Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 60
 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikill reykur o g eldur í húsbruna við Grenimel Fullorðmim karl- manni vart hugað líf FULLORÐNUM manni var vart hugað líf eftir bruna á fyrstu hæð í fbúðarhúsi við Grenimel á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eiginkona hans hlaut reykeitrun. Ekki voru aðrir í íbúðinni. Þrír af efri hæð fengu áfallahjálp eftir brunann. Þráinn Tryggvason, aðalvarðstjóri í slökkvilið- inu í Reykjavík, sagði að íbúi í kjallara hússins hefði fyrst orðið var við eldinn og beðið íbúa á annarri hæð um að kalla eftir aðstoð. Tilkynning barst lögreglunni kl. 21.48 í gærkvöldi. Slökkvi- lið, ásamt lögreglu og sjúkraliði, kom að húsinu skömmu síðar. Reykkafarar köfuðu eftir íbúun- um og reyndist kona hafa fengið reykeitrun og karlmaður hlotið mjög alvarleg brunasár. Konan var flutt á slysadeild og karlinn á Landspítalann. Mikill reykur var í íbúðinni, en mestur eldur á ganginum, þegar slökkviliðið kom að. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkviliðsstarfinu lokið um kl. 22. íbúðin er töluvert skemmd. Eng- ar skemmdir urðu í öðrum íbúðum í húsinu. Þrír af efri hæð fengu áfallahjálp eftir brunann. Á miðnætti var ekki vitað um eldsupptök. Á slysadeild fengust upplýsingar um að konan væri enn í rannsókn. Líðan hennar var eftir atvik- um góð rétt fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýs- ingum lækna á Landspítalanum var maðurinn mjög illa brenndur og var honum vart hugað líf. LÖGREGLA og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað á slysstað og girtu svæðið af í gærkveldi. Morgunblaðið/Kristinn Landsbanki og Búnaðarbanki Rætt um að auka hlutafé um 5-10% í upphafi RÆTT hefur verið um að selja nýtt hlutafé í Landsbankanum og Búnaðarbankanum, sem nemi 5-10% af heildarhlutafé, strax á ^ fyrstu mánuðum næsta árs eða eft- ' ir að uppgjör vegna ársins 1997 liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er gert ráð fyrir að selja bréfín með áskriftaraðferð þannig að allur almenningur geti skrifað sig fyrir bréfum. Hluthafar muni því strax í upphafí geta skipt hundr- uðum eða þúsundum í hvorum banka. Eins og fram kom á stofnfund- um hlutafélaganna um ríkisbank- ana í síðustu viku er stefnt að skráningu þeirra á Verðbréfaþingi ^* íslands. Gert er ráð fyrir að laga- heimild til útboðs og sölu á nýju hlutafé verði nýtt í þessu skyni. Með þessu er ætlunin að tryggja aðhald og aga í rekstri bankanna, en um leið leggja grunn að mark- aðsvirði bankanna til að auðvelda ákvarðanir um frekari eiginfjáröfl- un. Ríkisbankarnir/30-31 Þyrla Þyrluþjónustunnar fórst við Hamarsfjörð Hrapaði skyndi- lega úr lítilli hæð EINN maður lést þegar þyrla frá Þyrluþjónustunni fórst inn af Ham- arsfirði í S-Múlasýslu á sunnu- dagskvöld. Björgunarmenn frá Djúpavogi gengu við erfiðar að- stæður upp bratta fjallshlíðina og báru lík hins látna niður af fjall- inu. Ekki er ljóst hvers vegna þyrl- an fórst, en hún hrapaði úr lítilli hæð. Þyrlan var að aðstoða bóndann á Bragðavöllum við að flytja hrein- dýraskrokka ofan af fjallinu niður í Hamars- dal þegar slysið varð. Bóndinn var nýstiginn úr þyrlunni og sneri baki í hana þegar hún hrapaði skyndilega til jarðar. Ekki er vitað um orsakir slyssins, en þyrluspaðinn losnaði af og lá 20-30 metra frá þyrlunni þegar björgunarmenn komu á staðinn. Þrekvirki við björgun Bóndinn hringdi eftir hjálp úr síma sem var í þyrlunni. Björgunarsveitarmenn frá Höfn, Djúpavogi, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði voru kallaðir út og björgunarþyrl- an TF-SIF lagði af stað frá Reykjavík. Þyrlan neyddist til að snúa við vegna ísingar og var TF-LIF þá send á loft eftir að Loftferðaeftir- litið gaf leyfi til að nota hana. Þyrlan lenti á Höfn í Hornafirði um miðnætti og var snúið við þar Þyrluflug- maðurinn sem lést FLUGMAÐUR þyrlunnar hét Jón Freyr Snorrason til heimilis í Skógarási 2 i Reykjavík. Jón Freyr var fæddur 19. janúar árið 1963. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Svövu Huld Þórðardóttur, og níu ára dóttur, Kol- brúnu, frá fyrra sambandi. Morgunblaðið/Kristinn Karlamir og tunglið ENGU var líkara en karlarnir í götuvitanum væru komnir langleiðina til tunglsins í gær- kvöldi þegar ljósmyndarinn náði þessari skemmtilegu mynd af fullu tungli sem bar við umferðarljós á einum götuvita borgarinnar. þegar læknir hafði úrskurðað flugmanninn látinn. Aðstæður til björgunar voru mjög erfiðar, en flakið var í tæp- lega 800 metra hæð. Björgunar- menn frá Djúpavogi fóru á slysstað upp bratta ijallshlíð. Þeir þurftu að fara yfir gil og klettabelti og segir Guðmundur Björgvinsson, læknir á Djúpavogi, að hann hafi óttast að slys yrðu á fólki í björgun- arleiðangrinum. Myrkur og snjó- koma gerðu björgunar- mönnum erfitt fyrir. Björgunarmenn voru rúmar sjö klukkustundir í leiðangrinum og segir Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, að þeir hafi unnið þrek- virki. Vegna veðurs var ekki unnt að fara upp að flak- inu í gær. Flugslysanefnd stefnir að því að fara á slysstað í dag. Gengu í/4 Aðstæður/6 Nýttal- heims- farsíma- kerfi UM SÍÐUSTU helgi var skot- ið á loft eldflaug frá Kazak- stan með sex gervitunglum sem eiga að þjónusta fyrsta alheimsfarsímakerfið, Irid- ium. Kerfið verður að öllum líkindum ræst í lok næsta árs, að sögn Hrefnu Ingólfs- dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma. Notendur verða með handsíma og verð- ur hægt að hringja I og úr símanum hvar sem hann er á jörðinni. Þegar komin 29 tungl á braut um jörðu Alls verður skotið á loft 66 gervitunglum en þegar eru 29 tungl komin á braut um jörðu. Nokkrar þjóðir standa saman að Iridium- samstarfinu, þar á meðal Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar. Einn stærsti hlut- hafinn í samstarfinu er fyrir- tækið Motorola, sem er m.a. stór framleiðandi farsíma. Motorola setti upp eftirlits- stöð í Snjóholti í Eiðaþinghá og sér Póstur og sími um rekstur hennar. Hlutverk stöðvarinnar er að fylgjast með brautum gervitunglanna en símaumferð fer ekki í gegnum hana. Talið er líklegt að mínútan í þessu nýja farsímakerfi kosti um þijá dollara, eða um 213 ÍSK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.