Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 15 LANDIÐ Kosið um sameiningu í Vestur-Húnavatnssýslu Sameining í V-Húnavatnssýslu | Fjöldi íbúa 1977-96! 1977 1986 1996 Þverárhreppur v ‘ 170 115 79 Kirkjuhvammshreppur 142 137 88 Hvammstangahreppur 484 674 649 Þorkelshólshreppur 203 194 145 Ytri-Torfustaðahreppur 236 249 222 Fremri-Torfustaðahreppur 114 85 56 Staðarhreppur 130 114 99 SAMTALS \ 1.479 1.723 1.444 Laugarbakkaskóli og Vesturhópsskóli Kirkjuhvammshreppur _ LaugarbakkaskóN __ Hvammstangahrepptir Gmnnskóli Hvammstanga Þorkelshólshreppur ___ Laugarbakkaskóli Ytri-Torfustaðahreppur Laugarbakkaskóji Fremri-Torfustaðahreppur Laugarbakkaskóli Staðarhreppur Laugarbakkaskóli og Barnaskóli Staðarhrepps Skólaárið 1996-97 Nemendur Stöðugildi kennara Gmnhskóli Hvamrtistanga 110 11,0 Laugarbakkaskóli 92 10,9 Barnáskóli Staðarhrepps 21 2,8 Vesturhópsskóli 10\ 2,0 Umtalsverðir kostir virðast fylgja samein- ingu sveitarfélaga í V estur-Húnavatns- sýslu. Karl Sigurgeirs- son lýsir hér því starfi sem unnið hefur verið í tæp tvö ár, til undirbún- ings sameiningar sveit- arfélaga í héraðinu og rekur þá kosti og galla sem sameining hefði í för með sér. Hvammstanga - Frá ársbyijun 1996 hefur starfshópur unnið að undirbúningi að sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar eru nú sjö hreppar. Nefndin hefur gefið út þijú frétta- bréf til að upplýsa héraðsbúa um gang mála og einnig til að miðla upplýsingum um stöðu mála í hér- aðinu og einstaka málaflokka. Undimefndir hafa verið að störf- um, fjárhagsnefnd, skólanefnd og afréttarnefnd. Starfsmaður var ráðinn tíma- bundið, Haraldur Líndal Haralds- son hjá Rekstri og ráðgjöf. Hans hlutverk var að gera úttekt á rekstri og stöðu einstakra sveitar- félaga og skólum í héraðinu. Einn- ig að setja fram tillögur um fyrir- komulag einstakra málaflokka í nýju sveitarféiagi. Haldnir hafa verið margir kynn- ingarfundir meðal sveitarstjórna, bæði sameiginlegir og með ein- stökum sveitarstjórnum. Ljóst er að sum sveitarfélög standa illa fjárhagslega og standa vart undir skuldbindingum sínum. Einnig eru sum sveitarfélög orðin fámenn og almennt fækkar fólki í héraðinu. A tímabili var Bæjarhreppur, innsti hreppur í Strandasýslu, með í við- ræðunum, en hann hefur nú dreg- ið sig út úr þeim. Bæjarhreppur er nú í samstarfi við sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu um rekst- ur heilsugæslu og sjúkrahúsið á Hvammstanga. Fram hefur komið að skipun skólamála í sameinuðu sveitarfé- lagi er fólki mjög huglæg. Reknir eru nú tveir grunnskólar, frá 1,—10. bekk í héraðinu, á Hvamms- ----------------------------- Rcropriimt® STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 tanga og á Laugarbakka. Einnig eru tveir minni skólar fyrir yngri nemendur, í Staðarhreppi, sem tekur einnig við börnum úr Bæjar- hreppi, og annar skóli í Þverár- hreppi. Gert er ráð fyrir í tillögum ráð- gjafafyrirtækisins, að með sam- rekstri skólanna mætti fækka stöðugildum í 16 og ná þannig fram umtalsverðum sparnaði. Fram kemur að skólaakstur myndi aukast og m.a. tekinn upp akstur á nemendum frá Hvammstanga til kennslu á Laugarbakka, en það yrði nýbreytni. Núna er öllum skólabörnum ekið til Laugarbakka- skóla, nema nemendum búsettum á Laugarbakka. íþróttakennsla í héraðinu fer öll fram í nýlegu íþróttahúsi á Laugarbakka, þar er einnig lítil sundlaug, en á Hvammstanga er 25 m sundlaug með góðri aðstöðu. í Reykjaskóla við Hrútafjörð er sundlaug og íþróttasalur sem komin eru nokkuð á aldur. Á Hvammstanga er rekinn leikskóli. Talsvert samstarf hefur verið innan héraðsins á vegum Héraðsnefndar. Má þar nefna tón- listarskóla, brunavarnir, heilsu- gæslu og sjúkrahús, söfn o.fl. Hér- aðsnefnd er skipuð níu mönnum og þar af þremur frá Hvamms- tanga. Heyrast raddir um að skip- an mála hjá Héraðsnefnd sé ekki réttmæt þar sem frá Hvamms- tangahreppi komi yfir 50% af framlagi hreppanna. Vestur-Húnavatnssýsla