Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 39

Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 39 MINNINGAR Blessuð sé minning Rafns Júlíus- sonar. Þorgeir K. Þorgeirsson. Fallið er frá eitt mesta ^göfug- menni sem ég hef kynnst. I starfí mínu í samgönguráðuneytinu átti ég því láni að fagna að vinna mikið rheð Rafni Júlíussyni, þar sem ég fékk í upphafi starfs míns það verk- efni að fara með póstmál. Margs er að minnast á þeim ald- arfjórðungi sem leiðir okkar Rafns lágu saman. Ég held ég megi segja að varla hafí sú vika liðið án þess að annar hvor okkar hefði samband við hinn um ýmis úrlausnarefni varðandi póstmál. Fróðari maður um þau mál er vandfundinn. Þekk- ing hans á póstmálum þjóðarinnar var með ólíkindum. Við sátum saman í nefndum og starfshópum um samningu frum- varpa til laga og reglugerða um póstmál. Fyrir fáum vikum lauk vinnu við reglugerð um grunnpóst- þjónustu. Við þá vinnu nýttist þekk- ing Rafns vel. Þrátt fyrir að augljós- lega væri verulega af honum dregið af völdum þess skelfílega sjúkdóms sem hafði heltekið hann, var ekki slegið slöku við. Þetta reyndist vera síðasta verkefni Rafns Júlíussonar í þágu samgönguráðuneytisins. Rafn tók þátt í viðamiklu erlendu samstarfi á sviði póstmála fýrir hönd íslensku þjóðarinnar. Hann sat mörg þing Alþjóðapóstsambands- ins. Ég tel víst að vinnufélagar hans hjá Pósti og síma geri þeim þætti góð skil. Ég átti þess kost að fylgjast með einu slíku þingi, það var í Seoul haustið 1994. Að ganga um sali þinghaldsins í fylgd Rafns Júlíus- sonar var mér, óreyndum, mikil reynsla. Engum duldist að þar fór maður sem naut virðingar i heimi alþjóðapóstmála. Eg minnist einnig með þakklæti starfa hans að málefnum landpósta og í stjórn Frímerkja- og póstsögu- sjóðs um árabil. Rafn var óvenjulega vel gerður maður, ljúfur og með afbrigðum kurteis. Góðmennskan geislaði af honum. Mér leið ætíð vel í návist hans. Nú stendur yfír ritun póstsögu íslands. Ég er þess fullviss að sá sagnfræðingur sem hana ritar gerir þætti Rafns Júlíussonar viðhlítandi skil, þar sem hann með störfum sínum mótaði póstþjónustuna í marga áratugi. Á þessum leiðarlokum vil ég þakka Rafni Júlíussyni gott og þægilegt samstarf í rúman aldar- fjórðung. Við Kristín vottum eiginkonu hans, Kristínu Guðmundsdóttur, og börnum einlæga samúð okkar. Blessuð sé minning Rafns Júlíus- sonar. Halldór S. Kristjánsson. Það er oft erfitt að sætta sig við hið óumflýjanlega. Harðri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Minn góði vinur og samstarfsmaður um áratugi, Rafn Júlíusson, lést 7. sept- ember sl. á 66. aldursári. Þegar ég tók við starfí hjá Pósti og síma í ársbyijun 1961 var Rafn í stöðu póstmálafulltrúa, sem var bæði umfangsmikið starf og krafð- ist nákvæmni í vinnubrögðum. Rafn þurfti m.a. að undirbúa og sækja fundi um póstmál erlendis, bæði svæðisbundna fundi og alþjóðaráð- stefnur. Þótt fleiri þyrftu að mæta á slíkum fundum var hann sá sem yfir mestri þekkingu bjó á póst- málasviðinu. Hann var mjög far- sæll í störfum sínum og gætti vel hagsmuna íslands í póstmálum. Hann þekkti alla póstsamninga og póstreglur mjög vel og væru ein- hver atriði ekki í minni hans vissi