Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 29
Að tala tungiini
NOKKUR umræða
hefur átt sér stað um
beitingu ensku í al-
þjóða samstarfi að
undanförnu. M.a. hef-
ur forseti íslands haft
orð á því að menn
ættu frekar að tala
ensku saman en vera
alfarið mállausir. Mig
langar til að leggja
nokkur orð í belg
vegna þessarar um-
ræðu. Móðurmál
manna eru jafnan mik-
ið tilfinningamál.
Tungutak í opinberu
samhengi er jafnframt
beiting valds, oft á
kostnað þess sem talar ekki við-
komandi tungumál að staðaldri.
Þannig standa þeir jafnan best að
vígi sem geta talað eigið móðurmál
á mannamótum. Samskipti manna
af ólíkum þjóðernum eru tíðum
leyst með því að ein tunga er töluð
eða þannig að túlkun milli allra fer
fram samhliða. Stundum heyrist
sú skoðun að nota ætti einhverja
óviðkomandi tungu, svo sem esper-
anto, við slík tækifæri. Nú er esper-
antokunnátta takmörkuð meðal
alls þorra manna og því sennilega
nokkur bið á að úr því verði bætt
með kennslu. Einnig er esperanto
ekki „lifandi" tunga sem einhver
þjóð talar dags daglega. Þar með
verður ekki um neina „eðlilega"
nýyrðasmið að ræða. Slík nýyrða-
smíð verður jafnharðan á flestum
öðrum tungumálum. Nú á dögum
er sú þróun mjög hröð, ekki síst í
heimi tækninnar.
Tillögur manna
Jafnan ber nokkuð á tillögum
einstakra manna um að taka upp
eina tungu á ráðstefnum. Einkum
ber á því að íslendingar og Finnar
sjái fyrir sér ensku sem lausn.
Ekki sé hægt að gera þá kröfu að
þeir hafi lært neitt af þeim tungu-
málum sem þeim hafa verið kennd
í skóla, nema þá ef vera skyldi
ensku, þar sem hún er svo áber-
andi, einnig utan
skólaveggjanna. Þessi
umræða er út af fyrir
sig ekki ný. Rektor
Skálholtsskóla lagði til
á 18. öld að íslenska
yrði lögð niður svo að
Islendingar gætu aftur
orðið menn með mönn-
um og talað sömu
tungu og næstu ná-
grannar þeirra. Fyrir
röskri öld sá rússneska
keisaradæmið litla
ástæðu til að vera að
púkka upp á margvís-
legar smátungur,
hveija annarri ólíkari,
og stefndi að útrým-
ingu þjóðtungna Eystrasaltsland-
anna og finnsku. Það var þá mat
stjórnvalda í Sankti Pétursborg að
rússneska dygði þessum þjóðum
vel til að gera sig skiijanlegar inn-
an keisaradæmisins. Þess má geta
Til að geta gert ísland
að ráðstefnulandi, segir
Borgþór S. Kjærne-
sted, þarf að koma á
túlkamenntun á há-
skólastigi í landinu.
að íslendingar tóku upp málhreins-
unarstefnu á 19. öld og að Finnar
og Eystrasaltsþjóðirnar brutust
undan keisaradæminu eftir síðustu
aldamót. Á íjórða áratugnum voru
brögð að því að Finnum þætti lítið
til þess koma að kunna sænsku.
Þeim fannst þá mikill akkur í að
kunna góða þýsku til að gera sig
skiljanlega á áhrifastöðum og í al-
þjóðlegu samstarfí. Heimsstyijöld-
in síðari fór eins og öllum er kunn-
ugt og veldi enskunnar jókst um
allan helming. Þannig sjá þeir sem
vilja sjá það að sterkar þjóðtungur
geta verið mikið tískufyrirbæri og
að hundrað ár eru stuttur tími í
þessu tilliti. Það getur verið var-
hugavert fyrir smáþjóðir að eltast
við duttlunga í þessum efnum.
Lausnir
Sennilega getur enginn boðið
uppá endanlega lausn í þessum
efnum. Mig langar þó að velta fram
nokkrum hugmyndum sem ég
byggi á um 30 ára reynslu af þess-
um málum. Eg er eindregið þeirrar
skoðunar að notkun ensku í nor-
rænu samstarfí er neyðarúrræði
og rýr lausn á vandamálinu. Þessa
skoðun mína ber að líta á sem
meginreglu. Það getur hins vegar
verið afmörkuð lausn að nota ensku
á mjög sérhæfðum ráðstefnum
þegar um er að ræða starfsgrein-
ar, sem að öllu jöfnu nota ensku
sem fagtungu á sínum vettvangi.
En þetta er undantekning. Mér
finnst rík ástæða til að taka upp
túlkun milli manna á ráðstefnum.
