Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 4

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bömum dæmdar bætur vegna ofbeldis föður Sviðaskúr Sölufélags- ins brann á Blönduósi STEFNENDUR bjuggu um langt ái’abil við andlegt og líkamlegt of- beldi af hálfu stefnda á sameiginlegu heimili þeirra og stefndi hefur vanrækt þau bæði hvað varðar framfærslu og umönnun. Stefndi er dæmdur til að greiða hverju þeirra tvær milljónir króna í miskabæt- ur, segir m.a. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja systkina gegn fóður þeirra en dómur var kveðinn upp í fyrradag. VERIÐ er að skoða hvort hægt verður að setja hér saman 50 Subaru Libero rafbfla sem seldir yrðu hérlendis. Fimmtíu rafbílar settir saman hér á landi? EVRÓPSKT fyrirtæki hefur haft samband við nefnd um nýt- ingu innlendra orkugjafa með tilboð um að hér verði settir saman bflar sem knúnir verða vetni eða rafmagni. Hjálmar Árnason, alþingismaður og for- maður nefndarinnar, segir að hér sé tækifæri fyrir íslendinga til að stíga mikilvægt skref f því að minnka útblástur gréð- urhúsalofttegunda. Fyrirtækið, sem Hjálmar vill ekki nafngreina að svo stöddu, býður íslendingum samstarf um að setja saman 50 bfla frá Subaru, litla sendibfla eða bita- box sem nefnast Libero og geta tekið sex manns í sæti. Yrðu það rafbflar eða knúnir vetni framleiddu úr raforku. 80 km hámarkshraði Með þannig búnaði geta þeir ekið um 80 km á hleðslu og náð um 80 km hraða og segir Hjálmar að verð þeirra verði undir tveimur milljónum króna. Er þar ekki gert ráð fyrir breytingu á aðflutningsgjöldum fyrir rafbíla. Hugmyndin er að kaupa bfl- hlutina, setja þá saman hér og bjóða til sölu hérlendis, bæði opinberum aðilum og á almenn- um markaði. Ekki sé búist við að um mikla fjárfestingu sé að ræða. Takist samstarf um verk- efnið og gangi framleiðslan vel segir Hjálmar að búast megi við að Islendingum verði fadin samsetning til sölu í öðrum löndum. Tækifæri til nýsköpunar í atvinnulffinu Hjálmar segir að með því að ýta undir notkun vetnis- eða rafknúinna bfla megi stíga mik- ilvæg skref til að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda en um þriðjungur hans hérlend- is kemur frá bflum. Hér sé einnig tækifæri til nýsköpunar í atvinnulffi og uppbyggingu dreifikerfis fyrir vetni og ann- ars er lýtur að þjónustu rafknú- inna bfla. Málið hefúr þegar verið kynnt iðnaðarráðherra og verð- ur rætt f nefndinni á næstunni en til þess hefur ekki unnist tími ennþá þar sem erindið hef- ur nýlega borist nefndinni. Gangi þessar hugmyndir eftir er hugsanlegt að fyrstu bflarnir komist á götuna á miðju næsta ári. 1018:30 Surrr fyrrr tækí eru opín fengur. KRINGMN Málið var höfðað á hendur mann- inum vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem þau töldi hann hafa beitt þau og móður sína. Hann er Asíumaður en með íslenskan ríkis- borgararétt. Bömin eru fjögur, elst- ur er drengur og síðan þrjár systur en sú yngsta átti ekki aðild að mál- inu. Ríkissaksóknari gaf út kæru vegna málsins en móðir stefnenda dó áður en málinu var lokið eftir langvarandi krabbameinsveikindi. I endurriti úr dómabók Héraðs- dóms lýsa stefnendur málsástæðum sínum svo: „Allt frá unga aldri og fram til vormánaða 1991, er stefndi hvarf af sameiginlegu heimili hans og stefnenda, máttu stefnendur búa við líkamlegt harðræði, barsmíðar og spörk, og andlega kúgun af gróf- asta tagi af hálfu stefnda. Þessar misþyrmingar stefnda gagnvart bömum sínum áttu sér stað nánast á hverjum degi um árabil eða í allt að einn og hálfan áratug og ætíð af litlu sem engu tilefni. Bömin máttu auk þess, ýmist hvert og eitt eða öll saman, horfa upp á alvarlegar and- legar og líkamlegar misþyrmingar föður þeirra gagnvart móður þeirra og systkinum. Þá kom það ennfrem- ur oft fyrir að stefndi hélt mat vís- vitandi frá fjölskyldu sinni eða ein- stökum meðlimum hennar, gagn- gert í þeim tilgangi að refsa þeim fyrir einhver atvik eða hegðun sem honum mislíkaði. Hafði bamavemd- arnefnd Reykjavíkur meðal annars afskipti af heimilinu vegna ábend- inga frá ... skóla og gruns um of- beldi stefnda gagnvart börnum sín- um.