Morgunblaðið - 16.09.1997, Page 54

Morgunblaðið - 16.09.1997, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ofur- mennið trúlofað LEIKARINN Dean Cain sem leikur Ofurmennið í samnefnd- um sjónvarpsþáttum hefur beðið unnustu sinnar, kántrý- söngkonunnar Mindy McCrea- dy, og hefur hún játast honum. Hann mun því væntanlega leggja sokkabuxunum og herðaslánni fyrir sparifótin ef að líkum lætur og hjúin ná upp að altarinu. „Ég er mjög formlegur og íhaldssamur strákur," sagði Cain. „Ég veit alveg hvemig hring ég ætla að gefa henni en ég vildi ekki bíða með bónorðið þótt hann vant- aði.“ Hann ku hafa rennt ein- hvers konar brauðhring á hönd sinnar heittelskuðu sem er lík- lega fegin að laukhringir voru ekki á boðstólum þetta kvöld. Hún sagðist ætla að geyma hringinn til að sýna börnum þeirra hvers konar kjáni pabbi þein-a væri. Það var móðir hins 31 árs gamla Cain sem kynnti hann fyrir McCready, sem er 21 árs, á verðlaunahátíð kán- trýtónlistar fyrir nokkrum mánuðum. Nákvæm tímasetn- ing brúðkaupsins hefur ekki verið ákveðin en það verður á næsta ári. WtEMSÉSTEMk. Hil ukerf Bolta- og skrufufritt kerfi Hillukerfi fyrir lagerinn, bílskúrinn og geymsluna Auðvelt í uppsetningu Fagleg radgjof Hagstætt verd Isoldehf. Faxafeni 10 • 108 Reykjavik Sími5811091 • Fax 553 0170 Tískusýning í Ráðhúsinu Föt fyrir íslenskar aðstæður FÓLK í FRÉTTUM BLÓMARÓSIN Berglind Ólafsdóttjr. FYRIRSÆTUR úr Eskimo Models. Lengst t.v. sýnir Sóley dragt, en hún er jafnframt dóttir Önnu Gullu. YLVA Marín, Sóley Kristjánsdóttir, Anna Gulla, Valur Kristjánsson og Ellý í Q4U. LITLU stúlkurnar Arna Margrét og Ylva Marín ganga með Berglindi Ólafsdóttur fram á sviðið. á Þriðjud. 16. sept. Kl. 17.00 Síðdegisdjass á Jómfrúnni: Jassklúbbur RúRek: Tríó Grétu Þórisdóttur. Kl. 21:00 Briem, Hubbard, Smith og Lockett í Súlnasal Hótel Sögu. Kl. 22:00 RúRek á miðnætti: Spuni í tali og tónum á Jómfrúnni við Lækjargötu. Miðasala i Japis Brautarholti Miðapantanir í síma 551 0100. Námufélagar landsbankans fá afslátt. ►ANNA Gulla útskrifaðist sem fatahönnuður úr Columbine-skól- anum í Kaupmannahöfn árið 1985. Hún hélt tískusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðið fimmtu- dagskvöld og mættu um 300 boðs- gestir til að fylgjast með. „Þetta var haust- og vetrarfatn- aður fyrir veturinn sem fer í hönd og miðast hann við íslenskar að- stæður," segir Anna Gulla. „Satt best að segja eru fótin sem sýnd voru á fimmtudag uppseld, en ég er á fullu að láta framleiða fyrir verslunina Flex í Bankastræti, sem mun sjá um að selja fötin.“ Sýningarstúlkurnar voru frá Eskimo Models og auk þess kom Berglind Ólafsdóttir fram. Ellý í Q4U sá um að hanna og smíða sviðsmyndina, Edda Sverrisdóttir í Flex var kynnir og Dísa í World Class var sýningarstýra. „Mér fannst þetta ganga ævin- týralega vel upp og þær viðtökur sem ég hef fengið frá fjölmiðlafólki eru langt framar öllum vonum," segir Anna Gulla. „Svo á maður eftir að sjá hvernig annað fólk tek- ur við sér,“ bætir hún við og hlær. M E í 4 N I N 1 í :W * o A R||L E G A R EIN með öllu er kölluð heitur hundur („Hot dog“) í Bandarílq- unum. Þessi merkilegi matur var fyrst kynntur þar í landi á Heims- sýningunni í St. Louis árið 1904 en það var ekki fyrr en árið 1916 sem maður að nafni Nathan Handwerker kom á fót fyrsta pylsustandinum. Hann fékk lán frá þeim Eddie Cantor og Jimmy Durante og byrjaði að selja á Coney Island. Þessar upplýsingar og fleiri verða aðaluppistaðan í heim- ildarmynd sem tveir ungir menn í New Jersey eru að gera um fyrirbær- ið pylsu í brauði. Gerry Beyer og Chris Patak telja pylsuna sérstakan hluta af menn- ingarsögu lands síns og vilja heiðra hana með heimildarmyndinni „Footlong". Þeir benda t.d. á að ár- ið 1995 keyptu Bandaríkjamenn P Y L S u R næstum 400 milljón kíló af pylsum svo þær eru greinilega vinsæl fæða. I heimildarmyndinni munu Beyer og Patak m.a. heimsækja pylsu- vagna víðs vegar um Bandaríkin. Þeir hafa þegar smakkað pylsurnar hjá Oscar Meyer WienerMobile sem hefur ekið um götur Chicago síðan árið 1936 og selt íbúum eina með öllu. Bíllinn er að sjálfsögðu eins og pylsa í brauði í laginu. Einnig hafa Beyer og Patak lagt leið sína til Los Angeles og skoðað Pink’s Chilidog en þangað fara Hollywoodstjörnurnar þegar þær þrá heitan hund. Þeir félagar Beyer og Patak taka vinnuna við heimildarmyndina mjög alvarlega. Beyer lagði meira að segja á sig að taka þátt í pylsukappáti sem hefur verið haldið 82 sinnum á Coney Island til heiðurs Nathan Handwerker. Beyer lenti nánast í síðasta sæti. Hann borðaði 10 pylsur á 12 mínútum en sigurvegarinn, Hirofumi Nakajima frá Japan, torgaði 24 og hálfri á sama tíma. Ein með öllu var reyndar ekki kölluð „hot dog“ til að byrja með. Það nafn er rakið til teiknarans Tad Dorgan. Árið 1906 var hann á hafna- boltaleik og sá sölumenn sem buðu fólki heitar greifingjahundssamlok- ur. Dorgan sem teiknaði skissu af berlegheitunum kunni ekki að staf- setja „dachshund" svo hann skrifaði í staðinn „hot dog“ á myndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.