Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 45
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Afreksmenn víða
Flateyri. Morgunblaðið.
Haustlita-
og fræðslu-
ferð
HA'USTLITA- og fræðsluferð í Bæj-
arstaðar- og Núpsstaðarskóga verð-
ur farin á vegum Skógræktarfélags
íslands og Ferðafélags íslands helg-
ina 19.-21. september nk. og er
brottför frá Umferðarmiðstöðinni
austanmegin kl. 19. Gist verður í
góðri svefnpokagistingu að Hótel
Freysnesi í Óræfasveit.
Laugardaginn 20. september
verður farið í þjóðgarðinn í Skafta-
felli, gengið inn í Bæjarstaðarskóg
og skoðaður einn fallegasti birki-
skógur á landinu. Ræktaðir birki-
skógar víðsvegar um land eiga
margir hveijir uppruna sinn að rekja
til Bæjarstaðarbirkisins en það hefur
sýnt sig að geta vaxið mjög víða.
Um kvöldið í Freysnesi verður fjallað
um íslenska birkið, fræsöfnun og
meðhöndlun fræs í máli og myndum.
Á sunnudeginum, 21. september,
verður haldið með Hannesi Jónssyni
inn í Núpsstaðarskóga, vel varð-
veitta náttúruperlu sem ekki liggur
í alfaraleið og fáir hafa upplifað
haustlitadýrðina á þeim fagra stað,
segir í fréttatilkynningu. Fararstjór-
ar verða frá Ferðafélaginu og þeir
skógfræðingar Brynjólfur Jónsson
og Jón Geir Pétursson. Almennt
verð er 8.900 kr. en 7.900 kr. fyrir
félagsmenn í Skógræktarfélaginu og
Ferðafélaginu. Nánari upplýsingar
eru á skrifstofu Ferðafélags íslands
í Mörkinni 6.
UNDANFARIN þrjú ár hefur verið
unnið að framtíðarskipulagi
miðhálendis íslands á vegum
nefndar sem skipuð er fulltrúum
þeirra byggða sem liggja að miðhá-
lendinu. Nokkur hefur skort á al-
menna umræðu um þetta mál en
með skipulagi miðhálendisins er
verið að taka afgerandi ákvarðanir
um framtíðarnoktun rösklega 40%
alls lands á Islandi.
Félag skipulagsfræðinga og
Verkfræðistofnun Háskóla íslands
hafa því ákveðið að halda almenna
ráðstefnu um framtíðarskipulag
miðhálendisins í Háskólabíói, sal
2, laugardaginn 20. september frá
NÁTTÚRUVERND ríkisins og
Endurmenntunarstofnun Háskóla
íslands standa fyrir námskeiði í
landvörslu og náttúruvernd frá 29.
september til loka októbermánaðar.
Markmið námskeiðsins er að vekja
áhuga á náttúrufari landsins og
náttúruvernd svo og að þjálfa ein-
staklinga til starfa við landvörslu
og fræðslu um náttúru landsins og
náttúruvernd.
„Mikilvægt er að fólk sem víðast
af landinu sæki námskeið af þessu
tagi því góð þekking á staðháttum
kemur sér vel í starfi landvarðarins.
Með aukinni ferðamennsku eykst
þörfin fyrir landverði ekki eingöngu
á friðlýstum svæðum heldur alls-
staðar þar sem þörf er fyrir leiðsögn
og fræðslu um náttúru íslands,"
segir í fréttatilkynningu.
Námskeiðið verður haldið í
Reykjavík og á Akureyri ef næg
þátttaka fæst. Fyrirkomulag nám-
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Af-
rek ehf. á Flateyri í samráði við
Vegágerðina hefur að undan-
förnu verið að hreinsa gamlar
skriður ofan af vegskálunum í
Óshlíðinni, sem er á milli ísafjarð-
ar og Bolungarvíkur.
Til að koma 7 tonna traktor-
gröfunni upp á vegskálana var
Magnúsar Jóhannessonar, ráðu-
neytisstjóra umhverfisráðuneytis-
ins. Síðan verður aðdragandi skipu-
lagstillögunnar og megininntak
kynnt og auk þess fjalla fyrirlesarar
um ýmsa þætti sem tengjast skipu-
lagi þessa svæðis, m.a. orkumál,
samgöngur, náttúruvernd og ferða-
mál. Einnig verður fjallað um
stjórnsýslulega stöðu miðhálendis-
ins;
í lok ráðstefnunnar munu fulltrú-
ar stjórnmálaflokkanna skýra frá
afstöðu flokka sinna til þessa mikil-
væga máls og taka að því loknu
þátt í pallborðsumræðum. Umræðu-
stjóri verður Kristófer Oliversson
skipulagsfræðingur.
