Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 15

Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 15 LANDIÐ Kosið um sameiningu í Vestur-Húnavatnssýslu Sameining í V-Húnavatnssýslu | Fjöldi íbúa 1977-96! 1977 1986 1996 Þverárhreppur v ‘ 170 115 79 Kirkjuhvammshreppur 142 137 88 Hvammstangahreppur 484 674 649 Þorkelshólshreppur 203 194 145 Ytri-Torfustaðahreppur 236 249 222 Fremri-Torfustaðahreppur 114 85 56 Staðarhreppur 130 114 99 SAMTALS \ 1.479 1.723 1.444 Laugarbakkaskóli og Vesturhópsskóli Kirkjuhvammshreppur _ LaugarbakkaskóN __ Hvammstangahrepptir Gmnnskóli Hvammstanga Þorkelshólshreppur ___ Laugarbakkaskóli Ytri-Torfustaðahreppur Laugarbakkaskóji Fremri-Torfustaðahreppur Laugarbakkaskóli Staðarhreppur Laugarbakkaskóli og Barnaskóli Staðarhrepps Skólaárið 1996-97 Nemendur Stöðugildi kennara Gmnhskóli Hvamrtistanga 110 11,0 Laugarbakkaskóli 92 10,9 Barnáskóli Staðarhrepps 21 2,8 Vesturhópsskóli 10\ 2,0 Umtalsverðir kostir virðast fylgja samein- ingu sveitarfélaga í V estur-Húnavatns- sýslu. Karl Sigurgeirs- son lýsir hér því starfi sem unnið hefur verið í tæp tvö ár, til undirbún- ings sameiningar sveit- arfélaga í héraðinu og rekur þá kosti og galla sem sameining hefði í för með sér. Hvammstanga - Frá ársbyijun 1996 hefur starfshópur unnið að undirbúningi að sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar eru nú sjö hreppar. Nefndin hefur gefið út þijú frétta- bréf til að upplýsa héraðsbúa um gang mála og einnig til að miðla upplýsingum um stöðu mála í hér- aðinu og einstaka málaflokka. Undimefndir hafa verið að störf- um, fjárhagsnefnd, skólanefnd og afréttarnefnd. Starfsmaður var ráðinn tíma- bundið, Haraldur Líndal Haralds- son hjá Rekstri og ráðgjöf. Hans hlutverk var að gera úttekt á rekstri og stöðu einstakra sveitar- félaga og skólum í héraðinu. Einn- ig að setja fram tillögur um fyrir- komulag einstakra málaflokka í nýju sveitarféiagi. Haldnir hafa verið margir kynn- ingarfundir meðal sveitarstjórna, bæði sameiginlegir og með ein- stökum sveitarstjórnum. Ljóst er að sum sveitarfélög standa illa fjárhagslega og standa vart undir skuldbindingum sínum. Einnig eru sum sveitarfélög orðin fámenn og almennt fækkar fólki í héraðinu. A tímabili var Bæjarhreppur, innsti hreppur í Strandasýslu, með í við- ræðunum, en hann hefur nú dreg- ið sig út úr þeim. Bæjarhreppur er nú í samstarfi við sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu um rekst- ur heilsugæslu og sjúkrahúsið á Hvammstanga. Fram hefur komið að skipun skólamála í sameinuðu sveitarfé- lagi er fólki mjög huglæg. Reknir eru nú tveir grunnskólar, frá 1,—10. bekk í héraðinu, á Hvamms- ----------------------------- Rcropriimt® STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 tanga og á Laugarbakka. Einnig eru tveir minni skólar fyrir yngri nemendur, í Staðarhreppi, sem tekur einnig við börnum úr Bæjar- hreppi, og annar skóli í Þverár- hreppi. Gert er ráð fyrir í tillögum ráð- gjafafyrirtækisins, að með sam- rekstri skólanna mætti fækka stöðugildum í 16 og ná þannig fram umtalsverðum sparnaði. Fram kemur að skólaakstur myndi aukast og m.a. tekinn upp akstur á nemendum frá Hvammstanga til kennslu á Laugarbakka, en það yrði nýbreytni. Núna er öllum skólabörnum ekið til Laugarbakka- skóla, nema nemendum búsettum á Laugarbakka. íþróttakennsla í héraðinu fer öll fram í nýlegu íþróttahúsi á Laugarbakka, þar er einnig lítil sundlaug, en á Hvammstanga er 25 m sundlaug með góðri aðstöðu. í Reykjaskóla við Hrútafjörð er sundlaug og íþróttasalur sem komin eru nokkuð á aldur. Á Hvammstanga er rekinn leikskóli. Talsvert samstarf hefur verið innan héraðsins á vegum Héraðsnefndar. Má þar nefna tón- listarskóla, brunavarnir, heilsu- gæslu og sjúkrahús, söfn o.fl. Hér- aðsnefnd er skipuð níu mönnum og þar af þremur frá Hvamms- tanga. Heyrast raddir um að skip- an mála hjá Héraðsnefnd sé ekki réttmæt þar sem frá Hvamms- tangahreppi komi yfir 50% af