Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 30

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚTRÁS ÍSLENZKS SJÁVARÚTVEGS SÍÐUSTU DAGA hafa birzt fréttir um nýja útrás íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja á erlendum mörkuðum. Tilgangur- inn er að styrkja markaðsstöðu og auka umsvif þeirra. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda hf. skýrði frá því fyrir helgina, að það hefði keypt allt hlutafé kanadíska fisk- vinnslufyrirtækisins Sans Souci Seafood og allar eignir Tara Nova, en bæði fyrirtækin starfa í Nova Scotia. SÍF tekur við rekstri þeirra 1. október n.k. og verður þar með langstærsta fyrirtæki í saltfisksölu á heimsmarkaði með um 16% af viðskipt- unum. Kanadísku fyrirtækin annast vinnslu, dreifingu og sölu á saitfiski í Norður-Ameríku, m.a. beint til neytenda, og veita kaup SIF á þeim sérstakan aðgang að nýjum mörkuðum í New York, Miami, Puerto Rico og öðrum eyjum_ í Karíbahafinu. Ekki er annað að sjá en þessi fjárfesting SIF muni stórefla fyrirtækið á erlendum mörkuðum og það mun skila sér í næstu framtíð til íslenzkra framleiðenda, hluthafa og þjóðarbúsins alls. Þá stendur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í viðræðum um kaup á franska fyrirtækinu Gelmer í Bologne, sem stundar fisk- innflutning, fisksölu og vinnslu og rekur m.a. fiskréttaverk- smiðju. Gelmer er stórt fyrirtæki í þessum rekstri í Frakklandi og hefur nokkur hundruð manns í vinnu. Verði af kaupum á Gelmer mun það vafalaust stórbæta markaðsstöðu SH. Loks hafa þijú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Samheiji hf., SR-mjöl hf. og Síldarvinnslan hf. stofnað hlutafé- lag um fjárfestingar og rekstur erlendis á sviði útgerðar, vinnslu og sölu. Nefnist það Úthafssjávarfang h.f. Með samstarfinu ætla fyrirtækin að hagnýta sér sameiginlegan styrk sinn og þá reynslu og þekkingu, sem þau búa yfir, til framsóknar á erlendum vettvangi. Fyrsta verkefnið verður rekstur tveggja togara, með vinnslubúnað fyrir síld og makríl, sem gerðir eru út frá austurströnd Bandaríkjanna. Sókn íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis er til marks um þær miklu breytingar, sem hafa átt sér stað síðustu árin. Fyrirtækin hafa verið að sameinast og stækka og hafa því meira bolmagn en áður til fjárfestinga innanlands sem utan. Þau eru í fremstu röð á sínu sviði í heiminum og því eðlilegt, að þau nýti þekkingu sína og reynslu til að styrkja stöðu sína á erlendum mörkuðum. Þessi útrás er einnig mjög mikilvæg fyrir íslenzk þjónustufyrirtæki sjávarútvegsins, sem fá nýja markaði fyrir framleiðslu sína. Þjóðhagslega séð er þessi útrás sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög mikilvæg. SKREF í ÁTT TIL JAFNRÉTTIS FRIÐRIK Sophusson Qármálaráðherra greindi frá því í síð- ustu viku að fyrir ríkisstjórninni lægi tillaga hans um að veita karlmönnum í þjónustu ríkisins tveggja vikna launað fæðingarorlof, sem þeim gæfist kostur á að taka á fyrstu átta vikunum í lífi nýrra fjölskyldumeðlima. Athyglisvert er að þessi tillaga er lögð fram óháð kjarasamningum við ríkisstarfsmenn, en það gefur til kynna að ráðherrann líti á hana einvörðungu sem jafnréttismál. Þetta er líka góð tillaga hjá fjármálaráðherra og fyllsta ástæða til að hvetja aðra ráðherra til að samþykkja hana. Sjálf- stæður réttur karla til fæðingarorlofs er mikilvægt jafnréttis- mál, ekki sízt vegna þess að þátttaka karla í uppeldi og umönn- un barna og rekstri heimilisins til jafns við konur er forsenda þess að ná megi jafnrétti á ýmsum öðrum sviðum. Ef karlar eru jafnmikið frá vinnu og konur vegna barneigna og skyldna við fjölskylduna eru úr sögunni þau rök fyrir mismunun kynj- anna á vinnumarkaðnum að konur séu verri starfskraftar vegna fjarvista í þágu barneigna og fjölskyldu. Ríkið greiðir konum, sem eru í þjónustu þess, full laun í sex mánuði við barnsburð, en til þessa hefur réttur karla, sem starfa hjá ríkinu, til fæðingarorlofs verið afar lélegur. Tillaga fjármála- ráðherra er því mikilvægt skref í jafnréttisátt — en aðeins lít- ið skref. Auðvitað ber að stefna að því að kynin séu jafnsett í þessum málum. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins og samþykkt ríkis- stjórnar um þetta mál myndi því hafa umtalsverð áhrif. Hún yrði líka fordæmi fyrir aðra vinnuveitendur, sem sumir hverjir hafa samið um að greiða konum í sinni þjónustu laun í fæðing- arorlofi, en hafa haft karla útundan. Fái karlar í þjónustu ríkisins rétt til fæðingarorlofs munu þeir, sem starfa á almennum vinnumarkaði, auðvitað knýja á um réttarbætur sér til handa. Lágmarkskrafan í þessu efni er að allir feður eigi rétt á nokkurra vikna orlofi og greiðslum frá Tryggingastofnun við fæðingu barna sinna. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur heitið slíkum umbótum á kjörtímabilinu og verður þeim vonandi hrint í framkvæmd sem fyrst. ÞAÐ er meira en áratugur liðinn frá því umræða hófst um að breyta ríkis- bönkunum, Landsbanka íslands og Búnaðarbanka Islands í hlutafélög og losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. Málið hefur velkst um í stjórnkerfinu árum sam- an, en ekki náð fram að ganga af ýmsum ástæðum þar tii á þessu ári. Slík lagasetning var til dæmis undirbúin á árinu 1992 en málið strandaði, bæði vegna erfiðleika í bankakerfinu og andstöðu við hug- myndina á alþingi. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur málinu verið þokað áfram, enda leg- ið ljóst fyrir að hlutafélagsvæðing væri óhjákvæmileg til að jafna sam- keppnisstöðuna milli ríkisbankanna og annarra aðila á markaðnum. Lög um að breyta bönkunum í hlutafélög tóku gildi í vor og voru stofnfundir félaganna haldnir í síðustu viku. Nýju hlutafélögin taka við rekstri bankanna um áramót, en síðan er gert ráð fyrir að selja nýtt hlutafé í bönkunum á almennum markaði snemma á næsta ári ásamt því að skrá þá á Verðbréfaþingi. Þegar stofnfundir nýju hlutafé- laganna vom haldnir í síðustu viku beindist athyglin að vonum mjög að því hveijum yrði falið að stýra þeim í upphafi. Frá þvi lögin voru samþykkt í vor hefur legið ljóst fyr- ir að skipan í stjórnir nýju hluta- félaganna, sem breytast í bankaráð um áramótin, yrði í upphafi í sam- ræmi við hið pólitíska landslag. Sömuleiðis hafa stjórnarflokkarnir viðhaldið ákveðinni helmingaskipta- reglu við val á sínum fulltrúum í bankaráðin. Ekki var hins vegar gengið endanlega frá vali banka- ráðsmanna fyrr en nú í september- mánuði eða raunar síðustu dagana fyrir stofnfundi félaganna. Þrír nýir bankaráðsmenn í Búnaðarbanka í nýju bankaráði Landsbankans mun Sjálfstæðisflokkurinn eiga tvo fulltrúa eða þá Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra flokksins, og dr. Birgi Þ. Runólfsson, dósent. Birgir er nýr í bankaráðinu og kemur í stað Hallsteins Friðþjófssonar sem var fulltrúi Alþýðuflokksins. Fram- sóknarflokkurinn mun hins vegar aðeins eiga einn mann í bankaráð- inu, Helga S. Guðmundsson, sölu- stjóra hjá Vátryggingarfélagi Is- lands hf., en hann gegnir aftur á móti formennskunni. Þar að auki sitja í bankaráðinu Jóhann Ársæls- son, fyrrverandi alþingismaður, fyr- ir Alþýðubankalagið og Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi, fyrir Alþýðuflokkinn. í Búnaðarbankanum verður þessu öfugt farið þar sem sjálfstæð- ismenn munu eiga einn fulltrúa í bankaráðinu, Pálma Jónsson, fyrr- verandi ráðherra, sem gegna mun þar formennsku. Framsóknarflokk- urinn fær sína tvo fulltrúa, þá Þór- ólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga og Arnór Arnórsson, framkvæmdastjóra Samvinnusjóðsins. Sigríður Stef- ánsdóttir, kennari, mun sitja í bankaráðinu fyrir Alþýðubandalag- ið og Haukur Helgason, skólastjóri fyrir Alþýðuflokkinn. í þessu felast meiri breytingar en í Landsbankan- um, því þrír nýir bankaráðsmenn taka þar sæti. Úr bankaráðinu ganga þeir Árni Mathiesen, alþing- ismaður, Guðni Ágústsson, alþingis- maður og Geir Gunnarsson. Skipan varaformanna fylgir sömu reglu og skipan formanns því sjálf- stæðismaður gegnir því embætti í Landsbankanum en framsóknar- maður í Búnaðarbankanum. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, benti á í samtali við Morgun- blaðið að viðskiptaráðherra veldi nú menn til setu í bankaráðunum, en áður hefði alþingi kosið þessa menn hlutfallskosningu. „Ég var fyrir löngu búinn að lýsa því yfír að ég teldi rétt að þetta yrði hægfæra breyting sem gengi yfir,“ segir hann. „Ég leitaði ekki eftir tilnefn- ingu þingflokka minnihlutaflokk- anna á Alþingi heldur hafði ég sam- ráð og leitaði eftir tillögum frá for- mönnum Alþýðubandalags og AÍ- þýðuflokks um hvaða menn þeir teldu rétt að tilnefna í stjórnirnar. Hins vegar eru stjórnirnar skipaðar af mér sem viðskiptaráðherra. Það var síðan samkomulag milli stjórnar- flokkanna að skipta formennskunni á milli sín með þessum hætti þannig að framsóknarmaður yrði formaður stjórnar Landsbankans og sjálfstæð- ismaður formaður stjórnar Búnaðar- bankans." Finnur vísar því hins vegar alfar- ið á bug að einhver pólitisk hrossa- kaup hafi átt sér stað um þessa skipan mála. Samkomulag hafi tek- ist milli stjórnarflokkanna um að hafa fyrirkomulagið með þeim hætti sem raun varð á. Vonbrigði með skipan bankaráða Skipan bankaráðanna hefur vald- ið nokkrum vonbrigðum, bæði innan og utan bankanna, þ.e. að ekki skuli hafa verið valið fólk sem í senn hafi víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri og fjármálastarfsemi, að því er fram kemur frá ýmsum viðmælendum Morgunblaðsins. „Þegar verið er að gera breytingu af þessu tagi, þá á um leið að nota tækifærið og senda þau merki út á markaðinn að hér séu að verða til þróttmikil og framsækin félög. Það þarf að sýna ný andlit og ný skipu- rit sem gera það trúverðugt að þessi félög muni gera sig gildandi í barátt- unni á þeim harða markaði sem peningamarkaðurinn er orðinn. Það olli mér vonbrigðum að sjá ekki slík merki koma frá ríkisvaldinu," segir Gunnlaugur Sigmundsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins. Þá er það gagnrýnt að Arnór Arnórsson skuli hafa orðið fyrir val- inu sem bankaráðsmaður í Búnaðar- bankanum. Bent er á að hann komi úr röðum keppinauta Búnaðarbank- ans, en Samvinnusjóðurinn hafi haslað sér völl sem lánastofnun og aukið umsvif sín hratt á undanförn- um árum. Það geti vart talist við hæfi að Arnór sé upplýstur um áform Búnaðarbankans í harðri samkeppni á fjármagnsmarkaði. í þessu sambandi hefur ennfrem- ur verið bent á hugsanlegt vanhæfi Þorsteins Ólafssonar, formanns stjórnar Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins sem jafnframt situr í stjórn Norræna fjárfestingarbank- ans (NIB). Þorsteinn hefur ákveðið að ræða það mál við stjórnarfor- mann NIB, viðskiptaráðherra og stjórn Fjárfestingarbankans. „Ég hafði að leiðarljósi að menn hefðu ákveðna reynslu, þekkingu á rekstri fyrirtækja og þekkingu á fjármagnsmarkaðnum," segir Finn- ur Ingólfsson um skipan í bankaráð- in. „Það getur enginn sagt annað en að Arnór Arnórsson hafi góða þekkingu á fjármagnsmarkaðnum. Ég lét sérstaklega kanna hvort það stangaðist á einhvern hátt á við lög að hann sæti í stjórn Búnaðarbank- ans. Það er ekki, enda þekkjum við mýmörg fordæmi fyrir sliku. Krist- ján Ragnarsson, formaður banka- ráðs íslands, situr í stjórn Fiskveiða- sjóðs. Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans er for- maður stjórnar Fiskveiðasjóðs og svona gæti ég haldið áfram að telja. Það verður auðvitað eins með þessa menn alla og allt bankaráðið, að komi upp þau mál í umfjöllun í bankaráði sem tengist þessu fólki persónulega eða þeim rekstri sem þetta fólk er í forsvari fyrir, þá vík- ur þetta fólk sæti.“ Ráðningar bankastjóra frágengnar Bankaráð ríkisbankanna hafa einkum ákveðnu hlutverki að gegna við almenna stefnumótun bankanna og eftirlit ásamt því sem þau ráða aðalbankastjóra, tvo bankastjóra, staðgengil aðalbankastjóra úr hópi bankastjóra og staðgengil banka- stjóra. Bankaráðin semja síðan við bankastjórana um laun og önnur kjör þeirra. HLUTAFÉLAI STJÓRN Búnaðarbanka íslands I maður Pálma Jónssonar, Ríkis agi Hlutafélagsvæðing ríkisbankanna um áramót mun ein sér ekki hafa verulega uppstokkun í för með sér í rekstri þeirra. Þess er miklu fremur að vænta að talsverðar breytingar líti dagsins ljós eftir að nýju hluta- félögin verða komin á almennan hlutabréfa- markað á næsta árí. Kristinn Briem kynnti sér breytingamar og líkleg áhríf á rekstur bankanna. Líkur benda hins vegar til að bankaráðsmennirnir þurfi ekki svo mjög að bijóta heilann varðandi ráðningu bankastjóra í upphafí, nema ef vera kynni hvað launakjör þeirra snertir. Eins og fram hefur komið er það frágengið að banka- stjórarnir sex verði allir endurráðn- ir, en einn í hvorum banka ráðinn aðalbankastjóri. Björgvin Vilmund- arsson verði aðalbankastjóri Lands- bankans og Stefán Pálsson aðal- bankastjóri Búnaðarbankans. En

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.