Morgunblaðið - 16.09.1997, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
auglýsir prufusöng sunnudaginn
21. september kl. 15.00 -17.00.
Skráning og upplýsingar í síma 552 7033.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
HINN HEIMSFRÆGI FÖRÐUNARMEISTARI
Sandra Burghardt
Ziiutakt tœkihærí til að ijá það ALLKA
NýjASTA iem er að gerait í tjöráun í dag og
kynnait itörfum Söndru iem er SJÁLFSTÆTT
STARFANDÍ í tjörðun hyrir tímarit og iýningar og því
óháð öílum SNyRTLVÖRUMCRKJUM. Námikeiðið er OPIÐ
ÖLLUM og herþram laugardaginn 20. iept. kl. g-17 í
Húii venlunarinnar, 14. hœð.
SKRÁNINO OG UPPlýSINGAR
CRU í SÍMA 561 6525. HEILÐVERSLUH
Skrifstofutækni
Markmiö námsins er að þjálfa nemendur til starfa á
skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu.
Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á
verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni
nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
■ Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar I
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær f
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Par bætti ég kunnáttuna I Word-
rítvinnslu og Exceltöflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt
undirstöðuatriðum í mannlegum
samskiptum og Interneti.
Námið er var vel skipulagt og kennsla
frábær. Kennt var 3 kvöld í viku 14 mánuði
og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér
ég vera fær í flestan sjól
Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri,
iönaðar- og viðskiptaráöuneyti.
Qí
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18 Sími 567-1466
SKÁK
Umsjón Margcir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Algarve í Portúgal.
Kanadíski stórmeistarinn
Kevin Spraggett (2.575)
var með hvítt og átti leik,
en heimamaðurinn L. Ga-
lego (2.440) hafði svart.
46. Hxg7+! og svartur
BBIDS
Umsjðn Ouðmundur Páll
Arnarson
ÞAÐ ER almennt slags
virði þegar vörnin neyðist
til að spila út í tvöfalda
eyðu. Ávinningurinn felst
í því að geta trompað öðr-
um megin og hent tapspili
hinum megin. En hitt er
líka tii, þótt ekki sé það
algengt, að eina vinnings-
von sagnhafa felist í því
að trompa á báðum hönd-
um!! Svisslendingurinn
Jean Besse var sá fyrsti
sem vakti athygli á þess-
ari spilamennsku á prenti:
Norður
♦ KG102
? DG8
♦ K643
♦ K3
Austur
♦ 765
■ :t
* D9865
Suður
♦ 943
¥ Á93
♦ D9852
+ G2
Suður spilar þijá tígla
og fær út smátt hjarta.
Átta blinds kostar kóng-
inn, sem suður tekur og
spilar trompi á kóng.
Sagnhafi tekur næst litlu
hjónin í hjarta áður en
hann spilar aftur trompi.
Vestur tekur sína tvo slagi
á ÁG í tígli, en reynir síð-
gafst upp, því eftir 46. —
Kxg7 47. Dc7+ verður
svartur mát eða tapar
drottningunni.
Spraggett er búsettur í
Portúgal og er
kvæntur þar-
lendri konu, sem
teflir reyndar
líka. Hann og
Campos frá Chile
sigruðu á mótinu
með 6'/2 v. af 8
mögulegum. 85
skákmenn tefldu
á mótinu, sem
var sérstakt að
því leyti að keppt
var undir berum
himni!
Það þýðir lítið
fyrir keppendurna í lands-
liðsflokki á Skákþingi ís-
lands að reyna slíkar
kúnstir á Akureyri, þar
sem þeir sitja að tafli þessa
dagana. Þeir tefla innan-
húss, nánar tiltekið í Al-
þýðuhúsinu við Skipagötu.
Virka daga hefst taflið kl.
17, en síðasta umferðin á
laugardaginn kl. 14.
an lítið lauf. Sagnhafi hitt-
ir á að stinga upp kóng
og spilar aftur laufi, sem
vestur drepur með ás.
Staðan er þá þessi:
Norður
♦ KG102
V -
♦ 6
♦ -
Vestur Austur
♦ ÁD8 ♦ 765
V - ♦ - 111 + - ♦ -
♦ 107 * D9
Suður
♦ 943
V -
♦ D9
♦ ~
Besta vörn vesturs er
nú að spila laufi út í tvö-
falda eyðu. Og eina svar
sagnhafa er að trompa í
borði og yfirtrompa heima
til að spila svo spaðaníu!!
Ef vestur drepur og spilar
aftur laufi, trompar suður
og svínar síðan fyrir
spaðadrottningu.
En hvers vegna má
sagnhafi ekki henda spað-
atvistinum úr borði og
trompa heima? Þá gefur
vestur þegar spaða er spil-
að á tíuna og eina leið
sagnhafa heim er á tromp.
Sem þýðir að vestur fær
laufslag til viðbótar við
spaðaásinn. Ennfremur
gengur ekki að henda
spaðatíu eða gosa úr
borði, því það veikir litinn
of mikið. Sannarlega
óvenjuleg staða.