Áðgangur að ráðstefnunni er
skeiðsins í Reykjavík er með þeim
hætti að kvöldfyrirlestrar verða
haldnir dagana 29. september til
2. október og 13.-16. október. Fyr-
irlestrar og skoðunarferðir verða
dagana 4., 5., 11., 18. og 19. októ-
ber frá kl. 9-17. Dagana 23.-26.
október verður dvalið utan Reykja-
víkur.
Frestur til að skila inn umsóknum
hefur verið framlengdur til 20. sept-
ember og liggja umsóknareyðublöð
frammi í afgreiðslu Náttúruvemdar
ríkisins að Hlemmi 3, 2. hæð. Einn-
ig er hægt að senda inn skriflegar
umsóknir þar sem m.a. koma fram
upplýsingar um menntun, starfs-
svið, aldur og tungumálakunnáttu
og annað það sem umsækjanda
þykir skipta máli.
Heimilisfang Náttúruverndar
ríkisins er Hlemmur 3, Pósthólf
5324, 125 Reykavík. Námskeiðs-
gjald er 42.000 kr.
notaður geysiöflugur 22 tonna
krani í eigu Afreksmanna, en
krani þessi bættist nýlega við sí-
vaxandi vinnutækjaflota Afreks
ehf. Ofan á vegskálunum gat að
líta stórgrýti sem fallið hefur
undanfarin ár og því má búast
við nægum verkefnum hjá þeim
félögum í Afreki ehf. á næstunni.
ókeypis og öllum heimill og er fólk
sem lætur sig þetta mál varða hvatt
til að mæta, segir í fréttatilkynn-
ingu.
HELGIN var fremur róleg hjá
lögreglu. Talsvert margt var í
miðbænum á föstudagskvöld og
voru tæplega 30 unglingar færð-
ir í athvarf sem Reykjavíkurborg
starfrækir í samvinnu við lög-
reglu. Þangað sækja síðan for-
eldrar sín ungmenni.
Umferðaróhöpp
Árekstur varð á Sogavegi á
föstudag er tvær bifreiðar skuliu
saman. Flytja varð ökumann og
farþega úr annarri bifreiðinni á
slysadeild. Árekstur var á Bú-
staðavegi við Suðurhlíð á laugar-
dag er tvær bifreiðar skullu sam-
an. Nauðsynlegt reyndist að
flytja farþega úr báðum bifreið-
um á slysadeild en meiðsl þeirra
voru ekki talin alvarleg. Þá varð
árekstur á sunnudagskvöld á
Kringlumýrarbraut við Miklu-
braut er tvær bifreiðar skullu
saman. Annar bílstjóri og tveir
farþegar voru fluttir á slysadeild.
Ökuhraði
Höfð voru afskipti af 18 öku-
mönnum vegna hraðaksturs.
Einn ökumaður var mældur á
124 km hraða á Miklubraut við
Skeiðarvog á föstudagskvöld.
Ökumaður var fluttur á lögreglu-
stöð þar sem hann sá af ökurétt-
indum sínum. Þá ók annar öku-
Hafnagöngu-
hópurinn 5 ára
FIMM ár eru liðin í dag, þriðjudag-
inn 16. september, frá því að Hafna-
gönguhópurinn fór í sína fyrstu
kvöldgöngu. Síðan hefur verið farið
á hveiju miðvikudagskvöldi frá
Hafnarhúsinu kl. 20 í gönguferðir
og sjóferðir um höfuðborgarsvæðið
og nokkur skipti í hafna- og strand-
göngur í öðrum sveitarfélögum.
í tilefni af þessu stendur Hafna-
gönguhópurinn fyrir skemmtigöngu
og siglingu miðvikudagskvöldið 17.
september. Mæting er við Hafnar-
húsið kl. 20. Ýmislegt verður sér til
gamans gert á leiðinni, m.a. mun
HGH-tríóið, félagar úr Hafnagöngu-
hópnum, leika upi borð í skemmti-
siglingaskipinu Árnesi.
Allir eru velkomnir, sérstaklega
gamlir göngufélagar og velunnarar
Hafnagönguhópsins.
maður á 115 km hraða á Bú-
staðavegi. Þann ökumann reynd-
ist einnig nauðsynlegt að flytja
á lögreglustöð þar sem ökurétt-
indin voru skilin eftir.
Innbrot - þjófnaður
Karlmaður var handtekinn í
Pósthússtræti er hann var að
reyna að komast inn í bifreið.
Brunar
Lögreglu var tilkynnt um 12
minniháttar bruna um helgina.
Flestir þeirra voru þess eðlis að
kveikt var í ruslatunnum. Lög-
reglu barst tilkynning um að eld-
ur væri laus í þakskeggi og
klæðningu á Breiðholtsskóla.
Slökkvilið kom á staðinn og
slökkti eldinn. Lögregla og
slökkvilið fóru að húsi í vestur-
bænum að morgni sunnudags þar
sem mikill reykur var í húsinu.