Af ástæðum sem ég hef átt erfitt
með að skilja til fulls eru margir
ráðstefnumenn á móti túlkun og
telja henni allt til foráttu. Mikið
geti farið forgörðum í máli manna
við notkun túlka - menn hætti að
læra ný tungumál við túlkun - það
sé svo þvingandi að nota túlkun,
o.s.frv. Sömu menn geta svo farið
á alþjóðlegar ráðstefnur og þegar
franska, spænska eða eitthvert
annað „framandi" mál er talað set-
ur sá hinn sami íslendingur á sig
heyrnartólin og hlustar á enska
túlkun!! Getur það verið að það
taki því fyrir hann úr því að við-
komandi trúir því að túlkurinn komi
ekki helmingnum af því sem sagt
er til skila? Og hver er það sem
borgar fyrir íslendinginn þá?
Að mínum dómi gerist eftirfar-
andi þegar túlkað er:
1 Þátttakendur verða í ríkara
mæli en ella að taka tillit hver til
annars.
2 Staða þeirra tungumála sem
túlkað er frá eflist og styrkist á
alla lund - þær heyrast.
3 Þar sem fulltrúar „stóru"
tungumálanna verða þess varir að
þeir skilja ekki „minni“ tungurnar
Borgþór S.
Kjærnested
Kvennastétt
Leikskólakennarar
hafa ákveðið að fara í
verkfall 22. september
nk. hafí samningar
ekki náðst fyrir þann
tíma. Það er mikill bar-
áttuhugur í stéttinni
og samstaða um að
knýja fram kjarabætur
nú þegar. Leikskóla-
kennarar hafa um 80
þúsund í laun á mánuði
sem er allt of lítið mið-
að við menntun,
ábyrgð og álag í starfi.
Lág laun gera það að
verkum að erfitt er að
manna leikskólana og
ná fram nauðsynlegum
stöðugleika í starfsmannahaldi
þeirra. En stöðugleiki er ein af for-
sendum fyrir góðu leikskólastarfi.
Staðreyndin er sú að leikskólarnir
geta ekki keppt um hæft starfsfólk
vegna lágra launa.
Mikil uppbygging
Undanfarin ár hefur átt sér stað
mikil uppbygging leikskóla og því
ber að fagna. Það eitt sér nægir
ekki ef við fáum ekki menntað
starfsfólk.
Án leikskólakennara standa leik-
skólar ekki undir nafni sem góðar
menntastofnanir. Það er mikið
áhyggjuefni að innan við 40% af
starfsmönnum leikskólanna hafa
fagmenntun og hefur þetta hlutfall
heldur lækkað á síðustu árum. Leik-
skólarnir hafa tekið miklum breyt-
ingum og til þeirra eru gerðar kröf-
ur eins og annarra stofnana um
sparnað og hagræð-
ingu.
Þessu hefur fylgt
aukið álag á starfs-
menn án þess að kjör
þeirra væru bætt.
Launamunur
Stétt leikskólakenn-
ara er að stórum hluta
skipuð konum. Það er
alvarlegt og snertir alla
í þjóðfélaginu að svo
fáir karlmenn starfi
með ungum börnum.
Mörg börn eru alin upp
hjá einstæðum mæð-
rum eða á heimilum
þar sem faðirinn er lítið
heima. Börnin fara síðan í leikskóla
og grunnskóla þar sem nær allt
starfsfólk eru konur og sjá því ekki
karlmenn nema úr fjarlægð. Kann-
anir hafa bent til þess að mörg
börn, sérstaklega stráka, vanti karl-
kynsfyrirmyndir. Innan Félags ís-
lenskra leikskólakennara starfar
nefnd sem hefur það markmið m.a.
að kynna starf okkar og leita leiða
til að fá fleiri karlmenn til að
mennta sig sem leikskólakennara.
Það eru margir karlmenn sem
gjarnan vilja starfa í leikskóla en
segja launin höfuðástæðu fyrir að
þeir velji önnur störf.
Eitt af stefnumálum allra stjórn-
málaflokka fyrir síðustu kosningar
var að útrýma launamun kynjanna.
Nú gefst gott tækifæri til að standa
við gefin loforð og hækka laun leik-
skólakennara. Eðlilegt er að opin-
berir aðilar, ríki og sveitarfélög,
Það er mikið áhyggju-
efni, segir Heiðrún
Sverrisdóttir, að innan
við 40% af starfsmönn-
um leikskólanna hafa
fagmenntun, sem og
að þetta hlutfall fer
lækkandi.
gangi á undan í þessu efni.
Ég skora á viðsemjendur leik-
skólakennara að taka með alvöru á
þessum málum, kynna sér kröfur
okkar og ganga þegar til samn-
inga. Þannig yrði afstýrt verkfalli
sem mun valda þúsundum barna
og foreldrum þeirra miklum óþæg-
indum.
Höfundur er Ieikskólakennari.
