Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Tommi og Jenni
7-5
Ferdinand
Ljóska
Þjóðarátak
Frá Guðrúnu Marteinsdóttur:
SJÓNVARPSMYNDIN Fikt sem
sýnd var 3. september og umræðu-
þátturinn í kjölfar hennar voru orð
í tíma töluð. Þættimir vora vandað-
ir og fræðandi en þótt þar kæmu
fram ógnvekjandi upplýsingar var
það aðeins brot af þeirri sorg og
upplausn, niðurlægingu og uppgjöf
sem eiturlyf valda ungu fólki, for-
eldram, systkinum, ömmum og öf-
um og þjóðfélaginu í heild sinni.
Það gladdi mig mjög mikið þegar
alþingi og borgarstjórn lýstu yfir
átaki gegn eiturlyfjum og skaðleg-
um afleiðingum þeirra. Og nú er
þjóðin að gera sér grein fyrir því
að henni ber að standa vörð um
velferð ungviðisins í landinu - dýr-
mætustu eign þjóðarinnar, hina
komandi kynslóð, framtíð íslands.
Eins og fram kom í umræðuþættin-
um Hvað um ísland? er augljóst að
þörf er á miklu átaki í þessum efn-
um og brýnt að allir íslendingar
geri sér grein fyrir hættunni.
Nú eigum við öll að snúa bökum
saman eins og svo oft áður þegar
mikið liggur við. Það verður að leysa
kennaradeiluna, fóstradeiluna og
læknadeiluna og greiða þessu vel
menntaða dugnaðarfólki mannsæm-
andi laun nú þegar. Allir þessir aðil-
ar eru þjóðinni ómissandi og okkur
afar nauðsynlegir til að styðja okkur
í átakinu gegn fíkniefnum. Þá eigum
við að fá í lið með okkur í þessu 5
ára átaki allar kirkjur landsins,
presta og söfnuði. Öll góðgerðarfé-
lög landsins, Lions, Oddfellow-
félögin, Frímúrarar, Barnaspítali
Hringsins, Rauði krossinn og Carit-
as, svo nokkur séu nefnd, ættu að
taka höndum saman næstu 3 árin
og leggja málinu lið. Allir ættu að
geta lagt fé sem nýta mætti til að
byggja upp aðstöðu með sérþjáifuðu
starfsliði og þá ekki aðeins á höfuð-
borgarsvæðinu heldur víða um land.
Eg var mjög ánægð að heyra í
umræðuþættinum að þátttakendum
þótti það miður að Tindar störfuðu
ekki lengur. Ég kynntist starfsem-
inni þegar hún fór af stað og þar
vora gerðir stórir hlutir fyrstu árin.
Þar starfaði sérmenntað ungt fólk
sem vissi hvað þurfti að gera í þeirri
meðferð sem þar fór fram - hafði
sérþekkingu á þörfum unglinganna.
Það kunni að beita langtímameðferð
á eiturlyfjaneytendur sem höfðu
brostnar vonir, sumir einungis 13
til 14 ára gamlir en niðurbrotnir á
sál og líkama. Það gat gefið foreldr-
um og öðram aðstandendum
fræðslu og sálfræðilega hjálp. Það
krefst mikillar þolinmæði að vinna
traust unglinganna, byggja upp
brostnar sálir sem hafa glatað öllu,
eiga enga vini, stunda ekki nám,
eru án vinnu og þurfa iðulega að
afplána fangelsisdóma vegna þjófn-
aða eða annars verra. Þessir ungl-
ingar búa við óendanlega eymd og
það gera einnig foreldrar þeirra sem
oft era gjörsamlega ráðþrota og í
mörgum tilfellum skelfíngu lostnir.
Það væri ekki úr vegi að biðja
þá starfsmenn sem störfuðu á Tind-
um um aðstoð við að byija upp á
nýtt til að hafa betri skilning á því
sem þarf að gera. Krísuvíkursam-
tökin gætu ef til vill komið að þessu
verkefni og þeir fagmenn sem hafa
sérmenntun á þessu sviði. SÁÁ hef-
ur sannarlega reynt að rétta hjálpar-
hönd í þessum efnum og ber síst
að draga úr því, en þetta er eins
og með hvern annan sjúkdóm, með-
ferðir eru mismunandi eftir grein-
ingu sjúkdómsins.
Þá þarf að koma á stofn sameig-
inlegum nefndum en ekki dreifa
starfskröftunum því þá er betur
hægt að gera sér grein fyrir þörf-
inni. Ef til vill væri hægt að fá eina
deild á sjúkrahúsum á landsbyggð-
inni fyrir bráðameðferð og annað
húsnæði fyrir framhaldsmeðferð.
Það þyrfti að vera heimilislegt þar
sem auðvelt yrði að veita góða að-
hlynningu, stunda andlega og lík-
amlega uppbyggingu, stundum til
langs tíma. Þá þarf að sinna fjöl-
skyldunni með heimsóknum og
námskeiðum til dæmis um helgar.
Vistmenn þurfa á afþreyingu að
halda og skólanámi því þeir verða
að komast aftur í skólana og stunda
þar nám með félögum sínum. Það
er að mörgu að hyggja en þegar
íslenska þjóðin leggst á eitt, lætur
árangurinn ekki á sér standa. Það
sannar reynslan.
Í þessari upptalningu má ekki
gleyma mikilvægu starfí fíkniefna-
lögreglunnar og tollvarða. Það starf
þarf að efla og fá fleiri þar til starfa
ekki síst á landsbyggðinni og þá
yrði betra ef við hefðum fleiri hunda.
Þjóðin verður kannski að bíða í 3
ár eftir göngum á Vestfjörðum eða
sleppa því að kaupa eitt skip eða
flugvél til að mæta þessu þjóð-
arböli. En við megum ekki láta neitt
tækifæri ónotað í viðleitni okkar að
bjarga unglingunum - framtíð ís-
lands - og grípa hvert tækifæri sem
til þess gefst. Ef allir leggja sig
fram veit ég að þetta tekst með
Guðs hjálp.
GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR,
fv. hjúkrunarforstjóri,
Meistaravöllum 15, Reykjavík.
Sæla sálin
Frá Aðalheiði Sigurbjörnsdóttur:
RÁS 2 gafst upp á þætti sínum -
Þjóðarsálinni - enda var hún á mis-
skilningi byggð. Þeir sem hringdu
(styrktu Póst og síma) voru aðeins
og yfírleitt þeir sem höfðu eitt og
annað á homum sér og hefði þessi
þáttur vel staðið undir nafninu -
Meinhomið. Þetta var ekki góð
mynd af þverskurði þjóðar en sýndi
samt þá hina sem utangarðs og
hornreka vora. Hvernig væri að
snúa dæminu við og fá gott fólk til
að hringja heim til hlustenda og
biðja þá að segja álit sitt á hinu og
þessu - Orðið laust - og hringja
þá helst ekki bara í þá sem alltaf
eru í sviðsljósinu, heldur ýmsa aðra.
Skemmtilegra er að koma fólki á
óvart með svona upphringingu,
bjóða því að tjá sig um tiltekið
málefni í fullri kurteisi án þess að
vera með leiðindavæl og gera jafn-
framt ráð fyrir að það vilji ekki
neitt um málið segja eða jafnvel
lumi á gullkornum án þess að hafa
flíkað því.
Nöldrarar í útvarpi hafa minnst
að segja.
AÐALHEIÐUR
SIGURBJ ÖRN SDÓTTIR,
Skúlagötu 70, Reykjavík.
Tvöfaldur
jarðarbolti!
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.