Þar reyndist pottur með matvæl-
um hafa gleymst á eldavél.
Slökkvilið reykræsti húsnæðið.
Þá fóru lögregla og slökkvilið að
öðru húsi í Vesturbænum þar sem
kviknað hafði eldur í þvottavél.
Annað
Lögreglan veitti tveimur kon-
um með þijú börn aðstoð á Geld-
inganesi en þau höfðu lokast inni
á nesinu er flæddi að.
Hj ólreiðaf er ðir
fyrir almenning-
ÍSLENSKI íjallahjólaklúbburinn og
íþróttir fyrir alla standa fyrir hjól- '
reiðaferðum fyrir almenning í sept-
ember og október.
Að þessu sinni verður brottfarar-
staður frá Mjódd austanvert við
skiptistöð SVR og pósthús kl. 20
hvert þriðjudagskvöld.
16. september: Kvistir-Höfðar-
Hálsar, 23. september: Fossvogsdal-
ur-Öskjuhlíð, 30. september: Bú-
staðavegur-Suðurlandsbraut, 7.
október: Langholtsvegur-Mikla-
braut, 14. október: Breiðholtshring-
ur, 21. október: Árbær-Gullinbrú og
28. október: Miðbæjarferð.
Síðasta kvöld-
gangan í Viðey
SÍÐASTA kvöldganga sumarsins í
Viðey verður á Vestureyna. Farið
verður kl. 19.30 í kvöld úr Sunda-
höfn. Gengið verður frá kirkjunni
vestur með Klausturhól, um Klifið
niður á Eiðið með þess fallegu tjörn-
um og þaðan yfir á Vesturey, þar
sem Áfangar, súlnapörin 9, um-
hverfislistaverkið sem R. Serra gaf
á listahátíð 1990, verður skoðað og
síðan gegninn góður hringur um
eyna sunnanverða.
Þar getur einnig að líta steina
með áletrunum frá 1810-1842 og
fleira er þar áhugaverðra fornra
minja. Ferðin tekur rúma tvo tíma.
Fólk er áminnt um að klæða sig
eftir veðri. Sérstaklega skal minnt
á að vera vel búinn til fótanna.
Gjald er ekki annað en feijutoll-
urinn sem er 400 kr. fyrir fullorðna
og 200 kr. fyrir börn.
Kynning á
gjafavöru úr
endurunnum
pappír
RANDALÍN Handverkshús á Egils-
stöðum stendur fyrir kynningu á
vörulínu sinni og þjónustu dagana
16.-30. september í sýningarsal
Handverks og hönnunar að Amt-
mannsstíg 1 í Reykjavík.
Kynnt verður handunnin gjafa-
vara úr endurunnum pappír sem
fyrirtækið hefur sérhæft sig í að
framleiða undanfarin 3 ár. Einnig
verður kynnt sú þjónusta sem fyrir-
tækið veitir í sérhönnun á ýmiskonar
möppum.
Miðvikudaginn 17. september
frá kl. 13-20 mun fulltrúi fyrir-
tækisins verða á staðnum og veita
upplýsingar.
Símaráðgjöf
UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vek-
ur athygli á símaráðgjöf sem stend-
ur aðstandendum einhverfra til boða
á þriðjudagskvöldum í september og
október milli kl. 20 og 22.
í kvöld mun Páll Magnússon sál-
fræðingur veita ráðgjöf, m.a. varð-
andi greiningu á einhverfu ogAsperg-
er heilkenni. Upplýsingar almennt
um fötlunina, framvindu, horfur og
tengda fötlun. Síminn er 562 1590.
LEIÐRÉTTING
Sýningar í Gerðarsafni
til 21. september
SÍÐASTI sýningardagur í Gerðar-
safni, Listasafni Kópavogs, misritað-
ist í myndlistardómi í blaðinu
fimmtudaginn 11. september sl.
Réttur er lokadagur sýningarinnar
21. september. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
Hrafn í verkefnissljórn
Óskað hefur verið leiðréttingar þar
sem nafn féll niður í auglýsingablaði
Vímuvarnanefndar Reykjavíkur sem
fylgdi Morgunblaðinu á laugardag. í
upptalningu á þeim sem skipa verk-
efnisstjóm áætlunarinnar ísland án
eiturlyfja 2002 féll niður nafn Hrafns
Pálssonar, fulltrúa heilbrigðis- og ]
tryggingamálaráðuneytisins.
Ráðstefna um framtíðar-
*
skipulag- miðhálendis Islands
kl. 9-16.
Ráðstefnan hefst með ávarpi
Námskeið í
náttúruvernd
og landvörslu
Ur dagbók lögreglunnar
30 unglingar
færðir í athvarf
12. til 15. september