“ Fjarri öllum sanni Stefndi mótmælti þessum lýsing- um og taldi fjarri öllum sanni að hann hefði vanrækt uppeldis- og framfærsluskyldur sínar gagnvart stefnendum. Sagði hann að hér væri um að ræða fullyrðingar af hálfu stefnenda sem hann ætti erfitt með að1 verjast og benti á að ekki lægju fyrir læknisfræðileg gögn til stuðn- ings fullyrðingum þeirra. Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur er sú að sannað þyki að stefn- endur hafi búið við andlegt og lík- amlegt ofbeldi, stefndi hafi vanrækt framfærslu þeirra og umönnun og að þetta muni setja mark sitt á líf stefnenda hér eftir. Taka beri miskabótakröfu þeirra til greina og er niðurstaða dómsins að henni sé stillt í hóf. Stefndi er dæmur til að greiða systkinunum þremur tvær milljónir króna hverju með dráttar- vöxtum frá dómsuppsögudegi til greiðsludags. Þá er hann dæmdur til að greiða stefnendum 1.250 þús- und krónur í málskostnað. Dóminn kváðu upp héraðsdómaramir Am- grímur Isberg og Guðjón St. Mar- teinsson og Siguijón Björnsson sál- fræðingur. Blönduósi. Morgunblaðið. ELDUR kom upp í svíðinga- skúr Sölufélags Austur-Hún- vetninga á Blönduósi í fyrra- dag þegar verið var að svíða kindahausa. Slökkviliðinu tókst á skömm- um tíma að ráða niðurlögum eldsins en töluverðar skemmdir urðu á skúrnum og er hann að öllum líkindum ónýtur. Sex mínútna viðbragðstími slökkviliðsins Slökkviliðið á Blönudósi þarf sem betur fer ekki að fást við bruna á hveijum degi þannig að góð mynd fékkst á það hversu vel þjálfað slökkviliðið er og að sögn Braga Árnason- ar, slökkviliðsstjóra, tók það um sex mrnútur frá því að boð bárust um eld þar til slökkvilið- ið var mætt á staðinn. Sem dæmi um hversu vel kerfið virkaði þá þurfti einn starfsmaður SAH, sem jafn- framt er slökkviliðsmaður og vinnur í húsinu við hliðina á skúrnum sem brann, að hverfa af vettvangi vegna skilaboða boðtækis sem hann ber á sér og mæta á slökkvistöðina og koma svo með slökkvibflnum til baka á brunastað. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SVIÐAHAUSUM var komið lít úr skúrnum sem brann á Blönduósi. Kannað hvort stöðva beri sölu á Sálumessu HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ákvað í gær að biðja lögregluyfir- völd í Reykjavík að rannsaka hvort Esra S. Pétursson geðlæknir hefði gerst sekur um brot á læknalögum eða lögum um réttindi sjúklinga í æviminningum sínum, Sálumessu syndara. Einnig vill ráðherra að rannsakað verði hvort höfundur og útgefandi hafi gerst brotlegur við lög og hvort efhi séu til að stöðva dreifingu bókarinnar. í henni greinir Esra m.a. frá sjúkrasögu fyrrverandi sjúklings sem nú er látinn. „Það er ekki vitað til þess að slflct mál hafi fyrr komið upp í heil- brigðisráðuneytinu," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra. Þórir sagði að Esra hefði fengið frest til 15. desember til að andmæla þeim ásökunum sem fram hafa verið bomar á hann. Esra skilaði fyrir helgi inn lækn- ingaleyfi sínu. Ólafur Ólafsson landlæknir fór fram á að Esra yrði formlega sviptur leyfinu og sagði jafnframt að álitamál gæti verið hvort Esra gæti einhvem tímann farið fram á að fá leyfið útgefið aft- ur eftir að hafa skilað því inn. Ráðuneytið tæki á hinn bóginn ekki ákvörðun um leyfissviptingu fyrr en niðurstaða lögreglustjóra lægi fyrir. Lögreglan myndi einnig ákveða hvort ástæða væri til frekari að- syndara gerða vegna annarra atriða í til- mælum ráðuneytisins. í tilmælum landlæknis til ráðu- neytisins segir að nauðsynlegt sé að kanna hvort læknirinn hafí gerst sekur um alvarleg brot. Sagði Þórir að Ijóst hefði verið að ráðuneytið yrði að bregðast við ummælum landlæknis, hvort nóg væri að gert ef Esra skilaði lækn- ingaleyfi sínu. Læknafélag íslands samþykkti tilmæli í sömu veru á fundi sínum á þriðjudag en Esra sagði sig úr Læknafélaginu fyrir helgi. Aður hafði Siðanefnd félagsins úrskurðað að Esra hefði brotið siðareglur lækna með ummælum í bókinni og væri brotið alvarlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.