Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 34

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Austurland: Nýlenda Hydro Aluminium? FYRIR skömmu birtist upplýsingaþátt- ur um norska fyrir- tækið Hydro Alumin- ium þar sem fyrirtæk- ið var talið annað - stærsta álfyrirtæki í heimi og jafnframt að fyrirtækið hefði hug á fjárfestingu hér á Iandi. Jafnframt var þess getið að fyrirtæk- ið ætti næga úrkost fyrir uppsetningu ál- vera og virkjana í Suð- ur-Ameríku, þar væri ódýr orka og hóflegur launakostnaður. Ban- ana-lýðveldin í Suður- Ámeríku hafa löngum verið fræg fyrir þá sök, að auðlindir margra ríkja þar eru í eigu erlendra aðila. Háðsnafngiftin „banana-lýðveldi“ ^er meðal annars til komið vegna þess að ríki, sem er ekki einrátt um eigin orkulindir getur vart tal- ist til fyllilega sjálfstæðra ríkja. Um svipað leyti og þessi kynn- ingardagskrá í sjónvarpinu birtist, komu tveir íslenskir fulltrúar af samningafundum við Hydro Al- uminium í Osló. Annar var utanrík- isráðherra íslands sem lýsti við- ræðum um væntanlegar stóriðju- framkvæmdir nefnds fyrirtækis hér á landi og nýjum viðhorfum í v^því sambandi. Samkvæmt frum- ' drögum undirbúningsviðræðnanna voru þau nýju viðhorf, að Hydro Aluminíum yrði megin eigandi að orkulindum, vatnsföllum þeim sem renna um austurhluta landsins og kostaði virkjanaframkvæmdir og jafnframt byggingu 200-400 þús- und tonna álvers. Utanríkisráð- herrann taldi þennan viðræðu- grundvöll og væntanlegar fram- kvæmdir mjög fýsilegan kost fyrir atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og gat þess í viðtali að þar með mætti tengja helstu þéttbýlisstaði fjarðanna með jarð- göngum. í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. birtist samantekt og kynning á stöðu viðræðna um stóriðju og um mögu- leika til orkuöflunar. Samantekt þessi nefn- ist „Rafmagnaðir ál- draumar" og virðast upplýsingar fengnar frá iðnaðarráðhera og fulltrúum Markaðs- skrifstofu Landsvirkj- unar. Iðnaðarráðherra segir: „Við stöndum þess vegna á tímamót- um. Nú þarf að huga að næstu skrefum og við það þarf mjög að vanda sig.“ Hann minnist á möguleika á útflutningi raf- Ef þessi umræðugrund- völlur verður tekinn al- varlega, segir Siglaug- ur Brynleifsson, væri það hliðstætt því að af- henda Norðmönnum landhelgina fyrir Aust- fjörðum. magns með sæstreng en höfuð úrkosturinn í sölu rafmagns er að hans dómi álver á Reyðarfirði í eigu Hydro Aluminium og „ís- lenskra fjárfesta". Síðan segir: „Hugmyndirnar á bak við álver Hydro Aluminium eru í grundvailaratriðum frá- brugðnar því sem áður hefur þekkst í uppbyggingu stóriðju hér á landi, eins og fram kemur ann- ars staðar í þessari umfjöllun — Verkefnafjármögnun í stað ríkis- Siglaugur Brynleifsson ábyrgðar — (innskotskafli). Við- skiptahugmyndin felst ekki í því að erlenda fyrirtækið byggi og reki álver og íslenska ríkið virki og selji orkuna, heldur er rætt um að koma á fót „verkefnafjármögn- uðu orkufyrirtæki með blandaðri eignaraðild og að álbræðslan verði í meirihlutaeigu Hydro Aluminium og íslenskra fjárfesta..." Áætlað er að heildarfjárfesting í orkuveri og álbræðslu verði á bilinu 100-110 milljarðar kr.