingu tilskipunar-
innar og þau áhrif sem hún hefur
á réttarstöðu iaunafólks, heldur
hefur beinlínis verið farið á skjön
við efni hennar. Slík málsmeðferð
hlýtur að enda í kæmmáli fyrir þar
til bærum aðilum, en það er óþol-
andi að búa við það að íslensk
stjórnvöld líti á það sem sitt helsta
hlutverk að koma sér undan því að
standa við þær skuldbindingar sem
felast í alþjóðlegum samþykktum.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.
Bryndís
Hlöðversdóttir