hann nákvæmlega hvar þurfti að leita og það tók stuttan tíma að finna þau fram. Rafn naut mikils trausts í þessum störfum sem öðr- um og ekki er vafi á að hann átti oft dijúgan þátt í mörgum samning- um sem gerðir voru við erlendar þjóðir og bættu póstþjónustuna og voru fjárhagslega hagkvæmir fyrir Póst og síma. í ársbyijun 1992 tók Rafn við stöðu framkvæmdastjóra póstmálasviðs, og gegndi því starfí til ársloka 1996 er Pósti og síma var breytt í hlutafélag en þá varð hann yfírmaður alþjóða- og sam- starfsdeildar póstsviðs. Rafn var hógvær og barst ekki á. Hann hafði mikilhæfan mann að geyma. Hann vann störf sín af stakri prýði. Hann var mjög vel lið- inn af starfsfólki og aldrei heyrði ég honum hallmælt. Hann gerði sér ekki mannamun heldur lagði sig fram um að leysa úr þeim málum sem að bárust, hver sem í hlut átti. Hann var hinn trausti og góði starfsmaður. En hann var okkur samstarfs- fólkinu miklu meira. Það var gott að leita til hans. Hann var gjörhug- ull og honum var lagið að fínna leiðir út úr hveijum vanda. Rafn var góður og sannur vinur. Honum þótti vænt um fólk. Og okkur sem með honum unnum þótti vænt um hann. Hann átti svo mikla góðmennsku, hjálpsemi og hlýju. Hann hafði alltaf stjórn á skapi sínu. Hann var réttsýnn og skoðaði mál frá ýmsum mismunandi hliðum. Það var mikið áfall þegar hinn harði sjúkdómur uppgötvaðist. Hann barðist hetjulegri baráttu en varð undan að láta. Hann vissi hvert stefndi en hann æðraðist ekki. Hann ræddi lítið um sjúkdóm sinn. Hans ágæta eiginkona, Kristín Guð- mundsdóttir og íjölskyldan öll stóð fast við hlið hans í veikindunum. Góður drengur er genginn. Spor- in hans voru farsæl. Bænir okkar fylgja Rafni með þökkum fyrir góða samleið og við getum aðeins verið betra fólk fyrir að hafa átt slíkan mann að ferðafélaga. Blessuð sé minning góðs drengs og innilegar samúðarkveðjur eru fluttar eigin- konu hans og fjölskyldu. Páll V. Danielsson. Kær vinur er horfinn sjónum okkar, blíður maður og rólegur í allri umgengni og samskiptum. Rafn var yfírmaður póstsviðs Pósts og síma og starfaði jafnt að innan- landsþjónustunni sem og við al- þjóðasamskipti. Það munu margir sakna Rafns Júlíussonar, hans sem best kunni öll póstlög og reglur og bjó yfír þekkingu til að leysa úr nýjum vandamálum. Hvar sem hann fór, innanlands sem utan, á fámennum fundum eða stærri alþjóðlegum ráðstefnum, bar hann fram mál sitt skýrt og af kunnáttu, en með mikilli hæversku. Naut hann alls staðar mikillar virð- ingar samstarfsmanna sinna. Rafn kunni einnig vel að meta samveru þeirra utan starfstíma og njóta með þeim þess, er hver stund og staður bauð upp á. Rafn var mér góður leiðbeinandi er ég hóf störf við póstþjónustuna. Ég minnist alls samstarfs okkar og vináttu hans og kveð góðan dreng með virðingu og þakklæti. Öllum þeim er Rafni voru kærastir votta ég samúð mína. Ólafur Tómasson, fv. póst- og símamálastjóri. Hálf öld er liðin frá því ég kynnt- ist Rafni Júlíussyni. Við vorum þá nemendur í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga við Öldugötu. Síðan fylgd- umst við að til stúdentsprófs í MR vorið 1952, tengdir vináttuböndum sem treystust enn þau ár sem fóru í hönd. Vináttubönd