er greiðfært hérað og mestu vega- lengdir út frá Hvammstanga eru 40-50 km. Héraðið er samstætt á margan hátt hvað félagsuppbygg- ingu varðar og héraðið er eitt at- vinnusvæði. I tillögum um stjórn- skipun í sveitarfélaginu er gert ráð fyrir að fækka fólki í hinum ýmsu nefndum úr 250 í 50. Ekki er gert ráð fyrir verulegum sparnaði af þessum völdum, þar sem mikið af þessum störfum eru í sjálfboða- vinnu. Stjórnsýsla sameinaðs sveit- arfélags yrði á Hvammstanga. Aðalrök sameiningarsinna eru að stóraukið fjármagn frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga fengist inn í hið nýja sveitarfélag, 36,9 milljón- ir kr. í stað 21,1 milljónar á árinu 1996, sem er hækkun um 15,7 millj. króna. Umtalsverður spamað- ur gæti náðst í samrekstri skól- anna, 8-10 milljónir króna, og nokkur í stjómsýslu. Virðistþví ljóst að verulegur fjárhagsávinningur er af sameiningunni. Einnig er fullyrt að öflugt sveitarfélag standi mun betur að vígi í eflingu byggðar í héraðinu, m.a. með aukinni atvinnu og aukinni þjónustu sem sífellt er að aukast af hálfu sveitarfélaga. Um aukna skattheimtu á íbúa dreif- býlisins við sameiningu er haldið fram að hún muni hvort sem er aukast án sameiningar, þar sem mörg sveitarfélögin vanti nú þegar tekjur til að standa undir lögbundn- um gjöldum og gerðum skuldbind- ingum. Aðalrök mót sameiningu eru að skattar og fasteignagjöld muni hækka í dreifbýlinu, stjómsýslan muni færast frá einstökum sveitum, óvissa um skólamál og akstur skóla- barna og óvissa um þjónustustig til dreifðari byggða héraðsins. Á Hvammstanga heyrast m.a. þær raddir að sameining muni tefja fyr- ir byggingu íþróttahúss sem margir setja efst á óskalistann í næstu framkvæmd sveitarfélagsins. Kosning um sameiningu allra hreppa í V-Hún. verður hinn 29. nóvember nk. en kynningarfundir verða í öllum hreppunum frá 20. okt. til 13. nóvember. Ef íbúar sumra sveitarfélaga samþykkja sameiningu en önnur ekki, verður boðað til kosningar að nýju um sameiningu þeirra sem samþykktu í fyrri umferð. Skal það gert innan tveggja mánaða. Morgunblaðið/Sig. Fannar GRAHAM Bell, alþjóðleg- ur kennari _ í vistmenn- ingu, og Óðinn Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri Sólheima. Yistmenn- ingin blómstrar áSól- heimum Selfossi - Graham Bell, einn af kunnustu alþjóðlegu kenn- urum í vistmenningu og ráð- gjafi um sjálfbæran búskap í borg og sveit, hélt fyrirlestur á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrirlesturinn fjallaði um vistmenningu og hvernig ein- staklingurinn getur tekið þátt í að leysa umhverfisvandamál samtímans og notið ávaxta náttúrunnar um leið. Graham er skoskur og hann hefur ferðast um heim- inn og leiðbeint fólki um framkvæmd vistmenningar. Graham segir að á íslandi séu mikil tækifæri til þess að lifa vistvænu lífi. íslendingar eru í góðri snertingu við náttúr- una og geta þess vegna til- einkað sér hinar ýmsu leiðir til þess að fella matvælarækt og mannvist inn í hringrás náttúrunnar. Graham telur að með réttum aðferðum geti einstaklingurinn gert sjálfan sig ábyrgan fyrir lífi sínu og í leiðinni aukið skilning sinn á raunverulegum þörfum ein- staklingsins. Á vori komandi er fyrir- hugað að Graham haldi fyrsta námskeiðið í vistmenningu á íslandi. Námskeiðið verður haldið í væntanlegri fræðslu- miðstöð Sólheima. Graham hyggst nota þessa heimsókn til landsins til þess að afla sér upplýsinga um aðstæður á íslandi, gróðurfar, landslag og veðráttu. Hann mun síðan nýta sér þessar upplýsingar til gerðar námsgagna fyrir væntanlegt námskeið. Sterk kona er styrkurjlokksins! r • • AJhemum R lista skattana. HJúkrunarheimiliJyrir aldraða. EJlum umferðarkerjið. Aukum öryggi borgaranna. Umhverjismál í öndvegi. Kjósum öflugan málsvara sjálfstæðisstefnunnar! Styðjum Jónu Gröu í 3. sætið! Komúitgmhifsíúfmi er á SuðuHandsbmut 22 * Símí 588 5230 Stuðningsmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.