“ Það kemur fram í umfjöllunum að Landsvirkjun er oíViða að standa að virkjunum sem ætlaðar eru 400 þúsund tonna álveri, enda ekki ólíklegt að stjórnvöld hiki við að taka á sig skuldbindingar Landsvirkjunar sem þessu fylgja — helmingur ríkisskuldanna nú eru tilkomnar vegna framkvæmda Landsvirkjunar. „Verkefnafjármagnað orku- fyrirtæki“ þýðir Ijármögnun Hydro Áluminíum á væntanlegri virkjun og þar með eign þess fyrirtækis á orkulindunum — fallvötnunum, sem eru talin önnur höfuðauðlind landsmanna. Grundvallarbreytingin er því fólgin í afhendingu íslenskra orku- linda í hendur erlendra aðila — hér Norsk Hydro, en norska ríkið er eigandi þess fyrirtækis að hálfu. Hér er komin banana-lýðvelda póli- tíkin. Það hlýtur að vekja undrun að utanríkisráðherra, iðnaðarráð- herra og aðrir samningaaðilar iðn- aðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar skuli ljá máls á tilmælum fulltrúa Hydro Aluminium um eign orkulinda. Manni kemur í hug danska hug- takið „bondefangeri" og „bonde- fange“, sem útleggst á íslensku „að hlunnfara sveitamanninn11 ellegar einfeldninga úr öðrum starfsstéttum — eða til komi óljós skilningur á hugtakinu „sjálfstætt ríki“ og „sjálfstæði" en forsenda þess er tvímælalaust yfirráð og eign orkulinda og auðlinda lands og lagar. Ef þessi tillaga og umræðu- grundvöllur verður tekinn alvar- lega, þá væri það hliðstætt því að landhelgin fyrir Austijörðum væri afhent Norðmönnum eða norsku ríkisfyrirtæki til eignar og afnota. Höfundur er rithöfundur. Kynjamisrétti Hvatar UNDIRRITAÐUR hefur nú sótt um að fá inngöngu í Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, sem fullgildur félagi, enda þótt hann sé karl- maður. Þykir mér að það sé tímaskekkja að í lýðræðislegum stjórn- málafélögum þrífist félagsskapur sem hef- ur það í lögum sínum að mismuna eftir kynj- um. >. Sveitarstjómar- kosningar eru á næsta ári. Þar mun hluti af kosningaáróðri Sjálf- stæðisflokksins vænt- anlega ganga út á það að varasamt sé að kjósa Kvennalistann, þar eð þar fari ólýðræðislegur flokkur að því leyti að hann leyfi aðeins konum inngöngu. Hér mun þó frammistaða Sjálfstæðisflokksins skera í augum, vegna slælegs brautargengis kvenna í flokknum, og vegna kynja- misréttisstefnu Hvatar. Þetta er því grátlegra þegar til þess er litið að Framsóknarflokkur- inn hefur nýlega tekið af skarið, og leyft körlum inngöngu í félög framsóknarkvenna. Að því leyti standa þeir betur að vígi í sveitar- og borgarstjórnarkosningunum sem eru framundan. Kynskipt félög eru almennt á . undanhaldi, svosem Rótarýfélögin eru dæmi um: Þar opna æ fleiri félög sig fyrir konum. Jafnvel Kvenréttinda- félag íslands útilokar ekki karlmenn. Sjálfstæðisflokkur- inn mun reyndar standa sig betur að þessu leyti í öðrum félögum sínum og ráðum: þar eru kon- ur ekki útilokaðar með lögum, né heldur karl- ar. Þannig eru konur í Heimdalli, í málfunda- félaginu Óðni og í stjómum svæðisfélag- anna í Reykjavík; auk borgarstjómar og á Al- þingi, og jafnvel á ráð- herrastóli. Nýlega voru samþykkt lög Evr- ópusambandsins á Alþingi þar sem bannað er að mismuna fólki eftir þjóðernisuppruna, kynþætti eða kyni. Það væri verkefni fyrir jafn- réttisnefnd að athuga hvort þessi lög ættu ekki að sumu leyti við um fijáls félagasamtök einnig. Það væri t.d. ólíklegt að Kvennalistinn kæmist upp með að útiloka konur frá inngöngu sem væru nýbúar frá Grænlandi eða inúítar eða af út- lenskum foreldrum. Eða þá líkam- lega eða andlega fatlaðar eða með einhvern arfgengan sjúkdóm. Af hverju má þá útiloka fólk á grund- velli líkamlegra kyneinkenna? Þetta þarf Kvennalistinn að hugsa um, og einnig Hvöt; félag sjálfstæðiskvenna, sem og kvenfé- Nýlega voru samþykkt lög Evrópusambandsins á Alþingi, segir Tryggvi V. Líndal, þar sem bannað er