af þeim toga ^ixrixixTrfl H Erfidiykkjur H H H H H H H H H L A N H H H H H H H H H M Sími 562 0200 ^ nniiiiixmö þekkir margur af eigin raun. Þau verða til við nána samfylgd í skóla á æskuárum, eru sérstök og svo traust að þau slitna ekki, hvert sem ævibrautir vinanna liggja. Og jafn- vel þótt langar stundir líði milli samfunda er ávallt eins og slíkir vinir hafí talazt við daginn áður. Tíminn vinnur ekki á sálufélagi þeirra. Algengt er í skólum að vissir nemendur laðist svo mjög hver að öðrum að úr verður klíka. Ég var í klíku með Rafni og nokkrum öðr- um bekkjarbræðrum. Þá ósýnilegu stofnun lögðum við félagarnir ekki niður við burtfararpróf úr MR, hefð- um þó ef til vill getað rækt hana betur en við gerðum þegar fram í sótti. En lífíð kallar úr ýmsum átt- um eins og gengur. Klíkan okkar var réttnefnt bræðralag. Þar var tilgerð fyrirlitin, en spaugsemi, bersögli og alls kyns fjarstæður haft í hávegum. Við uppnefndum hver annan, og engum okkar var hlíft við skopi og gletting- um. Um hópinn lék hollur og hreinn gustur glaðrar æsku. Allt þetta leiddi svo af sér orðafar sem við bjuggum sjálfír til, oft furðulegustu hluti, og notuðum okkar í milli. Dijúgan skerf lagði Rafn til þessa orðafars, því hann bjó yfír ósvikinni kímnigáfu. Hann fór sjald- an með skrýtlur sem bárust staðlað- ar hús úr húsi, ísmeygileg fýndnin, laus við meinfýsi, spratt af hug- kvæmni hans sjálfs, eftirtektar- semi, næmi fyrir mæltu máli og var glitofin undirtónum. Rafn Júlíusson var vinur og fé- lagsbróðir eins og þeir geta beztir orðið; grandvar maður til orðs og æðis, hjálpfús, prúður í dagfari og hlýr í lund, aldrei mikillátur eða aðgangsfrekur. Dulur var hann að því leyti að hann ræddi ógjaman einkahagi sína. Rafn var prýðilegur tungumála- maður og hygg ég að franska og latína hafí verið eftirlætisnáms- greinar hans í skóla. Eina skáldsögu þýddi hann úr frönsku (1959), Skriftamál eftir Mauriac sem hlotið hafði Nóbelsverðlaun 1952. Harma ég að Rafn skyldi ekki sinna bók- menntaþýðingum meira en raun varð á; í samtölum okkar fannst mér hann vanmeta hæfni sína til slíkra ritstarfa. Nú við hin miklu vegaskil kveð ég fornvin minn og bekkjarbróður, Rafn Júlíusson, með sárum sökn- uði. Hann féll frá of snemma, eftir harða sjúkdómsraun, fékk ekki að njóta í náðum efri ára með ástríkri fjölskyldu sinni eftir langan og far- sælan starfsferil. Ég þakka honum órofa tryggð og góðhug frá fyrstu kynnum. Mynd hans verður í huga mér allar stundir umvafín sams konar sólbirtu og lék um hann ung- an mann á námsárunum í París, er ég heimsótti hann þangað eitt vorið og við fórum alsælir dag eftir dag í skoðunarferðir um borgina fögru sem var honum mjög kær. Hannes Pétursson. í dag verður jarðsettur góður vinur og náinn samstarfsmaður til margra ára, Rafn Júlíusson. Er mikill missir að slíkum manni sem hann var. Rafn var Reykvíkingur og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík en hélt að loknu stúd- entsprófi til Parísar þar sem hann aflaði sér víðtækrar menntunar. Fljótlega eftir heimkomuna, eða árið 1957, réðst hann til starfa hjá Pósti og síma. Þar kynntist Rafn Kristínu, hinni ágætustu konu og í henni fann hann sér góðan