framlagi hreppanna. Vestur-Húnavatnssýsla er greiðfært hérað og mestu vega- lengdir út frá Hvammstanga eru 40-50 km. Héraðið er samstætt á margan hátt hvað félagsuppbygg- ingu varðar og héraðið er eitt at- vinnusvæði. I tillögum um stjórn- skipun í sveitarfélaginu er gert ráð fyrir að fækka fólki í hinum ýmsu nefndum úr 250 í 50. Ekki er gert ráð fyrir verulegum sparnaði af þessum völdum, þar sem mikið af þessum störfum eru í sjálfboða- vinnu. Stjórnsýsla sameinaðs sveit- arfélags yrði á Hvammstanga. Aðalrök sameiningarsinna eru að stóraukið fjármagn frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga fengist inn í hið nýja sveitarfélag, 36,9 milljón- ir kr. í stað 21,1 milljónar á árinu 1996, sem er hækkun um 15,7 millj. króna. Umtalsverður spamað- ur gæti náðst í samrekstri skól- anna, 8-10 milljónir króna, og nokkur í stjómsýslu. Virðistþví ljóst að verulegur fjárhagsávinningur er af sameiningunni. Einnig er fullyrt að öflugt sveitarfélag standi mun betur að vígi í eflingu byggðar í héraðinu, m.a. með aukinni atvinnu og aukinni þjónustu sem sífellt er að aukast af hálfu sveitarfélaga. Um aukna skattheimtu á íbúa dreif- býlisins við sameiningu er haldið fram að hún muni hvort sem er aukast án sameiningar, þar sem mörg sveitarfélögin vanti nú þegar tekjur til að standa undir lögbundn- um gjöldum og gerðum skuldbind- ingum. Aðalrök mót sameiningu eru að skattar og fasteignagjöld muni hækka í dreifbýlinu, stjómsýslan muni færast frá einstökum sveitum, óvissa um skólamál og akstur skóla- barna og óvissa um þjónustustig til dreifðari byggða héraðsins. Á Hvammstanga heyrast m.a. þær raddir að sameining muni tefja fyr- ir byggingu íþróttahúss sem margir setja efst á óskalistann í næstu framkvæmd sveitarfélagsins. Kosning um sameiningu allra hreppa í V-Hún. verður hinn 29. nóvember nk. en kynningarfundir verða í öllum hreppunum frá 20. okt. til 13. nóvember. Ef íbúar sumra sveitarfélaga samþykkja sameiningu en önnur ekki, verður boðað til kosningar að nýju um sameiningu þeirra sem samþykktu í fyrri umferð. Skal það gert innan tveggja mánaða. Morgunblaðið/Sig. Fannar GRAHAM Bell, alþjóðleg- ur kennari _ í vistmenn- ingu, og Óðinn Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri Sólheima. Yistmenn- ingin blómstrar áSól- heimum Selfossi - Graham Bell, einn af kunnustu alþjóðlegu kenn- urum í vistmenningu og ráð- gjafi um sjálfbæran búskap í borg og sveit, hélt fyrirlestur á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrirlesturinn fjallaði um vistmenningu og hvernig ein- staklingurinn getur tekið þátt í að leysa umhverfisvandamál samtímans og notið ávaxta náttúrunnar um leið. Graham er skoskur og hann hefur ferðast um heim- inn og leiðbeint fólki um framkvæmd vistmenningar. Graham segir að á íslandi séu mikil tækifæri til þess að lifa vistvænu lífi. íslendingar eru í góðri snertingu við náttúr- una og geta þess vegna til- einkað sér hinar ýmsu leiðir til þess að fella matvælarækt og mannvist inn í hringrás náttúrunnar. Graham telur að með réttum aðferðum geti einstaklingurinn gert sjálfan sig ábyrgan fyrir lífi sínu og í leiðinni aukið skilning sinn á raunverulegum þörfum ein- staklingsins. Á vori komandi er fyrir- hugað að Graham haldi fyrsta námskeiðið í vistmenningu á íslandi. Námskeiðið verður haldið í væntanlegri fræðslu- miðstöð Sólheima. Graham hyggst nota þessa heimsókn til landsins til þess að afla sér upplýsinga um aðstæður á íslandi, gróðurfar, landslag og veðráttu. Hann mun síðan nýta sér þessar upplýsingar til gerðar námsgagna fyrir væntanlegt námskeið. Sterk kona er styrkurjlokksins! r • • AJhemum R lista skattana. HJúkrunarheimiliJyrir aldraða. EJlum umferðarkerjið. Aukum öryggi borgaranna. Umhverjismál í öndvegi. Kjósum öflugan málsvara sjálfstæðisstefnunnar! Styðjum Jónu Gröu í 3. sætið! Komúitgmhifsíúfmi er á SuðuHandsbmut 22 * Símí 588 5230 Stuðningsmmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.