að mismuna fólki eftir þjóðernisupp- runa, kynþætti eða kyni. lög í flokkum öðrum en Framsókn- arflokknum. Mér skilst að á næsta aðalfundi Hvatar í nóvember muni verða lögð fram lagabreytingartillaga þess efnis að körlum verði leyft að ger- ast flárstyrktarfélagar. Hins vegar sé þetta gamla og virðulega félag ekki tilbúið að hugleiða að veita karlmönnum rétt til að verða al- mennir félagsmenn með atkvæðis- rétt, hvað þá að bjóða sig fram til stjórnarsetu, þ.e. að verða fullgildir meðlimir félagsins. Ég held að ef það dragist að leysa úr þessu máli, muni virðing Hvatar fljótt þverra, sem og Sjálfstæðis- flokksins almennt. Því sé Sjálfstæð- isflokknum greiði ger ef almennir flokksmenn hans knýi á um það í fjölmiðlum, að hann þekki sinn vitj- unartíma, og dagi ekki uppi sem nátttröll, að þessu leyti. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur. Tryggvi V. Líndal Olafur Jóhann og meint andúð gagnrýnenda í VIÐTALSÞÆTTI á Stöð 2 í desember síð- astliðnum líkti Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur íslenskum bók- menntagagnrýnendum, sem þá höfðu flestir gefíð honum heldur slæma dóma fyrir nýj- ustu skáldsögu sína Lá- varð heims, við ösku- tunnurnar og ruslið sem hann þyrfti að klofa yfír á göngu sinni um New York borg dag hvern. Ólafur Jóhann sagðist vera orðinn vanur því að hafa ruslið þannig fyrir fótum sér, hann leiddi það bara hjá sér og léti það ekki aftra sér í að ná takmarki sínu. í Morgunblaðinu 26. ágúst síðast- liðinn_ birtist svo grein eftir Pétur Má Ólafsson, útgáfustjóra Vöku- Helgafells, sem gefur bækur Ólafs Jóhanns út hér á landi, þar sem nokkrir íslenskir gagnrýnendur og Undirritaður hefur ekki orðið var við að andúð- arfullir hópar hafi myndast gegn Ólafi Jó- hanni hér á landi, segir Þröstur Helgason, og telur sjálfan sig ekki hluta af slíkum söfnuði. „ýmsir hérlendir menningarpostul- ar“ eru teknir í karphúsið fyrir að hafa fjallað um þýðingu á skáldsögu Ólafs Jóhanns, Fyrírgefningu synd- anna. Gefið er í skyn að þeir séu í einhvers konar herferð gegn Ólafi Jóhanni vegna þess sem kallað er „velgengni íslensks rithöfundar á erlendum bókamarkaði". Einnig eru íslenskir kollegar Ólafs Jóhanns sagðir þjást af öfundsýki af sömu ástæðu. Þetta segir Pétur Már að kanadískui- bókmenntamaður, sem heimsótti Island fáeina daga í fyrra, hafi bent honum á i einkasamtali við sig. Þessi kanadíski maður, sem heitir Greg Gatenby og er listrænn stjórnandi Harbour Front Readings Series í Toronto, hitti nokkra bók- menntamenn hér á landi sem, sam- kvæmt grein Péturs, höfðu víst frek- ar lítið álit á verkum Ólafs Jóhanns. Þegar Gatenby svo hitti Pétur Má og fékk að heyra að Ólafur Jóhann hefði verið tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna, selst í 13.000 eintökum „sex vikum fyrir jól“ og að Random Hause hefði gef- ið skáldsögu hans út í Bandaríkjun- um og önnur stór forlög í nokkrum öðrum löndum þá lagði hann tvo og tvo saman og komst að fyrrnefndri niðurstöðu. I grein Péturs Más seg- ir: „Nú þótti þeim kanadíska nóg komið og hafði hann sjálfur fundið ástæðu þess að íslenskir kollegar Ólafs Jóhanns vöruðu gestinn við þessum voðalega höfundi: „Ahh, jelousy," (öfund) sagði hann.