lífsföru- naut. Mannkostir Rafns og frábær tungumálakunnátta gerðu hann fljótt að einum af lykilmönnum póstþjónustunnar. Rafn vann náið með þremur póst- og símamála- stjórum auk mín, bæði sem póst- málafulltrúi og síðar sem fram- kvæmdastjóri Póstmálasviðs. Hann vann að innanlandsmálum póstsins sem og alþjóðamálum með miklum ágætum. Lýsandi dæmi um vand- virkni Rafns er íslensk frímerkjaút- gáfa en Rafn stjórnaði henni í tæpa fjóra áratugi. Rafn var vel kynntur í alþjóða- samstarfí þar sem samviskusemi hans og yfírburðaþekking á póst- málum reyndist ómetanleg. Hann eignaðist marga vini, jafnt innan- lands sem utan. Var ávallt gaman að sjá hve mikla virðingu þeir báru fyrir honum vegna þekkingar hans og þeirrar ljúfmennsku og kurteisi sem einkenndi alla framkomu hans. Fyrir mig var það ómetanlegt að geta leitað til Rafns vegna hinna ýmsu mála jafnt í upphafi starfa minna hjá Pósti og síma sem hin síðari ár enda var hann ávallt tilbú- inn að veita þá aðstoð sem þurfti. Því miður get ég ekki fylgt vini mínum til grafar en þakka honum samfýlgdina. Rafni og fjölskyldu hans bið ég guðs blessunar. Guðmundur Björnsson. í dag fer fram útför Rafns Júlíus- sonar fv. framkvæmdastjóra póst- málasviðs Póst-og símamálastofn- Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Sími 552 5744 Innheimt með gíróseðli SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKIAVIK unarinnar. Við, samstarfsmenn hans til margra ára, kveðjum í dag einstakan heiðursmann. Yfírgrips- mikil þekking hans á öllum sviðum póstmála, hvort sem um var að 4t ræða alþjóðleg eða innlend, ásamt fágætum mannkostum gerði það að sérstökum forréttindum að fá að kynnast og starfa með Rafni. Rafn kom til starfa hjá Póst- og símamálastofnun árið 1959 og var hann póstmálafulltrúi frá árinu 1960 þar til hann tók við starfí framkvæmdastjóra póstmálasviðs árið 1992. Gegndi hann þeirri stöðu næstu fímm ár en varð þá forstöðu- maður alþjóða- og samstarfsdeildar póstsviðs hjá Pósti og síma hf. Ein- stæð þekking Rafns og fagmennska ^ var samstarfsfólki hans ómetanleg og við andlát hans er skarð fýrir skildi sem seint verður fyllt. Frá því Rafn hóf störf hjá Póst- og síma- málastofnun var hann fulltrúi ís- lands á þingum Alþjóðapóstsam- bandsins. Hann var sérfræðingur sem leitað var til bæði erlendis og innanlands, meðal annars hvað við- kom vinnu við alþjóðasamninga, póstlög og reglugerðir. Reynsla Rafns kom sér einkum vel er hann hvatti til að ýmsar nýjungar væru kynntar í póstrekstri hér á landi. Var hann einnig frumkvöðull að stofnun Póst- og símaskólans og lét sig ætíð menntun starfsmanna miklu varða. ^ Umfram allt minnumst við þó Rafns sem einstaks manns er um- gekkst alla af sömu virðingu, hóg- værð og hlýhug og var fús að greiða götu allra. Æðrulaus og heiðvirð framkoma Rafns hafði mikil áhrif á samstarfsfólk hans og erum við þakklát að hafa fengið að kynnast og starfa með honum. Við erum sannfærð um að kynni okkar af þessum einstaka heiðursmanni hafí mótað okkur á jákvæðan hátt og verður hans sárt saknað. Fjölskyldu Rafns sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk á póstsviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.