Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 43 Sigurgangan stöðvuð skák Alþýöuhúsiö á Akur- 'cyri, 9. — 20. scpt. SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR Þeir Jóhann Hjai-tarson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu báðir að sætta sig við jafntefli í sjöttu umferð Skákþings íslands. ÞEIR eru ennþá langefstir og jafnir með fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. Þeir Jén Viktor Gunnarsson, 17 ára og Arnar Þor- steinsson frá Akureyri koma næstir með fjóra vinninga. Arnar er sá sem mest hefur komið á óvart á mótinu og haldið uppi heiðri gestgjafanna með glæsibrag. Bragi Þorfinnsson er yngsti keppandinn á mótinu. Hann er 16 ára og teflir í fyrsta skipti í landsliðsflokki. Hann hefur tekið stórstígum framförum undan- farna mánuði og eftir jafnteflið við stigahæsta keppandann stefnir í mjög vel heppnaða frumraun. Það lítur enn þá út fyrir að skák Jóhanns og Hannesar í níundu um- ferð á fimmtudaginn verði hrein úrslitaskák á mótinu. Staðan sést af meðfylgjandi töflu og þar sem frí var á mótinu í gærkvöldi, mánudags- kvöld, sýnir hún stöðuna eins og hún er fyrir sjöundu umferðina í kvöld. Þá tefla Jóhann og Hannes við Akur- eyringana Gylfa Þórhallsson og Rún- ar Sigurpálsson. Þröstur úr leik? Þriðji stórmeistarinn á mótinu, Þröstur Þórhallsson, missti endan- lega af lestinni þegar hann tapaði fyrir Hannesi Hlífari á laugardaginn var. Þröstur var svo óheppinn að verða þremur stundarfjórðungum of seinn í skákina. Eitthvað af þeim tíma hefði komið sér vel í þessari skemmtilegu og tvísýnu stöðu þar sem báðir eru með slæma kóngsstöðu í miðtafli: Svart: Þröstur Þórhallsson Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson 38. - Hg7+? (Hótunin að skáka er sterkari en leikurinn. Best var 38. - Bd5! og svartur vinnur skiptamun fýrir litlar eða engar bætur, því eftir 39. Hf2? - Hg7+ verður hvítur mát. Nú á Hannes hins vegar létt með að víkja kóngnum undan og hefur þá jafnframt komið honum úr skálínu svörtu drottningarinnar á d6) 39. Kf2 - Db6+ Önnur slæm skák sem gefur hvíti færi á að bæta stöðuna, en staðan var einnig afar erfið eftir 39. - Hd8 40. g4!) 40. Rc5! - Hhg8 41. Hxf5! (Hannes brennir ekki af, heldur tryggir sér sigur með laglegri hróksfórn) 41. - exf5 42. Dxf5+ - Ke7 43. Dd7 mát. SKÁKÞING ÍSLANDS Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð: 1 Rúnar Sigurpálsson 2.275 I o 0 0 1/2 1 0 11/2 9.-11. 2 Jón Viktor Gunnarsson 2.315 1 0 1/2 1 1/2 1 4 3.-4. 3 Jóhann Hjartarson 2.605 1 1 1/2 1 1 1 5'A 1.-2. 4 Bragi Þorfinnsson 2.215 1 1/2 1 0 0 3 7. 5 Gylfi Þórhallsson 2.330 1/2 0 1/2 0 1/2 0 11/2 9.-11. 6 Áskell Örn Kárason 2.305 0 0 0 0 0 0 0 12. 7 Hannes Hlífar Stefánss. 2.545 1 1 1 1 1/2 1 51/2 1.-2. 8 Jón Garðar Viðarsson 2.380 1/2 1 0 1 0 1 31/2 5.-6. 9 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 0 1 1 0 0 1/2 21/2 8. 10 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 1 1/2 1 0 1 3'A 5.-6. 11 Arnar Þorsteinsson 2.285 1/2 0 1 1 1 1/2 4 3.-4. 12 Sævar Bjarnason 2.265 1 0 0 0 0 1/2 11/2 9.-11. Bréftil skákþáttarins: Selfossi 6.9. 