U---------------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Oáumo
tískuverslun
_ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 h
Heiðrún
Sverrisdóttir
fyrirhafnarlaust, eykst virðing
þeirra fyrir þeim.
4 Allt andrúmsloft breytist til
hins betra á slíkum ráðstefnum.
Leiðir
í 16 ár hefur frú Vigdís Finn-
bogadóttir hvatt okkur Islendinga
til dáða í því að efla stöðu tungunn-
ar, undirstöðu þjóðernis okkar.
Núverandi forseti, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, hafði á orði í
kosningabaráttunni 1996 að hann
mundi láta málið heyrast á alþjóða-
vettvangi við opinberar heimsóknir.
Hverjar efndirnar hafa verið veit
ég ekki, en það hefur verið ánægju-
legt að sjá til forsetahjónanna í
Íslendingabyggðum Kanada, þar
sem þau hafa lagt áherslu á ýmis
atriði sem í ríkum mæli efla stöðu
íslenskrar menningar á alþjóðleg-
um vettvangi. Til að efla stöðu
tungunnar og jafnframt virka þátt-
töku íslendinga í alþjóðlegu sam-
starfi þarf að auka túlkun. Til að
geta gert ísland að ráðstefnulandi
þarf að koma á menntun í túlkun
á háskólastigi í landinu. Það er
óviðunandi ástand að efna hér á
landi til ráðstefnuhalds án túlkun-
araðstöðu. Staða tungumála eins
og frönsku, rússnesku og þýsku er
enn svo sterk - og mun svo verða
um ófyrirsjáanlega framtíð - að
ekki þykir tiltökumál að túlka til
og frá þessum tungumálum. Eng-
um dettur einu sinni í hug að halda
því fram að túlkarnir missi helm-
inginn úr. Menn þurfa líka að læra
að temja sér ákveðna framkomu á
alþjóðlegum ráðstefnum. Þar tala
menn ekki í belg og biðu ef þeir
vilja koma boðskap sínum til skila.
Túlkar eru eins og hver önnur
hjálpartæki á ráðstefnum. Kostnað
túlkunar verða menn að meta í ljósi
þess hve dýrt það er að senda
menn, sem ekkert skilja af því sem
fram fer, í dýrar flugferðir til út-
landa. Erlendar ráðstefnur eru ekki
lengur utanlandsferðir án verulegs
erfiðis, heldur mikilvæg vinna að
málum sem í æ ríkari mæli varða
þjóðina alla. Túlkun kemur ekki í
veg fyrir samskipti einstaklinga ut-
anvið ráðstefnusalinn, heldur eflir
hún samskiptin oft og tíðum þar sem
menn fýlgjast betur með því sem
fram fer. Enska í norrænu sam-
starfi mun aldrei fá Dani, Norðmenn
og Svía ofan af því að tala saman
á móðurmáli sínu utan fundartíma.
Svo standa íslendingar og Finnar
utanveltu með sína ensku eftir sem
áður. Hefur einhver velt því fyrir
sér hveijir bera virðingu fyrir þjóð-
tungu okkar ef við gerum það ekki
sjálf á erlendum vettvangi?
Höfundur er leiðsögumaður
og túlkur.
Sértilboð til
Parísar
9. og 13. okt. frá kr.
19.
Flug og hötel
kr. 24.990
&»•#**"*
Viðbótargisting
9. október
París — heimsborg Evrópu
Parísarferðir Heimsferða hafa fengið ótrú-
legar undirtektir og hundruð sæta hafa nú
þegar selst til þessarar heillandi borgar. Nú
eru fyrstu ferðirnar að seljast upp enda hafa
aldrei verið boðin jafn hagstæð kjör og nú í
vetur með beinum flugum okkar til Parísar.
Við höfúm nú fengið viðbótargistingu
á vinsælustu hótelunum okkar og
bjóðum nú sértilboð 13. og 20.
október. Glæsilegt úrval gististaða í
boði, spennandi kynnisferðir, frábært
að versla og íslenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja þér ánægjulega
dvöl í heimsborginni.
Bókaðu strax og tryggðu
þér tilboðsverðið
Verö kr. 19.990
Flugsæti til Parísar með flugvallarsköttum,
flug á mánudegi til fimmtudags.
Góð hótel í París
13- okt.^!%sæti
29 sæti
-78 sæti
'24 sæti
’34 sasti
2l sæti
Islenskir ^
fararstj
16- okt.
20- okt.
23. okt. ■
27 ■ okt.-
30• okt. -
24.990
Verð kr.
M.v 2 í herbergi Hotel Paris—Rome,
3 naetur, 13. október.
Verð kr. 29.990
M.v 2 í herbergi Hotel Paris—Rome,
4 nætur, 9. október.
VISA
x;
Austurstræti 17, 2. hæð • slmi 562 4600