“ Ekki veit ég hvort þessi saga Péturs Más er einhvers konar tilraun til þess að upphefja Ólaf Jóhann sem rithöfund. Ef sú er raunin þá hefur það mistekist algerlega enda ekki líklegt til árangurs að hossa ein- hveijum á kostnað annarra. Það hefði hins vegar verið ótvíræð viður- kenning fyrir Ólaf Jóhann og í frá- sögur færandi ef Gatenby hefði boð- ið honum á upplestrarhátíð sína en það gerði hann ekki eins og kom fram í viðtali við hann á Bylgjunni 5. september síðastliðinn. En hvað sem því líður þá hlýtur það að vera rithöfundi þung byrði að telja sig standa í þvílíku stríði við íslenskan bókmennta- og menn- ingarheim. Slík staða myndi örugglega sliga alla venjulega menn. Misskilningur Péturs Más I fyrrnefndri grein Pét- urs Más í Morgunblað- inu er undirritaður sak- aður um „ótrúlega smekkleysu“ þegar hann fyallaði um grein Jóns Yngva Jóhanns- sonar um þýðinguna á Fyrirgefningu syndanna sem birtist í Tímariti Máls og menningar fyrr á þessu sumri. Að sögn Péturs Más á ég að hafa haldið því fram að Ólafur Jóhann sé ekki höfundur bandarísku útgáfunnar á Fyrirgefn- ingu syndanna. Þetta er misskilning- ur. I grein minni,sem birtist í Morg- unblaðinu, segi ég að skrif Jóns Yngva veki upp ýmsar spurningar, til dæmis um það hvort þær róttæku breytingar sem Jón Yngvi segir að hafi verið gerðar á bókinni í þýðingu hafi haft áhrif á viðtökur hennar erlendis. Einnig er sagt að það gæti verið hnýsilegt _að vita hver gerði breytingarnar. I ljósi þess að Jón Yngvi færir sannfærandi rök fyrir því að bókin sé löguð að bandarísku bókmenntakerfi er sagt líklegt að breytingarnar séu gerðar af mönn- um sem hafa sérþekkingu á því, sem sé af ritstjórum bandaríska útgef- andans. Síðan er spurt: „Ef svo er fer þá höfundarhugtakið ekki á flot? Eru stafir höfundarnafnsins á titils- íðu Absolution kannski farnir að mást burt, eins og raunin varð á um nafn þýðandans?" Hér er því ekki haldið fram að Ólafur Jóhann sé ekki höfundur bókarinnar heldur spurt hvort staða höfundarins breyt- ist ekki við þá meðhöndlun sem sag- an hefur fengið í bandarísku útgáf- unni sem, vel að merkja, láðist að taka fram hver þýddi. Engir andúðarfullir hópar Pétur Már telur undirritaðan hafa sett sig í hóp þeirra sem „sjá ofsjón- um yfir velgengni íslensks rithöfund- ar á erlendum bókamarkaði" með skrifum sínum. Það er slæmt ef gagnrýnendur mega ekki velta vöng- um yfir verkum Ólafs Jóhanns án þess að eiga það yfir höfði sér að vera sakaðir um öfundsýki og ein- hvers konar ofsóknir - að ég tali ekki um skítkast eins og það sem Ólafur Jóhann vænir menn um. Undirritaður hefur ekki orðið var við að andúðarfullir hópar hafi mynd- ast gegn Ólafi Jóhanni hér á landi. Og sjálfur telur hann sig ekki vera hluta af slíkum söfnuði. Það er hins vegar engu líkara en Ólafur Jóhann og útgefandi hans sjái ofsjónum yfir þeirri athygli sem þeir þó fá. Sjálfur hef ég enga ástæðu til öfundar gagnvart Olafi Jóhanni, hvað þá ofsókna eða skítkasts. Ég hef birt ritdóma um tvær bækur Ólafs Jóhanns; einn jákvæðan og annan neikvæðan sem er raunar lýs- andi um viðtökur bóka hans hér á landi - þær hafa bæði fengið góða dóma og vonda. I stað þess að ráðast með óbótum og skömmum á gagnrýnendur og rithöfunda hefði Pétri Má verið meiri sæmd í því að svara einkar vand- aðri grein Jóns Yngva á fræðilegan hátt, það er að segja með rök- studdri gagnrýni á niðurstöður hans. Slík grein hefði vafalítið getað vakið gagnlega umræðu um verk Ólafs Jóhanns þótt hún hefði sennilega ekki vakið jafn mikla athygli al- mennings og sú grein sem Pétur Már birti í Morgunblaðinu. Höfundur er blaðamaður og gagnrýnandi á Morgunblaðinu og formaður Samtaka gagnrýnenda. Þröstur Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.