1997. Ég er nú ekki vanur að skrifa í fjölmiðla út af misfellum eða undar- legu fréttamati, en mér fmnst nú full ástæða til að gera athugasemd við ummæli í skáksíðu Mbl. 5. september sl. - þar sem umsjónarmenn síðunnar, Margeir Pét- ursson og Daði Örn Jónsson, (annar hvor eða báðir) lýsa undrun á að Ríkisútvarpið skuli hafa sagt frá fyrirhug- uðu heimsmeistaraeinvígi milli Karpovs og Kasparovs sem sagt var að færi fram í nágrenni Parísar í næsta mánuði en léti um leið ósagt frá árangri Hannesar Hlífars Stef- ánssonar á Víkingaleikunum á Álandseyjum. Síðan er fléttað saman við þetta skoðunum greinarhöfundar á einokunarfjölmiðlinum RÚV. - Það kann að vera að útvarpinu hafí láðst að segja frá árangri Hannesar í þessum sama fréttatíma og finnst mér það í sjálfu sér ekki stórmál hvort að frétt af árangri Hannesar komi í sama fréttatíma eða öðrum. Það er hins vegar athyglisvert að Morgunblaðið, blaðið sem Margeir og Daði skrifa í sagði einnig frá þessu „Plateinvígi" á forsíðu 3. september. Fréttin er enda komin frá Reuter-fréttastof- unni og væntanlega hafa hvorki Morgun- blaðið né Ríkisútvarpið séð áistæðu til að draga áreiðanleika fréttarinn- ar f efa þó svo að annað hafi komið í ljós síðar, en það er jú alltaf auð- velt að vera vitur eftir á. Ég sé heldur ekki að frétt RÚV tengist á neinn hátt rekstrarformi fyrirtækisins enda birtir „hið fijálsa Morgunblað" sömu frétt. - Svo má auðvitað alltaf deila um ímyndaða eða raunverulega einokun Ríkisút- varpsins en ég sé ekki að það komi umræddum fréttum neitt við. Heiðar Ragnarsson. Svar frá Margeiri Péturssyni: Ég samdi klausuna sem Heiðar gerir athugasemd við. Morgunblaðið birti „ruglfréttina" á forsíðu, en með spurningamerki í fyrirsögn. RÚV birti hana alveg athugasemdalaust. Þess má geta að sama dag hringdi fréttamaður frá annarri (fijálsri) útvarpsstöð í mig til að leita skýr- inga frá sérfræðingi. RÚV hafði greinilega ekki fyrir neinu slíku. Við Islendingar erum það góðir í skák að fréttamenn okkar eiga ekki að láta plata sig þótt það hendi Reuter. Ég veit ekki til þess að RÚV hafi enn þann dag í dag sagt frá glæsileg- um árangri Hannesar Hlífars á Vík- ingaleikunum. Hins vegar hefur ver- ið skýrt frá óteljandi erlendum úrslit- um í keppnum þar sem enginn ís- lendingur er með. Við Heiðar getum þó glatt okkur við það að RÚV hefur sagt mjög samviskusamlega frá Skákþingi ís- lands frá Akureyri og við getum stólað á að úrslit birtist í kvöldfrétt- um kl. 22. Einnig má fletta upp í textavarpinu á síðu 241. Ég verð því heldur léttari í spori næst þegar ég fer í bankann og borga afnota- gjaldið. En ef Morgunblaðið slakar á í skákfréttunum er Ijóst hvaða úrræði ég, Heiðar og þúsundir áhugamanna um allt land hafa. Við getum sagt áskriftinni upp! Margeir Pétursson Bragi Þorfinnsson stöðvaði Jóhann. Frá Söngsveitinni Fílharmóníu Langar þig að syngja í kór sem flytur bæði stór og smá kórverk? Laus pláss í öllum röddum, sérstaklega karlaröddum. Upplýsingar veita: Benni s. 553 4834, Lilja s. 553 9263 og Jóhanna s. 553 9119. HÚSNÆQI í BOQI Ert þú á leið til New York? Fullbúin íbúðtil leigu frá 26. sept. til 1. nóv. Vikuleiga eða allurtíminn kemurtil greina. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 568 3610. ÝMISLEGT VINALÍNAN ~~~ + Sjálfboðaliðar óskast Reykjavíku/deild Rauða kross íslands leitar að sjálfboðaliðum sem vilja starfa með Vinalínunni. Vinalínan er símaþjónusta ætluð öllum 18 ára og eldri sem eiga í vanda eða hafa engan að leita til í sorg og gleði. Sjálfboðaliðar svara í síma öll kvöld kl. 20.00-23.00. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 17. september kl. 20.00 í Fákafeni 11, 2. hæð. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 8800 og 561 6464. Viðtalstímar Ásta R. Jóhannesdóttir, alþing- ismaður, verður til viðtals á skrifstofu sinni, Austurstræti 14, 17., 18. og 19. sept. nk., og í næstu viku. Tímapantanir í síma 563 0700. TILKYIMIMIIMGAR Kísilgúrsjóður Styrkir — Lán — Hlutafé Tilgangur sjóðsins er að kosta undirbúning aðgerða til þess að efla atvinnulíf í þeim sveit- arfélögum sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi Kísiliðjunnar hf. Til að ná fram markmiðum sjóðsins er stjórn hans heimilt að veita áhættulán, styrki og að kaupa hluti í nýjum og starfandi félögum. Um stuðning geta sótt fyrirtæki, félagssamtök og einstaklingar. Styrkir: Kostnaðarliðir sem notið geta stuðnings: • Undirbúningskostnaður verkefna • Vöruþróun • Átaktil markaðsöflunar • Nám eða starfsnámskeið, samkvæmt sér- stakri ákvörðun stjórnar. Lánakjör og hlutafjárkaup: • Kjör á lánum sjóðsins taka mið af kjörum hliðstæðra lána hjá fjárfestingalánasjóðum. • Sjóðurinn tilnefnir að jafnaði ekki stjórn þeirra hlutafélaga sem hann á hlutdeild í nema hlutur sjóðsins sé umtalsverður (þriðj- ungur eða meira) og að stjórnaraðild sé talin æskileg til að efla stjórnun hlutafélagsins. Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki svo sem til að niðurgreiða framleiðslukostnað. Styrkur verður aldrei hærri en sem nemur helmingi af styrkhæfum kostnaði. Umsóknarfrestur vegna haustúthlutunar 1997 er 1. október. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og frek- ari upplýsingarfást hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Sími 464 2070, fax 464 2151. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Suðurgata 22 í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi að Suðurgötu 22. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3,1. hæð, kl. 9 -16 virka daga og stendur til 29. okt. '97. Ábendingum og athugasemdum skal skila til Boigarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en miðvikudaginn 12. nóv. '97. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.0.0.F Rb. 4 = 1469168 — I.O.O.F. Ob.1 = 178091619:00= HÁTI'ÐARF. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar haustferðir 1. 19.—21. sept. Haustlita- og fræðsluferð í Skaftafell og Núpsstaðarskóga. Gist í Freysnesi. Samvinna við Skógræktarfélagið. 2. 20.—21. sept. Emstrur— Almenningur—Þórsmörk. Ekið inn á Emstrur og gengin síð- asti áfangi „Laugavegarins". Fal- leg leið. Gist í Skagfjörðsskála. 3. 20.—21. sept. Þórsmörk, haustlitaferð. Gönguferðir. Gist í Skagfjörðsskála. Tilvalin fjöl- skylduferð. Upplýsingar og far- miðar á skrifst. Mörkinni 6. ÝMISLEGT Námskeiðið Reyklaus að eilffu: — Jákvætt, — tekur tvö kvöld, — eykur meðvitundina, — endurforritar hugann, — allir fá vinnubók, staðfestingar og stuðningsaðila, — kostar jafn mikið og að reykja í 15 daga (góð fjárfesting), — þú mátt ekki hætta fyrr en að loknu námskeiðinu. Næstu námskeið: 16. og 18. sept., 23. og 25. sept., 30. sept. og 2. okt., 21. og 23. okt., 28. og 30. okt., 4. og 6. nóv. GEYMDU AUGLÝSINGUNA. Upplýsingar í síma 561 3240, fax 561 3241, töivupóstfang: leidar@centrum.is F>að er ekkert mál að hættal KENNSLA Þýskunðmskeið Germanfu hófust 15. september. Boðið er upp á byrjendahóp, fimm framhaldshópa og talhóp. Upplýsingar í sima 551 0705 kl. 16.30 - 17.45.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.