Vestur
♦ ÁD8
¥ 1042
♦ ÁGIO
♦ Á1074
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Lög um klám
VELVAKANDA barst
eftirfarandi:
„Nú er bannað að
ganga ber að ofan úti
þótt það sé sumarveður
og finnst mér óréttlátt
að sýna megi fyrirsætur
á forsíðum klámblaða um
allt en venjuleg kona yrði
handtekin af hún sýndi
sig svoleiðis á almanna-
færi. Mér finnst að það
ætti annaðhvort að fram-
fylgja lögum um klám
eða þá að sýna jafnrétti
og allir megi ganga nakt-
ir. Mér finnst óréttlátt
að sjá myndir fyrir utan
Vegas og þess háttar
staði en svo má ég ekki
klæða mig úr að ofan
inni á bensínstöð. Fyrst
nekt er orðin svona eðli-
leg eins og virðist vera í
dag, hver er þá munur á
mynd og að sýna sig
beran? Ég er búin að lesa
lög um klám en það er
ekki farið eftir þeim lög-
um - hvers vegna? Hvers
vegna eru þessi lög þá
ekki felld niður? Ég er
búin að tala við lögreglu-
stjóra og lögfræðinga en
enginn getur svarað
þessu. Er einhver sem
getur svarað þessu?“
Kona á íslandi.
Frábær
þjónusta
Flugleiða á
sorgarstundu
GJARNAN viljum við
koma á framfæri ánægju
okkar vegna góðrar þjón-
ustu starfsmanna Flug-
leiða. Þannig var að tveir
Hollendingar, 17 ára
gamlir, fengu því miður
þá frétt eftir 2ja vikna
dvöl hér á Islandi að 16
ára bróðir annars hefði
látist af slysförum. Þessi
hörmulegu tíðindi bárust
skömmu fyrir brottför til
Hollands. Fyrir tilstilli
starfsmanna Flugleiða
var þessi flugferð þeim
auðvelduð á allan þann
hátt sem mögulegur var.
Tekið var tillit til þess
að veita þeim næði í
sorgum sínum og einnig
var hugað að því að
dreifa athygli þeirra á
meðan á þessu þriggja
tíma flugi stóð til Hol-
lands. Eins og þið getið
ímyndað ykkur, mun sú
umhyggja og hlýja sem
starfsmenn Flugleiða
sýndu þeim á þessari erf-
iðu ferð lifa lengi í minn-
ingu þessara tveggja
unglinga. Fyrir hönd
þeirra og foreldra send-
um við okkar bestu þakk-
ir til Flugleiða.
Ágústa A. Þórðardóttir
og Leó van Beek.
Tapað/fundið
Barnaflísúlpa
í óskilum
BARNAFLÍSÚLPA
fannst í Hlíðunum. Uppl.
í síma 588 9250.
Dýrahald
Hringur er týndur
HRINGUR hefur ekki
komið heim til sín að
Markarflöt 26 í Garðabæ
síðan 26. ágúst. Hann
er grábröndóttur og hvít-
ur, 11 mánaða, ómerktur
en svarar nafninu sínu.
Hans er sárt saknað og
bið ég þá sem vita um
Hring að hafa samband
við mig, Auði Eddu, í
síma 565 7466.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tiikynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót o.fl. lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329. Einnig er hægt
að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Víkverji skrifar...
BLAÐAMENN reka sig oft á að
það er ekki alltaf sama hvaða
orð þeir nota. Eitt orð getur stund-
um valdið misskilningi eða pirrað
lesendur. Þetta varð Víkveiji var
við þegar Morgunblaðið fjallaði um
boðað verkfall leikskólakennara. í
fyrirsögn um kjaradeiluna var talað
um að yfir 14 þúsund börn ættu á
hættu að missa „gæslu“. Leikskóla-
kennari hafði samband við blaðið
0g kvartaði undan þessu orði og
benti á að leikskóli væri skóli og
því fæli starf leikskólakennara í sér
kennslu. Að lýsa starfi leikskóla-
kennara sem „gæslu“ væri móðg-
andi við stéttina.
xxx
VÍKVERJI getur tekið undir að
heppilegra hefði verið að nota
annað orð til að lýsa starfi leikskóla-
kennara. Óhætt er að hvetja alla
fjölmiðlamenn til að hafa þetta í
huga og nota ekki orðið „gæsla“
um störf leikskólakennara í þeim
fréttum sem þeir eiga eftir að flytja
af kjaradeilunni á næstu dögum og
vikum. Ef í leikskólum fer fram
kennsla, sem Víkveiji efast ekki um
að sé tilfellið, vaknar sú spurning
hvort öll börn hafi jafnan aðgang
að þessari menntun. Ríkir jafnrétti
til náms á leikskólastiginu? Mörg
börn fara á mis við þessa menntun
og foreldrar greiða mishá gjöld fyr-
ir menntun leikskólabarna. Þessar
spurningar hljóta að skipta máli nú
þegar lögð er áhersla á að bæta
menntun leikskólakennara og fá
leikskólann viðurkenndan sem
menntastofnun.
XXX
VÍKVERJI kom fyrir skömmu
við á Þingvöllum og naut þar
náttúrufegurðarinnar í góðu veðri.
Öxará er tvímælalaust ein af perl-
um þjóðgarðsins, en það verður að
segjast að mikið vantar á að um-
gengni um hana sé nægilega góð.
Brúin við Þingvallabæinn er ein-
staklega lúin og löngu tímabært að
gera á henni endurbætur. Hún er
raunar stórhættuleg því að yfír
hana fara bílar og gangandi fólk
án þess að það sé pláss fyrir báða
aðila samtímis. Víkveiji varð hins
vegar afar undrandi að sjá að skólp
er enn leitt í Öxará. Rétt fyrir neð-
an Þingvallabæinn er stór og áber-
andi skólpleiðsla og frá henni renn-
ur skólp sem litar ána. Það er í
sjálfu sér ekkert undarlegt að menn
hafi á sínum tíma freistast til að
láta skólpið renna í ána, en að það
skuli ekki vera búið að laga þetta
árið 1997 er stórfurðulegt. Það
hlýtur að vanta eitthvað upp á for-
gangsröðun hjá Þingvallanefnd og
þjóðgarðsverði að láta þetta við-
gangast.